Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 39

Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 39 Grettistak í fjórð- ungi drekans TONLIST E i ð a r ÓPERA Gioacchino Rossini: Rakarinn í Se- villa. Þorbjörn Björnsson (Figaro), Þorbjörn Rúnarsson (Almaviva), Margrét Lára Þórarinsdóttir (Ros- ina), Herbjörn Þórðarson (Dr. Bar- tolo), Jóhann Smári Sævarsson (Don Basilio), Pétur Örn Þórarins- son (Fiorello), Laufey Helga Geirs- dóttir (Berta), Þorsteinn Helgi Ár- björnsson (herforingi), Hannibal Guðmundsson (Ambrogio), Kristinn Þór Schram Reed (lögmaður). Kór og hljómsveit Óperustúdíós Austur- lands. Sönglesmeðleikur, hljóm- sveitarstjórn, leikstjórn, kór- og æf- ingastjórn: W. Keith Reed. Aðstoðarleikstjórn og sýningar- stjórn: Ásta Bryndís Schram. Leik- mynd: W.K.R., Björn Kristleifsson. Búningar: Kristrún Jónsdóttir. Lýs- ing: Guðmundur Steingrímsson. Konsertmeistari: Ari Þór Vil- hjálmsson. Mánudaginn 12. júníkl. 15:30. TÓNLISTARHÁTÍÐIR að sum- arlagi eru farnar að setja töluverð- an svip á landsbyggðina hjá því sem var fyrir áratug eða svo, þeg- ar Sumardagar í Skálholti voru nánast einu viðburðir af því tagi utan höfuðborgarsvæðisins. En eins og gefur að skilja er flest enn bundið við SV-landið, þar sem nýt- ur aðsóknarfæris frá Reykjavík. Það hljómaði því eins og hver önnur lygasaga og babelsfregn að Austfirðingar skyldu endurtaka leikinn frá frumrauninni í fyrra með Töfraflautu Mozarts og setja upp annað höfuðverk óperubók- mennta nú í sumar. Ef farið yrði í talnasamanburðarleik, væri svona framtak á svona 15.000 manna byggðasvæði sambærilegt við á sjötta hundrað álíkra óperusmiðja í Svíþjóð! Eða, svo aðeins skemmra sé leitað, á við 11-12 í henni Stór- reykjavík. En þó að menningar- afrek landans í blóra við fámenni og peningaleysi hafi löngum verið daglegt brauð og hvers konar sam- anburður út frá höfðatölu orðin hálfgerð þjóðaríþrótt, þá verður að líkindum að telja austfirzku óperu- útgerðina landsmet, og þar með eftir öllum sólarmerkjum að dæma heimsmet. Sem fyrst og fremst má þakka atgervisflóttamanninum Keith Reed, aðalstofnanda Óperu- stúdíós Austurlands, og samstarfs- fólki hans, í góðri samvinnu við Tónlistarskólann á Egilsstöðum og öðru Héraðsfólki, auk nokkuiTa aðkomumanna að norðan og sunn- an. Viðmiðunargrundvöllur undirrit- aðs við komuna að Eiðaskóla var sannast sagna í rýrara lagi hvað varðar óperur almennt, sem ekki munu beinlínis hans ær og kýr. Né heldur var forþekkingin á meist- araverki Rossinis aftaka mikil, enda verkið ekki fyrir í hljóm- plötusafni heimilisins og helzta við- kynningin kvöldstund í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir hartnær 20 árum. Þó vissi hann af prentheimildum, að frá því að hafa verið mesta frumsýning- ar„fjaskó“ (ítalska orðið mun dreg- ið af flöskukasti) á ferli Rossinis suður í Napólí 1816 - að virðist fyr- ir atbeina áhangenda keppninaut- arins Paisiellos, sem samdi óperu um sama leikrit - gerði óperan fljótlega allt vitlaust í Vínarborg (Beethoven til sárrar gremju, enda þá afskril'aður sem ,,útbrunninn“) og hefur upp frá því verið talin með bezt heppnuðu gamanóperum allra tíma. Söguþráður óperunnar er byggður á fyrsta leikriti hins franska P. A. Beaumarchais úr þrí- leik hans um grallarann í Sevilla, Le Barbier de Séville frá 1775. Annað leikritið, Le Mariage de Figaro (1778) Iá til grundvallar samnefndri óperu Mozarts frá 1786, sem því má segja að hafi tek- ið við þar sem Rossini sleppti, eftir að Rosina (síðar greifynjan) og Almaviva greifi hafa náð saman. Þótt skemmtiefni væri á yfirborð- inu reyndist flækjukómedía Beau- marchais enn á dögum Mozarts pólitískt eldfim, þar eð valdhafar litu á makk óbreytts alþýðufólks við aðalborna sem óæskilegt for- dæmi. Sá bakgrunnur er nú löngu fyrir bí, en enn þann dag í dag