Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 32

Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 33 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TEKJUAFGANGUR OG RÍKISSKULDIR JARLAGAFRUMVARPIÐ gefur vísbendingar um þróun efnahagsmála næstu misserin og þess vegna hafa margir nú vafa- laust beðið með nokkurri eftirvænt- ingu eftir birtingu þess vegna þeirrar þenslu sem ríkt hefur að undanförnu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur nú kynnt frumvarp sitt og ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 2001 - fyrstu fjárlög nýrrar aldar. Gert er ráð fyrir því að tekjuafgangur ríkissjóðs verði meiri en nokkru sinni fyrr, eða um 30.3 milljarðar króna sem er 4,2% af landsframleiðslu. Það er svo sannar- lega ánægjulegt að unnt er að halda inn í nýju öldina með slíkan tekjuaf- gang eftir þá miklu skuldasöfnun rík- isins sem einkenndi stóran hluta þeirrar aldar sem er að líða. Tekjuafgangi ríkissjóðs á næsta ári verður varið til að greiða niður skuld- ir og reyndar gott betur, því láns- fjárafgangur er áætlaður 34,7 millj- arðar króna, en hann segir til um það fjármagn sem unnt er að ráðstafa til greiðslu skulda. Tekjuafgangur ríkis- sjóðs árin 1999-2001 verður um 80 milljarðar króna en samanlagður lánsfjárafgangur þessi þrjú ár er enn meiri, eða um 90 milljarðar. í upphafi ársins 1998 voru hreinar skuldir rík- issjóðs 170 milljarðar króna, eða 32,5% af landsframleiðslu, en í árslok 2001 verða hreinar skuldir komnar niður í 100 milljarða króna, eða 14% af landsframleiðslu. Það er mikill og góður árangur sem léttir skuldabagg- ann á baki skattgreiðandans um meira en helming. I fjárlagafrumvarpinu er drepið á það í fyrsta sinn að áframhald að- haldssamrar stefnu í ríkisfjármálum geti áfram leitt til stórfelldrar lækk- unar skulda á árunum 2002-2004. Það sé raunhæft markmið að peningaleg- ar eignir ríkisins nemi hærri fjárhæð en skuldir, þ.e. að hrein skuldastaða verði „neikvæð" fyrir loks ársins 2004. Það yrðu svo sannarlega mikil tímamót. Þá munu peningalegar eignir ríkissjóðs skila fjármagnstekj- um sem hægt verður að nota fyrir all- an almenning í stað þess að skattar landsmanna hafa að töluverðu leyti farið í að standa undir vaxtabyrði af skuldum hins opinbera. Renni þessi tímamót upp verður kannski unnt að setja á stofn varasjóð fyrir þjóðina í líkingu við olíusjóð Norðmanna sem ávaxtaður er á fjármagnsmörkuðum í New York. Fjárlagafrumvarpið fyrir 2001 ger- ir ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs nemi 240.3 milljörðum króna og útgjöldin^ nemi tæpum 210 milljörðum. Fjárlök®* in fyrir yfirstandandi ár gerðu ráð fyrir 210 milljarða tekjum og 193' milljörðum í útgjöld. Samkvæmt þyi. átti tekjuafgangur í ár að nema 17 milljörðum króna en samkvæmt nýj- ustu áætlun fyrir árið er reiknað með því að tekjurnar nemi 225 milljörðum og útgjöldin 199 milljörðum. Þannig verði tekjuafgangur í ár 26 milljarð- ar. Hreinn lánsfjárjöfnuður í ár er áætlaður 28 milljarðar króna í stað 21 milljarðs og er áætlaður nær 35 millj- arðar króna á næsta ári. Fjármálaráðherrann er ánægður með fjárlagafrumvarpið og segir m.a. að slíkur afgangur, miðað við lands- framleiðslu, sé óþekktur í nágranna- löndunum nema í Noregi. Hann vek- ur sérstaka athygli á því að með þeim umbótum, sem gerðar hafi verið í rík- isfjármálum síðustu árin, sé orðinn kerfislægur tekjuafgangur af ríkis- sjóði, 2% af landsframleiðslu, og þenslan í þjóðfélaginu hafi ekki áhrif þar á. Þá sagði Geir H. Haarde: „Efnahagslega séð er mikilvægt, og ánægjuefni fyrir mig, að skila þessum tekjuafgangi til að ganga á skuldirnar og skila af okkur til næstu kynslóða.