Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 5 7
MINNINGAR
MARGRÉT
EMILSDÓTTIR
Hver getur slíkum guðakrafti lýst,
er gleði himins út um myrkrið brýst
og flæðir yfir fjöU og byggð og höf,
sem fengu lífið sjálft í morgungjöf.
(Davíð St)
+ Margrét Emils-
dóttir fæddist á
Siglufirði 9. júlí
1941. Hún lést á
heimili sínu á Akur-
eyri 25. maí síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Glerárkirkju 2. júní.
Elsku mamma mín.
Það er skrítið að sitja
og skrifa þér línur, en
ég veit að þær eru tákn-
rænar.
Mig langar til að
segja að þú varst mér
meira en mamma, þú varst vinur
minn. Ég mun ætíð minnast þín með
gleði og hlýju. Það sem huggar mig
mest af öllu er að þótt nú hafi orðið
viðskilnaður munu verða endurfundir
og gleðistund er við hittumst á ný hjá
Drottni okkar á himnum.
Mamma, þú hafðir þann eiginleika
að finna alltaf hláturinn, sama hvað
gekk á, og það var alltaf hægt að grín-
ast með þér og á góðum
stundum léstu hlátur-
inn taka yfir og þú
hreinlega grést úr
hlátri.
Sérstök stund var er
þú áttir 50 ára afmæli
og Kolla systir, Egill
heitinn og krakkarnir
og ég eyddum góðum
tíma í að undirbúa gleð-
istund íyrir þig, þú
varst að koma frá út-
löndum og vissir ekki á
hverju þú ættir von. Ég
man hvað þú varst glöð
þegar ég, Linda, Anna
og Einar Ingi sungum íyrir þig frum-
samið lag og texta um lífshlaup þitt,
og gerðum grín að okkur sjálfum.
Þetta var ein af þessum stundum er
tárin þín runnu fram sem fljót og
hláturinn var sannur og innilegur.
Svona vil ég minnast þín þangað til
við hittumst á ný.
Þinn sonur
Valdimar Lárus.
Ég vil í örfáum orðum kveðja syst-
ur mína Margréti Emilsdóttur. En
þótt við ælumst ekki upp á sama
heimilinu voru tengslin milli okkar
sterk.
Magga hafði sterkan persónuleika
og gífurlegan lífsþrótt.
Hún laut samt að lokum í lægra
haldi fyrir illvígum sjúkdómi eftir
hetjulega og æðrulausa baráttu.
Hún var afskaplega hrein og bein
og lét mann bara hafa það og heyra ef
henni mislíkaði eitthvað.
Ég bið góðan Guð að veita ástvin-
um hennar styrk á erfiðum tímum.
I dögun verður lífíð öllum ljúft,
sem h'ta upp og anda nógu djúpt.
Að allra vitum ilmur jarðar berst
þó enginn skilji það, sem hefur gerst.
En hverri sál, sem eitt sinn ljósið leit,
er líknsemd veitt og gefm fyrirheit.
Því mun hún aldrei myrkri ofurseld,
að minningin er tengd við dagsins eld.
(DavíðSt)
Björk Andersen og börn.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
ogfaðmijörðinaalla
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
(Davíð Stefánsson.)
í dag kveð ég stóru systur mína,
Margréti Emilsdóttur, en þrátt fyrir
hetjulega baráttu hennar við erfið og
langvinn veikindi báru þau hana ofur-
liði.
Þó að hennar nánustu gætu ímynd-
að sér að hverju stefndi var það mikið
áfall þegar fregnin barst, því hún
svaraði ætíð að hún hefði það ágætt
og kvartaði aldrei á hveiju sem gekk.
Þrátt fyrir mikinn aldursmun okk-
ar minnist ég hennar sem vinar sem
auðvelt var að leita til þegar með
þurfti fyrir litla stelpu og síðar ungl-
ing að vaxa úr grasi á Akureyri.
Skipti þá ekki máli hvort leitað var
til hennar til að fá ráðleggingar eða á
sorgarstundu, en við misstum föður
okkar þegar ég var aðeins 11 ára og
stóð hún þá sem klettur í hafi á þeim
erfiðu tímum og reyndist mér vel.
