Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 32

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tvennir tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar tileinkaðir aldarminningu Kurts Weills „Tónskáld sem gerði ekki greinarmun á söng og sinfóníu“ Sinfóníuhljómsveitin hefur nú aftur komið sér fyrir á heimavígstöðvunum í Háskóla- bíói eftir hljómleikaferð um N-Ameríku. Tónleikarnir í kvöld og annað kvöld eru til- einkaðir aldarminningu Kurts Weills. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti hljómsveit- arstjórann og einsöngvarann H.K. Gruber og spurði tvo af hljóðfæraleikurunum hvernig ferðin hefði gengið. „AÐ lenda á Keflavíkurflugvelli í myrkrinu klukkan hálfsjö að morgni var eins og að lenda á tunglinu - eða jafnvel handan við það,“ segir hljóm- sveitarstjórinn og einsöngvarinn H.K Gruber uppnuminn. „Ég hef aldrei séð svona svart myrkur - og svo allt þetta hraun!“ Þetta er fyrsta heimsókn hans til íslands en fyrir um tuttugu árum fékk hann bréf frá Páli Pampichler Pálssyni, þáverandi stjómanda Sin- fóníuhljómsveitarinnar, sem vildi fá hann hingað til lands til að syngja með hljómsveitinni í „Frankenstein!!“ en það er eitt þekktasta verk Grub- ers, sem hefur, auk þess að vera hljómsveitarstjóri og söngvari, einnig haslað sér völl sem tónskáld og bassa- leikari. „Mér var boðið að koma og syngja en ég hafði því miður ekki tíma svo ekkert varð úr íslandsferð í það skiptið. En skömmu eftir tónleikana fékk ég pakka í pósti frá íslandi - og í pakkanum var heljarmikið skinn, af hreindýri að ég held, sem allir hljóm- sveitarmeðlimir höfðu skrifað nöfnin sín á! Það voru mín fyrstu tengsl við ísland,“ segir hann. Og nú er hann loksins kominn, tuttugu árum síðar. „Það kom mér skemmtilega á óvart núna rétt áður en ég lagði af stað að sænski trompetleikarinn Hákan Hardenberger hringdi í mig og sagð- ist vera að fara að flytja Aerial, trompetkonsertinn sem ég skrifaði fyrir hann, með Sinfóníuhljómsveit Islands í mars á næsta ári. Ég hugs- aði með mér að ef hljómsveitin gæti spilað Aerial þá væri hún afburða- Morgunblaðið/Ásdís H.K. Gruber, einsöngvari og hljómsveitarstjóri. snjöll, því Aerial er verulega erfitt verk sem krefst virtúósahljómsveit- ar,“ segir hann. „Einfaldleiki hefur ekkert að gera með heimsku" Gruber, sem er fæddur í Vínarborg árið 1949, mun vera einn þekktasti fulltrúi samtímatónlistar í Austurríki. Sem stjómandi hefur hann unnið með mörgum af þekktustu kammersveit- um Evrópu, jafnframt því sem hann hefur stjómað m.a. Fílhaimóníu- hljómsveit Los Angeles og Austur- rísku útvarpshljómsveitinni. Hann er mikill aðdáandi tónlistar Kurts Weills og hefur flutt verk hans víða um heim. Hann hefur gefið út tvo geisladiska með verkum Weills með kammer- sveitinni Ensemble Modem í Frank- furt. Sem söngvari vakti Gmber fyrst á sér athygli í íramsækinni kammer- sveit sem hann stofnaði ásamt austur- rísku tónskáldunum Kurt Schwertsik og Otto Zykan. Hann hefur komið viða fram sem söngvari, helst í sínu eigin verki, Frankenstein!!, en einnig í verkum eftir Schönberg og Maxwell Davies. Graber var tvítugur þegar hann uppgötvaði tónlist Kurts Weills, sem þá var lítt haldið á lofti. „Weill er mín helsta fyrirmynd - og svo auðvitað Stravinsky," segir hann. „Vegna þess að Weill vissi að einfaldleiki hefur ekkert að gera með heimsku. Einfald- leiki í tónlist merkir einungis að mað- ur þarf á allri sinni greind að halda til að ná til hinna ómenntuðu áheyrenda án þess að missa hina menntuðu. Tónlist hans er flókin og einföld í sömu andránni. Mikið af svokallaðri léttri tónlist er heimskulegt og klisjukennt. En Weill er tónskáld sem gerði engan greinar- mun á söng og sinfóníu - í því era gæði hans sem tónskálds fólgin. Hjá honum var spurningin