Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 37

Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 37
MORGUNHlAtHfí UMRÆÐAN Gæði mats á umhverfís- Aðgangur að Netinu fyrir fólk með málstol áhrifum Ásdís Hlökk Stefán Theodórsdóttir Thors GÍSLI Már Gísla- son gerir gæði mats á umhverfísáhrifum að umtalsefni í grein sinni í Morgunblað- inu sl. föstudag. Þar bendir hann á úrbæt- ur varðandi það hvaða hlutverki vís- indamenn ættu að gegna við undirbún- ing, gerð og yfirferð á mati á umhverfis- áhrifum í þeirri von að Skipulagsstofnun taki upp ný og betri vinnubrögð svo að ekki leiki vafi á trú- verðugleika stofnun- arinnar í úrskurðum hennar. Þær úrbætur á matsferlinu sem Gísli Már leggur til í grein sinni eru að Skipulagsstofnun leiti sérfræðiálits með þeim hætti að stofnunin kalli að jafnaði til þrjá til fimm vísinda- menn sem ekki tengjast fram- kvæmdaaðilum eða öðrum hags- munaaðilum sem hafa fjárhags- legan ávinning af væntanlegri framkvæmd. Skipulagsstofnun fagnar opin- skárri umræðu um matsferlið og framkvæmd mats á umhverfis- Umhverfi Aðkoma sérfræðinga og almennings, segja Stefán Thors og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, að undirbúningi fram- kvæmda, umfjöllun um framkvæmdir og ákvörðun um þær hefur stóraukist. áhrifum. Ekki verður hér mælt með eða á móti tillögum Gísla Más um breytingar á matsferlinu en hins vegar er rétt að vekja athygli á tilteknum þáttum þess matsferlis sem verið hefur við lýði hér á landi sl. 6 ár og fest hefur verið í sessi og bætt með nýjum lögum frá Al- þingi sl. vor og ætlað hefur verið að tryggja vandaða og lýðræðis- lega málsmeðferð um þær fram- kvæmdir sem kunna að hafa um- talsverð umhverfisáhrif. Nú eru liðin rúm 6 ár frá því mat á umhverfisáhrifum var tekið upp hér á landi lögum samkvæmt. I samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfis- áhrifum hefur Skipulagsstofnun leitað umsagna tiltekinna aðila um allar þær matsskýrslur sem koma til formlegrar umfjöllunar stofnun- arinnar auk þess sem skýrslurnar eru kynntar almenningi með auglýsingu til athugasemda og ábendinga. Skipulagsstofnun leitar ávallt umsagnar hjá þeim opinberu stofnunum sem fara með þá mála- flokka sem framkvæmd, fram- kvæmdasvæði og/eða umhverfis- áhrif framkvæmdar geta helst varðað. Það fer eftir eðli fram- kvæmdar og staðsetningu hverju sinni til hverra er leitað en þeirra á meðal eru Byggðastofnun, Nátt- úrufræðistofnun Islands, Náttúru- vernd ríkisins, embætti veiðimála- stjóra, Hollustuvernd ríkisins og Þjóðminjasafn Islands. Þessar stofnanir veita umsagnir, hver á sínu sérsviði, um framlögð gögn framkvæmdaraðila um fram- kvæmd og umhverfisáhrif, hvort umhverfisáhrif séu að þeirra mati viðunandi og eftir atvikum hvaða atriðum þurfi að þeirra mati að gera betur grein fyrir. Með nýjum lögum nú í sumar hefur verið tryggt enn frekar að sérfræðistofnanir geti komið að at- hugasemdum og ábendingum við mat á umhverfisáhrifum. Nú leitar Skipulagsstofnun einnig umsagna þeirra um tillögur framkvæmdar- aðila að matsáætlun þar sem sér- fræðistofnanir fá þá tækifæri til að koma að athugasemdum og ábend- ingum um hvernig staðið skuli að mati á umhverfisáhrifum strax á byrjunarstigi matsferlisins þegar framkvæmdaraðili er að hefja vinnu við matsskýrslu. Við umfjöllun Skipulagsstofnun- ar um matsskýrslu framkvæmdar- aðila getur komið upp að efni matsskýrslu þarfnist sérstakrar athugunar, jafnvel á fagsviði sem ekki fellur beint undir hlutverk þeirra umsagnarstofnana sem eru til staðar. Þá getur verið þörf á að leita eftir sérstöku sérfræðiáliti, ýmist til opinberra aðiia eða einka- aðila, svo fá megi hlutlaust álit ut- anaðkomandi aðila með sérþekk- ingu á viðkomandi efni á gögnum og ályktunum matsskýrslu fram- kvæmdaraðila. Reynsla síðustu ára sýnir að sérfræðiálit af þessu tagi geta varðað mjög þröng fagsvið. Þannig er ekki unnt að skilgreina fyrir fram hóp sérfræðinga í þetta hlutverk heldur verða viðfangsefni og álitamál að ráða hverju sinni. Hægt er að fullyrða að aðkoma sérfræðinga og almennings að undirbúningi framkvæmda, um- fjöllun um framkvæmdir og ákvörðun um þær hefur stóraukist með tilkomu laga um mat á um- hverfisáhrifum fyrir 6 árum. Ný lög um mat á umhverfisáhrifum eru nú rétt að slíta barnskónum og reglugerð við þau verður birt í Stjórnartíðindum í þessari viku. Þar er enn aukinn möguleiki sér- fræðinga og almennings til að fá upplýsingar um framkvæmdir og koma að ábendingum og athuga- semdum í matsferlinu öllu, allt frá því framkvæmdaraðili hefur vinnu við tillögu að matsáætlun og þar til fyrir liggur úrskurður um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda- rinnar. Með