Magga átti og skapaði gott heimili,
í fyrstu með Júlla, en þeirra leiðir
skildu, og síðan með Herði, sem var
við hlið hennar og reyndist henni
mjög vel, allt fram á síðustu stundu.
Hún var baráttukona, létt í skapi
og lét allt flakka. Magga var ákveðin r
kona og gekk ótrauð til allra verka.
Margar góðar minningar á ég um
Möggu. Ég minnist þess er hún var í
einni af sínum mörgu ferðum hingað
suður nú stuttu eftir áramót að hún
kom til mín einn sunnudag ásamt
Herði. Áttum við góða stund saman á
heimili mínu í Garðabæ yfir vöfflum
og kaffi. Magga lét sig hafa það að
koma þótt það væri ekki auðvelt, en
hún sýndi þá hve lífsvilji hennar var
sterkur og hversu mikil persóna hún
var.
Elsku Magga mín. Ég kveð þig
með söknuði en veit að nú líður þér
vel og að vel verður tekið á móti þér.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláa voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Ég og fjölskylda mín vottum þér,
elsku Hörður, okkai' dýpstu samúð.
Einnig aldraðri móður, börnum og
öðrum ástvinum.Guð geymi ykkur.
Þín systir
Anna Halla.
+ Anna Sigrún Jó-
hannsdóttir
fæddist á Vörðufelli
á Skógarströnd 3.
júní 1919. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
26. maí siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhann Ingi-
berg Jóhannsson, f.
14.6. 1893 og kona
hans, Marta Hjartar-
dóttir, f. 1895. Anna
var þriðja í röð þret-
tán systkina. Fimm
systur eru nú á lífi.
Eiginmaður Onnu
var Arsæll Jónsson, f. 25. 9. 1918,
d. 12. 8. 1996, frá Arnarstapa á
Snæfellsnesi. Börn Önnu og Ar-
sæls eru: 1) Jón Trausti, f. 1942,
maki Ingveldur Þorbjörnsdóttir,
þau eiga tvo syni. Trausti á tvær
dætur frá fyrra hjónabandi. 2) Jó-
hann Arsælsson, f. 1943, maki
Guðbjörg Róbertsdóttir, þau eiga
fjögur börn. 3) Þórður, f. 1946,
Sælustundir svífa létt
á sólskinsvængjum hjá.
Eftirþeimvérmænum
með angurblíðri þrá.
Minning þeirra er auðlegð,
semaldreiglatastmá.
Kringum okkur sveimar sorgin
svörtum vængjum á,
skilureftirskúradrög
ogskuggaábrá.
Stund hver finnst oss löng,
er hún staðnæmist oss hjá.
Fjársjóður erfrelsið,
sem flestir vilja ná,
eltaþaðákapphlaupum
meðákefðogþrá.
Menn leita þess oft lengst,
er þeim leynist sjálfum hjá.
Sakleysið er gimsteinn,
semsérhvermaðurá,
vöggugjöfin bezta,
semböminlitlufá.
- Geymum ekki glatkistunni
gersemina þá.
(Erla.)
Guð veri með þér, amma mín.
Þín
Hafrún.
Elsku langamma. Mér þykir vænt
um þig en samt er gott að þú fórst tii
langafa því þú varst búin að lifa lífinu.
Takk fyrir að þú varst mér alltaf góð.
Ég vona að þér líði vel hjá guði.
Lítill drengur leggst á koddann
lokarsinniþreyttubrá,
uns í draumi er hann staddur
maki Valdís Ingi-
mundardóttir. Þórð-
ur á fjóra syni. 4)
Guðrún Marta, f.
1947, maki Baldur
Ragnarsson. Þau
eiga þrjár dætur. 5)
Sigrún, f. 1954, maki
Hafsteinn Sigurðs-
son. Þau eiga eina
dóttur. 6) Hjörtur, f.
1955, maki Ester
Friðriksdóttir. Þau
eiga þijár dætur. 7)
Fróði, f. 1965, unn-
usta hans er Hafdís
Bára Þórðardóttir.
Afkomendur Önnu og Ársæls eru
47.