aldrei um létta eða þunga tónlist - hann skrifaði ein- faldlega tónlist," segir Graber. Á efnisskrá tónleikanna í Háskóla- bíói í kvöld og annað kvöld, sem era í grænni áskriftaröð og hefjast kl. 19.30, era m.a. söngvar úr Túskild- ingsóperanni, söngleiknum Happy End, Berlin im Licht og Sinfónía nr. 2. „Flestir tónleik- arnir vel sóttir og móttökur fólks ótrúlegaru Morgunblaðið/Kristinn Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Jósef Ognibene hornleikari. TIL þess að heyra hvernig Amer- íkuferðin hefði gengið fékk blaða- maður þau Gretu Guðnaddttur fiðluleikara og Jdsef Ognibene hornleikara til að seijast niður með sér í stundarkorn. Þau eru sam- mála um að ferðin hafi gengið von- um framar. „Þó að þetta væri löng og erfið ferð var hún verulega skemmtileg, vegna þess að allur höpurinn var samstilltur í því að gera hana að gdðri ferð,“ segir Greta. Kemur hljómsveitin kannski sterkari til baka? „Það kemur í ljds,“ segir Jdsef. „Vonandi,“ segir Greta. Þetta er niunda árið hennar í hljömsveitinni og hann getur inn- an tíðar haldið upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt. Bæði eiga þau maka í hljdmsveitinni, eiginkona Jdsefs er Júlíana Elín Kjartansdótt- ir fiðluleikari og eiginmaður Gretu er Guðmundur Kristmundsson vídluleikari. I hljömsveitinni eru allmörg hjdn og pör, svo dhætt er að segja að ferðalagið hafi sett sttíran svip á fjölskyldulífið hjá mörgum félaganna. í nokkrum til- fellum, sérstaklega hjá þeim sem eiga ung börn, hafi annað for- eldranna þurft að vera heima. Jdsef og Júli'ana eiga tvö börn, fimmtán og níu ára. „Þau voru hjá afa sínum í Garðabænum," segir Jdsef. Greta og Guðmundur eiga samtals sex börn og vöru þau sín hjá hvoru hinna foreldranna. Lítill tími til æfinga Eins og fram hefur komið var ferðaáætlunin í stífara lagi og hvíldartími oft helst til lítill. „Við komum oft inn á hdtel eftir mið- nætti og þurftum svo að fara á fæt- ur kl. sex á morgnana til þess að halda áfram ferðinni á næsta stað. I rauninni var margbrotið á okkur í sambandi við hvíldartíma," segir Greta. „Sumt var náttúrulega dhjá- kvæmilegt en manni fannst val á flugtíma og gististöðum ekki alltaf vera okkur í hag. Svo voru sem bet- ur fdr frídagar inn á milli þar sem maður náði upp svefni. En það er mjög erfitt að halda sér í toppformi kvöld eftir kvöld við þessar aðstæð- ur,“ segir Jdsef. Kom það þá ekki niður á spila- mennskunni þegar leið á ferðina? „Ekki varð ég var við það, fdlk virðist hafa haft einhveija vara- orku en auðvitað er ekki endalaust hægt að ganga á varabirgðimar. Mér fannst, reyndar siðustu dagana að ég væri kominn eins langt og ég gæti. Þrjár vikur er mjög langur tími á tónleikaferðalagi, tvær vikur hefði verið þægilegra," segir Jösef og bætir við að sér finnist að hljdm- sveitin mætti vera í meira sam- bandi við Norðurlöndin og fara þangað f stuttar tónleikaferðir endrum og eins. Þau eru bæði á því að þessi mál þurfi að skoða betur í framtíðinni þegar tónleikaferðir eru skipulagð- ar. Aukið samráð við hljómsveitar- meðlimi sé æskilegt, því flestir hveijir hafi þeir umtalsverða reynslu af slfkum ferðalögum. Að- alatriðið sé að tala saman og læra af reynslunni. „Rétt eins og við er- um að læra hvernig á að spila á svona ferðalögum þá verða skipu- leggjendur hljómsveitarinnar líka að læra hvernig á að skipuleggja svona ferð. Ég var mest hissa á um- boðsskrifstofunni í Ameríku að sjá ekki fyrir því vegna þess að þar hafa menn meiri reynslu af þessuni málum," segir Jósef. „Bandarískar hljdmsveitir hafa mjög strangar reglur um lágmarkshvíld. Ef það er unnið fram yfir miðnætti þá er ekki farið af stað fyrr en um há- degi næsta dag,“ segir Greta. Hún segir að eftir heimkomuna hafi hún þurft að byija nánast upp á nýtt með