Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 13

Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 13 FRÉTTIR Næsta sumar verður gerð tilraun með að sleppa háhyrningnum Keikó frjálsum og sjá hvernig honum tekst til við að lifa í villtri náttúrunni, að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Ocean Future-samtakanna. Framkvæmdastjóri tölvunefndar um aðgang að sjúkraskrám Læknar þurfa að þekkja ábyrgð sína Stefnt að því að sleppa Keikó í vor Kostar 26 milljónir á mánuði „KEIKO er í góðu líkamlegu ásig- komulagi og heilsa hans góð,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Future-samtakanna, sem greiða á mánuði hverjum um 300.000 dollara eða 26 milljónir á mánuði til Keikó- verkefnisins. „Umönnun hans og þjálfun gengur mjög vel og í vor munum við láta á það reyna að sleppa honum út í villta náttúruna. Síðasta sumar fórum við með hann yfir 40 ferðir út fyrir kvína, út fyrir Klakksvíkina, og hann synti yfir 500 mílur og komst 10-12 sinn- um í návígi við aðra háhyrninga. Það er mjög mikilvægt skref í áttina að aðlögun hans að náttúrunni og því að hann geti bjargað sér sjálfur." I Vestmannaeyjum er fjölmennt starfslið í kringum Keikó. Margir vísindamenn koma að starfinu og í gangi eru viðamiklar rannsóknir á Keikó og öðrum háhyrningum að sögn Halls, ferðum þeirra í kringum Eyjar og samskiptum þeirra sín á milli, og svo erfðarannsóknir. „Þetta verkefni er fyrst og fremst vísindarannsóknir en í tengslum við það hefur mikið fé komið inn í landið og fjöldi manna hefur atvinnu við það,“ segir Hallur. „Frá upphafi hefur allt atferli Keikós verið skráð og vinna vísinda- menn úr þeim gögnum sem berast." Fjölmiðlamenn hvaðanæva fylgj- ast með Keikó og í síðustu viku kom fólk frá franskri sjónvarpsstöð til Eyja til að mynda hann. Blöð og tímarit leita sífellt eftir nýjum frétt- um af vettvangi og má nefna að Time var með langa umfjöllun um Keikó fyrir stuttu. SIGRÚN Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri tölvunefndar, segist ekki viss um að læknar þekki nægi- lega vel þá lagalegu ábyrgð sem þeir bera sem vörsluaðilar sjúkraganga. I Morgunblaðinu í gær er fjallað um álit tölvunefndar á framkvæmd rannsóknar á erfðum alzheimer-sjúk- dómsins, en tölvunefnd taldi að ýmis- legt hefði farið úrskeiðis í meðferð persónuupplýsinga og að í nokkrum atriðum hefði verið gengið gegn lög- um eða leyfi tölvunefndar. Sigrún sagði að þetta mál væri ekki einsdæmi. Nefndinni hefðu borist fleiri erindi þar sem kvartað væri undan því að umgengni um sjúkra- gögn væri ekki fyllilega í samræmi við reglur. „Það er mjög skýrt í lögum hvernig eigi að haga aðgangi að sjúkraskrám. Eg er hins vegar ekki viss um að læknar þekki ábyrgð sína nægilega vel og þá einkum hvar mörk þeirra ákvörðunarvalds liggja. Þeir eiga að kanna hvort lagaskilyrði séu uppfyllt og leyfa eftir atvikum aðgang að gögnum. Það er á ábyrgð lækna að þekkja reglumar og fara eftir þeim.“ Sigrún sagði að það væri alveg skýrt að læknar mættu ekki veita öðrum læknum aðgang að sjúkra- skýrslum sem þeir hefðu ritað um sjúklinga nema með heimild frá við- komandi sjúklingi eða leyfi frá tölvu- nefnd. „Það er sú tilhneiging að varpa boltanum alltaf yfir á tölvunefnd. Það virðist skorta á að læknar geri sér grein fyrir að þeir eru vörsluaðilar og stýra aðgangi og að þeir verða sjálfir að fylgjast með því hvort lagaskilyrði séu uppfyllt. Persónuvemd, sem er að taka til starfa og tekur við verkefn- um tölvunefndar, mun reyna að vinna í samræmi við þessa hugsun á öllum sviðum.“ Sigrún sagði að það væri nauðsyn- legt að fræða þá sem bera ábyrgð á gögnum um skyldur þeirra og þau lög sem þeir störfuðu eftir. Hún sagði að fræðsla og námskeiðahald væri eitt af forgangsverkefnum Persónuvemd- ar. Tölvunefnd hefur fram að þessu haft aðeins einn starfsmann og sagði Sigrún að af þeim sökum hefði verið takmarkað hvaða verkefni nefndin hefði getað ráðist í. A þessu væri hins vegar að verða breyting. íslensk erfðagreining Einar Stefánsson ráðinn til starfa EINAR Stefánsson, prófessor og yfirlæknfr augndeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri gagnagrunns á heilbrigðissviði hjá íslenskri erfðagreiningu. Hefur Einar þeg- ar hafið störf þar. Einar verður í leyfi frá störfum sínum á Land- spítalanum og gerður hefur verið samningur milli íslenskrar erfða- greiningar og Háskóla íslands um að Einar geti áfram stundað rann- sóknastörf sín og verið tengiliður IE við Háskólann. Einar Stefánsson er fæddur árið 1952 og lauk læknaprófi frá Há- skóla Islands 1978. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og hlaut þar sérfræðileyfi í augnlækn- ingum í október 1985 og á Islandi í desember sama ár. Hann starfaði í Bandaríkjunum í nokkur ár og var m.a. lektor við augndeild Duke Uni- versity í Durham en frá september 1989 fram í nóvember 1996 var hann yfirlæknir augndeildar Landakotsspítala þar til er hann gerðist yfirlæknir augnlækninga- deildar Landspítalans. Hann hefur verið prófessor í augnlækningum við læknadeild HÍ frá því í desem- ber 1987. Einar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.