Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Hætt við sameiningu Vinnslustöðvarínnar og ísfélags Yestmannaeyja í annað sinn á rúmu árí
Fynrstaða hjá
eigendum Yinnslu-
stöðvarinnar
Andstaða í Vestmannaeyjum, tímaskortur og fleiri atriði virðast
hafa komið í veg fyrir sameininffu Isfélags Vestmannaeyja
og Vinnslustöðvarinnar í annað sinn. Þá mun einhver ágreiningur
hafa risið um skiptahlutfall og mat á aflaheimildum í loðnu og
_____verðmætum fískimjölsverksmiðja. Fyrirtækin eru því_
ósameinuð enn sem komið er og framvindan óljós.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjar. - Viðræðum um sameiningu Isfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar hefur verið slit-
ið í annað sinn. Framvinda mála í Eyjum er dljós en fyrst í stað verða fyrirtækin tvö rekin með óbreyttum hætti.
EKKERT verður úr fyrirhuguðum
samruna Isfélags Vestmannaeyja
hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. í
Vestmannaeyjum. Það er í annað
sinn á um það bil ári, sem hætt er
við samkomulag um sameiningu
þessara stóru sjávarútvegsfyrir-
tækja í Vestmannaeyjum. Þá var
viðræðum við sameiningu slitið að
frumkvæði stjórnar Vinnslu-
stöðvarinnar. Hvorugt þessara fé-
laga er í viðræðum við önnur félög
um sameiningu og verður rekstri
þeirra haldið áfram óbreyttum
fyrst um sinn að minnsta kosti.
Andstaða í Vestmannaeyjum
Geir Magnússon, stjórnarfor-
maður Vinnslustöðvarinnar, segir
að tíminn hafi hlaupið frá þeim, en
auk þess hafi verið mikil andstaða
við sameininguna í Vestmannaeyj-
um.
Stærstu hlutahafar fyrirtækj-
anna tveggja gerðu samkomulag
um sameiningu þeirra hinn 7. júlí
síðast liðinn. Lokafrestur til að
staðfesta samkomulagið var til 31.
október. „Stjórn ísfélagsins stað-
festi samkomulagið á fundi 27. júlí
sl. Stjórn Vinnslustöðvarinnar
staðfesti ekki samkomulagið fyrir
mánaðamótin og er því samkomu-
lagið um sameiningu fyrirtækj-
anna fallið úr gildi,“ segir í frétt
um málið frá Isfélaginu.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar fjall-
aði í gær um áformaða sameiningu
félaganna. Stjórnin samþykkti að
óska eftir tveggja vikna fresti til
að Ijúka tilteknum verkefnum í
viðræðum við fulltrúa ísfélags
Vestmannaeyja. „Þessu erindi
stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.
var hafnað og eru áform um sam-
runa félaganna tveggja þar með úr
sögunni," segir í frétt frá stjórn
fyrirtækisins.
Veitti ítrekaða fresti
Að sögn Gunnlaugs Sævars
Gunnlaugssonar, stjórnarmanns í
ísfélagi Vestmannaeyja, er ástæða
þessa sú að nægjanlegan vilja
skorti í baklandi Vinnslustöðvar-
innar fyrir sameiningu þrátt fyrir
undirskrift stærstu hluthafanna.
Rétt sé að geta þess að ísfélagið
veitti stjórn Vinnslustöðvarinnar
ítrekaða fresti til að ljúka málinu í
samræmi við undirritað samkomu-
lag aðila frá því 7. júlí.
„Það eru mikil vonbrigði að þeir
skuli ekki hafa klárað þetta. Þetta
er í annað skipti, sem reynt er að
sameina þessi félög og þetta er í
annað skiptið sem þessir menn
hlaupa frá undirskriftum sínum,“
segir Gunnlaugur Sævar í samtali
við Morgunblaðið.
Dapurleg vinnubrögð
„Þeim hefur verið gefinn ítrek-
aður frestur og þetta ferli hefur
tekið þá marga mánuði og allt átti
að liggja ljóst fyrir. Þetta þykir
okkur bera vott um frekar dapur-
leg vinnubrögð í viðskiptum. Það
stendur í tilkynningu frá þeim að
þeir hafi þurft tveggja vikna frest
til að skoða áætlanir sem fyrir
liggja um rekstur félaganna. Þetta
er að okkar mati bara fyrirsláttur.
Þeir höfðu auðvitað mánuð frá
undirskrift þar til hlutahafafundur
yrði haldinn. Þeir þurftu því ekki
að biðja um neinn frest. Hefði
þeim ekki litizt á stöðuna, hefðu
þeir getað sýnt þá afstöðu sína á
þeim hluthafafundi.
