Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 42

Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 42
~*12 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „ Tekj ut enging- ar“ eru mestar á Islandi IÐULEGA er því haldið fram, m.a. af stjórnvöldum, að skerðing bóta vegna eigin tekna eða maka séu léttvægar á Is- ^j^íandi í samanburði við nágrannalönd. Þessi fullyrðing kemur ekki heim og saman við staðreynd- ir. Samkvæmt upplýs- ingum norrænu töl- fræðinefndarinnar eru tekjutengingar mestar og þar af leið- andi skerðing mest á íslandi og í Finnlandi -í8e- ? Ólafur Ólafsson miðað við nágrannalönd (Nordisk Social stat. Kommilé 9:1998). Á norræna Socialförsákrings- Bætur Það er þjóðhagslega hagkvæmt, segír Ólafur Ólafsson, að fólk njóti ávöxtunar erfiðis síns. fundinum í Reykjavík í sumar á Is- landi kom fram, að ísland sker sig úr hinum Norðurlöndunum vegna umfangsmikillar tekjutengingar (omfattandi inkomsprövingar) af B grunnlífeyri. Þetta skýrir lægri greiðslu lífeyris á Islandi en í ná- grannalöndum (Jón Sigurðsson, bankastjóri Helsingfors). Á norræna hagfræðifundinum er haldinn var hér í Reykjavík í sum- ar og gefmn var út fyrir skömmu í skýrslu (Retirement in the Nordic countries Tema Nord:548) kom fram að lægsti grunnlífeyrir er tekjutengdur á Islandi og í Finn- landi. I Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku er lægsti grunnlífeyrir ekki tekjutengdur en þar er „tekju- trygging“. Á þessa skýrslu hefur þegar verið minnst í Morgunblaðinu, m.a. af undirrituðum 19. sept. 2000. Grunnlífeyrir er því skertur * þrátt fyrir smáúrbætur. Vonandi sannfærast íslensk stjórnvöld um þátt tekjutrygging- ar í íslensku þjóðlífi. Gott er að vita að nú hafa ís- lensk stjómvöld tekið á þessum málum þó að í skötulíki sé. Banda- ríkin hafa nú afnumið tekjutengingar upp að 1.200.000 ísl. kr. á ári. Áður fyrr greiddu Bandaríkjamenn á aldrinum 65-69 ára einn dollar af hverjum þremur dollurum í skatt er eftirlauna- þegar unnu sér inn. Framtíðarbaráttan snýst um að afnema sem mest allar tekju- tengingar, m.a. til þess að forðast „fá- tækragildru" sem er sú gildra er duglegt fólk fellur í. Flest nágrannalönd, þ. á m. Bretar, hafa afnumið þess- ar álögur. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að fólk njóti ávöxtunar erfiðis síns, ekki síst þeir sem leggja mikið af mörkum til að öðlast mannsæm- andi líf þrátt fyrir fötlun eða háan aldur. Við eru ekki í leiðum félagsskap því að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins gerði þetta að baráttum- áli sínu fyrir IV2 ári. Við viljum gjarnan fylgja þeim. Höfundur er formaður FEB. Bætt þjónusta LIN I KOSNINGUM til Stúdentaráðs HI í febrúar sl. lagði Röskva mikla áherslu á að umbætur væru nauðsynlegar í þjón- ustumálum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þáverandi fulltrúi SHI í stjórn Lána- sjóðsins, Eiríkur Jónsson, vakti strax á vormánuðum máls á hugsanlegum mögu- leikum í þessum efn- um og hóf viðræður við framkvæmda- stjóra sjóðsins um þjónustubætur. Málið var einnig tekið upp í lánasjóðs- nefnd SHI að frumkvæði Röskvu. Árangurinn er nú sýnilegur og hefur LÍN að undanförnu stigið mikilvæg framfaraskref hvað þjón- ustumál varðar. Rafræn eyðublöð Stúdentar hafa lengi bent á að aukin netvæðing sjóðsins myndi stórbæta aðgengi að upplýsingum og gera milliliðalaus samskipti stúdenta og LIN möguleg, óháð opnunar- eða símatímum sjóðsins. Samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna samdi vegna þessa sam- eiginlega skýrslu um möguleika LIN á Netinu sem lögð var fyrir stjórn LÍN haustið 1999. Lána- sjóðurinn hefur nú tekið undir til- lögur námsmannahreyfinganna og þann 11. september síðastliðinn Guðmundur Ómar Hafsteinsson undirritaði LÍN samning um rafræn skil eyðublaða við Form.is. Samningur- inn felur það í sér að hægt verður að skila inn eyðublöðum sjóðs- ins á Netinu og munu fyrstu eyðublöðin koma á Vefinn á næstu dögum. Lengri afgreiðsiutími Á síðasta stjórnar- fundi LÍN var sam- þykkt tillaga um lengri opnunartíma LIN sem er jafnframt afrakstur fyrrnefndra viðræðna. Opnunartíminn