“ Það er rétt hjá ráðherran- um því löngum hefur verið deilt á það á opinberum vettvangi að núverandi kynslóð eyddi um efni fram og ætlaði kynslóðum framtíðarinnar að borga. Þótt frumvarpið sé kennt við að- hald eru í því ýmis ákvæði um ný og hækkuð útgjöld. „Þetta er lifandi frumvarp með fullt af nýjum atriðum þótt um leið sé verið að þrengja að og passa upp á út- gjöldin. Þetta er íhaldssamt frum- varp að mörgu leyti, en þó ekki aftur- haldssamt í þeim skilningi, að ekkert sé að gerast. Heilmikið er að gerast,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi m.a. 600 milljóna króna aukið framlag til barnabóta, aukin framlög til fæð- ingarorlofs, framkvæmdir við vegi og hafnir, einkum þar sem lítil sem eng- in þensla er á vinnumarkaði. Þá má minnast á nýmæli eins og stofnun tveggja sendiráða, í Kanada og Jap- an, og vafalaust verður mörgum starsýnt á mikinn kostnað við kaup á húsnæði fyrir sendiráðið í Tókýó, eða 700 milljónir króna. Það sama má vafalaust segja um nær 7 milljarða króna vegna búvöruframleiðslu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir verulegri hækkun framlaga til trygg- ingamála, eða um 2,7 milljarða, eink- um vegna hækkunar bóta og sjúkra- trygginga. Þá hækka framlög til sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva um rúma 2 milljarða. Við gerð fjárlagafrumvarpsins var byggt á spá Þjóðhagsstofnunar um horfur í efnahagsmálum á næsta ári. Spáð er að verulega dragi úr vexti þjóðarútgjalda og hagvexti sem verð- ur 1,5% í stað 3,5% í ár. Reiknað er með að vísitala neyzluverðs, þ.e. verðbólga, hækki um 4% í stað 5% í ár. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna er talinn aukast um 1,5% á næsta ári, svipað og í ár. Atvinnu- leysi verður nær ekkert eins og í ár en hins vegar mun viðskiptahallinn verða áfram mikill. Þótt fjármálaráðherrann lýsi stefnunni í ríkisfjármálum sem að- haldssamri má benda á að útgjöldin aukast um 1,5% umfram launa- og verðlagsbreytingar. Vera kann að þetta sé óhjákvæmilegt þar sem kröfugerð í þjóðfélaginu er mikil og hávær og margir vilja fá sneið af tekjuafganginum, þ.á m. margir þingmenn sem ekki draga af sér í þeim slag. Ríkisstjórnin verður því að standa fast á stefnu sinni, þegar frumvarpið fer til umfjöllunar á Al- þingi, en þá hækkar það oft ótæpilega við lokaafgreiðsluna. Astæðan er að sjálfsögðu sú að þenslan er enn mikil í efnahagslífinu og viðskiptahallinn gífurlegur. Ekki má mikið bera út af til þess að þenslan aukist á ný. Stefnuræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi Þjóðarbúskapurinn öflugri en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar þjóðar Morgunblaðið/Golli Þingmenn hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ræðu sína í gærkvöldi. Herra forseti. Góðir íslendingar. Fræg eru þau ummæli ritsnillingsins að Islend- ingar vildu helst ekki deila um neitt nema tittl- ingaskít. Eftir þessum orðum var tekið og þau lögð á minnið vegna þess að þau voru hnyttin og í þeim fólst sannleikskom. Flest okkar hafa ein- hvem tíma orðið *sek um að láta aukaatriðin byrgja okkur sýn