Morgunblaðið - 03.06.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 61
MARJO KAARINA
KRISTINSSON
+ Marjo Kaarina
Kristinsson, f.
Raitto, verkfræðing-
ur, fæddist í Turku í
Finnlandi 17. des-
ember 1951. Hún
lést á heimili sínu á
Akureyri 22. maí
síðastliðinn og fór
útfor hennar fram
frá Akureyrarkirkju
2. júnf.
Kveðja frá_
Skautasambandi íslands
Marjo Kristinsson var árum sam-
an einn helsti talsmaður skauta-
íþrótta á íslandi. Hún skipulagði,
þjálfaði og veitti þeim sem stíga
vildu á svellið ómælda athygli. Marjo
var ávallt tilbúin að miðla af reynslu
sinni. Hún gegndi fjöldamörgum
trúnaðarstöðum fyrir félag sitt,
Skautafélag Akureyrar, og einnig
fyrir Skautasamband íslands. Pess-
um störfum gegndi hún af mikilli
trúmennsku. Innan Skautasam-
bandsins, þar sem tvær ólíkar íþrótt-
ir með mjög mismunandi þarflr
starfa saman, gekk hún fremst í því
að miðla málum og fá fólk til þess að
virða og skilja þarfir hvert annars.
Með framgöngu sinni öðlaðist Marjo
virðingu og trúnað allra sem að
skautaíþróttum starfa.
Kæri Gísli, böm og aðrir aðstand-
endur, við öll sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur á
þessum erfiðu tímum.
F.h. Skautasambands íslands,
Viðar Garðarsson.
Nú er skarð fyrir skildi hjá
skautaíþróttamönnum á íslandi.
Marjo Kristinsson, einn af máttar-
stólpum skautaíþróttarinnar, er
horfin hér úr heimi.
Marjo kom fyrst til starfa sem
einn af fararstjórum í keppnisferð ís-
hokkídeildar til Reykjavíkur þar
sem hún fylgdi öðrum syni sínum.
Skömmu síðar var hún komin á fullt í
stjómum félagsins og má segja að
hún hafi ein byggt upp listhlaups-
deild félagsins. Þar var hún á stund-
um allt í senn þjálfari, formaður og
gjaldkeri. Marjo starfaði með öllum
deildum félagsins og hafði áhuga á
öllu því sem stuðlað gat að vexti þess
ogviðgengi.
Marjo kom inn í aðalstjórn SA á
aðalfundi vorið 1994 sem meðstjórn-
andi. Þá var hún jafnframt formaður
listhlaupadeildar félagsins. Marjo
gerðist gjaldkeri félagsins vorið 1995
en í raun tók hún að sér launalaust
framkvæmdastjórastarf hjá félaginu
sem hún gegndi af mikilli trúfesti og
alúð. Það var því eðlilegt að stjórn fé-
lagsins leitaði til Maijo þegar vant-
aði framkvæmdastjóra fyrir hinni
nýju Skautahöll Akureyringa.
Marjo sat stofnfund Skautasam-
bands Islands árið 1995 og var kjörin
í stjórn listhlaupadeildar sambands-
ins vorið 1996. Þar átti hún stóran
þátt í að skapa nýrri íþrótt þær leik-
reglur sem nauðsynlegar eru.
Skautasambandið og starfsemi þess
vora Marjo alltaf mjög hugleikin.
Aðstaða skautaíþróttarinnar á
Akureyri hefur tekið stakkaskiptum
nú á síðustu misseram með tilkomu
Skautahallarinnar og er hlutur
Marjo þar stór. Hún ásamt eigin-
manni sínum, Gísla, átti stóran þátt í
að koma þessu glæsilega mannvirki
á laggirnar.
Skautafélag Akureyrar þakkar
fyrir að hafa átt þess kost að njóta
samvista og starfskrafta Marjo.
Gísli, Katri, Jens og Jón, megi góður
Guð styðja og styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Stjórn Skautafélags
Akureyrar.
Það vorar. Gróðurinn lifnar við og
birtir til eftir veturinn sem mörgum
reynist þungbær. Skautafélag Akur-
eyrar er í sárum. Einn
helsti máttarstólpi þess
er horfinn á braut. Eft-
ir sitjum við hnípin.
