Morgunblaðið - 24.08.2000, Page 10

Morgunblaðið - 24.08.2000, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákvörðun um heimild til innflutnings á erfðavísum úr norskum kúm liggur ekki ennþá fyrir Kúabændur gagn- rýna ráðherra fyrir seinagang A aðalfundi Landssambands kúabænda í gær kom fram að afkoma greinarinnar var góð á síðasta ári, en bændur leita engu að síður leiða til að standast vaxandi samkeppni í framtíðinni. Kúabændur hafa um langt skeið óskað eftir leyfi til innflutnings á erfðavísum úr norskum kúm. Eiríkur P. Jörundsson sat fundinn í gær þar sem ráðherra tilkynnti að ákvörðun lægi ekki ennþá fyrir um slíkt leyfí til innflutnings. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka fslands, og Guðni Ágdstsson landbúnaðarráðherra hlýða á málflutning bænda á aðalfundi Landssamtaka kúabænda í gær. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra olli bændum vonbrigðum á að- alfundi Landssamtaka kúabænda í gær þegar hann tilkynnti í ræðu sinni að ákvörðun ráðuneytisins lægi ekki ennþá fyrir um heimild til innflutn- ings á fósturvísum úr norskum kúm. Ráðherra tilkynnti hins vegar á fund- inum að ákvörðun myndi liggja fyrir á haustdögum. Bændur gagnrýndu landbúnaðarráðherra harkalega fyrir meintan seinagang og töldu sumir að ráðherra væri of lengi búinn að draga bændur á asnaeyrunum í málinu og óskuðu eftir nákvæmari tímasetn- ingu varðandi ákvörðun ráðherrans. Guðni sagðist hins vegar ekki hafa dregið neinn á asnaeyrunum og að ákvörðunin væri vandasöm. Hann hefði því farið ótroðnar slóðir við ákvarðanatökuna, leitað hefði verið umsagnar fjölmargra aðila um málið og að síðustu gögn hafi borist í byrjun ágúst, sem ennþá væri eftir að vinna úr innan ráðuneytisins. Kúabændur hafa beðið eftir þess- ari ákvörðun landbúnaðarráðherra í nærri tvö og hálft ár, en Landssam- band kúabænda og Bændasamtök ís- lands sóttu um leyfi til innflutnings fósturvísa úr norskum kúm þann 31. mars 1998. TUgangurinn með inn- flutningi á fósturvísum er að gera samanburðartilraun á norskum kúm og íslenskum til að kanna hvort hægt sé að framleiða mjólk hér á landi með hagkvæmari hætti en gert er í dag. Að tilrauninni lokinni er síðan ætlun- in að meta hvort skynsamlegt og hag- kvæmt sé að kynbæta íslenska stofn- inn með þessu erlenda kyni. Áhugi kúabænda beinist að því að kynbæta íslenska stofninn þannig að kýrnar mjólki meira, en erlend kúa- kyn bjóða upp á talsvert meiri fram- leiðni í framleiðslu á mjólk. Á aðal- fundinum kom fram að eina leiðin til þess að íslensk mjólkurframleiðsla stæðist samkeppni í framtíðinni væri að auka framleiðsluna, og slíkt væri ekki hægt nema að hver kýr mjólki meira en áður. Bændur lögðu því áherslu á að svör við því hvort tilraunin yrði heimiluð yrðu að fást sem fyrst til þess að taka mætti stefnumótandi ákvarðanir í framhaldi af þeirri niðurstöðu, en sh'kt væri ekki hægt á meðan ákvörð- un ráðherra lægi ekki fyrir. Meiri hætta á lyijaleifum í íslenskri mjólk í janúar sl. skipaði landbúnaðar- ráðherra nefnd til að láta kanna gæði og hollustu íslenskrar kúamjólkur með tilliti til innflutnings á nýju mjólkurkúakyni. Einnig var nefnd- inni falið að leggja mat á hvort vænta megi breytinga á þeim þáttum, yrði innflutningur heimilaður á fósturvís- um úr norskum kúm, svokölluðum NRF kúastofni. Þá var sett fram til- gáta um að efnainnihald mjólkur úr íslenskum kúm geri það að verkum að nýgengi sykursýki í bömum sé lægra hérlendis en í öðrum löndum með svipaða mjólkumeyslu. Niðurstöður nefndarinnar vom kynntar á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær og kom þar fram að aðskotaefni og gerlar í íslenskri mjólk væm í öllum tilfellum undir þeim við- miðunarmörkum sem sett em varð- andi gæðamjólk. Hins vegar kom í Ijós að frumutala íslenskrar mjólkm- er nokkuð hærri en fmmutala í mjólk nágrannaþjóðanna, en þó á svipuðu reki og í dönsku mjólkinni. Auk þess sem mjólk með háa frumutölu er lé- legt hráefni til vinnslu kallar há írum- utala á óæskilega notkun fúkkalyfja. Það