hefur nú verið lengdur um 1 klst. og 15 mínútur. Hinn nýi opnunartími sjóðsins er frá 9-16 alla virka daga. Þetta verður að teljast talsverð þjón- ustubót þar sem opnunartími LIN var mjög knappur fyrir breyting- arnar. Frekari umbætur Fyrrnefndar breytingar eru framfaraskref í þjónustumálum Lánasjóðsins en þó ber að hafa í huga að mikilvægt er að halda vel á spöðunum og vinna að frekari umbótum á þeirri margþættu þjónustu sem LIN veitir. Röskva vill að Lánasjóðurinn sé í farar- broddi í þessum efnum og þjóni stúdentum á sem bestan hátt. Eitt mikilvægasta sóknarfærið í þessu Að frumkvæði stúdenta ----------7--------------- hefur LIN að undan- förnu stigið mikilvæg framfaraskref, segir Guðmundur Omar Haf- steinsson, hvað þjónustumál varðar. tilliti er frekari netvæðing Lána- sjóðsins. Því vill Röskva tryggja að sem mest komi út úr samning- num við Form.is og möguleikar hans verði nýttir til fullnustu. Samhliða netvæðingunni er hins vegar ávallt þörf á sveigjanlegri og góðri persónulegri þjónustu við námsmenn. Röskva berst áfram LÍN á að leggja metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og koma til móts við þarfir náms- manna á sem flestum sviðum. Röskva mun í vetur beita sér fyrir enn frekari bragarbót í þessum málum sem og öðrum brýnum úr- lausnarefnum varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er fulltrúi SHÍ í stjóni LÍN. „List“ og „markaðslist“ o o HELLIISTEVPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tðlvupðstur: sala@hellusteypa.is www.mbl.is Á SÍÐARI árum hefur hin pólitíska áhersla í menningar- málum ýmissa ríkja Evrópu gjarnan verið að færast frá „lista- stefnu“ í þröngum skilningi þess orðs og yfir á „menningar- stefnu" þar sem list- irnar eru settar í víð- ara samfélagslegt og efnahagslegt sam- hengi. Sú þjóð sem hefur gengið hvað lengst í því að skilgreina sína menningarstefnu á þennan hátt eru Hol- lendingar, en allt frá árinu 1993 hefur hoilenska ríkisstjórnin sett fram fjögurra ára markvissar áætlanir í menningarmálum. Með þeirri áætlun sem núna liggur fyr- ir, samþykkt af hollenska þinginu og nær til áranna 2001-2004, „Actieplan Cultuurbereik" er markmiðið fyrst og fremst að draga að menningarviðburðum eins mikinn fjölda fólks og framast er gerlegt. Hollendingar eru með þessu að hverfa að nokkru frá forsjár- hyggju í menningarmálum, enda segja þeir að listirnar beri ekki að skoða í gegnum þröngt sjóngler, heldur verði að virða skoðanir neytendanna, eða almennings, og koma til móts við þær á jákvæðan hátt. Þetta þýðir ekki að opinberir styrkir séu að dragast saman, þvert á móti hafa þeir heldur verið að aukast á síðari árum, en ki-afan um sýnilegan árangur eða skil er líka að aukast. Listastofnanir og hópar sem njóta opinberra styrkja verða með öðrum orðum að sýna fram á að viðkomandi listastarfsemi höfði Tinna Gunnlaugsdóttir til fólks, eða eigi sér markhóp, ef þeir ætla áfram að njóta velvilja hins opinbera. Þetta á jafnt við um rótgrónar stofnanir og ný fyrir- bæri í listum, þeim er uppálagt að sýna fram á tilverurétt sinn með stöðugri leit og við- leitni til að fara inn á nýjar brautir og sækja nýja listneytendur. Þessi áhersla bygg- ist á því viðhorfi að það beri síður en svo að forðast, eða for- dæma það sem er vin- sælt, heldur beri opin- berum aðilum skylda til að hlúa að því, eða með öðrum orðum nýta sér það, sem er vinsælt á upp- byggilegan hátt og stuðla að aukn- um gæðum þess, m.a. með fjár- framlögum. Á vissan hátt má því segja að þetta sé markaðsstefna í listum, en Hollendingar telja sig á þennan hátt vera að ala upp list- neytendur sem læra að meta gæði og fara fram á þau. Eða svo vitnað sé beint í orð Theodoor Adams, menningarmála- stjóra í ráðuneyti mennta, menn- ingar og vísinda í Hollandi: „Við verðum að stuðla að því að það sem er vinsælt verði betra og það sem er gott verði vinsælt." Á Is- landi gætir enn talsverðrar for- sjárhyggju í menningarmálum og skortur á skýrum línum og mál- efnalegri umræðu er oft á tíðum tilfinnanlegur. Þó má segja að við stefnum á margan hátt inn á sömu braut og