Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 78
78 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Orkumjólkin er sérþróuö með það fyrir augum að vera svalandi og hressandi orkugjafi milli mála. Uppistaðan er léttmjólk sem bætt er með eggjum, D-vítamíni, \ þrúgusykri og trefjum. ”tnr SVALAMDÍ ÖRVKKUR 06 HRESSAMOI ÖRKUGJAFI Elizabeth Arden kynning í Grafarvogs Apóteki í dag Sértilboð: CERAMIDE 24. stunda rakakremi (50 ml), hreinsimjólk (50 ml), andlitsvatni (50 ml) og ampúlum, allt í einni öskju. Tilboðsverð: 3.500 kr. .3 10% afsláttur a öllum Arden-vörum meðan a kynniugunni stendur'. Ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.000 kr, eða meira, fœrð þú gjöf að verðmæti 3.000 kr. Jftí DRAUMASMIÐJAN „...hin ágætasta skemmtun eins „Auður Haralds er tvimælalaust og hlátrasköll frumsýningargesta meðal fyndnustu samtimahöfunda á vitnuðu hvað best um.“ -H.F. DV islandi“ -SAB Mbl. 6.ÓÖAR HÆSBIR eftir Auði Haralds Sýn. í kvöld kl. 20.00 laus sæti Sýn. fim. 02.11. kl. 20.00 laus sæti Sýn. fös. 03.11. kl. 20.00 uppselt Sýn.laug. 11.11. kl. 20.00 Sýnt í Tjarnarbíói Leikarar: Soffía Jakobsdóttir, Erlingur Gíslason, Sveinn Þórir Geirsson, Margrét Pétursdóttir og Erla Ruth Harðardóttir Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson í ámörYkunum Miðasala í Tjarnarbíó 1 klst. fyrur sýningu Miðapantanir í Iðnó í sfma 530 30 30 OPIN KERFIHF HHtfgniilHattlfr ^ónvarpíð Fasteignir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= G/TTHVAÐ A/ÝT7 FÓLK í FRÉTTUM Hljótt og hratt, hátt og hægt TOIVLIST SaInrinn, Kðpavogi / Gaukur á stöng HLJÓMLEIKAR Stilluppsteypa í Salnum, Kópavogi, föstudaginn 27. október 2000. Einn- ig lék Wouter Snoei, Vindva Mei og Product 8. / Auxpan á Gauki á Stöng, föstudaginn 27. október 2000. Einnig léku Biogen og Nico. Hvorir tveggja hljómleikarnir voru í tengslum við aiþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátfðina ART 2000. ÍSLENSKA hljóðsveitin Stillupp- steypa heldur ekki oft tónleika hér á landi en tæplega eitt og hálft ár var liðið frá síðustu raunverulegu tón- leikum þeirra hér á landi er þeir stigu á svið í Salnum, Kópavogi þennan föstudag. Er þá frátalin sam- starfsuppákoma þeirra í Iðnó ásamt myndlistarmanninum Magnúsi Blöndal, sem fór fram á vegum Til- raunaeldhússins fyrr á þessu ári. Það var æði merkileg sjón sem blasti við er maður gekk inn í Salinn. Helmingur áhorfenda, sem voru nú ekki margir, var sofandi! Hljóm- sveitin Vindva Mei var þá að spila og værðin í Salnum var afskapleg. Kannski var þetta vegna umfangs hátíðarinnar, tónleikamir voru haldnir á næstsíðasta degi hátíðar- innar sem staðið hafði yfir í tíu daga og ekki óalgengt að finna sama fólkið á flestum viðburðunum. Kannski var þetta vegna eðlis tónlistarinnar sem var í meira lagi róandi þetta kvöldið, alltént framan af. Og kannski var þetta vegna þess að tónlistin var svo leiðinleg. Getur samt varla verið þar sem það fyiárbæri er ekki til, tónlist getur einungis verið misskemmtileg og misathyglisverð. I það minnsta var þetta æði skondin sjón að sjá, fólk dottandi til hægri og vinstri. Vindva Mei hafa oft verið betri og fannst mér gæta viss stefnuleysis, sérstaklega undir lokin. Myndskeið sem varpað var á tjald fyrir aftan sveitina var aftur á móti afbragð. Product 8, með Reptilieus-manninn Jóhann Eiríksson innanborðs, fór vel af stað. Hljóðveröld Product 8 var, oft og tíðum, mögnuð en líkt og með Vindva Mei fór að halla svolítið und- an fæti í restina. Myndskeið fyrir aftan sveitina var æpandi ljótt og smekklaust, að öllum líkindum var það viljandi, ég neita að trúa öðru enda áhorfendur orðnir hálfsturlaðir af glápinu er á leið. Stilluppsteypu- liðar voru í rokkstuði þetta kvöldið, fyrri hljómleikar þeirra hér á landi hafa verið æði sveimbundnir en nú kvað við annan tón. Harðir taktar og harðir hljómar og dampinum haldið til enda. Eftir Salartónleikana lá leiðin til Reykjavíkur. Ætlunin var að mæla óhljóðalistamanninn Auxpan út, en hann vakti mikla athygli á síðustu Músíktilraunum og er af mörgum talinn efnilegasti tilraunatónlistar- maður íslands í dag. Eftirvæntingin var því mikil, kannski of mikil. Hljómleikar Auxpan byrjuðu með látum. Flottir og rokkaðir og óhljóð- in vissulega alger. Auxpan er efni mikið og margt af því sem fram fór hjá honum er lofsvert. Hljóðleikur hans var þó talsvert brotakenndur, grópið ekki nægilegt og áhorfendur langt í frá að vera í heljargreipum, ástand sem tónlist Auxpan ræður vel við að koma á ef rétt er með farið. Hljóðstyrkur hefði og mátt vera mun meiri, eins ótrúlega og það hljómar. Franski listamaðurinn Nico lauk tónleikunum og sýndi fólki hvernig á ekki að gera hlutina. Tónlist hans var afar ófrumleg og óspennandi og skelltu flestir skollaeyrum við franskri menningarframleiðslu þetta kvöldið. Arnar Eggert Thoroddsen JBSmL Módir lýsir hördum heinii Páll Magnússon kvaddur með blóðsýnum FALIÐ AÐ FINNA fitJGf FRÉTTAGENIÐ! 5JariiÍ/J j'jJ£2> 1 £3Jj JjJJJ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.