fínhreyfingarnar. „Við komum heim og þurftum að byrja að æfa skala, því maður hafði lítinn sem engan tíma til að æfa sig og halda sér við á ferðalaginu," segir hún og bætir við að þrjár vikur án þess að hafa tækifæri til daglegra æfinga sé heldur mikið af því gdða. Margir í mínus Aðspurð um hvort þau séu búin að vinna upp svefntap ferðalagsins bcra þau sig nokkuð vel. Jösef seg- ir að þau hafi fengið nokkurra daga frí við heimkomuna en hins vegar séu margir þeirra sem einn- ig starfa við kcnnslu á fullu þessa dagana að bæta upp kennslutap síðast liðinna þriggja vikna. Greta segir að þd að vinnudagur- inn hafi oftast nær verið langur á ferðalaginu hafi hljóðfæraleikar- arnir einungis fengið greidda „strípaða dagvinnutaxta" auk dag- pcninga. „Við það bætist að þeir sem eru í mikilli kennslu urðu að fá fólk til að kenna fyrir sig meðan á ferðinni stdð og greiða því úr eigin vasa, þannig að margir hverjir eru í minus þegar heim er komið," seg- ir hún. Ekki hægt að hugsa sér betri einleikara Samningar eru lausir um áramdt og Jdsef segir að eftir að hafa séð hvernig búið er að hljdmsveitum vestanhafs og séð launatöflur hljdðfæraleikara viti menn betur en áður hvað þeir vilji í kjarasamn- ingum og hvað megi betur fara. „Við þekkjum dæmi um meðal- gdðar hljömsveitir þar sem eru að fá kauphækkun sem er meiri en launin okkar eru - maður gapir bara þegar maður heyrir svona samanburð," segir hann. Bæði hlaða þau einleikarann, Judith Ingölfsson, lofi. „Mér fannst Judith alveg frábær og um það hcld ég að allir séu sammála,“ seg- ir Jdsef. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri einleikara á svona ferð,“ segir Greta. Þá segir hún að Helga Hauksddttir tdnleikastjdri hafi staðið sig stdrkostlega vel í öll- um framkvæmdaratriðum. „Hún er alveg hörkudugleg - það hefði ekki gengið svona vel ef hún hefði ekki verið með,“ segir Greta. Það sem situr eftir er stolt Jósef segir að það sem sitji eftir hjá sér sé stolt,. Bæði yfir því að hljömsveitin hafi staðið sig vel og verið íslendingum til sdma og því hversu gaman það hafi verið að sýna kollegunum landið - en sjálf- ur er hann fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Los Angeles. „Það var auðvitað sérstaklega gaman fyrir mig að sýna þeim æskustöðvar mfnar, en ég var leiðsögumaður hdpsins í einn dag í Los Angeles. Það var mjög eftirminnilegt, landið var fal- iegt, veðrið gott, flestir tönleikarn- ir vel sdttir og mdttökur fdlks al- veg ótrúlegar. Við áætlum að a.m.k. 25.000 manns hafi hlustað á okkur á þessum 13 tdnleikum, fyrir utan þann fjölda sem mun heyra í okkur seinna í útvarpinu þar en einir tónleikarnir voru teknir upp á vegum National Public Radio, liinu bandaríska Ríkisútvarpi. Áheyr- endur virtust hrífast af spilagleði okkar og ferskleika, sem vantar e.t.v. hjá eldri hljdmsvcituin þar í landi,“ segir hann. Undir þetta tek- ur Greta og segir að það hafi gefið mikið hversu jákvæðar viðtökurn- ar voru á tdnleikunum, fdlk hafi iðulcga risið úr sætum og hrdpað húrra í lok tdnleika. Svo ekki sé minnst á þá vellíðan sem fylgi því að spila í góðum tdnlistarhúsum. „Það kom reyndar einu sinni fyrir að við spiluðum í' húsi sem var verra en Háskdlabíd. Það var salur í grunnskdla í Los Alamos í New Mexico," segir Jósef. „Ég vil dska Islendingum til hamingju með við höfum fundið eitt hús í Banda- ríkjunum sem er verra til tdnlcika- halds en aðsetur Sinfdníuhljdm- sveitarinnar í Iláskdlabídi," bætir hann við í gamni og alvöru. Hins vegar segir hann stórkostlegt að hafa fengið að spila í húsi eins og Carnegie Hall og Greta tekur undir það: „Mér fannst líka mjög gaman að spila í Charlotte, Winnipeg og Athens. Það er upplifun að fá að spila í alvöruhúsi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.