Anna og Ársæll liófu búskap
sinn í Ólafsvík en fluttu síðan að
Sveinsstöðum í Neshreppi. Lengst
bjuggu þau í Viðvík á Hellissandi
en sfðustu árin áttu þau heimili á
Akranesi.
IJtför Önnu var gerð frá Akra-
neskirkju 2. júní.
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfirbeðhinslitla manns.
(JóhannesúrKötlum.)
„Elsku Anna amma. Mér þykii-
vænt um þig, þú varst svo góð við
mig. Við sátum oft saman og þú sýnd-
ir mér gamlar myndir og sagðir mér
sögur.
Anna amma, þú varst skemmtileg.
- Eydís.“
Eva Björg, Eydís Sunna og
Marvin Daði.
Elsku Anna.
Mig langar í fátæklegum orðum að
kveðja þig því að þú og maður þinn,
hann Ársæll heitinn, voruð mér sem
foreldrar. Það fylgdi ykkur báðum
svo mikil ró og friður að það var
ávallt gott að koma í heimsókn til
ykkar. Það eru margar minningar
sem ég á um ykkur tvö, og þá sér-
staklega þig Anna, en á þessari
stundu er mér er efst í huga þakk-
læti. Þakklæti fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig frá unga aldri. Þakk-
læti fyrir umhyggju þína og kærleik
sem þú sýndh- mér.
Þú varst fróð kona og staður og
stund gleymdust þegar setst var nið-
ur til að spjalla. En þú varst ekki
bara auðug af fróðleik og kærleik
heldur fólst auður þinni líka í börnum
þínum, þeirra mökum og barnabörn-
um.
Það er erfitt að trúa því, Anna, að
þú sért farin frá okkur því það er svo
stutt síðan ég var í heimsókn hjá þér.
Þú tókst loforð af mér að koma aftur í
heimsókn en því miður vannst okkm-
ekki tími til þess. Við eigum eftir að
hittast síðar.
Blessuð sé minning þín.
Þótt kveðji vinir
einnogeinnogaðrir
týnastmér, égáþann
vinsemekkibregstog
aldrei burtu fer.
(Davíð Stefánsson.)
Svanborg Tryggvadóttir.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og lang-
afa,
STEFÁNS ÞÓRARINS SIGURÐSSONAR,
Steiná,
Svartárdal,
Austur-Húnavatnssýslu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öllu við Héraðssjúkrahúsið á
Blönduósi fyrir umönnun og hlýhug.
Jóna Anna Stefánsdóttir, Óiafur Blómkvist Jónsson,
Sigurbjörg R. Stefánsdóttir, Sígurður Pálsson,
Sigurjón Stefánsson, Katrín Grímsdóttir,
Helga A. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ANNA SIGRUN
JÓHANNSDÓTTIR
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA PÁLSDÓTTIR
frá Siglufirði,
Lindargötu 61,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 1. júní.
Jóhann Kroger Egilson, Birgit Dam,
Kristinn Páll Einarsson, Sóley Guðmundsdóttir,
Elías H. Elíasson, Elísa Ásgeirsdóttir,
Guðmundína Einarsdóttir,
Halldóra Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJÖRN ÞORLÁKSSON
lögfræðingur,
Kaplaskjólsvegi 93,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 1. júní.
Ellen Sigurðardóttir Waage,
Ólafur Jóhann Ólafsson, Sigríður Egilsdóttir,
Þorlákur Björnsson, Erna G. Agnarsdóttir,
Kristín Helga Björnsdóttir, Loftur Ólafsson,
Sigurður Kr. Björnsson, Margrét Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS SIGURÐUR STEFÁNSSON, Dvalarheimilinu Skálahlíð Siglufirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtu- daginn 1. júní. Útförin auglýst síðar. Maríanna Jónasdóttir, Jónína Jónasdóttir, Þórður <5 Anna Hugrún Jónasdóttir, Gísli H. ( Magnús Jónasson, Hrönn F; barnabörn og barnabarnab v *""" - L lafsson, auðmundsson, inndal. arn.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna and- láts og útfarar GYLFA GUNNARSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Aðstandendur. 'JLSam