gerir óperan, þrátt fyrir lauflétt yfirbragð sitt, miskunnarlausar kröfur til flytjenda og útheimtir vænan skammt af hraða, þokka og pottþéttri söngtækni í hinum mörgu hálsbrjótandi flúraríum. Væntingar aðkomumannsins að sunnan voru því vægast sagt blendnar, m.a. í ljósi þess hvað hljómlistarfólkið hlyti að vera mis- langt komið á listabrautinni, enda nemendur og kennarar í meirihluta og fæstir fullfleygir atvinnumenn. Hinn 180 sæta salur skólans virtist ekki í fljótu bragði til stórræða fallinn, allra sízt fjárhagslega - í 3/1 hlutfalli við nærri 60 flytjend- ur, auk tuga hjálparhellna - en þó var komin alvöru hljómsveitar- gryfja, og litla sviðið var hugvits- samíega leikskreytt með því að nýta lofthæð undir þvertliggjandi svalagang, auk þess sem hliðar- gangar salarins komu víða að gagni undir inn- og útkomur söngvara. í stað fortjalds var þannig gripið til þess snjallræðis þegar leiktjöldum var breytt að færa samsönginn undir kastljós út á gangi á meðan. Athyglin beindist fyrst að hljóm- sveitinni, sem hefur verkið á öl- keldufreyðandi Rossini-forleik með tilheyrandi crescendóum, einu af vörumerkjum hans. Eins og við var að búast hefðu strengir mátt vera fleiri; 16 af 38 manna heild er í all- ra neðsta kanti, og bara tvær 2. fiðlur, 1 víóla og 1 kontrabassi til viðbótar hefðu gert afgerandi gagn (hafi þau komizt fyrir í gryfjunni, sem ekki er víst). Engu að síður var jafnvægið merkilega gott, sér- staklega með tilliti til málmblásar- anna, þ. á m. 4 horna, og þó að viðvaningsblæ mætti stöku sinni greina í fiðlum þegar sindrandi nótnarunur Rossinis gerðust ósa- mtaka, kom spilamennskan í heild á óvart. Fylgnispekt hljómsveitar við söngvarana var yfírleitt til fyr- irmyndar og hraðaval stjórnandans almennt sannfærandi og í stíl. Hann sá reyndar einnig um söng- lesmeðleik á hljómborð (þó ekki væri tekið fram í leikskrá) og sat því hvergi auðum höndum. Óperan var sungin á að því er bezt varð heyrt lýtalausri ítölsku, og bar ekki á öðru en að framburð- arleiðbeinandinn hafi kunnað sitt fag. Gagnvart íslenzkum óperu- gestum stóð uppfærslan engu að síður frammi fyrir textameðtöku- vandamáli sem stundum er leyst með því að varpa þýðingum á tjald. Hér kynnti í staðinn þulur sögu- ganginn um hátalara í byrjun þátta, en að öðru leyti undirstrik- uðu söngvararnir textann með leik- rænum tilburðum. Til allrar lukku eru samskipti persóna í Rakaran- um með einfaldara móti í orðum talið. Framvindan er hröð og auð- skilin, þrátt fyrir allar flækjur og makk, og söngritið því öðrum fremur fallið til slíkrar meðferðar. Enda var ekki annað að sjá á áheyrendum en að allir fylgdust með af athygli út í gegn. Sýningin átti sér líka naumast dauðan punkt. Söngvararnir léku margir hverjir eins og sjóaðir gam- anleikarar, og sjónarspilið rann svo nákvæmt, lipurt og viðstöðu- laust áfram að minnti nærri því á vel kóreógraferaðan ballett, með mörgum kostulegum hugdettum í útfærslu samsöngs- og kóratriða. Ef eitthvað skar sig úr hjá Óper- usmiðjunni í samanburði við aðrar íslenzkar uppfærslur, var það sér- staklega þetta - hrífandi létt og á köflum hreint snilldarleg leikræn útfærsla, sem þjónaði leiftrandi gáska gleðileiksins svo varla varð á betra kosið. En ópera er vitaskuld ekki síður fyrir eyru en augu. Um 10 manna karlakór í gervi varðliða Sevillu- Sýning á bátum um borð í flutningaskipi FLUTNIN GASKIPIÐ Nordwest er væntanlegt til Reykjavíkur- hafnar i dag, fímmtudag, með farandsýninguna Fólk og bátar í norðri innanborðs. Á ntorgun, föstudaginn 16. júní, verður sýn- ingin opnuð í gömlu höfninni. Hún stendur til 27. júní og er op- in frá kl. 10-22. Á sýningunni er cinstakt safn báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Iljaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum og verður á siglingu á opnu hafi í