Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 53

Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 53 FRÉTTIR Málstofa í Miðstöð nýbúa MÁLSTOFA verður haldin í Mið- stöð nýbúa við Skeljanes fimmtudag- inn 5. október kl. 20. Umfjöllunar- efnið að þessu sinni er staða íslands í málefnum innflytjenda og flóttafólks í alþjóðasamhengi. Fjallað verður um þá alþjóða- samninga sem Island er aðili að er lúta að réttindum flóttafólks og til vamar kynþáttamisrétti. Einnig verður fjallað um hvernig íslensk stjórnvöld hafa framfylgt skyldum sínum samkvæmt þessum samning- um. Stjórnandi málstofunnar verður Bjarney Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu íslands. Málstofan er öllum op- in og eru allir sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið hvattir til að mæta. Fyrsta fartölvu- tryggingin NÝLEGA var gefin út hjá Sjóvá- Almennum tryggingum hf. fyrsta sérhæfða fartölvuvátryggingin, en það var Óðinn Valdimarsson háskólanemi sem tók við henni. Tilurð tryggingarinnar má rekja til samstarfs Nýherja hf. og Sjóvár-Almennra vegna mikillar fartölvuvæðingar hjá háskólum og framhaldsskólum. Hefur þessi aukna fartölvu- * Islenska dys- lexíufélagið í nýtt húsnæði ÍSLENSKA dyslexíufélagið, sem verið hefur til húsa á Ránargötu 18 í húsakynnum Skógræktarfélags ís- lands, er nú að flytja starfsemi sína til Heimilis og skóla á Laugavegi 7 í Reykjavík. Vegna þeirra aðstöðubreytinga verður aðalfundi íslenska dyslexíu- félagsins, sem vera átti 4. október, frestað um óákveðinn tíma. ---------------- ♦ ♦ ♦ LEIÐRETT Stjarna féll út Vegna mistaka við vinnslu blaðs- ins féll út stjarna í dómi um kvik- myndina „The Straight Story“ í blaðinu í gær. Hún átti að fá þrjár og hálfa stjörnu. Myndin er sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn í minningargrein í formála minningargreina um Gunnar Gunnarsson frá Syðra-Vall- holti í Skagafirði sem birtist laugar- daginn 30. september var rangt farið með föðurnafn móður Gunnars, Ragnhildar, hún var sögð Erlings- dóttir en hið rétta er Erlendsdóttir. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. notkun kallað á sérhæfðar trygg- ingar, enda oft um mjög dýrar tölvur að ræða, segir í fréttatil- kynningu. Það voru Björn G. Birgisson sölustjóri fartölva hjá Nýherja og Sigfríð Eik Arnar- dóttir ráðgjafi hjá Sjóvá- Almennum sem afhentu Óðni vátryggingarskírteini nr. 1, en við þetta tækifæri voru vátrygg- ingartakanum færðar gjafir. Ný samtök stofnuð UNDIRBÚNINGSHÓPUR um stofnun samtakanna Ilollvinir Reykjavíkurflugvallai- heldur kynn- ingarfund á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 5. október kl. 18. >vAllir þeir sem hafa áhuga á mál- efnum flugvallarins, endurbyggingu og endurbótum eru hvattir til að mæta,“ segir í fréttatilkynningu frá undirbúningshópi. Fyrirlestur um uppruna Islendinga AGNAR Helgason, mann- fræðingur hjá Islenskri erfða- greiningu, flytur fyrirlestur miðvikudaginn 4. október sem hann nefnir: Nýjar niður- stöður um uppruna Islend- inga. Fyrri rannsóknir á upp- runa íslendinga sem byggst hafa á blóðflokkum og öðrum ensímum blóðvökvans hafa gefið mjög breytilegar niður- stöður þar sem framlag nor- ræns fólks í landnámshópnum hefur verið áætlað á bilinu 2- 86%. í erindi sínu mun Agnar reyna að skýra út hvers vegna gömlu blóðflokkagögn- in gefa svo misvísandi niður- stöður og kynna niðurstöður úr nýlegri rannsókn á upp- runa íslenzkra landnáms- kvenna, sem benda til þess að meirihluti landnámskvenna hafi rakið kvenleggi sína til Bretlandseyja. Loks verða kynntar glænýjar niðurstöður um uppruna landnámsmanna sem benda til þess að yfir- gnæfandi meirihluti !and- námsmanna hafi rakið karl- leggi sína til Norðurlanda. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, og hefst hann kl. 20. Fundur um erlendar fjár- festingar í sjávarútvegi SAMBAND ungi-a framsóknar- manna heldur fund fimmtudaginn 5. október kl. 17 á Kaffi Reykjavík. Yf- irskrift fundarins verður „A að leyfa erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi?“ Framsögumenn verða Einar K. Guðfinnsson, foiTnaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Esther Finnbogadóttir frá grein- ingardeild Kaupþings. Fundarstjóri verður Snæþór Halldórsson, vai-a- formaður SUF. ------¥++------- Námskeið um iktsýki HJÁ Gigtarfélagi íslands er ac hefjast nýtt námskeið um iktsýki Um er að ræða þriggja kvölda nám- skeið dagana 9., 16. og 23 október og byijar það alla dagana kl. 20. Á námskeiðinu verður farið í þi þætti sem tengjast því að lifa mec iktsýki. Áhersla verður lögð á ac fræðslu um sjúkdóminn, einkenn hans og áhrif á daglegt líf. Einnif verður fjallað um þjálfun, meðferð slökun og hjálpartæki. Meðferð ikt- sýki beinist fyrst og fremst að því ac draga úr einkennum hennar. Aul lyfjameðferðar skipa sjúkraþjálfur og iðjuþjálfun mikilvægan sess í allr meðferð við iktsýki. Með sjúkra- þjálfun má m.a. bæta vöðvastyrk o£ draga úr verkjum. Iðjuþjálfar gegnt lykilhlutverki við kennslu liðverndai og útvegun margs konar hjálpar- tækja. Leiðbeinendur á námskeiðini verða Jónína Björg Guðmundsdóttii og Svala Björgvinsdóttir félagsráð- gjafar, Ai-nór Víkingsson gigtarsér- fræðingur, Anna Ólöf Sveinbjörns- dóttir iðjuþjálfi og Unnur Pét- ursdóttir sjúkraþjálfari. Á skrifstofi félagsins er hægt að skrá sig og fi upplýsingar um verð. Einkatímar • sími 694 5494 •Námskeið Næsta námskeið hefst 12. okt. Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðmn. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Frá og með 1. apríl 2001 mun verslunin hætta að selja matar- og kaffistell Þeir viðskiptavinir, sem vilja láta taka frá leirtau fyrir sig, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband sem fyrst. %istan LAURA ASHLEY I Tinmvpm QO c/mi áááá Laugavegi 99, sími 551 6646. ma sSSa Ný sending Jakkar, vesti, buxur síðar og stuttar, pils og peysur Hiá Svönu Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 & lau. frá kl. 10-14. t ^ Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. £ Vandað hlaupahjól úr áli kr. 5.500 Sendum í póstkröfu kays Verslun Kays listans Austurhrauni 3 Gbæ/Hfj. v. Reykjanes/Breiðholtsbraut JLBM B.MAGWÚSSOW HF. S. 555 2866

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.