Það hefur bersýnilega
komið í ljós undanfama
daga hve samheldinn
þessi hópur fólks er
sem hefur helgað sig
uppbyggingu þessarar
íþróttar í gegnum árin.
Mikið hefur verið um
símtöl manna í milli og
menn reyna að stappa
stálinu hver í annan.
Marjo Kristinsson
var kona sem ekki
barst mikið á. Það hefði ekki verið í
hennar anda að vera hér með langar
loíræður. Best fer á því að láta verk
hennar tala. Einkenni hennar var
práð framkoma og hógværð. Þó gat
þessi kona áorkað svo óendanlega
miklu með stilli og festu. Hún gerði
kröfur til samstarfsfólks síns en þó
mest til sjálfrar sín. Viðkvæði henn-
ar var „ég er nú ekki fær um þetta“
þó allir aðrir væra sammála um að
enginn væri betur til þess fallinn.
Hún vildi greiða garð allra og er
gott dæmi um það hvernig hún sendi
okkur hjónin af stað í fór okkar til
Finnlands með ótal kort og bæklinga
ásamt ráðleggingum um það hvað
helst væri að sjá og skoða og ekki að-
eins það heldur hafði hún skrifað nið-
ur símanúmer hjá ýmsu fólki í Finn-
landi ef það mætti verða til þess að
för okkar yrði sem farsælust.
Það var ánægjulegt að starfa með
henni að málefnum Listhlaupadeild-
ar í gegnum árin. Einnig kemur upp
í hugann þakklæti fyrir allar
samverastundirnar sem við höfum
átt saman tengdar skautamálum og
eins utan vallar ef svo má að orði
komast.
Ég veit að þeir sem eftir standa
munu gera sitt besta til að halda á
lofti minningunni um góðan félaga.
Við hjónin sendum Gísla og börn-
unum okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Jóhanna Erla
Birgisdóttir.
Nú kveð ég þig, Maijo, og þakka
þér fyrir kynni mín af þér sem vora
svo góð og hvaða manneskju þú hafð-
ir að geyma. Kynni okkar lágu í
gegnum Skautafélag Akureyrar þar
sem áhugamál þitt var skautaíþrótt-
in, uppbygging hennar og það að fá
byggt yfir skautaíþróttina.
Marjo var í stjórnum Skautafé-
lagsins. Lengi var hún formaður list-
hlaupadeildar og gjaldkeri aðal-
stjómar, einnig var hún ein af
stofnendum curling-deildar félags-
ins, auk þess var hún framkvæmda-
stjóri Skautafélags Akureyrar.
Marjo var um tíma í stjórn
Skautasambands Islands og eitt ár
var hún formaður hlaupadeildar
sambandsins. Auk þess var hún í
stjóm hlaupadeildar sambandsins
um nokkurra ára skeið.
Ég starfaði með Marjo í aðalstjórn
Skautafélagsins í nokkur ár. Þar
hafði maður með sér þann starfs-
kraft sem vann íþróttinni og félaginu
sínu svo vel að eftir var tekið og vildu
fleiri njóta krafta hennar. Um-
hyggjusöm var hún i því sem hún tók
sér fyrir hendur og mjög gott var að
lynda við hana.
Maijo sagði mér að hún hefði vilj-
að starfa þar sem áhugamál barna
henna lægju en hún hefði ekki þann
tíma sem þyrfti, þar sem skauta-
íþróttin væri henni svo hugleikin og
hún þekkti svo vel tíl. „Þar nýt ég
mín,“ sagði hún.
Það var unun að fylgjast með
henni, hvernig hún tók á málum.
Hún var sér svo meðvitandi um
félagsandann. Heildin var hennar
markmið, uppbygging, víðsýni og að
einstaklingurinn fengi að njóta sín.
Hvar sem maður kom að málum
við Marjo var heildin höfð að leiðar-
ljósi. Hún var sú manngerð að menn
voru snortnir af viðfangsefninu.
Marjo sá Skautahöllina rísa.
