Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Það var rigningarlegt um að litast í miðborg Reykjavíkur í gær en sennilega geta ferðamennimir ekki komið við regnhlífunum sinum meðan lægðin gengur yfír með hvössum vindi í dag. Fyrsta haustlægðin komin BÚIST var við fyrstu haustlægðinni upp að landinu í nótt. Veðurspáin gerði ráð fyrir hvössum vindi suðvestanlands enda ber lægðin í sér leifar af fellibyl og hitabeltisstormi. Að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings á spádeild Veðurstofu Islands, var lægðin dottin niður fyrir fellibylsstyrk tveimur dögum áður en hún kom hingað en var talin hitabeltis- stormur og rann saman við lægð, sem var að koma upp að landinu. Samkvæmt veðurspánni var gert ráð fyrir að hvessa færi með morgninum og sagði Haraldur að vindur gæti náð 18-23 metrum á sekúndu, 8-9 vindstigum úr suðaustri, um sexleytið í morgun. Síðan er gert ráð fyrir nokkuð stífum vindi, um 15 metrum á sekúndu, fram eftir degi. Mestum vindi var spáð suðvestanlands. Haraldur sagði gert ráð fyrir að það rigndi hraustlega meðan lægðin fer yfir og talsverð hlýindi ættu að fylgja lægðinni með allt að 20 stiga hita norðaustanlands. Seinni part dagsins í dag er hins vegar gert ráð fyrir að hlýja veðrið verði gengið yfir og farið verði að kólna niður í um 10 gráður vestanlands. Tölvusamskipti auðvelda starfsemi Alþingis og utanríkisráðuneytis Fjarfundabúnaður hefur lítið verið notaður FERÐUM sveitarstjórnarmanna innanlands hefur fækkað nokkuð með tilkomu tölvusamskipta og fjarfundabúnaðar að sögn nokk- urra forráðamanna sveitarfélaga í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Tölvusamskipti hafa einnig auð- Stolið skart LÖGREGLAN í Reylgavík hefur lagt hald á talsvert af skartgripum, sem talið er að rúmenskur maður, sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til 8. september, hafi stolið í innbrotum í skartgripa- verslanir á höfuðborgarsvæðinu undanfamar vikur. Myndin sýnir þann hluta þýfisins sem lögreglan kom höndum yfir í póstsendingu sem talið er að maðurinn hafi ætlað að senda til Rúmeníu. veldað starfsemi utanríkisráðu- neytisins og Alþingis en fjarfunda- búnaður hefur ekki verið nýttur svo nokkru nemi. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðun- eytisins, segir að tölvusamskipti hafi heldur dregið úr þeirri aukn- ingu sem ella hefði orðið á ferða- lögum starfsmanna. Ferðakostnað- ur ráðuneytisins fari þó vaxandi. „Við tökum þátt í geysimiklu al- þjóðlegu samstarfi sem eykst ár frá ári,“ sagði Sverrir. Möguleikar til að draga úr ferðakostnaði eru því takmarkaðir. Aðspurður um möguleika á notkun fjarfundabún- aðar segir hann að það sé afar sjaldgæft að hægt sé að taka þátt í alþjóðlegum fundum með fjar- fundabúnaði. Þegar fulltrúar frá mörgum þjóðum taki þátt í slíkum fundum sé erfitt að koma því við. Nú er verið að undirbúa upp- setningu fjarfundabúnaðar í ráðu- neytinu. Sá búnaður mun verða nýttur til fundahalda á milli starfs- manna utanríkisráðuneytisins og sendiráðs íslands í Brussel, sem fer með fyrirsvar gagnvart ESB. Við munum meta reynsluna af því með það í huga hvort þessi búnaður, sem er tiltölulega dýr, gagnist starfsemi ráðuneytisins gagnvart öðrum sendiráðum og fastanefndum," segir Sverrir. Hjá Alþingi fengust þær upp- lýsingar að gerðar hafi verið til- raunir með fjarfundabúnað en þó í litlum mæli. Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir það nokkuð mikla fyrirhöfn að halda slíka fundi. „Það þarf auð- vitað bæði viðbúnað hér og á þeim stað þar sem fundir fara fram,“ segir Helgi. Einhverjar ferðir hafi þó sparast. Hann segir að skrif- stofa Alþingis muni fylgjast vel með tækniþróun á þessu sviði. Hafdís Olafsdóttir, forstöðumað- ur nefndarsviðs Alþingis, segir þingnefndir ekki nýta sér fjar- fundabúnað svo nokkru nemi. Þó hafi verið gerðar tilraunir með slíka fundi, sem hafi tekist ágæt- lega. Hafdís segir að tölvupóstur spari starfsmönnum jafnt sem þingmönnum mikinn tíma og fyrir- höfn en erfitt sé að fullyrða nokk- uð um hvort tæknin hafi dregið úr ferðakostnaði Alþingis. Campylobakter í vatnsbólum á Patreks- fírði og Bfldudal Fiskvinnsl- um lokað - unnið að úrbótum FISKVINNSLUM á Patreksfirði og Bíldudal hefur verið lokað vegna campylobakter-sýkingar í vatnsból- um byggðarlaganna. Um er að ræða fremur vægt afbrigði bakter- íunnar, sem talið er að borist hafi í vatnsbólin með fuglum. Að sögn Jóns Gunnars Stefáns- sonar, bæjarstjóra Vesturbyggðar, er verið að gera ráðstafanir til að finna og einangra meinsemdina svo finna megi leiðir til að miðla heil- næmu og hollu vatni til neytend- anna. Sýni var tekið úr vatnsbólun- um á þriðjudag og liggur niðurstaða fyrir á morgun, föstudag. „Okkur þykir miður að þetta skuli hafa komið hér upp og við höf- um þegar giápið til aðgerða sem gætu orðið til að við losnum við þessa sýkingu," segir bæjarstjór- inn. Eldri lagnir gætu borið bakteríuna „Öðru vatnsbóli Bíldudals var lokað strax á þriðjudag en það þótti líklegi-a til að valda menguninni. Ekki er eins skýrt hvað veldur menguninni á Patreksfirði. Við höf- um þó lokað fyrir vissar aðveituæð- ar. Eins eru eldri leggir sem gætu borið bakteríuna og við erum að kanna hvort ekki megi aftengja þá. Einnig er verið að undirbúa fram- kvæmdir sem kæmu varanlega í veg fyrir sýkingu, svo sem geislun á vatninu, en það tekur töluverðan tíma að koma slíkum búnaði fyrir. Nýtt sýni var síðan tekið úr vatn- inu í gær en niðurstöður úr því liggja fyrir á mánudag. Við búum því við óvissuástand fram að því,“ segir Jón Gunnar. ■ Fiskvinnslum lokað/26 Kvartað til Tölvunefnd- ar vegna golfkorta UM þessar mundir eru á sjöunda þúsund manns að fá svokallað golfkort óumbeðið en það er fullgilt greiðslukort. Það eru meðlimir í golfklúbbum landsins sem fá kortið sent heim í pósti. Tölvunefnd hefur þegar fengið nokkrar kvartanir sím- leiðis sem m.a. lúta að því hvort leyfilegt sé að gefa út kredit- kort á einstaklinga án sam- þykkis þeiiTa. ■ Á sjöunda þúsund/24 Morgunblaðið/Ásdís | Sérblöð í dag 33teii Átján íþróttamenn fara til Sydney/Cl Morten Olsen hefur valið hópinn sem mætir íslandi / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.