Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 39 Grettistak í fjórð- ungi drekans TONLIST E i ð a r ÓPERA Gioacchino Rossini: Rakarinn í Se- villa. Þorbjörn Björnsson (Figaro), Þorbjörn Rúnarsson (Almaviva), Margrét Lára Þórarinsdóttir (Ros- ina), Herbjörn Þórðarson (Dr. Bar- tolo), Jóhann Smári Sævarsson (Don Basilio), Pétur Örn Þórarins- son (Fiorello), Laufey Helga Geirs- dóttir (Berta), Þorsteinn Helgi Ár- björnsson (herforingi), Hannibal Guðmundsson (Ambrogio), Kristinn Þór Schram Reed (lögmaður). Kór og hljómsveit Óperustúdíós Austur- lands. Sönglesmeðleikur, hljóm- sveitarstjórn, leikstjórn, kór- og æf- ingastjórn: W. Keith Reed. Aðstoðarleikstjórn og sýningar- stjórn: Ásta Bryndís Schram. Leik- mynd: W.K.R., Björn Kristleifsson. Búningar: Kristrún Jónsdóttir. Lýs- ing: Guðmundur Steingrímsson. Konsertmeistari: Ari Þór Vil- hjálmsson. Mánudaginn 12. júníkl. 15:30. TÓNLISTARHÁTÍÐIR að sum- arlagi eru farnar að setja töluverð- an svip á landsbyggðina hjá því sem var fyrir áratug eða svo, þeg- ar Sumardagar í Skálholti voru nánast einu viðburðir af því tagi utan höfuðborgarsvæðisins. En eins og gefur að skilja er flest enn bundið við SV-landið, þar sem nýt- ur aðsóknarfæris frá Reykjavík. Það hljómaði því eins og hver önnur lygasaga og babelsfregn að Austfirðingar skyldu endurtaka leikinn frá frumrauninni í fyrra með Töfraflautu Mozarts og setja upp annað höfuðverk óperubók- mennta nú í sumar. Ef farið yrði í talnasamanburðarleik, væri svona framtak á svona 15.000 manna byggðasvæði sambærilegt við á sjötta hundrað álíkra óperusmiðja í Svíþjóð! Eða, svo aðeins skemmra sé leitað, á við 11-12 í henni Stór- reykjavík. En þó að menningar- afrek landans í blóra við fámenni og peningaleysi hafi löngum verið daglegt brauð og hvers konar sam- anburður út frá höfðatölu orðin hálfgerð þjóðaríþrótt, þá verður að líkindum að telja austfirzku óperu- útgerðina landsmet, og þar með eftir öllum sólarmerkjum að dæma heimsmet. Sem fyrst og fremst má þakka atgervisflóttamanninum Keith Reed, aðalstofnanda Óperu- stúdíós Austurlands, og samstarfs- fólki hans, í góðri samvinnu við Tónlistarskólann á Egilsstöðum og öðru Héraðsfólki, auk nokkuiTa aðkomumanna að norðan og sunn- an. Viðmiðunargrundvöllur undirrit- aðs við komuna að Eiðaskóla var sannast sagna í rýrara lagi hvað varðar óperur almennt, sem ekki munu beinlínis hans ær og kýr. Né heldur var forþekkingin á meist- araverki Rossinis aftaka mikil, enda verkið ekki fyrir í hljóm- plötusafni heimilisins og helzta við- kynningin kvöldstund í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir hartnær 20 árum. Þó vissi hann af prentheimildum, að frá því að hafa verið mesta frumsýning- ar„fjaskó“ (ítalska orðið mun dreg- ið af flöskukasti) á ferli Rossinis suður í Napólí 1816 - að virðist fyr- ir atbeina áhangenda keppninaut- arins Paisiellos, sem samdi óperu um sama leikrit - gerði óperan fljótlega allt vitlaust í Vínarborg (Beethoven til sárrar gremju, enda þá afskril'aður sem ,,útbrunninn“) og hefur upp frá því verið talin með bezt heppnuðu gamanóperum allra tíma. Söguþráður óperunnar er byggður á fyrsta leikriti hins franska P. A. Beaumarchais úr þrí- leik hans um grallarann í Sevilla, Le Barbier de Séville frá 1775. Annað leikritið, Le Mariage de Figaro (1778) Iá til grundvallar samnefndri óperu Mozarts frá 1786, sem því má segja að hafi tek- ið við þar sem Rossini sleppti, eftir að Rosina (síðar greifynjan) og Almaviva greifi hafa náð saman. Þótt skemmtiefni væri á yfirborð- inu reyndist flækjukómedía Beau- marchais enn á dögum Mozarts pólitískt eldfim, þar eð valdhafar litu á makk óbreytts alþýðufólks við aðalborna sem óæskilegt for- dæmi. Sá bakgrunnur er nú löngu fyrir bí, en enn þann dag í dag gerir óperan, þrátt fyrir lauflétt