Langþráður draumur var orðinn að
veruleika. Ekki skemmdi það fyrir
að húsið var finnskt en Marjo var frá
Finnlandi. Hún fékk ungar stúlkur
frá Finnlandi til að þjálfa listhlaup
fyrir Skautafélagið og hún opnaði
heimili sitt fyrir þeim og þær vora
eins og einn úr fjölskyldunni.
Fyrir allt þetta og ótal margt ann-
að vil ég þakka þér Marjo, nú á þess-
ari þungbæra kveðjustund. Þín er
sárt saknað.
Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá,
að öllum sóttu lífsins þungu gátur.
Svo kyrrt var þama inni, að klukkan hætti að
slá,
en klökkvans þögn er innibyggður grátur.
(Davíð Stef.)
Gísla, Katri, Jens, Jóni og öðrum
aðstandendum sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur. Megi góður Guð
veita þeim styrk í þungri raun.
Arni Arason.
Kveðja frá Listhlaupadeild
Skautasambands Islands
Marjo Kristinsson hefur veirð í
stjórn Listhlaupadeildarinnar frá
stofnun hennar og unnið þar gott og
óeigingjarnt starf. í stjórninni var
hún bæði virk og dugleg við upp-
byggingu íþróttagreinarinnar í land-
inu. Þar sem mai’gir era í stjóm
koma fram mismunandi skoðanir var
Marjo þungamiðjan í stjórninni, því
hún var víðsýn og ávallt tilbúin til
þess að miðla málum og komast
þannig að sameiginlegri niðurstöðu
sem var íþróttinni í hag.
Það var fyrir tæpum þremur áram
að ég kynntist Maijo, þá var ég ný í
stjóm deildarinnar. Strax í upphafi
sá ég að þarna var á ferð kona sem
gædd var miklum mannkostum. Hún
var ljúf og góð, gædd mikilli réttlæt-
iskennd. Alltaf var hægt að fá hjá
henni ráðleggingar og styrk, hvort
sem það sneri að skautamálum eða
öðra. Fljótlega fór ég að líta á hana
meira sem vinkonu en samstarfsað-
ila. Eitt af því sem einkenndi Maijo
var að hún hafði ávallt skoðanir á
hlutunum, en ólíkt mörgum öðrum
þá rökstuddi hún alltaf skoðanir sín-
ar af mikilli festu, þannig að mark
var tekið á þeim. Ekki var ég alltaf
sammála skoðunum hennar, en und-
antekningarlaust komust við að nið-
urstöðu sem allir gátu unað við.
Eitt af því sem ég dáðist af var
hversu vel þessi finnska kona þekkti
sögu Islands og þjóðarinnar. Þetta
sýndi sig vel þegar við tvær fóram
með skautamann frá Alþjóðasam-
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR
frá Kirkjubóli,
sem lengst af hélt heimili á Árbakka í Hnífsdal,
andaðist á sjúkrahúsinu á ísafirði miðviku-
daginn 31. maí sl.
Guðmundur Sigurðsson, Kristin Einarsdóttir,
Gerður Kristinsdóttir,
Sóley Sigurðardóttir, Jón Halidórsson,
Heiðar Sigurðsson, Einhildur Jónsdóttir,
Magnús Sigurðsson, Hafdís Brandsdóttir,
Ólafur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
bandinu á Þingvelli. Svo vel útskýrði
hún sögu lands og þjóðar að ég, sem
er fædd hér og uppalin, upplifði
Þingvelli á allt annan hátt en ég hafði
áður gert. Þegar hann síðan spurði
hana hvemig stæði á því að hún
þekkti söguna svona vel svaraði hún:
„Þegar ég tók ákvörðun um að flytja
til Islands sá ég að þar gæti ég ekki
búið nema að þekkja sögu lands og
þjóðar vel“. Þetta fannst mér lýsandi
fyrir hana, að kynna sér málin ef þau
skiptu einhverju máli í lífi hennar.
Það er erfitt fyrir mig að sætta
mig við það að ég geti ekki lengur
leitað til hennar ef mig vantar upp-
lýsingar eða ráðleggingar. Samt sem
áður er ég þakklát fyrir að hafa feng-
ið tækifæri til þess að kynnast og
starfa með eins yndislegri konu og
Maijo var.
Elsku Gísli og böm, ég bið góðan
Guð að blessa ykkur og styrkja í sorg
ykkar.