getur síðan valdið því að aukin hætta er á að lyfjaleifar geti borist í mjólkurafurðum til neytandans. Tilraunainnflutningur á NRF-fóst- urvísum myndi að mati nefndarinnar að öllum líkindum hafa lækkandi fmmutölu í för með sér, en það myndi auka gæði og nýtingu í vinnslu mjólk- urafurða. Einnig væra líkur á að ein- hveijar breytingar yrðu á prótein- og fituhlutfalli mjólkurinnar, en þær yrðu væntanlega óveralegar. í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vissar rannsóknir bendi til þess að fylgni sé á milli neyslu kúa- mjólkur á unga aldri og nýgengi á sykursýki. Tölur sýna að íslensk mjólk inniheldur lægra hlutfall af próteingerðinni A1 beta easein en mjólk í nágrannalöndunum, en sú próteingerð virðist stuðla að syk- ursýki í tilraunadýmm. Ymislegt bendir til að hollusta ís- lenskrar mjólkur, að teknu tilliti tU próteingerðar hennar, sé meiri en hollusta mjólkur í nálægum löndum. Orsakasamband þama á mUli hefur þó ekki verið sannað á óyggjandi hátt og frekai’i rannsókna er þörf. Sá möguleUd er fyrir hendi að velja gripi úr NRF-stofninum sem fram- leiða mjólk með lægi-a hlutfalli A1 beta casein heldur en íslenski kúa- stofninn geiir í dag, og er það álit nefndarinnar að komi til innflutnings verði einungis fluttir inn stofnar af NRF kyni, sem era með mjög lágt hlutfall af erfðavísum sem hafa áhrif á hlutfall próteingerðanna. Á undanfömum ámm hafa mörg rfld hafið rannsóknir á sjúkdómum í búfénaði til að geta sett fram kröfur gagnvart útflutningslöndum, þegar óskað er eftir að flytja inn lifandi dýr eða búfjárafurðir. Að mati nefndar- innar má nota sömu aðferðir þegai’ erfðaefni er flutt inn, „þá verður að taka tUlit tU erfðaþátta sem geta haft skaðleg áhrif á stöfna sem fyrir era í landinu. Nauðsynlegt er því að fram- kvæma rannsóknir og mat á þeirri áhættu sem skapast, miðað við ávinn- inginn sem menn sjá við slíkan inn- flutning.“ Bændur andvaralausir gagn- vart hugsanlegri aðild að ESB Undh' þessi vamaðarorð tók Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og sagði að ákvörðun um leyfi til inn- flutnings á fósturvísum væri erfið og vandasöm. Hann sagði síðan í ræðu sinni að hann væri sannfærður um að staða greinarinnar væri sterk, en sú þróun ætti sér þó stað að búum fækk- aði á meðan þau stækkuðu og slík þróun væri óhjákvæmUeg að vissu marki. Hann vék síðan að skýi-slu utanrík- isráðuneytisins um mögulega aðUd íslands að ESB og sagði að sá kafli sem fjallaði um áhrif á íslenskan land- búnað væri að sínum dómi „ömurleg lesning frá sjónarhóli okkar sem vUj- um veg landbúnaðarins hér sem mestan.“ Hann sagðist ekki geta að því gert að sér þætti íslenskir bændur „furðu- lega andvaralausir“ gagnvart þessari stöðu og tók sem dæmi slæma reynslu finnskra bænda eftir inn- göngu Finnlands í Evrópusamband- ið. Ráðherra lagði síðan til að land- búnaðarráðuneytið, Bændasamtökin, búgreinasamböndin og af- urðastöðvamar tælqu nú þegar sam- an höndum um að fjármagna úttekt á áhrifum hugsanlegrar aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Þórólfur Svemsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að það starfsár sem nú væri að baki hafi ver- ið gott ár hjá kúabændum. Þróunin einkenndist eðlilega af því að fram- leiðslunni væri þjappað saman á færri og stærri betur tæknivæddar eining- ar. „Það er hins vegar áhugavert hversu fjölskyldubúið heldur velli á þessum breytingatímum, með sínum kostum og sínum veikleikum, en segja má að fjölskyldurekstur sé nán- ast allsráðandi í nautgriparæktinni þótt sífellt fleiri kjósi að hafa rekstur- inn á hlutafélagsformi." Afkoma kúabænda göð á síðasta ári Þórólfur sagði að þrátt fyrir viss vonbrigði með seinkun á ákvörðun ráðherra varðandi innflutning á fóst- urvísum væri sú yfirlýsing landbún- aðarráðherra að ákvörðun skuli taka í haust ákveðin tímamótayfirlýsing sem ekki hefði verið gefin áður. „Það flaug þó í gegnum huga minn, að mig minnir að í Njálu standi á einum stað: Var nú kyrrt um hríð og leið svo haustið fram til jóla.