Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 56
56’ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Haukur Sigrurð-
ur Daníelsson,
vélstjóri, fæddist í
Tröð í Súðavík 30.
júní 1932. Hann lést
á hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhh'ð í
Kópavogi aðfaranótt
sunnudagsins 28.
júní sl. Foreldrar
hans voru hjónin
Soffía Magðalena
Helgadóttir frá
Súðavík, f. 28. nóv-
ember 1910, d. 2.
janúar 1986, og
Daníel Rögnvalds-
son, skipasmiður frá Uppsölum í
Seyðisfirði, f. 11. maí 1902, d. 28.
apríl 1974. Hann var þriðja barn
þeirra hjóna, en eldri eru systurn-
ar Kristín Ragnhildur, f. 10. júní
1928, búsett á Hólmavík, og Hall-
dóra, f. 30. ágúst 1929, búsett á
Isafirði.
Haukur kvæntist hinn 29. des-
ember 1956 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Valgerði Jakobsdóttur frá
Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi,
sem fædd er 27. júní 1936. Þau
eignuðust fimm börn, sem eru: 1)
Ari Dani'el, f. 23. maí 1957,
prentsmiðjustjóri, bú-
settur í Noregi,
kvæntur Aud Hauks-
son og eiga þau tvo
syni; Petter, f. 1986,
og Daniel, f. 1988. 2)
Helgi, f. 11. maí 1960,
inatvælatæknifræð-
ingur, búsettur í Dan-
mörku. 3) Kjartan Ja-
kob, f. 11. desember
1961, kafari, búsettur
í Kópavogi, kona hans
er Claudia Venne-
mann. Börn Kjartans
eru Haukur Jakob, f.
1984, og Ásgerður Líf,
f. 1985. 4) Soffía, f. 27. ágúst 1965,
kaupmaður, búsett í Bolungarvík,
gift Bergi Bjarna Karlssyni og
eiga þau tvo syni, Karl Fannar, f.
1983, og Daníel Snæ, f. 1992.5) Ey-
þór Páll, f. 5. október 1966, prent-
ari, búsettur í Kópavogi, kvæntur
Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur, og
eiga þau tvo syni; Eðvarð Þór, f.
1995, og Bjarna Geir, f. _1999.
Haukur ólst upp á ísafirði frá
tveggja ára aldri. Hann stundaði
hefðbundið skyldunám við Barna-
skóla Isafjarðar og síðar vélstjór-
anám á ísafirði á árunum 1953-54.
Haukur og Valgerður reistu sér
hús á Tangagötu 20 árið 1960 og
Skipagötu 8 á ísafirði árið 1976.
Árið 1995 fluttu þau búferlum til
Kópavogs og bjuggu sér heimili í
Vallargerði 28.
Hann var vélstjóri á hinum ýmsu
bátum frá ísafirði og Súganda-
firði. Hann stundaði handfæra-
veiðar öðru hvoru á bátum sínum,
Brimdísi og Tíbrá. Tíbrá smíðaði
hann sjálfur að stórum hluta. Síð-
ast átti hann vélbátinn Svaninn.
Hann vann auk þess við skipasmíð-
ar þjá Skipasmíðastöð Marsellíus-
ar. Hann vann í þrettán vertíðir
við Rækju- og niðursuðuverk-
smiðjuna á fsafirði og samhliða því
vann hann sem bflstjóri hjá Stein-
iðjunni á ísafirði á sumrin. Hann
vann einnig um tíma hjá Rafveitu
ísafjarðar og Pólnum hf. Um
margra ára skeið vann hann hjá
Isafjarðarkaupstað, bæði á þunga-
vinnuvélum og síðast sem áhalda-
vörður við Áhaldahús Ísaíjarðar-
kaupstaðar. Hann var mikið
snyrtimenni og hagleiksmaður og
eftir hann liggja fjölmargir falleg-
ir smíðagripir úr timbri sem bera
listrænu handbragði vitni. Haukur
var mikill harmonikkuunnandi og
var meðal annars einn af stofnfé-
lögum Harmonikkufélags Vest-
fjarða.
