Morgunblaðið - 24.08.2000, Page 13

Morgunblaðið - 24.08.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 13 8% stöðugilda hjá Leikskólum Reykja- víkur ómönnuð HJÁ Leikskólum Reykjavíkur vantar nú starfsfólk í um 8% stöðu- gilda, segir Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykja- víkur. Hann segir stöðuna þó betri nú en á sama tíma í fyrra. „Annars breytist staðan frá degi til dags þar sem stöðugt er verið að ráða fólk,“ segir Bergur. Að sögn Bergs er mest um að leiðbeinendur séu ráðnir um þessar mundir. „Það hefúr verið vand- kvæðum bundið að fá fólk til starfa í leikskólunum á haustin og svo er einnig nú,“ segir Bergur. Hann segir þó að ekki muni koma til þess að senda þurfi börnin heim úr leik- skólunum vegna þess að starfsfólk skorti eins og gerðist síðastliðið haust. „Erfitt er þó að manna síð- ustu stundir dagsins,“ segir Berg- ur. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort hægt sé að loka einhverjum leikskólum fyrr á daginn, þá í góðu samráði við foreldra. Starfsmenn Leikskóla Reykja- víkur eru um 1750 talsins í 1200 stöðugildum. Bergur segir tæp 50% starfsmanna hafa háskólamenntun að baki og sé það heldur hærra hlutfall en á sama tíma í fyrra. Bergur segir að ekki sé mikið um að fólk yngra en tvítugt starfi við leikskóla borgarinnar. Lágmarks- aldur er átján ár. „Um 2% starfsfólks eru milli 18 ára og tvítugs," segir Bergur. Hann segir að rætt hafi verið um að hækka þetta aldurslágmark en það hafi ekki verið gert enn. Bergur segir marga starfskrafta á þessum aldri hafa reynst leikskólunum vel. Morgunblaðið/Golli Knattleikur á línuskautum FLESTIR ættu að kannast við ís- hokkí sem er eins konar ísknatt- leikur milli tveggja ellefu manna liða, vopnuðum kylfum og skautum, og er vinsæll í skautahöllum víða um heim. Þessir ungu menn brugðu á það ráð að spila sambærilegan leik á línuskautum í sólinni í Garða- bæ, eins konar götuhokkí. Fyrirhugað útboð á sjúkraflugi og tilteknum flugleiðum Farið yfír um- sagnir og at- hugasemdir FRESTUR til umsagna og athuga- semda vegna fyrirhugaðs útboðs í sjúkraflug og áætlunarflug á ákveðn- um flugleiðum rann út í liðinni viku og barst töluverður fjöldi athugasemda. Sagði Jóhann Guðmundsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, að næsta skrefið væri að fara yfir um- sagnimar og síðan yrði auglýst eftir umsóknum um endurgreiðslu kostn- aðar sem leiðir af rekstri sjúkraflugs og áætlunarflugs á tilteknum leiðum. Hann sagði að umsagnir hefðu bor- ist samgönguráðuneyti frá sveitarfé- lögum og flugrekstraraðilum og væntanlega hefði heilbrigðisráðun- eytið fengið athugasemdir frá aðilum í heilbrigðisþjónustu. Þegar þetta hefði verið teldð saman og brugðist við athugasemdum ætti að vera hægt að auglýsa útboð fljótlega. Ætlunin er að bjóða saman sjúkraflug og áætlun- arflug. Samkvæmt útboðslýsingu er um að ræða fjögur útboðssvæði. Þau eru norður-, suður-, Vestfjarða- og Vestmannaeyjasvæði. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bjóða í svæðin óháð hvert öðru eða þá saman, öll eða hluta miðað við þau skilyrði sem fram eru sett. Auk þess eru boðnar út tvær áætlunarleiðir sem eru óháðar út- boðssvæðum. Norðursvæðið afmarkast af beinni línu sem er dregin frá botni Hrúta- fjarðar að Hveravöllum síðan að Nýjadal og þar næst að Höfn í Hornafirði og allt svæðið fýrir norðan þá línu er norðursvæði. Nokkrar áætlunarleiðir boðnar út Boðið er út sem heild sjúkraflug á norðursvæði auk eftirtalinna áætlun- arleiða: Akureyri-Grímsey-Akur- eyri, Akureyri-Vopnafjörður-Akur- eyri, Akureyri-Þórshöfn-Akureyri og Akureyri-Egilsstaðir-Akureyri, sem reyndar er aðeins gert ráð fyrir að verði styrkt 1. október til 30. apríl. Vestfjarðasvæði er allir Vestfirð- irnir og afmarkast af beinni línu sem er dregin frá botni Gilsfjarðar að botni Bitrufjarðar. Boðið er út sem heild sjúkraflug á Vestfjarðasvæði auk eftirtalinna áætlunarleiða: Ísafjörður-Bíldudal- ur-ísafjörður eða Bíldudalur-Ísa- fjörður-Bíldudalur, sem