“ Jónas Bjamason, forstöðumaður Hagþjónustu Landbúnaðarins, hélt erindi á aðalfundinum um afkomu í nautgriparækt á síðasta ári og sagði að afkoman hefði verið góð. Batinn sem hefði byijað árið 1997 hefði hald- ið áfram og greinilegt væri að aukinn- ar bjartsýni gætti í greininni. Afkom- an hefði batnað með stækkandi búum, auknum tekjum og hagstæðu hlutfalli gjalda og tekna. I máli Jónasar kom fram að fjár- festingar væm miklar í greininni og að talsverð skuldaaukning væri á milli ára. Á hinn bóginn væri ljóst að aukin umsvif kölluðu á auknar fjár- festingar, sem kæmu til með að skila auknum tekjum þegar til lengri tíma er litið. Að sögn Jónasar stafar kúabænd- um helst hætta af aukinni verðbólgu í þjóðfélaginu, sem m.a. veldur hækk- unum á aðföngum og vaxtakjöram á fjármagnsmarkaðnum. Þar sem tekjur af framleiðslunni era bundnar verðlagsákvæðum era verðhækkanir tengdar verðbólgu lengur að skila sér til bænda, og því getur verðbólgan leikið kúabændur grátt. Formaður LI dánægður með enska þýðingu á sameiginlegri yfírlýsingu IE og LI Fer fram á leiðréttingu SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður Lækna- félags íslands, segist vera afar óánægður með enska þýðingu Islenskrar erfðagreiningar á sameiginlegri yfirlýsingu ÍE og LÍ. Þýðingin kom fram í fréttatilkynningu sem deCODE genetics, móðurfélag IE, sendi Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinum. Sigurbjöm segir að svo virðist sem yfirlýs- ingin hafi verið fegrað til að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. ,Að mati okkar er hún ónákvæm og ekki rétt þýdd, en við létum gera okkar eigin þýðingu á textanum. Þá geram við einnig at- hugasemd við þau vinnubrögð að bera þýðingu á sameiginlegri yfirlýsingu ekki undir hinn aðil- ann, þegar hún á að birtast erlendis,“ segir Sig- urbjöm. Að sögn Sigurbjöms fór hann formlega fram á við yfirmenn kynningardeildar deCODE að enska þýðingin yrði leiðrétt á föstudaginn. „Ég bað um að okkar þýðingarútgáfa yrði send sömu aðilum og fengu þeirra útgáfu, eða þá að við fengjum upplýsingar um viðtakendur fréttatilkynningarinnar," segir hann, „við þessu höfum við engin svör fengið, fyrr en eftir hádegi í dag [í gær], með símtali frá Kristjáni Erlendssyni, framkvæmdastjóra hjá ÍE. Við munum ræða við ÍE í fyrramálið [í morgun] um það hvort og hvemig þetta verður lagfært," segir Sigurbjörn. Áttar sig ekki á athugasemdunum Kári Stefánsson, forstjóri í E, segist ekki átta sig á athugasemdum Sigurbjöms. Þar sem um- bjóðendur LÍ séu einungis hérlendis hafi ekki sýnst ástæða til að setja fram sérstaka yfir- lýsingu á ensku við upphaflega gerð hennar. „Hins vegar er stór hluti umbjóðenda okkai- er- lendis og því sáum við ástæðu til að þýða yfir- lýsinguna yfir á ensku. Við berum fyllilega ábyrgð á þeirri þýðingu, eins og öllum öðrum plöggum sem við látum frá okkur fara,“ segir hann. Kári segir að þýðing ÍE sé á vandaðri ensku og efnislega nákvæm. „Góður þýðandi nær efn- islegu innihaldi og þeirri hugsun sem liggur að baki frumtextanum, en þýðir ekki endilega orð- rétt,“ segir hann, „þegar ég ber saman útgáfur okkar og þeirra sé ég ekki betur en þeim markmiðum hafi fyllilega verið náð. Ég sé ekki efnislegan mun.“ Undrast framkomu Signrbjörns Kári segist að vissu leyti skilja óánægju Sig- urbjöms með að hafa ekki verið hafður með í ráðum við þýðinguna. „Mig granar að þetta upphlaup eigi sér rætur í þessari óánægju. Ég viðurkenni að það hefðu verið vandaðri vinnu- brögð að sýna Sigurbirni þýðinguna áður en hún var send út, en þó ber á það að líta að hún er alfarið á ábyrgð okkar, eins og ég sagði áðan,“ segir Kári. Hann segist undrandi á framkomu Sigurbjörns, ekki síst þar sem öll samskipti þeirra fram að þessu hafi verið með eindæmum góð. „Þetta er hinn vandaðasti og ágætasti maður og mér þykir þetta miður,“ segir hann. Kári segir að ekki komi til greina að senda leiðréttingu á Nasdaq-markaðinn. „Leiðrétt- ingu á hverju? Þýðingin er algjörlega efnislega rétt,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.