Útför Hauks fer fram frá fsa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
HAUKUR SIGURÐUR
DANÍELSSON
Elsku pabbi, oft stóðstu í dyrunum
milli lífs og dauða, þú hafðir betur í
rúma tvo áratugi og mamma stóð allt-
af eins og klettur að baki þér.
Minningamar leita á hugann og
sárt er að kveðjast hinsta sinni þrátt
fyrir allt sem á undan er gengið.
Aldrei heyri ég þig aftur spila „langa
lagið“ eins og við kölluðum það. Orðin
eru fátækleg en ég er viss um það að
góður vinur þinn, hann Gummi Ing-
ólfs, hefur verið í móttökunefndinni
hinum megin og tekið hressilega á
móti þér eins og hann var vanur.
Kær kveðja,
þín dóttir,
Soffía.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Haukur Daníelsson, er látinn eftir
langvarandi veikindi. Mér er ofarlega
í huga hve lífið getur stundum verið
ósanngjarnt og lagt þungar byrðar á
sumt fólk.
Ég kynntist Hauki fljótlega eftir að
ég og sonur hans, Eyþór Páll, fórum
að vera saman árið 1992 en þá hafði
hann nýlega gengið í gegnum aðra
hjartaaðgerð en hin íyrri var gerð ár-
ið 1982.
Haukur var dagfarsprúður maður
og hvers manns hugljúfi. Hann var
rólegur að eðlisfari en óhætt er að
segja að veikindi hans hafi fljótt
markað djúp spor í persónuleika
hans, en hann var ekki nema rétt tæp-
lega fimmtugur þegar hann fékk
fyrra áfallið.
Hann lagði ávallt mikinn metnað í
allt sem hann tók sér fyrir hendur
hvort sem það var að takast á við veik-
indin eða handverkið sem hann vann,
allt var unnið af einstakri alúð og ná-
kvæmni.
Mér er minnisstætt sumarið 1994
þegar ég dvaldist hjá ykkur Deddu á
Isafirði. Þá varstu ýmist í bflskúmum
að smíða eða laga eða úti á heflsubót-
argöngu því aðgerðarleysi átti ekki
við þig. Bflskúrinn var sem þitt annað
heimili og þar bar allt vott um mikið
skipulag og snyrtimennsku og aðst-
aða öll var tfl fyrirmyndar.
Eru mér einnig minnisstæð þaðan
kvöldin þegar þú sast í eldhúsinu í
Skipagötunni og hlustaðir af mikilli
innlifun á harmonikkutónlistina óma í
útvarpinu, og einnig hvemig þú
vannst að endurbótum á Svaninum,
bátnum þínum. Einnig þegar þú
smíðaðir vöggu handa fyrsta barni
okkar Eyþórs, sem nýjasta bama-
bamið, Bjami Geir, nýtur góðs af í
dag. Þá sást vel að þú varst sannur
völundur sem allt lék í höndunum á.
Mikið dáðist ég að þér hvað þú
varst duglegur, baráttuþrekið var
mikið og óhætt að segja að allt hafi
verið lagt undir til að öðlast betri
heilsu.
Eftir að þið fluttuð í Kópavoginn
íjölgaði samverastundunum og ófáa
daga átti hann Eddi, sonur okkar,
sem og önnur bamaböm með þér við
smíðar í bflskúmum og afraksturinn
lét ekki á sér standa. Ýmsir bátar litu
dagsins ljós og voru allflestir merktir
IS 530, gamla skráningarmerkinu
þínu.
Elsku Haukur, það er svo margs að
minnast og erfitt að henda reiður á
öllum okkar góðu minningum sem við
áttum með þér og Deddu. í gegnum
árin hefur Dedda staðið bjargföst
eins og klettur við hlið þér og gert allt
sem í hennar valdi hefur staðið til að
styðja þig og styrkja.