þrjá mánuði. Þetta er annað sumarið sem hún er á siglingu, en í fyrra voru heim- sóttar 17 hafnir í sex löndum. Á hverjum viðkomustað verða daglegir viðburðir, t.d. hópsigl- ing gamalla báta, boðið verður upp á þjóðlega rétti, bátasmíði og tónlist tengda strönd og hafi. Dagleg leiðsögn verður í boði, kl. 18 virka daga og kl. 14 um helgar, auk þess sem boðið verð- ur upp á fýrirlestra og kaffiveit- ingar um borð. Fulltrúi íslands á sýningunni er sexæringur með Engeyjarlagi, smíðaður 1912 í Engey. Sjóminjasafn íslands hef- ur umsjón með sýningunni í Reykjavíkurhöfn í samstarfi við Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000 og Reykjavíkur- höfn. Sýningin Fólk og bátar í norðri ber með sér angan af tjöru og salti þar scnt við erum kynnt fyrir örlögum tuttugu strandbúa og bátum þeirra. Ilér er ineðal annars sagt frá stúlku frá Suður-Noregi sem lóðsaði enskt seglskip í nauðum til hafn- ar, bónda í skerjagarði Stokk- hólms og konum í gi’ænlenska vciðimannaþjóðfélaginu. Sýningin er samvinnuverkefni milli farandsýninga sænska rík- isins (Riksutstallingar) og Sjó- minjasafnsins í Stokkhólmi (Sjöhistoriska Museet) þar sem sýningin var upphaflcga liður í dagskrá Stokkhólms, menning- arborgar Evrópu 1998. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdðttir I umfjölluninni segir að uppfærslan hafi verið ótrúlega skemmtileg, þar sem fleira gekk upp en nokkum hefði órað fyrir. borgar var svolítið daufur í byrjun en kórónaði skörulega ærslin í þáttalokum með harðskeyttum söng. Samsöngsatriði aðalpersóna voru nær öll afburða vel samstillt; atriði sem furðuoft virðist vanrækt í óperusöng. Stærstu fimm ein- söngshlutverkin voru sem vænta mátti misvel skipuð, enda söngvar- arnir enn það ungir að árum að munar um hvert námsmisseri, en þó kom á óvart hvað þeir komust upp með, sérstaklega þegar Ross- ini heimtaði barkafimi á mörkum hins mögulega. Þorbjörn Björns- son var sprækur Figaro; raunar í þeim mæli að hann átti stundum til að stinga hljómsveitina af í tempói svo ekki varð við neitt ráðið, en spengileg barýtonrödd hans lofaði góðu. Margrét Lára Þórarinsdóttir söng Rosinu (S) og virtist í mörgu efnileg, ekki sízt í leikrænu tilliti, þótt röddin líkt og hjá Þorbirni eigi eftir að þroskast verulega enn. Það var samt með ólíkindum hvað henni tókst vel upp í bravúru-aríu eins og Una voce poco fa, sem sýndi fína tækni miðað við ungan aldur. Raddlega séð vakti Þorbjörn Rúnarsson (Almaviva) kannski hvað mesta eftirtekt með óvenju- bjartri og öflugri tenórrödd en samt áferðarþýðri, sem á örugg- lega eftir að slá í gegn að aukinni sviðsreynslu fenginni. Hljóðfæri Jóhanns Smára Sævarssonar (Don Basilio) komst í öruggt annað sæti. Boldangsbassi hans var safaríkur og leikurinn skemmtilega kersk- inn, þótt söngvaranum hætti stundum til að ofgera. Frá leik- rænu sjónarmiði var kannski þakk- látasta hlutverkið gamli nízkupúk- inn Dr. Bartolo, þar sem Herbjörn Þórðarson fór á kostum, þrátt fyrir nokkuð staðlaðan fýlusvip, og átti einnig góða söngspretti, þó að röddin mætti hafa aðeins meiri fyllingu. Smærri hlutverkin voru prýðis- vel sungin. Kannski eftirminnileg- ust var Berta (ráðskona Bartolos) í góðum sópranhöndum Laufeyjar Helgu Geirsdóttur, en Pétur Orn Þórarinsson (Fiorello, þjónn greif- ans) og Þorsteinn Helgi Árbjörns- son (herforinginn) áttu einnig góða spretti. Þöglu hlutverk Ambrogios (þjónn Bartolos) og lögmannsins lágvaxna vöktu og nokkra kátínu í þessari ótrúlega skemmtilegu upp- færslu Austfirðinga, þar sem fleira gekk upp en nokkurn skyldi hafa órað fyrir. Undirtektir úr þéttskip- uðum salnum voru eftir því heitar og létu engan velkjast í vafa um að sannkölluðu grettistaki hafði verið lyft í fjórðungi drekans. Ríkarður Ö. Pálsson SKEMMTILEGÁR TRÉVÖRUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.