til þess sem meira máli skiptir. Og jafnvel á þessum virðulega stað vill það henda full oft. En það breytir ekki hinu að hvergi annars staðar er á jafnfáum fermetrum í landinu fjallað oftar og af meiri alvöm um málefni, tillögur og álit sem miklu skipta, jafnt fyrir einstaklinga, stóra hópa og jafnvel alla þjóðina. Og nú er „vertíðin“ að hefjast enn á ný - orðaskakið, átökin, deilumar og rifrildið en líka velhugsaðar röki’æður og lipurleg- ar skylmingar sem em til þess fallnar að varpa ljósi á mismunandi leiðir að því markmiði sem okkur öllum hlýtur að vera mikilvægast - að verða landi og þjóð til gagns. En margt er hér starfið, sem minna ber á, svo sem nefndastarííð sem unnið er í skugganum en skiptir svo miklu máli og loks era það úrslitastundimar - þegar frumvöip verða að lögum og tillögur að ályktunum þingsins. Með- altöl em hættuleg en ég læt undan freistingunni og nefni hér það meðaltal sem segir að Alþingi Is- lendinga afgreiði ein lög á hverjum vinnudegi sín- um og er spumingin helst sú hvort það sé ekkl of í lagt. Hvað sem þessu líður þá kynnir ríkisstjómin nú þingheimi lista yfir þau framvörp sem ráðherr- ar hugsa sér að flytja og er hann auðvitað ekki tæmandi. Þjóðhagsáætlun heíúr verið lögð fram og fjármálaráðherra hefur lagt fram framvarp sitt til fjárlaga. Ekki er því hægt að saka þingheim um að byrja á „tittlingaskítnum" sem áður var nefnd- ur. Og hvað segja þessi miklu plögg okkur um framtíðina. í hvað stefnir og hvemig hefur stjórn- arstefnan gengið fram á fyrsta heila starfsári rík- isstjómarinnar. Ríkisssjóður verður á næsta ári rekinn með meiri afgangi en nokkra sinni fyrr í sögu þjóðar- innar og hefur ríkissjóðsafgangurinn aukist ár frá ári að undanfömu. Afgangurinn verður nálægt 30 milljörðum króna eða sem nemur 4% af lands- framleiðslunni. Þetta er algjört einsdæmi. En það sem mestu skiptir er að þessi árangur er hluti af þróun. Þriðja árið í röð verður afgangur á ríkis- sjóði meiri en 20 milljarðar eða samanlagt mehi en 80 milljarðar frá árinu 1999. í lok næsta árs verða hreinar skuldir ríkisins aðeins um 14% af landsframleiðslunni en stefndi í 60% íyrir fáum áram. Um þetta segir í þjóðhagsáætlun: ^Þetta er einstæður árangur sem hefur skipað Islandi í fremstu röð í þessum efnum meðal sambærilegra ríkja.“ Ef svo heldur fram út kjörtímabilið verður ríkissjóður nær skuldlaus við lok þess. Það yrðu mikil tímamót og trygging fyrir vaxandi hagsæld og það sem meira er varanlegri hagsæld í landinu. Þessi þróun er til marks um að þjóðarbúskap- urinn er öflugri en nokkra sinni fyrr í sögu þessar- ar þjóðar. Oft er deilt um ágæti mikils hagvaxtar og ekki er síður tekist á um skiptingu lífsins gæða. Nú hefur hagvöxtur verið ná- lægt 5% að meðaltali frá miðj- um síðasta áratug og þekkjum við ekki hagstæðara tímabil í íslenskri efnahagssögu. Og kaupmáttaraukning og hærri laun hafa íylgt þessum hag- vexti. Um þann mikla árangur verður ekki deilt. Á sama tíma hafa um 15.000 ný störf orðið til á íslandi. Verðbólga hefur verið lítil nær allan þennan tíma en því var spáð að hið íslenska hugarfar þyldi ekki svo langt og öflugt hagvaxtarskeið og verð- bólgan hlyti að fara algjörlega úr böndunum eins og jafnan hefur gerst áður við þessar aðstæður. Merkur maður hélt því fram með nokkuð stói-yrt- um hætti að ríkisstjórnin leitaðist við að fela hið erfiða ástand, sem hann