Eitt skiptið, þegar ég kom að heim-
sækja þig á Landspítalann með strák-
ana með mér og sá yngri var aðeins
nokkurra mánaða gamall, rifjaðir þú
upp fyrir mér þegar þú fæddist að þá
hefðir þú aðeins verið ígildi þriggja
pela flösku eða um sjö merkur, þá al-
klæddur. Þú náðir þér hins vegar
fljótt á strik enda var lífskrafturinn
alla tíð mikill. Það sama má líka segja
um hin síðustu ár því þótt þú hafir
lengi vel búið við heilsuleysi þá
stóðstu jafnan uppi sem sigurvegari
eftir hverja þraut. Þrautsegjan, seigl-
an og kjarkurinn var óbilandi, það
sýndi sig best á þeim tíma sem við átt-
um saman og var mun lengri en
margur þorði að vona.
Elsku Dedda, megi góður guð
styrkja þig á þessum erfiðu tímum.
A
GARÐH EIM/4 .ÓMABÚD ■ STí-KKJARBA m
^^SÍMI 540 3320
l v/ Possvo0ski»*kju0a>*ð J
V Sími: 554 0500
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst aila þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynsiu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blessuð sé minning Hauks Daníels-
sonar.
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir.
Elsku afi, mér þykir erfitt að
kveðja þig í svona stuttu máli því þeg-
ar ég hugsa um þig þá kemur svo
margt fallegt mér í hug. Þú varst allt-
af svo góður við alla hvort sem það
vora menn eða dýr. Ég man t.d þegar
við fóram í Kattholt og voram að
skoða ketti þá var erfitt að fara út því
við vildum helst taka alla kettina og
eiga þá. Svo varstu alltaf að smíða
eitthvað fallegt lyrir mig, allt frá bát-
um í dúkkurúm. Þegar ég var yngri
fannst mér svo gaman þegar þú tókst
upp harmonikkuna þína og byrjaðir
að spila og ég söng með ef ég kunni
lögin, en þegar ég varð eldri þá hlust-
aði ég á án þess að syngja með, en það
var samt alveg jafn gaman. Ég vil að
þú vitir, afi minn, að ég kveð þig með
mikilli ást og miklum söknuði og mér
finnst gott að vita að nú loks líður þér
vel. Bless, elsku afi minn.
Þín
Líf.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt og ert
kominn á góðan stað. Ég kveð þig
með allri minni ást og hlýju, þú munt
alltaf eiga þér stað í hjarta mínu.
Þær stundir sem við höfum átt
saman era mér ómetanlegar. Þú varst
alltaf til staðar, ég mim aldrei gleyma
því hve góður þú varst öllum.
Það er mér mikils virði að heita í
höfuðið á þér. Ég kveð þig með þakk-
læti fyrir allar þær stundir sem við
áttum saman.
Þinn,
Haukur Jakob.
Fyrsta vitneslqa mín um Hauk
Daníelsson er úr bréfi frá móður
minni sem hún skrifaði er hún var
sjúklingur á Landspítalanum í
Reykja\ók veturinn 1955. Þar sagði
hún að komið hefði til sín ungur mað-
ur með blómvönd í hendi og heilsað
henni heldur feimnislega og tjáð sér
að Valgerður yngsta dóttir hennar
væri unnusta sín. Móðir minni leist
vel á unga manninn, fast handtakið
traust og hlýtt og ég veit ekki betur
en það traust hafi enst meðan bæði
lifðu.
Haukur ólst upp á ísafirði við fjör-
una og sjóinn og kynntist seinna sjó-
mennskunni, sem stundum heillar en
reynir líka á kjark og þor.
Heimili þeirra Hauks og Valgerðar
var líka reist á eyrinni við fjörðinn.
Þangað var gott að koma.