yfirbragð sitt, miskunnarlausar kröfur til flytjenda og útheimtir vænan skammt af hraða, þokka og pottþéttri söngtækni í hinum mörgu hálsbrjótandi flúraríum. Væntingar aðkomumannsins að sunnan voru því vægast sagt blendnar, m.a. í ljósi þess hvað hljómlistarfólkið hlyti að vera mis- langt komið á listabrautinni, enda nemendur og kennarar í meirihluta og fæstir fullfleygir atvinnumenn. Hinn 180 sæta salur skólans virtist ekki í fljótu bragði til stórræða fallinn, allra sízt fjárhagslega - í 3/1 hlutfalli við nærri 60 flytjend- ur, auk tuga hjálparhellna - en þó var komin alvöru hljómsveitar- gryfja, og litla sviðið var hugvits- samíega leikskreytt með því að nýta lofthæð undir þvertliggjandi svalagang, auk þess sem hliðar- gangar salarins komu víða að gagni undir inn- og útkomur söngvara. í stað fortjalds var þannig gripið til þess snjallræðis þegar leiktjöldum var breytt að færa samsönginn undir kastljós út á gangi á meðan. Athyglin beindist fyrst að hljóm- sveitinni, sem hefur verkið á öl- keldufreyðandi Rossini-forleik með tilheyrandi crescendóum, einu af vörumerkjum hans. Eins og við var að búast hefðu strengir mátt vera fleiri; 16 af 38 manna heild er í all- ra neðsta kanti, og bara tvær 2. fiðlur, 1 víóla og 1 kontrabassi til viðbótar hefðu gert afgerandi gagn (hafi þau komizt fyrir í gryfjunni, sem ekki er víst). Engu að síður var jafnvægið merkilega gott, sér- staklega með tilliti til málmblásar- anna, þ. á m. 4 horna, og þó að viðvaningsblæ mætti stöku sinni greina í fiðlum þegar sindrandi nótnarunur Rossinis gerðust ósa- mtaka, kom spilamennskan í heild á óvart. Fylgnispekt hljómsveitar við söngvarana var yfírleitt til fyr- irmyndar og hraðaval stjórnandans almennt sannfærandi og í stíl. Hann sá reyndar einnig um söng- lesmeðleik á hljómborð (þó ekki væri tekið fram í leikskrá) og sat því hvergi auðum höndum. Óperan var sungin á að því er bezt varð heyrt lýtalausri ítölsku, og bar ekki á öðru en að framburð- arleiðbeinandinn hafi kunnað sitt fag. Gagnvart íslenzkum óperu- gestum stóð uppfærslan engu að síður frammi fyrir textameðtöku- vandamáli sem stundum er leyst með því að varpa þýðingum á tjald. Hér kynnti í staðinn þulur sögu- ganginn um hátalara í byrjun þátta, en að öðru leyti undirstrik- uðu söngvararnir textann með leik- rænum tilburðum. Til allrar lukku eru samskipti persóna í Rakaran- um með einfaldara móti í orðum talið. Framvindan er hröð og auð- skilin, þrátt fyrir allar flækjur og makk, og söngritið því öðrum fremur fallið til slíkrar meðferðar. Enda var ekki annað að sjá á áheyrendum en að allir fylgdust með af athygli út í gegn. Sýningin átti sér líka naumast dauðan punkt. Söngvararnir léku margir hverjir eins og sjóaðir gam- anleikarar, og sjónarspilið rann svo nákvæmt, lipurt og viðstöðu- laust áfram að minnti nærri því á vel kóreógraferaðan ballett, með mörgum kostulegum hugdettum í útfærslu samsöngs- og kóratriða. Ef eitthvað skar sig úr hjá Óper- usmiðjunni í samanburði við aðrar íslenzkar uppfærslur, var það sér- staklega þetta - hrífandi létt og á köflum hreint snilldarleg leikræn útfærsla, sem þjónaði leiftrandi gáska gleðileiksins svo varla varð á betra kosið. En ópera er vitaskuld ekki síður fyrir eyru en augu. Um 10 manna karlakór í gervi varðliða Sevillu- Sýning á bátum um borð í flutningaskipi FLUTNIN GASKIPIÐ Nordwest er væntanlegt til Reykjavíkur- hafnar i dag, fímmtudag, með farandsýninguna Fólk og bátar í norðri innanborðs. Á ntorgun, föstudaginn 16. júní, verður sýn- ingin opnuð í gömlu höfninni. Hún stendur til 27. júní og er op- in frá kl. 10-22. Á sýningunni er cinstakt safn báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Iljaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum og verður á siglingu á opnu hafi í þrjá mánuði. Þetta er