kallaði svo, fram yfir síð- ustu kosningar. „Hin tifandi tímasprengja“ í efna- hagsmálum myndi springa strax eftir kosningar með stórbrotnum afleiðingum. Nú er liðið eitt og hálft ár frá kosningum.' Verðbólgan fer minnk- andi, það dregur úr þenslu, staða krónunnar er sterk þótt mikil vantrú umheimsins á evranni hafi reynt á þanþol hennar. Minnkandi þensla mun draga hægt en öragglega úr viðskiptahalla. At- vinnuleysi er ekkert en sveigjanlegri reglur um erlent vinnuafl hafa auðveldað mönnum að koma í veg fyrir að atvinnumai'kaðurinn færi úr böndun- um. Um alla þessa þróun segir svo í þjóðhagsáætl- un þeini sem þingmenn hafa hér fyrir framan sig. „Þessi hagfellda þróun á sér rætur í traustu efnahagsumhverfi og stöðugleika sem hefur glætt vöxt í mörgum greinum atvinnulífsins. Markaðs- umbætur, aukin samkeppni og skýrari leikreglur hafa leitt af sér aukna framleiðni og verðmæta- sköpun á breiðum grunni. I þessu umhverfi hafa nýjar atvinnugreinar blómstrað; hátæknifyrir- tæki í lífefnaiðnaði og hugbúnaðargerð hafa náð ótrúlegum árangri á fáum árum. Nýja hagkerfið hefur því sett svip sinn á efnahagsþróunina og virðast Islendingar standa framarlega á því sviði eins og tölur sýna um vöxt slíkra íyrirtækja og að- gang að Netinu. Einnig hefur verið mikill vöxtur í ýmsum „hefðbundnum" greinum á undanfömum áram, m.a. hefur framleiðsla áls stóraukist og ferðaþjónusta hefur eflst. Þá hafa íslendingar verið að hasla sér völl erlendis í ríkari mæli en áð- ur, ekki síst á sviði hátækniiðnaðar, sjávarútvegs ogfjármála. Kennileitin í íslensku efnahags- og atvinnulífi hafa því breyst mikið á tiltölulega skömmum tíma. Þjóðarbúskapurinn hefur nú á sér alþjóðlegan blæ þar sem í aðalatriðum gilda sömu leikreglur og meðal þein'a þjóða sem hafa náð lengst. Þetta er án efa besta leiðin til að tryggja efnahag lands- manna í framtíðinni. Ríkisstjómin mun því byggja áfram á þeim granni sem hér hefur verið lagður á undanfömum áram þar sem homsteinamir era opinn markaðsbúskapm-, stöðugleiki, skýrar leikreglur og öflugir innviðir til að búa í haginn fyrir framfarir í atvinnulífinu. Hagvaxtarskeiðið hefur leitt til þess að kjör heimila hafa stórbatnað. Til marks um það stefnir í að kaupmáttur ráðstöfunartekna verði um 23% meiri á þessu ári en hann var 1995. Á sama tíma heíúr einkaneysla aukist um 36%, eða um 110 milljarða króna sem samsvarar um 1,5 milljónum króna á hverja fögmTa manna fjölskyldu. Við þetta má bæta að mörg heimili og einstaklingar hafa fært sér í nyt ný tækifæri til sparnaðar og fjárfestinga sem leitt hafa af opnun hagkerfisins, sölu ríkisfyrirtækja og eflingu innlends hluta- bréfamai-kaðar.“ Mikill viðskiptahalli heíúr verið eina neikvæða táknið í íslenskum efnahagsmálum upp á síðkastið og hann er áhyggjuefni. Við höfum löngum búið við viðskiptahalla. En áðm’ stafaði hann ekki síst af ógætilegum tökum á ríkisfjármálunum. Við- skiptahallinn nú er allt annars eðlis. Ríkið greiðir hratt niður skuldir sínar og er að verða nær skuld- laust. Aðrir aðilar hafa traust á stöðugleika ís- lenska efnahagslífsins og trúa á möguleika sína til endur- greiðslu þeirrar skuldar sem þeir hafa stofnað til. Hafi þessir aðilar reiknað sín dæmi rétt, sem engin sérstök ástæða er til að efast um, og takist okkur að halda óbreyttri efnahags- stefnu, sem ríkisstjórnin mun leggja allt kapp á, er viðskipta- hallinn því