Það er alveg ljóst í okkar huga
að það er enginn raunverulegur
vilji hjá þeim til að standa við und-
irskriftir sínar og okkur finnst það
dapurlegt, ekki sízt fyrir Vest-
mannaeyjar. Þetta er önnur til-
raun og maður hélt að þessi
skrípaleikur myndi ekki endurtaka
sig, en það er greinilega á ýmsu
von úr þessari áttinni,“ segir
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
Ekki ágreiningur
við Isfélagið
„Við lofuðum að ljúka þessu máli
fyrir ágúst lok. Ég held að það
hafi verið glámskyggni hjá for-
ystumönnum beggja fyrirtækjanna
að hægt væri að gera það yfir
helztu sumarleyfismánuði ársins.
Enda reyndist það svo að ekkert
var unnið í þessu í júlí og ágúst
vegna sumarleyfa,“ segir Geir
Magnússon stjórnarfo'maður
Vinnslustöðvarinnar í savntali við
Morgunblaðið.
„Raunin var því sú að aðeins var
unnið í þessu í september og októ-
ber. Þá reyndist andstaða gegn
sameiningunni í Vestmannaeyjum
mjög hörð, en enginn ágreiningur
var við þá ísfélagsmenn í þessum
málaflokkum og málalyktir eru
ekki út af slíkum ágreiningi."
Rætt um verð á loðnukvóta
„Það sem við vorum að skoða
fyrir utan óánægju Vestmanney-
inga með sameininguna vegna
hagræðingar og færri atvinnutæki-
færa, var aðeins meiningarmunur
á skiptahlutföllum. Verð á loðnu
var rætt, en nú eru lítil viðskipti
með loðnu og verð á loðnu og
loðnuafurðum lágt vegna lægðar á
heimsmarkaðnum. Það er hægt að
hafa endalausar skoðanir á því
hvert rétt verð sé á loðnukvóta,
miðað við að það eru engin við-
skipti með hann í bili.
Þá var einnig ágreiningur um
aðferðir til að komast að þessari
niðurstöðu um skiptahlutfall. Við
fengum óháða aðila til að fara yfir
hlutina. Þeir staðfestu að það sem
við sömdum um á sínum tíma, ís-
félagið og Vinnslustöðin, væri al-
veg rétt miðað venjur sem við-
gengjust í sameiningu sjávar-
útvegsfyrirtækja."
Skuldir 8.600 milljónir
„Þá var það vitað að sameinað
fyrirtæki yrði mjög skuldsett.
Samlegðaráhrif í rekstrinum voru
metin upp á 150 til 200 milljónir
króna, en reyndar kom út úr dæm-
inu 156 milljónir króna. Skuldir
fyrirtækisins hefðu orðið 8.600
milljónir króna og við vildum vita
hvort lánardrottnar myndu hækka
vexti á svona skuldsettu fyrirtæki.
Yrðu vextir hækkaðir um eitt
prósent, væri helmingur samlegð-
aráhrifanna horfinn og hækkuðu
þeir um 2% hyrfu samlegðaráhrif-
in. Það fór mikill tími í að fá af-
stöðu lánardrottna og var þungt
fyrir fæti, enda eru vextir í þjóðfé-
laginu að hækka. Það gekk hægt
að fá svör og þau fengust ekki al-
veg skýr en skýrðust þó undir lok-
in.
Þriðja atriðið sem við vildum fá
frest til að skoða betur, var mat
manna á því hve mikið veltufé frá
rekstri yrði í hinum sameiginlega
rekstri til að standa undir þessum
miklu skuldum. Það endaði með
því að leitað var til hlutlausra aðila
í stað starfsmanna Vinnslustöðvar-
innar til að fá algjörlega hlutlausa
sýn á möguleika fyrirtækisins til
að standa undir skuldum, fram-
leiða pengina úr rekstrinum og
meta fjárfestingaþörf og hve mikið
jTði hægt að selja af eignum við
sameininguna. Þessir hlutlausu að-
ilar, sem við vorum að tala við,
töldu sig þurfa tvær vikur. Við
báðum um þann frest í gær, en
fengum þau svör að tíminn væri
útrunninn,“ segir Geir Magnússon.
Of stuttur tími?
Hann segir ennfremur að það sé
spurning hvort ekki hafi liðið of
stuttur tími frá því horfið var frá
sameiningunni í fyrra skiptið til að
reyna aftur nú.
„Það er mikið um sameiningar í
sjávarútvegi um þessar mundir.
