Morgunblaðið - 24.08.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 24.08.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Og að endingu skal sagt hafa... NÝVERIÐ var auglýst, að ef fólk kæmi til starfa við vinnu á peninga- kössum matvöruverslunar yrðu byrjunarlaun þeirra töluvert hærri en hjá reyndum starfsmönn- um geðdeilda. Ég tek fram og segi það með fullri virðingu öllum þeim sem vinna á kassa í matvöruversl- unum að ég tel laun þeirra á engan hátt vera of há, ef eitthvað, mættu þau vera hærri. En ef sett á vogar- skálina, getur það virkilega verið að við metum dauðan pen- ingakassa hærra en lif- andi einstakling. Eru störf heilbrigðisstarfs- manna svo lítils metin að við kærum okkur ekki um að ' -----'-«^*v»nr»rH laiin? borga þeim maiiiibæmaiiw* Þegar talað hefur verið um ófag- lærða starfsmenn á geðdeildum undanfarið virðist það hafa gleymst að í flest öllum tilvikum er um að ræða háskólamenntaða starfsmenn sem hafa valið að vinna á geðdeild- um vegna áhuga og umhyggju fyrir skjólstæðingum spítalans. Starfið virðist aldrei hafa verið metið til fjár sem er reyndar alveg óskiljanlegt þegar hugsað er um eðli starfsins. Starfsmenn lifa í hringiðu breyskleikans og þarf sterkar persónugerðir til að standa með höfuðið klárt og sinna aðhlynn- ingu fárveikra einstaklinga. Sjálfsagt er ein af ástæðunum fyrir því að geðdeildir landsins hafa starfað með þeirri fagmennsku sem hún gerir er samvinna ólíkra hópa. Olík sjónarmið birtast oft á tíðum sem ekki hefðu komið fram ef ekki væri um svo ólíka hópa um að ræða. Olíkir skjólstæðingar leggjast inn á geðdeildir og einungis ætti það að vera rökrétt að ólíkir einstaklingar vinni á deildum til að geta sinnt þeim sem þar eru. Læknar eru þeir einu sem ættu að stjórna meðferð sjúklings. Greinarhöfundi flnnst það vera frekar óskiljanlegt að þetta atriði skuli vera spurningaratriði hjá ein- hverjum. Hver og einn ætti að geta skilið að ófaglærðir heilbrigðis- starfsmenn vinna á öðrum vett- vangi. Ófaglærðir starfa undir hjúkrunarsviðinu og vinna störf sín þar samhliða sjúkraliðum undir stjórn hjúkrunarfræðings. Allar starfstéttir geðdeilda þjóna mismunandi tilgangi. Allar eru þær mikilvægar á sinn hátt og krefjast mikillar færni af þeim einstakling- um sem velja sér þennan starfsvett- vang. Guðmundur Sævar Sævarsson Óminni virðist hins vegar þjaka þá sem hafa með launamál starfs- manna að gera, sér í lagi það stétt- arfélag sem stendur í forsvari fyrir starík- menn geðdeilda. Á meðan kjör annarra virðast hækka eru hlægilegir samningar gerðir og samþykktir. Eina heilbrigða og hugsanlega skýringin er sú að starfsmenn séu hreinlega að gef- ast upp. Starfsmenn stoppa stutt og hafa ekki þrek og/eða áhuga til að berjast fyrir betri kjörum. Stefnt er á betri slóðir og margir eru þeir peningakass- arnir sem hægt er að hlúa að í þessu landi þar sem hver matvöruverslunin á fætur annarri sprettur upp. Gott iyfir Vll S" segja, ef það er vettvangur sem fólk vill starfa á. Við má bæta að mikil manna- skipti á starfsfólki geta verið mjög erfið fyrir einstakling sem þjáist af geðrænum sjúkdómi. Geðsjúkir Skilaboðin eru skýr, segir Guðmundur Sævar Sævarsson. Við metum okkur hærri til launa ef við höfum í höndunum dauð verð- mæti frekar en lifandi ástvini okkar. Öruggt umhverfí er oft á tíðum það besta sem einstaklingi getur hlotnast þegar á bjátar og hann þarf að leggjast inn á geðdeild. Um- hverfi þar sem hann þekkir og treystir