miðað er við að verði styrkt 1. desember til 30. apríl. Suðursvæði afmarkast af þeirri sömu línu og dregin var fyrir norð- ursvæðið og einnig línunni sem af- markar Vestfjarðasvæðið, þannig að allt svæðið sunnan þessara lína er suðursvæði að Vestmannaeyjum und- anskildum. Á suðursvæði verður boð- ið út sjúkraflug, ekki áætlunarflug. Á Vestmannaeyjasvæði verður boðið út sjúki-aflug frá Vestmanna- eyjum. Þar er ekld um að ræða áætl- unarflug. Þá verður boðin er út áætlunarleið- in ísafjörður-Akurejri-ísafjörður eða Akureyri-Ísaíjörður-Akureyri. Einnig verður boðin út áætlunar- leiðin Sauðárkrókur-Siglufjörður- Sauðárkrókur eða Akureyri-Siglu- fjörður-Akureyri. Jóhann sagði að Siglufjörður hefði verið hafður sér. Þar hefðu komið til greina þeir möguleikar að Siglufirði yrði þjónað frá Sauðárkróki eða Ak- ureyi-i. Skiptar skoðanir hefðu verið um það hvor kosturinn væri betri og því verið ákveðið að haga málum þannig að bjóða mætti í aðra hvora leiðina. Samningstími er þijú ár, með möguleika á tveggja ára framleng- ingu komi ekki sérstakir gallar fram á þjónustunni. Utboðið nær til alls Evrópska efnahagssvæðisins. Lagadeild Hí býður nýja námsleið Boðið upp á lögrit- aranám í fyrsta sinn BOÐIÐ verður upp á lögritaranám við lagadeild Háskóla íslands í haust en námið er ætlað aðstoðar- fólki lögfræðinga. Þeir sem út- skrifast úr náminu fá diplóma- gráðu og titilinn lögritarar. Kolbrún Linda ísleifsdóttir, kennslustjóri lagadeildar, segir frumkvæði að þessu námi m.a. koma frá Páli Skúlasyni háskólarektor þar sem hann hefur hvatt deildir Háskólans til að auka fjölbreytni í námsvali með stuttum og hagnýtum námsleiðum. Það hafi siðan verið ákvörðun lagadeildar að setja sam- an lögritaranámið. Hún segir áhuga fólks á náminu mikinn en umsókn- arfrestur rennur út 18. ágúst nk. Sérstaklega ætlað aðstoðarfólki lögfræðinga Námið er ætlað aðstoðarfólki lög- fræðinga og er sérstaklega haft í huga fólk sem vinnur á lögmann- sstofum, lijá dómstólum og sýslu- mannsembættum, í ráðuneytum, hjá tjármálastofnunum, fasteignasölum o.þ.h. Markmiðið með náminu er að auðvelda aðst oðarfólki lögfræðinga að vinna að lögfræðilegum málum, auka þekkingu þeirra og fjölbreytni í starfi og gera má ráð fyrir að nám- ið bæti kjör þeirra, segir Kolbrún Linda. Nemendum verða kynnt grund- vallaratriði lögfræðinnar, s.s. rétt- arheimildafræði, lögskýringar, rétt- arfar, kröfuréttur, skaðabótaréttur og ágrip Evrópuréttar og sitja þeir fyrirlestra í almennri lögfræði ásamt Iaganemum. Námsefni þeirra og tímasókn verður þó minna en laganemanna og aðrar kröfur eru gerðar um lágmarkseinkunn. Enn fremur verða námskeið um meðferð stjórnsýslumála og dómsmála. Hluti námsins fer fram í öðrum háskóladeildum, s.s. reikningshald, rekstur og stjórnun sem kennt er í viðskipta- og hagfræðideild, skjala- stjórnun sem kennd er í félagsvís- indadeild og íslenska og erlend tungumál sem kennt er í heimspeki- deild. Lögritaranámið er 45 einingar og er reiknað með að nemendur ljúki þvi á hálfu öðru ári. Kolbrún Linda segist þó gera ráð fyrir að hluti nemenda verði í fullu starfi með náminu og ljúki því þess vegna á lengri tíma. Nemendur geta valið um 10-12 einingar. Inni í skyldufög- um eru tvö ný námskeið, annars vegar lögfræðileg skjalagerð og hins vegar upplýsingaöflun og heimildavinna. Þessi tvö nýju námskeið standa einnig laganemum og lögfræðing- um til boða og segist Kolbrún Linda hafa orðið vör við mikinn áhuga fyr- ir þeim. Ekki eru neinar f jöldatak- markanir í lögritaranámið en stúdentspróf er inntökuskilyrði eins og í aðrar deildir Háskólans. Hlutabréfarabb Kvöldkaffi meðVÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og menningu, Laugavegi 18. í kvöld: 24. ágúst kl. 20:30 - 21:30 Hlutabréfasjóðir - hvernig er best að velja þá? Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. Sjáumstl VfB hluti af Íslandsbanka-FBA Kirkjusandi • Sími 560-8900 • www.vib.is • vib@vib.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.