F.h. Listhlaupadeildar Skauta-
sambands íslands,
Elísabet Eyjólfsdóttir.
Kær vinkona okkar er látin.
Á tímamótum sem þessum koma
upp í hugann Ijúfar minningar um
vel gerða, glaðlega, atorkusama og
myndarlega konu. Hún var sterk og
mjög skipulögð, hún var sem klettur
og brást ekki þegar á móti blés held-
ur gerði frekar lítið úr vandamálun-
um og leysti þau fljótt og.vel. Dugn-
aður og ósérhlífni einkenndi vinnu
hennar í félagsmálum Skautafélags
Akureyrar, þar sem hún tók að sér
forystu listhlaupsdeildar í mörg ár.
Þær vora ófáar stundimar sem við
fóram saman á skauta eða í göngu-
túra í Kjamaskógi og oft hittumst
við nokkrar fjölskyldur með krakk-
ana okkar og slógum upp veislu, fór-
um í sánu hjá Maijo og Gísla og
krakkamir héldu að það væri hátíð-
isdagur. Og það var hátíð að sönnu,
því Marjo kunni þá list að taka á móti
gestum og láta þeim líða vel.
Marjo var mikil skautakona og var
óþreytandi að leiðbeina okkur og
taka okkur með á svellið. Þegar Jó-
hanna Sara fór svo til Finnlands í
íþróttaskólann í Lahti, til að læra
skautaþjálfun, greiddi Marjo götu
okkar og æ síðan hefur hún verið vin-
ur í raun. Við kveðjum með söknuði
góða vinkonu og vottum Gísla, Katri,
Jens og Jóni okkar dýpstu samúð.
Mærin helg, sem himni frá
heyrirbænirjörðuá
hlustaerégbpgurbið
bamiþínuveittulið.
Miskunnarogmildier
mærin helga von hjá þér
þegar vandi vitjar mín
vil ég leita helst til þín.
Þegar loksins Hkaminn
leggst til hvíldar hinsta sinn
heitust bæn og ósk mín er
aðþúbiðjirfyrirmér.
(Torfi Ólafsson.)
Anna G. Torfadóttir,
Jóhanna Sara Kristjáns-
dóttir og fjölskyldur.
• Fleiri minningargreinar uni
Matjo Kaarina Kristinsson bíða
birtingar ogmunu birtast i blaðinu
næstu daga.
t
Alúðarþakkir sendum við ölium sem sýndu,
ÞURÍÐI BALDVINSDÓTTUR
móður okkar, tengdamóður; ömmu og lang-
ömmu, virðingu og hlýju á efri árum hennar og
ævikvöldi. Hafið kæra þökk fyrir samúð og
hlýhug í okkar garð vegna andláts hennar.
Ingibjörg Steina Guðmundsdóttir, Gísli Þór Tryggvason,
Hrafnhifdur Konráðsdóttir,
Sólrún Konráðsdóttir,
Snorri S. Konráðsson,
Bryndís Konráðsdóttir,
Guðmundur G. Konráðsson,
Karl V. Jónsson,
Soffía H. Bjarnleifsdóttir,
Kristján Ágústsson,
Elín S. Bragadóttir,
barnabörn og langömmubörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
KRISTÓFERS GUÐMUNDAR ÁRNASONAR
Hnitbjörgum,
Blönduósl,
Guð blessi ykkur.
Þorbjörg Jóninna Pálsdóttir,
Sigrún Kristófersdóttir, Skarphéðinn H. Einarsson,
Anna Kristrún, Unnsteinn Ingi,
Jón Kristófer, Ólöf Birna
og langafabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eig-
inmanns míns, sonar, föður okkar, bróður, tengdasonar, tengdaföður og
afa,
KARLS LÚÐVÍKS MAGNÚSSONAR
vélstjóra,
Sólheimum 25.
Kolbrún Thorlacíus,
Hrefna Þórðardóttir,
Hrefna Margrét Karlsdóttir, Einar Hreinsson,
Selma Karlsdóttir, Guðmundur Hugi Guðmundsson,
Haraldur Thorlacíus,
Ólafía Thorlacíus,
Birta Hugadóttir.