Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 15
Menningarminjadagur Evrópu haldinn á íslandi helgina 30. sept—1. okt. nk. Grimsey' Kópasker GASAR HÓLAR í HJALTADAL Skagaslrönd J Húnaflói r langsnes ®6ndU0Sí Borgaljörður SKRIÐUKLAUSTUR Reykhóiar REYKHOLT SLSMrúðsljörður _5%töðvarf}Órður .Breiðdatevík GrunMrfiorSeA Hofi- jiikull SKALHOLT VATNAJOKULL Sandgeröi, •agurhóismýrl Grindavilí Mýrdah jökull Kaefariiofn Breiðafjörður Stykkishólmur Hellissandur«fi, Faxaflói holn REYKJAVIK reykjavíi Seltjarnarnes •Garður REYKJANES Vestmannaeyjar^ Þjóðminjasafn íslands stendur fyrir dagskrá á Menningarminjadegi Evrópu í öllum fjórum landsfjórðungum í samvinnu við heimamenn á hverjum stað helgina 30. sept. —1. okt. nk. Slíkur dagur er haldinn árlega í öllum aðildarfélögum Evrópuráðsins og Evrópusambandsins, og að þessu sinni er yfirskriftin ákveðin: Merkir fornleifastaðir á íslandi. Á Alþingi á Þingvöllum 2. ágúst sl. var samþykkt að veita þjóðargjöf, sem m.a. er aetlað að styrkja fornleifarannsóknir á merkustu minjastöðum i landinu. í tilefni af Menningarminjadegi Evrópu er efnt til skoðunarferða á helstu staðina. Valdir hafa verið staðir í hverjum landsfjórðungi eða minjasvæði til skoðunar og um- ræðu á þessum menningarminjadegi. Staðirnir eru Reykholt í Borgarfirði, Hólar í Hjaltadal og Gásar í Eyjafirði, Skriðuklaustur á Héraði og Þingvellir og munu minjaverð- ir og fræðimenn frá Þjóðminjasafninu ásamt heimamönnum og staðarhöldurum á hverjum stað miðla af þekkingu og ræða framtíðarrannsóknir. Einnig er vakin athygli á byggða- og minjasöfnum í hverjum landsfjórðungi og merkum minjastöðum. Vesturland: í Reykholti laugardaginn 30. sept. mun Guörún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur Þjóöminjasafns íslands, lýsa rann- sóknum í Reykholti og Magnús Á. Sigurösson, minjavörður Þjóðminjasafns íslands á Vesturlandi, kynnir starfssviö sitt og helstu verkefni á svæöinu. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu, skipuleggur dagskrána sem ber upp á dag Snorra Sturlusonar og verður því bæði fjallað sérstaklega um Snorra og tíð hans í Reykholti og um framhald rannsókna á staðnum. Norðurland: Á Hólum verður dagskrá í umsjá Hólamanna sunnudaginn 1. okt. þar sem Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur hjá Þjóð- minjasafni íslands og Sigurður Bergsteinsson nýskipaður minjavörður Þjóðminjasafns íslands á Norðurlandi vestra munu flytja erindi og svara fyrirspurnum. Farið verður í skoðunarferð á Gásum í Eyjafirði frá Minjasafninu á Akureyri. Austurland: Á Skriðuklaustri verður dagskrá á vegum Gunnarsstofnunar laugardaginn 30. sept. í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands og Minjasafn Austurlands, þar sem flutt verða erindi með leiðsögn. Þar verða frummælendur Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur, Stein- unn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, Guðný Zöega, minjavörður Þjóðminjasafns íslands á Austurlandi, Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræð- ingur, Svanhildur Óskarsdóttir, norrænufræðingur, og Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Suðurland: Loks mun Þjóðminjasafnið skipuleggja ferð til Þingvalla laugardaginn 30. sept. í samvinnu við Þingvallanefnd og félagið „Minjar og Saga“. Þar munu flytja erindi Sigurður Líndal, prófessor og sagnfræðingur, og fornleifafræðingarnir Guðmundur Ólafsson og Orri Vésteinsson. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, tekur og þátt í umræðum og ræðir um stefnumótun í fornleifarannsóknum á Þing- völlum. Farið verður frá Þjóðminjasafni íslands við Suðurgötu kl. 13.00 laugardaginn 30. september og kostar rútuferðin 1.000 kr. Þeir sem ætla að nýta sér þá þjónustu eru beðnir um að skrá sig hjá Þjóðminjasafni íslands í síma 530 2200. Áætluð heimkoma er kl. 16.00. Einnig er hægt að fara til Þingvalla á einkabílum og tengjast hópunum við Þingvallabæinn kl. 13.45. Minjar og saga hvetja félagsmenn til að mæta og taka með sér gesti. Menningarminjadagur Evrópu — The European Heritage Days — Les Journées européennes du Patrimonie. MINJAR OG SAGA Félag áhugamanna uni minjar og sögu ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.