Hollendingar og eru samningar menntamálaráðherra við ýmsar ríkisstofnanir um árang- ursstjórnun skýrasta dæmi þess. Skortur á málefnalegri umræðu er ef til vill hvað tilfinnanlegastur á síðum dagblaðanna enda fer sú umræða sem þar fer fram stund- um inn á einkennilegar brautir í stað þess að vera upplýsandi og uppbyggileg. Nú nýlega gat að líta nokkuð af- dráttarlausa skilgreiningu á „markaðslist" á síðum Morgun- blaðsins, þar sem einn af menning- arpennum blaðsins, Hávar Sigur- Leikhús Yfírvöldum ber menij- ingarleg skylda, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, til að styrkja og efla list- ræna skynjun og hugs- un í samfélaginu í heild. jónsson, skilgreindi hugtakið „markaðsleikhús" á ákaflega nei- kvæðan hátt, eða svo vitnað sé í orð hans frá 26. september síðast- liðnum: „Markaðsleikhús er ekki rekið af nauðsyn, það er fullkom- lega ónauðsynlegt fyrir alla nema þá sem að því standa. Drifkraftur markaðsleikhússins er ákveðið hugarfar sem ekki verður breytt svo auðveldlega, hugarfar sölumennsku, skjótfeng- innar frægðar og fjölmiðlaspeglun- ar.“ Með þessum orðum er Hávar ekki aðeins að gera lítið úr öllum þeim fjölmörgu listamönnum sem starfa, og hafa starfað, hjá hinu svokallaða „markaðsleikhúsi“, sem hann í þessu tilfelli heimfærir upp á Flugfélagið Loft í Loftkastalan- um, heldur ekki síður úr stærstum hluta þess fólks sem almennt sæk- ir leikhús á Islandi. Línan á milli „æðri“ og „lægri“ lista er sjaldnast skýr, sérstaklega ekki í leikhúsi, sem þarf í raun að vera allt í senn; áhrifaríkt, upp- byggilegt og skemmtilegt til að laða að áhorfendur. Öll leikhús eru að hluta til markaðsleikhús, enda vilja þau sækja áhorfendur og státa af að- sóknartölum. Sum leikhús eru í þeirri aðstöðu, - sem betur fer - að geta leyft sér, í bland við aðra starfsemi, að gera áhættusamar tilraunir og ögra áhorfendum sín- um og vonandi víkka út skynjun þeirra og skilning á margbreyti- leika lífsins. Þetta á við um leikhús í eigu almennings, eða leikhús sem njóta umtalsverðra opinberra styrkja eins og Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Þau geta leyft sér að taka listræna áhættu og tefla á tæpasta vað, án þess að það sé þar með gefið að fótunum verði kippt undan starfsemi þeirra ef aðsókn bregst. Slíkur bakhjarl er opinber stuðningur - og er það vel. Sjálf- stæðu leikhúsin út um borg og bæ eru sjaldnast í stakk búin að taka slíka áhættu, en gera það í sumum tilfellum samt og eru þar með oft- ar en ekki að grafa sína eigin gröf. Það má vel vera að afstaða Hol- lendinga til listastarfsemi eigi ekki upp á pallborðið hjá menningarvit- um á íslandi, en tilgangur allrar listar hlýtur að vera að ná augum og eyrum áhorfenda - einhverra áhorfenda - þótt fjöldinn sé vissu- lega afstæður í hverju einstöku til- felli - annars dæmir listin sig sjálf og deyr drottni sínum í skúffu við- komandi listamanns. Það hvarflar stundum að manni að sumir séu brennimerktir þeim undarlega skilningi að vinsældir séu af hinu illa, þær hljóti þar með að þýða að viðkomandi fyrirbæri sé ómerkilegt og að þjónka undir lélegan smekk almennings - sem hljóti að vera viðtekinn og almenn- ur. Einhliða afstaða og lítilsvirðing á starfi listamanna er listunum í heild síst til framdráttar - og það sem meira er, ég held að þeir sem á annað borð sækja leikhús, eða aðra listviðburði, séu þess fullkom- lega umkomnir að dæma sjálfir um gildi þess sem þeir njóta. Yfir- völdum ber menningarleg skylda til að styrkja og efla listræna skynjun og hugsun í samfélaginu í heild, ekki bara meðal fárra út- valinna, heldur alls staðar þar sem því verður við komið. Við stuðlum ekki að frjósömu menningarlífi með því að hafa vit fyrir fólki, heldur með því að sjá til þess að framboðið og gæðin séu sem mest og listirnar öllum aðgengilegar, allt frá leikskólabörnum og til elli- lífeyrisþega - eða allt fram á graf- arbakkann... Fólk dæmir svo sjálft hvað því finnst einstakt, markvert eða áhugavert - að ég tali nú ekki um skemmtilegt líka. Höfundur er leikari og forseti BÍL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.