því á að vera tryggt að markmiðum laganna sé náð, þ.e. að umhverfisáhrif þeirra fram- kvæmda sem kunna að hafa um- talsverð umhverfisáhrif séu metin og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta eða láta sig málið varða og þeim gefinn kostur á að koma að athugasemd- um og upplýsingum. Þannig verði einnig tryggt að ákvarðanir um framkvæmdir byggist á faglegum sjónarmiðum og bestu þekkingu á hverjum tíma. Stefán er skipulagsstjóri rikisins. Ásdís Hlökk er aðstoðarskipulags- stjóri. MÁLSTOL er það kallað þegar einstakl- ingur á erfitt með að tjá sig vegna sjúkdóms eða heilaskaða. Við- komandi getur átt í erfiðleikum með að tala, skrifa og lesa og hann getur líka átt erf- itt með að skilja og túlka það sem aðrir segja. Áfall í heila sem veldur málstoli getur líka breytt getu manna til að takast á við lífið á sama hátt og það gerði áður. Það getur verið lamað og átt erfitt með sjón eða aðra skynjun. Á Islandi fá um 500 manns heila- blóðfall á ári. Áætlað er að 100 ein- staklingar verði málstola vegna heilablóðfalls árlega og að 300 ís- lendingar séu málstola á hverjum tíma. Upplýsingatæknin verður alltaf stærri og stærri hluti af lífi okkar. Fólk nýtir sér tölvutæknina í aukn- um mæli og samskipti hversdagsins eru að flytjast yfir á veraldarvefinn. Verið er að búa til forrit sem ger- ir netið aðgengilegt fyrir málstols- sjúklinga. Forritið er hannað þann- ig að ekki þarf að nota annars konar búnað en vanalegur er við notkun Netsins. Forritið skiptist í tvo hluta: veraldarvefinn og póst- forrit. I þróun forritsins hefur verið haft að leiðarljósi að aldrei sé um marga möguleika að ræða (oftast bara tvo) og að sjaldan þurfi að skruna áfram til að sjá það sem í boði er. Frá veraldarvefn- um er hægt að búa til umhverfi sem miðast við getu málstola ein- staklings. Þannig er hægt að aðlaga alla flýtihnappa eftir þörf- um einstaklingsins t.d. hvort hann þurfi að heyra hvað ákveð- inn flýtihnappur ger- ir: sjá mynd af honum, sjá mynd sem hreyfist eða lesa hvað hnapp- urinn gerir. Talmeina- fræðingur metur í samvinnu við notand- ann hvaða hjálpartæki hann þarf til að nýta sér flýtihnappana sem best. Talmeinafræðingurinn getur sett upp vinnusvæði notandans í eigin tölvu og sent honum þau án sér- stakrar aðstoðar frá tölvufræð- ingum. Hægt er að tengja þær heimasíður sem einstaklingurinn hefur mikinn áhuga á við ákveðinn hnapp. Þær eru settar í möppu og geymdar undir ákveðnu orði eða tákni. Notandinn getur þá opnað þær síður sem tengjast áhugamál- um hans án frekari aðstoðar. Póstforritið gefur möguleika á að senda bréf þannig áð einstakling- urinn þarf bara að ýta á mynd af þeim sem á að fá bréfið. Hann getur líka lesið nafn viðtakandans eða hlustað á nafn hans. Póstforritið getur geymt fyrirfram ákveðnar setningar ýmist sem táknmynd, orð Mál Verið er að búa til forrit, segir Þóra Sæunn Ulfs- dóttir, sem gerir Netið aðgengilegt fyrir mál- stolssjúklinga. eða hljóð. Þannig getur málstola einstaklingur sem getur ekki talað eða skrifað sent vini sínum eða börnum bréf þar sem hann t.d. býð- ur í kaffi eða óskar eftir hjálp við að fara til læknis. Forritið gefur mikla möguleika á að hjálpa málstola einstaklingum við að nota Netið. í framtíðinni mun forritið einnig nýtast öðrum sem eiga erfitt með að lesa, skrifa og tala. Forritið verður ókeypis íýrir notendurna. Hægt er að fá upplýs- ingar um forritið á http://www.- nuh.fi/ARNITl.htm eða www.- afasi.no. Höfundur er talmeinafræðingur og starfar við Landspítala - háskóla- sjúkrahús og Talþjálfun Heykja- víkur. WELEDA BOSSAKREMIÐ - þú færð ekkert betra - Þumalína, heilsubúðir, apótekin Þóra Sæunn tílfsdóttir LATTU AÐ ÞER KVEÐA Stjórnmálanámskeið fyrir konur 3.-26. október, þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.00-22.30 í ValhölL Háaleitisbraut 1. Sólveig Pétursdóttir Stefanía Óskarsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir Ásta Möller Jóhannsdóttir • Konur og vald • Konur í forystu • Konur og stjórnmál Valgerður Sigurðardóttir t KOHUT Og áHríf • Að kveða sér hljóðs • Árangursríkur málflutningur • Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum • Listin að vera leiðtogi • Konur og velgengni • Konur og fjölmiðlar • Flokksstarf ið • Sjónvarpsþjálf un • Horft til framtíðar • íslenska stjórnkerfið Stjórnmálaskólinn, Hvöt og jafnréttisnefnd Sjálfstæðisflokksins. Innritun: sími 515 1700/1777, 896 2639, www.xd.is Bragadóttir Ambjörg Sveinsdóttir Sigríður Anna Þórðardóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Gísli Blöndal Þorgerður K. Gunnarsdóttir Gréta Ingþórsdóttir Bjöm G. Björnsson Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.