Það var líka eftirminnilegt að fá
þau Valgerði systur og Hauk í heim-
sókn í Reykjahh'ð með bömin sín. Ég
minnist þess að eitt sinn er þau vora
stödd hér vildum við hjónin skemmta
gestum okkar og hvöttum til ferðar að
Dettifossi og niður Hólmatungur. Að
heiman fóram við í blíðskaparveðri en
er leið á daginn fór að hellirigna og
vegarslóðinn varð eitt forarsvað. Þá
tók Haukur fram keðjur úr farang-
ursgeymslunni og setti undir bflinn
sinn, eftir það urðu forarpollamir
ekki til trafala.
Þannig var Haukur í mínum huga
viðbúinn að mæta vegatálmunum á
lífsbrautinni. En þeir urðu æði margir
farartálmamir á lífsleið Hauks. Allt
það sjúkdómsstríð verður ekki rakið
hér, en þess aðeins minnst að hug-
rekkið til að reyna að komast þann
þunga og illfæra veg er ekki öllum
gefið.
En hann stóð ekki einn, hún Val-
gerður kona hans var stoð hans og
stytta. Ég vil minnast þess með þakk-
læti að eiginmaður minn og Haukur
nutu þess að hittast og ræða málin á
léttum nótum og þegar þeim tókst að
stilla saman harmonikkumar sínar á
góðri stund sér og öðram til ánægju á
ættingjamóti fýrir fáum árum naut
Haukur þess að vera gleðigjafi. Þann-
ig vil ég minnast hans og biðja honum
guðs blessimar.
Vinskapur, greiðvikni og tryggð
era þakkarefni.
Elsku Valgerður systir, Ari, Helgi,
Kjartan, Soffia, Eyþór og ijölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
allra. Erfiðleikamir þroska og líða hjá
en björtu minningamar life.
Guðrún Jakobsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins Waustu friðinn,
ogallterorðiðrótt
Nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
enþaðerGuðsaðvilja
og gott er allt sem Guði er fra.
(V. Briem.)
Elsku Haukur, þó svo að þú sért
búinn að vera veikur svona lengi og
hefur eflaust verið farinn að þrá hvíld-
ina, þá er alltaf erfitt að kveðja. Við
viljum alltaf halda fast í ástvini okkar,
en ég sá það þegar ég heimsótti þig á
laugardaginn, að það var mjög af þér
dregið, en granaði samt ekki að þú
færir þá um nóttina, þú hefur svo oft
risið upp aftur eftir erfið tímabil. Eins
og þú sagðir sjálfur þá varstu búinn
með fleiri líf en kötturinn hefur.
Þú varst alltaf traustur og góður
frændi, skaplaus varstu ekki, en það
sat ekki lengi í þér. Fjölskyldan var
þér allt, Dedda, bömin og bamaböm-
in. Þá vil ég að öðram ólöstuðum
nefna Hauk og Líf, þú talaðir oft um
það hversu mikils virði það væri fyrir
þig að þau væru svona mikið hjá ykk-
ur Deddu. Það fór heldur ekki fram-
hjá neinum hversu hænd þau vora að
ykkur. Þú varst mjög ósáttur í vetur
þegar Gummi vinur þinn fór á undan
þér, en þú lést hann ekki bíða lengi, og
núna hafið þið félagamir hist á ný,
amma og afi hafa öragglega líka tekið
á móti þér. Ég sé þig fyrir mér bros-
andi og hraustan með nikkuna þína,
lausan við allar þrautir. Takk fyrir
okkar samvera hér, elsku Haukur,
sjáumst síðar.
Elsku Dedda, þú hefur verið klett-
urinn í lífi Hauks, í öllum hans veik-
indum hefur þú staðið við hlið hans og
stutt hann, og er það okkur óskiljan-
legt hvaðan þú hefur fengið allan
þennan kraft, því baráttan hefur oft
verið erfið.
Við Rikki, Aníta og Símon Þór
sendum ykkur öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hver minnmg dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Hvfl í friði.
Þín frænka,
Sigríður Rósa.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þijú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.