starfsmönnum þess. Þetta umhverfi er töluvert erfiðara að mynda með nýjum starfsmönnum sem endast einungis fram að fyrsta launaseðli. Komið hefur fram að ofbeldi eigi sér stað á geðdeildum. Auðvitað á ofbeldi sér stað á geðdeildum, að neita því væri argasta firra og hálf- hlægiiegt að halda öðru fram. Á ekki ofbeldi sér stað þegar okkur líður sem verst. Það sem er hins vegar rangt að mínu mati er að tengja saman ofbeldi og geðsjúk- dóma. Geðsjúkur einstaklingur er ekki líklegri til að efna til ofbeldis frekar en einstaklingur heilbrigður á geði og í mörgum tilvikum minni líkur. Sálarangist manna getur orðið slæm og oft á tíðum í slíku ástandi er skjólstæðingurinn ekki í standi til að vera einn, hvað þá að hann fari að berja þá frá sér sem þar eru. En umhverfi geðdeilda er lítið og fár- sjúkt fólk leggst þar inn, árekstrar eiga sér stað þegar einstaklingar eru svo veikir að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera, sjá ógn sem við hvorki sjáum né skiljum til fulln- ustu. I slíkum tilvikum sem eru undan- tekningar frá reglunni þarf að sjálf- sögðu að huga betur að öryggismál- um, en hins vegar verður að vera jafnvægi á milli öryggismála og meðferðar skjólstæðinga spítalans. Það sem starfsmenn þurfa nú er að sameinast um að launamál þeirra verði rædd og rödd þeirra heyrð í baráttu sinni. Þó gerist það einung- is ef sú rödd er málefnanleg og rök- stutt án hleypidóma og fáfræði. Allir sérfræðingar í örryggismál- um ættu að hafa það hugfast, að geðdeild Landspítalans sér um lækningu og hjúkrun veikra ein- staklinga og í sumum tilvikum fár- veikra. Grunnþekking starfsmanna ætti ekki að vera atriði er varðar hand- tök í átökum heldur er varðar frumatriði í samskiptum svo hægt sé að komast hjá átökum. Þegar starfsmenn hafa þá þekkingu í gegnum sína starfsreynslu og fræðslu er hægt að snúa sér að því sem kallast vörn gegn ofbeldi. Allar stéttir starfa undir sama þaki og ganga sömu ganga, en það sem virðist hafa gleymst að ófag- lærðir þurfa að greiða sömu reikn- inga og allar aðrar stéttir hvort sem það er innan spítalans eða á öðrum starfsvettvangi. Má kannski segja að ef á að nefna ófaglærða starfs- menn sem huldufólk þá mætti setja það í samhengi við þeirra laun. Störf á geðdeildum eru í öllum til- vikum einn sá mest þroskandi og lærdómsríkasti vinnustaður sem völ er á í dag. Bæði er starfið krefjandi líkam- lega og andlega og ætti að vera greitt í samræmi við það. Ófaglærð- ir starfsmenn sem helga sig þessu starfi ganga til þess á fagmannleg- an hátt, öðruvísi endist enginn á þessum vettvangi. Það virðist því vera frekar sorglegt hve lítt hann virðist vera metinn af þeim sem stjórna launamálum þeirra sem þar starfa. Höfundur er vaktmaður/starfsmað- ur á geðdeild Landspítalans. FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 63 Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað og sturtu tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora - sænsk gæðavara ÆMi iMl> w...ItHi-JIHt..■■ T€Í1GI ■ nnrniiiii—■> Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is BmSw í fyrsta sinn á íslandi ,p6tða 2a R Sýnum í fyrsta skipti Isuzu Trooper á 44" breytingum auk allra breytinga, 32", 33", 35", 36" og 38". Ótrúlegt tilboðsverð á breytingum á Isuzu dögum. Stórsýning hjá Bílheimum Opið til kl. 20:00 í kvöld Bílheimar ehf. jiw tnti Sœvarhöföa 2a Sími:525 9000 mvw. bilheimar. is Umboösmenn um allt land
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.