Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 59

Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 59 GUÐMUNDUR J. G UÐLA UGSSON + Guðmundur J. Guðlaugsson var fæddur 16. desember 1942 í Vík í Mýrdal. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Selfossi 23. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaugur Jónsson f. 18.5. 1907, d. 2.8. 1989 og María G. Guðmundsdóttir, f. 17.3. 1907, d. 17.4. 1998. Guðlaugur var frá Kárstöðum í Landbroti V-Skaft. en María var úr Vík og þau bjuggu allan sinn búskap í Vík og lengst af á Bakkabraut 5. Guðmundur var ógiftur og barnlaus og hét fullu nafni Guð- mundur Jón og var næst yngstur af fimm systkinum. Þau eru: 1) Sigurlín, f. 23.12. 1934 ógift.2) Guðrún Ósk, f. 21.8. 1936, d. 3.1. 1999, gift Helga Þorsteinssyni og þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. 3) Jóna, f. 16.2.1941, gift Hrafni Þórhallssyni og þau eiga þrjú börn og þijú barnaböm. 4) Ingþór Jóhann, f. 9.10. 1945, d. 23.7. 1981 af slysfórum, kvæntur Kristjönu Sigmunds- dóttur og þau eiga þrjár dætur og fjögur barnabörn. Guðmundur var raf- virki og nam við Iðn- skólann í Reykjavík og Raftækjavmnustofu Hauks og Ólafs. Meist- ari hans var Ólafur K. Sveinsson. Guðmundur var rafverktaki í Vík í nokkur ár, starfaði síðan hjá Rafmagnsveitum Ríkisins í mörg ár en nú síðast hjá Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti. Utför Guðmundar fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elskulegur samstarfsmaður okk- j ar og félagi, Guðmundur í Vík, er j látinn. Með örfáum línum vilja sam- 1 starfsmenn hans senda vanda- mönnum hans samúðarkveðjur. Guðmundur hafði aðeins starfað um hálft ár hjá Landgræðslu ríkisins þegar hann veiktist skyndilega og var svo óvænt kallaður burt. Á þeim stutta tíma reyndist hann einstaklega hugljúfur og dagfars- prúður félagi og starfsmaður. Hlut- Iverk hans var ráðgjöf og eftirlit með girðingum Landgræðslunnar og leiðsögn um rafgirðingar. Hann var frábær fagmaður á sínu sviði og fljótur að tileinka sér nýja þekk- ingu á sviði rafgirðinga þar sem við vonuðumst eftir farsælu samstarfi á næstu árum. Guðmundur sýndi strax með pníðmannlegri fram- komu sinni hversu vel hann var starfínu vaxinn. Það var til þess tekið hversu hjálpfús hann var og traustur starfsmaður. Okkur í Gunnarsholti er að leið- I arlokum efst í huga þakklæti og j virðing fyrir sérstæða viðkynningu. Minningin um góðan dreng sem vildi öllum gott gera mun lifa með okkur. Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Sveinn Runólfsson og samstarfsfólk í Gunnarsholti. Guðmundur hafði gaman af að ferðast bæði innan lands og utanog mikil upplifun var að fara með hon- um um Mýrdalinn en þar var hann á heimaslóðum og þekkti marga fá- farna slóða. Guðmundur hafði mikið yndi af góðum bókum og las mikið. Það voru ófá dagsverkin sem hann var búinn að leggja í gamla húsið á Bakkabraut 5 (Fagurhól) og margt langaði hann að gera fleira bæði úti og inni til að koma því í betra lag en það þýðir víst ekki að deila við dómarann og sá sem öllu ræður hefur nú kippt í spottann og á einni örskotsstund er klippt á allt sem maður vill og ætlar að gera. Manni fínnst þetta óréttlátt og harkalegt. Ég hafði nú alltaf reikn- að með að þú héldir undir mig síð- asta spottann en ekki ég undir þig. En vegir guðs eru órannsakanlegir og far þú í friði mágur og vinur og guð blessi þig og veri með þér. Helgi. Þegar vinum eða ættingjum er fylgt til grafar í Víkurkirkjugarði í Vík, vakna oft áleitnar spurningar um hvað tíminn er afstæður. Sér- staklega er það brimhljóðið og sú ægifagra sýn sem blasir við augum; sem kveikir þessar hugrenningar. I svip fínnst manni að eilífðin birtist í öldunum sem brotna á Urðinni und- ir Reynisfjallinu. Þannig hafi þetta verið, óbreytt frá. örófi alda. En þegar betur er að gáð hafa orðið ótrúlega miklar breytingar á þessu landslagi þá fáu áratugi sem ég man og skal því engan undra þó mannsævin verði harla stutt og hraðfleyg í samanburðinum. Sér- staklega verða þessar hugsanir áleitnar þegar staðið er yfir mold- um þeirra sem kippt er á brott fyr- ir aldur fram, mitt í dagsins önn. Þannig var með vin minn og félaga til margra ára Guðmund Jón Guð- laugsson, sem lést þann 23. maí sl. Svo skyndilegt fráfall manns sem lifað hefur allan sinn aldur í fá- mennu þorpi eins og Vík, snertir alla og sannar enn og aftur hvað hver einstaklingur er mikilvægur hlekkur í okkar litla samfélagi. Kæri vinur, það er mér ótrúlega óraunverulegt hlutskipti að setja á blað þessi fátæklegu minningarorð. Það á eftir að líða langur tími áður en ég skil það til fulls að þú ert ekki lengur hérna á meðal okkar vina þinna og kunningja. Eftir þrjátiu ára vinskap og samstarf er svo margs að minnast. I veiðiferðunum kom vel fram kurteisi þín og hátt- vísi við allt og alla sem þú um- gekkst. Það verður skarð fyrir skildi á kaffistofunni