minni ógn en menn vilja vera láta auk þess sem nú er væntanlega komið ylir stærsta kúfinn þar. Þá er rétt að benda á enn eina mikilvæga staðreynd. Árið 1995 áttu Islendingar nánast engar eignir í erlendum hlutabréfum. Á miðju þessu ári vora þessar eignir komnar í 155 milljarða króna og hafa sjálfsagt vaxið enn frá þeim tíma. Aft’akstur af þessum miklu eignum hingað heim mun aukast mjög á næstu áram og stuðla þar með að stöðug- leika í gengi og jafnframt era þær til þess fallnar að styrkja stoðimar undir langtímaspamaði landsmanna. Kjarasamningar sem launþegahreyfingin og samtök atvinnulífsins hafa þegar gert eiga að tryggja tvennt. í fyrsta lagi að hin mikla kaup- máttaraukning sem orðið hefur undanfarin ár varðveitist og reyndar vaxi. En almennur kaup- máttur hefur vaxið um tæp þjátíu prósent frá ár- inu 1993. Era varla dæmi um jafnmikla kaupmátt- araukningu í hefðbundnum samanburðarlöndum okkar. í öðru lagi var forsenda kjarasamninga sú að treysta stöðugleika og lága verðbólgu. Enn sem komið er bendir flest til að bæði þessi markmið náist. Hið síðarnefnda markmið þjónar auðvitað öllum á vinnumarkaðinum, ekki síður þeim hluta hans sem ekki hefur enn gengið frá sínum samningum. Því hlýtur öllum að vera full ljóst að við þá samningagerð sem eftir er hlýtur meginmarkmiðið báðum megin við borðið að vera að kollvarpa ekki þeim forsendum sem stöðugleiki efnahagslífsins er að þessu leyti byggður á. Þess hefur verið gætt að kaupmáttaraukningin nái einnig til þeirra sem ekki semja um kjör sín, + svo sem aldraðra og öryrkja og hafa öll þau skref sem ríkisstjómin hefur stigið undirstrikað þann vilja hennar að varðveita og efla kaupmátt þess- ara hópa á kjörtímabilinu. Fjárhagur sveitarfélaganna í landinu er æði misjafn. Flest hinna stærri sveitarfélaga njóta þess mjög að stórhækkað fasteignamat og aukin raunhækkun launa er að skila þeim veralegum tekjum að óbreyttum tekjustofnum. Reyndar hafa sum sveitarfélög verið að hækka álögur sínar á al- menning um leið og ríkið hefur verið að skera sín- ar niður. Mörg sveitarfélög hafa á hinn bóginn lið- ið vegna fólksfækkunar og annarra erfiðleika og er Ijóst að ríkisstjórnin vill koma til móts við þessi sveitarfélög með því að styrkja jöfnunarsjóð sveit- arfélaga með fólksfækkunar- og þjónustuframlög- um. Jafnframt er að því stefnt að leiðrétta þá skip- an að fólk úti á landi greiði fasteignaskatta sem era ekki í neinu sami-æmi við mat á verði fast- eigna þeirra. Fyrir meira en áratug var gengið mjög ógæti- lega og fyrirhyggjulaust fram í uppbyggingu svokallaðs félagslegs húsnæðis í sumum sveitar- félögum. Má þar um kenna skammtímasjónarmið- um forráðamanna þessara sveitarfélaga og gá- leysi þess hluta ríkisvaldsins sem í hlut átti. Nú er komið að skuldadögum og engin augljós lausn í augsýn. Ríkisstjómin mun íyrir sitt leyti leita að lausn í samstarfi við sveitarfélögin en í þeim efn- um verður að gæta jafnræðis og eins hins að svipta viðkomandi sveitarfélög ekki allri ábyrgð af gerðum sínum. Herra forseti. I apríl síðastliðnum lagði utanríkisráðherra fram á Alþingi skýrslu um stöðu íslands í Evrópu- samstarfi. I skýrslunni er umfangsmikil lýsing á EES-samningnum og rekstri hans. Til saman- burðar er annars vegar hugað að þeim kosti hvar Islendingai' stæðu án EES-samningsins, hins vegar hvaða afleiðingar aðild Islands að Evrópu- sambandinu gæti