annað sumarið sem hún er á siglingu, en í fyrra voru heim- sóttar 17 hafnir í sex löndum. Á hverjum viðkomustað verða daglegir viðburðir, t.d. hópsigl- ing gamalla báta, boðið verður upp á þjóðlega rétti, bátasmíði og tónlist tengda strönd og hafi. Dagleg leiðsögn verður í boði, kl. 18 virka daga og kl. 14 um helgar, auk þess sem boðið verð- ur upp á fýrirlestra og kaffiveit- ingar um borð. Fulltrúi íslands á sýningunni er sexæringur með Engeyjarlagi, smíðaður 1912 í Engey. Sjóminjasafn íslands hef- ur umsjón með sýningunni í Reykjavíkurhöfn í samstarfi við Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000 og Reykjavíkur- höfn. Sýningin Fólk og bátar í norðri ber með sér angan af tjöru og salti þar scnt við erum kynnt fyrir örlögum tuttugu strandbúa og bátum þeirra. Ilér er ineðal annars sagt frá stúlku frá Suður-Noregi sem lóðsaði enskt seglskip í nauðum til hafn- ar, bónda í skerjagarði Stokk- hólms og konum í gi’ænlenska vciðimannaþjóðfélaginu. Sýningin er samvinnuverkefni milli farandsýninga sænska rík- isins (Riksutstallingar) og Sjó- minjasafnsins í Stokkhólmi (Sjöhistoriska Museet) þar sem sýningin var upphaflcga liður í dagskrá Stokkhólms, menning- arborgar Evrópu 1998. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdðttir I umfjölluninni segir að uppfærslan hafi verið ótrúlega skemmtileg, þar sem fleira gekk upp en nokkum hefði órað fyrir. borgar var svolítið daufur í byrjun en kórónaði skörulega ærslin í þáttalokum með harðskeyttum söng. Samsöngsatriði aðalpersóna voru nær öll afburða vel samstillt; atriði sem furðuoft virðist vanrækt í óperusöng. Stærstu fimm ein- söngshlutverkin voru sem vænta mátti misvel skipuð, enda söngvar- arnir enn það ungir að árum að munar um hvert námsmisseri, en þó kom á óvart hvað þeir komust upp með, sérstaklega þegar Ross- ini heimtaði barkafimi á mörkum hins mögulega. Þorbjörn Björns- son var sprækur Figaro; raunar í þeim mæli að hann átti stundum til að stinga hljómsveitina af í tempói svo ekki varð við neitt ráðið, en spengileg barýtonrödd hans lofaði góðu. Margrét Lára Þórarinsdóttir söng Rosinu (S) og virtist í mörgu efnileg, ekki sízt í leikrænu tilliti, þótt röddin líkt og hjá Þorbirni eigi eftir að þroskast verulega enn. Það var samt með ólíkindum hvað henni tókst vel upp í bravúru-aríu eins og Una voce poco fa, sem sýndi fína tækni miðað við ungan aldur. Raddlega séð vakti Þorbjörn Rúnarsson (Almaviva) kannski hvað mesta eftirtekt með óvenju- bjartri og öflugri tenórrödd en samt áferðarþýðri, sem á örugg- lega eftir að slá í gegn að aukinni sviðsreynslu fenginni. Hljóðfæri Jóhanns Smára Sævarssonar (Don Basilio) komst í öruggt annað sæti. Boldangsbassi hans var safaríkur og leikurinn skemmtilega kersk- inn, þótt söngvaranum hætti stundum til að ofgera. Frá leik- rænu sjónarmiði var kannski þakk- látasta hlutverkið gamli nízkupúk- inn Dr. Bartolo, þar sem Herbjörn Þórðarson fór á kostum, þrátt fyrir nokkuð staðlaðan fýlusvip, og átti einnig góða söngspretti, þó að röddin mætti hafa aðeins meiri fyllingu. Smærri hlutverkin voru prýðis- vel sungin. Kannski eftirminnileg- ust var Berta (ráðskona Bartolos) í góðum sópranhöndum Laufeyjar Helgu Geirsdóttur, en Pétur Orn Þórarinsson (Fiorello, þjónn greif- ans) og Þorsteinn Helgi Árbjörns- son (herforinginn) áttu einnig góða spretti. Þöglu hlutverk Ambrogios (þjónn Bartolos) og lögmannsins lágvaxna vöktu og nokkra kátínu í þessari ótrúlega skemmtilegu upp- færslu Austfirðinga, þar sem fleira gekk upp en nokkurn skyldi hafa órað fyrir. Undirtektir úr þéttskip- uðum salnum voru eftir því heitar og létu engan velkjast í vafa um að sannkölluðu grettistaki hafði verið lyft í fjórðungi drekans. Ríkarður Ö. Pálsson SKEMMTILEGÁR TRÉVÖRUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.