í Víkurprjóni þar sem málin voru rædd yfir kaffi- bolla og oftar en ekki snerist um- ræðan um það sem til framfara gæti horft fyrir byggðarlagið. Þar hafðir þú, eins og um flest, fast- mótaðar skoðanir og værum við ekki sammála þurfti góð rök á báða bóga til að ná samhljóða niður- stöðu. Nákvæmni þinni og vand- virkni var við brugðið. Stundum held ég meira að segja að þú hafir gert þér sjálfum svolítið erfitt fyrir með þessum annars góðu eðliskost- um. Barngóður varst þú með af- brigðum og dætur mínar munu áv- allt muna eftir honum Gumma, sem oftast var með kóngabrjóstsykurs- pokann eða eitthvað annað jafngott í brjóstvasanum. Kæri vinur, ég ætla ekki að hafa þessa minningargrein um þig langa, þó af nógu væri að taka. Ég er alls ekki viss um að það væri þér að skapi. Eins og svo margir Skaft- fellingar varst þú ekki gefinn fyrir að sækja í sviðsljósið. Að leiðarlokum þökkum við Anna þér fyrir vináttu þína og tryggð í gegnum árin. Að Guðs vilja hefur þú nú verið kallaður til annarra vídda. Þar munu samviskusemi þín og heiðar- leiki verða metin að verðleikum. Innilegar samúðarkveðjur send- um við systrum þínum, ættingjum og fjölskyldum þeirra. Þórir N. Kjartansson. Guðmundur mágur minn lést | þriðjudagsmorguninn 23. maí síð- astliðinn og’ er ég fékk þessa har- mafregn í hádeginu ætlaði ég varla að trúa þessu, maðurinn aðeins 57 ára. Þegar hann, rúmri viku áður, var að hjálpa mér að flytja gat eng- inn merkt að á þessu væri von. Guðmundur dáinn, þvílík fjarstæða, hvað kom fyrir? Því miður getur tækni og þekking nútímans ekki Ialltaf bjargað og hann komst ein- faldlega ekki nógu fljótt á sjúkra- hús og undir læknishendur. Guðmundur var traustur maður og eins og sagt hefði verið hér áður fyrr „drengur góður“, afar hjálp- samur og vildi hvers manns vanda leysa. Margar ferðirnar var hann búinn að fara milli Víkur og (Reykjavíkur til að hjálpa okkur vin- um og ættingjum við ýmis vanda- mál og alltaf var hann tilbúinn að Íhjálpa þó síðasta hjálpin til hans kæmi nú of seint. Guðmundur hafði mikinn áhuga á stangveiði og skotveiði og stundaði það eins og tími og tækifæri leyfðu og ekki fer maður nú fleiri veiðitúra með honum í Vatnsána eða annað úr þessu. Guðmundur var afar lag- inn maður og má segja snillingur í höndunum, marga gamla hluti var hann búinn að fara höndum um og lagfæra og bera gömlu mótorhjólin Íhans þess glöggt vitni, svo og margt fleira; bílar og ýmsir aðrir hlutir sem hann gerði upp eins og nýja. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir og amma, RANNVEIG INGIBJÖRG ÞORMÓÐSDÓTTIR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 5. júní kl. 13.30. Ómar Svanlaugsson, Kristrún Geirsdóttir, Ingólfur Þormóðsson, Eiríkur Þormóðsson og barnabörn. Við þökkum af heilum hug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HJÁLMARS B. KJARTANSSONAR, Dalbraut 1b, Hnífsdal. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Ingvarsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR Ijósmóðir frá Bæ, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 30. maí. Snorri R. Jóhannesson, Guðrún Hafliðadóttir, Jóhann G. Jóhannesson, Sóley Sveinsdóttir, Kristjana G. Jóhannesdóttir, Hjalti Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR frá Sólvangi, Vestmannaeyjum, andaðist á Vífílstöðum fimmtudaginn 1. júní. Gunnlaugur Axelsson, Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Hildur Axelsdóttir, Kristján Finnsson, Kristrún Axelsdóttir, Sigmar Pálmason, Magnús Axelsson, Guðrún Arnarsdóttir, Halldór Axelsson, Anna S. Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Sigurður Magnússon, Unnur Magnúsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN JÓNSSON frá Mýrartungu, Hjallaseli 55, andaðist að kvöldi miðvikudagsins 31. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Jóhannsdóttir, Ragnar Már Amzeen, Margrét Jóhannsdóttir, Björn Jónsson, Jón Jóhannsson, Súsanna Steinþórsdóttir, Halldór Jóhannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Hörður Óli Guðmundsson og afabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Gerðum í Garði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 31. maí. Brynjólfur Erik Eiríksson, Beverley Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Atli Arason, Hjördís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir, SIGURJÓN RUNÓLFSSON frá Dýrfinnustöðum, Raftahlíð 59, Sauðárkróki, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga laugar- daginn 27. maí sl., verður jarðsunginn frá Hofsstaðakirkju I Skagafirði ( dag, laugar- daginn 3. júní, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hofsstaðakirkju. Sigríður Guðrún Eiríksdóttir, Anna María Sigurjónsdóttir, Eiríkur Jónsson, Lena Jónsson Engström, Guðbjörg Björnsdóttir, Jón V. Gíslason, Gunnar Eiríksson, Berglind Eygló Jónsdóttir, Björn Þórður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.