haft. Fram kemur að EES-samningurinn virki eins og honum var ætlað, afraksturinn hafi reynst góð- ur og rekstur samningsins gengið vel. EES-samingurinn tryggir vissulega ekki bein- an aðgang að pólitískri ákvörðunartöku í ESB. Það stóð aldrei til. Það var vitað þegar samningur- inn var gerður og hefru’ því legið fyrir frá upphafi eins og segir í skýrslunni. Á móti þurfti ekki að gangast undir nein þau atriði í ESB sem við vild- um ekki. Bent er á að kostir EES-samningsins fel- ist einkum í því að hann veiti aðgang að þeim þátt- um Evi’ópusamstarfsins sem áhugaverðastir era meðan aðrir þættir, sem ekki höfða til íslenskra hagsmuna eða hreinlega ganga gegn íslenskum hagsmunum, standi utan samningsins. Og hvaða þættir era það? Jú þeir felast í þeim stóra ókost- um sem áður hefur oft verið bent á og hin ágæta skýrsla utanríkisráðherra staðfestir að era áfram til staðar. Þannig era þær hættur sem fylgdu aðild að sjávarútvegsstefnu ESB fyrir íslenska hagsmuni taldar fram í skýrslunni. Ekkert bendii’ til að sjáv- arútvegsstefna ESB sé líkleg til að haggast í nein- um aðalatriðum. Samanborið við ísland era allar aðstæður innan Evrópusambandsins í þessum efnum gjörólíkar, eins og réttilega segir í skýrsl- unni, því í ESB er litið á sjávai’útveg sem hluta af byggðastefnu fremur en sem sjálfstæðan sjálf- bæran atvinnuveg. Sérstaklega er tekið fram varðandi sjávarútveginn það sem alltaf hefur ver- ið vitað, að meginreglan í aðildarviðræðum sé sú að varanlegar undanþágur frá stefnu sambands- ins fást ekki. Sumai’ greinar íslensks landbúnaðar gætu haft eftir einhverjum styrkjum að slægjast með aðild, styrkjum sem allar líkui’ væra þó á að færa lækk- andi með stækkun ESB. Unnar búvörar myndu eiga undir högg að sækja í samkeppni við stóra framleiðendur á meginlandinu og íslenskir bænd- ur gætu lent í vandræðum við að afsetja afurðir sínar, eins og segir í skýrslunni. Þá kemur fram að byggðastyrkir yrðu íslendingum torsóttir í aðild- arviðræðum og með stækkun ESB myndu byggðastyrkir til Islands og annarra efnaðra ríkja í ESB minnka. Ókostir fyrir hagkerfi eins og okkar af aðild að efnahags- og myntbandalag- inu og af því að verða að taka upp evrana, era þeir sem áður era þekktir og lúta einkum að því að skerða enn frekar mögu- leika íslenski’a stjórnvalda til þess að bregðast við óvæntum sveiflum í þjóðarbúskapnum. 1 skýrslunni er á hinn bóginn bent á að aðild að evranni gæti verið áhugaverð fyrir þá sök að hún mundi stuðla að lægri vöxtum. í skýrslu utanríksráðherra er reynt að áætla hvað aðild íslands að ESB myndi kosta í bein- hörðum peningum. Þannig er talið líklegt að fram- lag Islands gæti orðið rúmlega átta milljai’ðar króna á ári sem var varlega áætlað og bent á að óvíst sé hve mikið kæmi til baka. Þó mætti búast við að helmingur eða meira kæmi til baka úr sam- eiginlegum sjóðum ESB fyrsta kastið, eins og það er orðað, og þá vegna landbúnaðar, byggðastefnu og vegna styrkja til sjávarútvegs. Hvað varðar styrki til sjávarútvegs er hins vegar bent á, og rétt að leggja áherslu á það, að óvíst væri hvort íslend- ingar myndu sækjast eftfr slíku fé. Það gengi gegn öllum meginreglum í rekstri islensks sjávar- útvegs og í skýrslunni er tekið fram að styrkir til sjávarútvegs í ESB hafi reynst honum skaðlegir. Víst er að framlag íslands á mann til sjóða ESB yi’ði hátt og með því hæsta sem gerist