Okkar sýn var að fyrir Vest-
mannaeyjar væri það sterkast að
sameina þessi tvö fyrirtæki í eitt
stórt og öflugt. Heimamenn höfðu
ekki þessa sýn. Famhaldið gæti
svo orðið að Isfélagið eða Vinnslu-
stöðin sameinuðust einhverjum
öðrum fyrirtækjum annars staðar.
Framtíðin verður bara að leiða það
í ljós hvort það verður heppilegra
fyrir Vestmannaeyinga að fara þá
leið fremur en þá sem við hjá
Vinnslustöðinni og Isfélaginu
sáum sem bezta kostinn fyrir
fyrirtækin bæði og Vestmannaeyj-
ar.
Við komumst því því miður ekki
alla leið í gegn og því miður var
það Vinnslustöðvarinnar megin
sem stíflan var. Vinnslustöðin er
almenningshlutafélag með um 500
hluthafa en ísfélagið er nánast
einkafélag. Það náðist ekki sam-
staða meðal hluthafa Vinnslu-
stöðvarinnar á þeim tima, sem við
gáfum okkur. Það var í raun ekki
reynt til þrautar vegna þess að
tíminn féll á okkur,“ segir Geir
Magnússon.
Um það bil ár
frá síðustu tilraun
Um mánaðamótin ágúst-septem-
ber í fyrra undirrituðu stjórnir fé-
laganna viljayfirlýsingu um sam-
einingu þeirra auk fiskimjölsverk-
smiðjanna Krossaness í Eyjafirði
og Oslands á Hornafirði. Stjórn-
endur beggja fyrirtækjanna töldu
þetta góðan kost fyrir þau og
Vestmannaeyjabæ. Samlegðaráhrif
væru augljós og með réttri hag-
ræðingu yrði til öflugt og lífvæn-
legt fyrirtæki í Vestmannaeyjum.
Að áliðnum nóvember sleit
Vinnslustöðin viðræðum um sam-
einingu. Geir Magnússon, formað-
ur stjórnar félagsins, sagði þá í
samtali við Morgunblaðið, að með-
al þess sem áhrif hafi haft á þessa
ákvörðun séu slæmar horfur í
loðnuveiðum, en hið sameinaða
fyrirtæki, sem orðið hefði mjög
einsleitt í uppsjávarveiðum, hefði
farið illa út úr því til að byrja með.
Hann sagði einnig að aíkomutölu
Isfélagsins hefðu ekki haft áhrif á
þessa ákvörðun
Sigurður Einarsson, þáverandi
forstjóri ísfélagsins, sagði þá að
viðræðuslitin væru sér vonbrigði.
Hann sagðist ekki vita hvað hefði
breytzt, en sennilega hefði
Vinnslustöðin ekki lagt í samein-
ingu, þegar til átti að taka.
I þessum samningaviðræðum
var gert ráð fyrir því að hlutur
Vinnslustöðvarinnar í hinu samein-
aða fyrirtækið yrði 46%, ísfélags-
ins 40%, Krossaness 8% og Ólands
5%. ísfélagið átti þá 40% í Krossa-
nesi og Ker, eignarhaldsfélag Olíu-
félagsins hf., átti 80% í Óslandi, en
Olíufélagið er ráðandi hluthafi í
Vinnslustöðinni.
I núverandi viðræðum, sem hóf-
ust með undirritun yfirlýsingar 7.
júlí síðastliðinn, var gert ráð fyrir
því að hlutur Vinnslustöðvarinnar
yrði 55% en ísfélagsins 45%. Þá,
eins og í fyrra tilfellinu, lýstu
stjórnendur beggja fyrirtækjanna
yfir verulegum kostum þess að
sameina fyi'irtækin.
Sjávar-
útvegs-
ráðherra
í Kína
ÁRNI M. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra var í gær við-
staddur opnun alþjóðlegrar
sjávarútvegssýningar í Peking
en ráðherrann er nú í opinberri
heimsókn í Kina. Á myndinni
má sjá fulltrúa frá kínverska
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðuneytinu, An Baorui, starf-
andi landbúnaðar- og sjávar-
útvegsráðherra Kína, Jón
Ásbergsson, forstjóra Út-
fiutningsráðs íslands, Árna M.
Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra, Maríu Dagsdóttur, eigin-
konu Jóns Ásbergssonar, Vil-
hjálm Guðmundsson hjá
Utfiutningsráði og Steinunni
Friðjónsdóttur, eiginkonu Árna
M. Mathiesen, þar sem þau
skoða bás Marels hf. á sýning-
unni.