innan ESB vegna hlutfallslega mjög hárra þjóðartekna hér. Jafnvíst væri að íslendingar myndu greiða mun meira til sjóða sambandsins en þeir fengju til baka. Þá er öraggt, að eftfr stækkun ESB myndi framlag Islands stórhækka og endurgreiðslur lækka vegna mun hærri þjóðartekna á mann á ís- landi en í nýjum aðildarríkjum. Akvörðun dönsku þjóðarinnar um að hafna því að kasta sjálfstæðum gjaldmiðli sínum í þágu sameiginlegrar myntar liggur íyrii’. Sætir niður- staðan miklum tíðindum. Ríkisstjórnarflokkamir í Danmörku ásamt stærstu stjómarandstöðu- flokkunum, fjölmiðlum og forystumönnum alls at- vinnulífs urðu undir í því máli. Hér skal enginn dómur lagður á það hvort sú niðurstaða var góð eða slæm fyrir Danmörku. En af þjóðaratkvæða- greiðslunni og hinni afgerandi niðurstöðu hennar getum við öll dregið heilmikinn lærdóm. En eftir sem áður þurfa íslensk stjómvöld að fylgjast sjálf- stætt grannt með þróun Evrópumála. Skýrsla nefndar forsætisráðherra um evrana og fyrr- greind skýrsla utanríkisráðherra era liður í því. Herra forseti. Þótt nauðsynlegt sé að draga úr umsvifum í þjóðarbúskapnum um sinn til að ná betra jafn- vægi, eigum við marga góða möguleika þegar litið er til framtíðar. Nýjustu seiðamælingar ýta undir vonir um að fiskistofnar styrkist þegar fram í sækir og viðræður standa yfir um verulega aukn- ingu á nýtingu auðlinda til stóriðju. Á undanföm- um árum hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þekkingar og rannsókna og framlög verið aukin til þessara þátta. Þetta er nú að skila sér í fjölda nýrra fyrirtækja sem fyrst og fremst byggja starfsemi sína á rannsóknum og þróun og nýtingu nýrrar tækni. Hér má benda á starfsemi Islenskr- ar erfðagreiningar sem miklar vonir era bundnar við. Skipulagsbreytingar í hagkerfinu hafa örvað starfsemi í nýjum greinum og þeim verður haldið áfram. Þannig er nú verið að undirbúa næsta áfanga einkavæðingaráforma ríkisstjómarinnar. Ekki era þó efni til þess hér að nefna einstakar tímasetningar en Landssíminn, bankai’ og ís- lenskir aðalverktakar era þar ofarlega á blaði. Allt era þetta umfangsmikil verkefni og þarf því ekki að undra að nokkum tíma taki að undirbúa þau. Auðlindanefnd skilaði mér álitsgerð sinni fyrir fáeinum dögum. Nefndin skilar sameiginlegu áliti um þetta mikilvæga og snúna viðfangsefni sitt og er það eitt töluverð tíðindi. Hljótum við öll að binda við það vonir að þar með sé stigið fyrsta skref í átt að sæmilegri sátt meðal þjóðarinnar um megin- efni fiskveiðistjórnunarkerfis- ins þótt rétt sé að viðurkenna að margt er enn óunnið. Ég tel fyrir mitt leyti að skýrsla auð- lindanefndar færi alla nær sáttargjörð í málinu. Hema forseti. Það er einkenni stuttrar stefnuræðu að hverju sinni er aðeins rúm til að nefna örfáa þætti úr stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Upp- talning á hinum fjölmörgu málefnum hefur lítið gildi. Aherslur ríkisstjórnarinnai’ á þeim sviðum munu koma fram við fjárlagaumræðuna og þegar þingmál ráðherranna munu berast þinginu á næstu vikum. Ég lýk máli mínu með því að óska eftir góðu samstarfi við forystu þingsins og stjómarandstöðuna um framgang mála og áma íslenskri þjóð allra heilla í bráð og lengd. Minnkandi þensla mun draga hægt og örugglega úr við- skiptahalla Skýrla auðlinda- nefndar færir alla nær sáttagjörð í málinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.