Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI Endurhæfíngarsundlaugin á Kristnesi í notkun á ný Viðgerð lokið á aðveituæð fyrir neysluvatnið BÚIÐ er að finna bilunina á aðveitu- æð fyrii- kalda vatnið á Kristnesspít- ala og húsin þar í kring og er viðgerð lokið. Vegna bilunarinnar var skortur á neysluvatni á spítalanum og í næsta nágrenni í nokkra daga og einn dag- inn í síðustu viku var alveg vatnslaust. Þá var ekki hægt að taka nýju end- urhæfingarsundlaugina á Kristnesi í notkun um síðustu mánaðamót eins og til stóð. Vignir Sveinsson, framkvæmda- stjóri fjármála og rekstrar FSA, sagði að gat hefði fundist á lögninni á lóð spítalans en einnig hefði vatnsinntak- ið við lindina á Grísarárdal verið úr lagi gengið. Hann sagði því stefnt að því að koma vatni í nýju laugina sem fyrst en þar er kalda vatnið hitað upp með heitu vatni með varmaskiptum. „Það tekur um tvo sólarhringa að láta renna í laugina og ná upp eðlilegu hitastigi, þannig að við væntum þess að geta tekið hana í notkun í lok vik- unnar. Þetta ástand hefur krafist ómældrar fyrirhafnar og erfiðis þeirra sem að þessu unnu en okkur var farið að gruna að vandamálið væri tvíþætt." Ekki gekk þrautalaust að finna bil- unina eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku en talið var að bilunina væri að finna í lögninni í fjallshlíðinni ofan við Kristnes. Ekki var heldur hlaupið að því að komast upp í fjallshlíðina vegna veðurs og ófærðar og það fengu björgunarsveit- armenn á sérútbúnum fjallajeppa og vélsleða m.a. að reyna í síðustu viku. Hannes Reynisson, forstöðumaður húsumsjónar FSA, sagði að það hefði vissulega verið áfall að lenda í vatns- leysinu, en að þrátt fyrir allt væri hollt fyrir menn að lenda í svona vanda, „við vitum svo mikið á eftir“. Er líf í listum? ER líf í listum? er yfirskrift ráð- stefnu sem kennaradeild Há- skólans á Akureyri og Félag áhugafólks um heimspeki á Ak- ureyri stendur fyrir næstkom- andi laugardag ll.nóvember. Ráðstefnan verður haldin í stofu 14, Háskólahúsinu við Þingvallastræti, og hefst kl. 14. í fréttatilkynningu segir: „Ekki fer á milli mála að mikið líf er í listum á Islandi í þeim skilningi að margt er listvið- burða og listir njóta talsverðs atlætis í fjölmiðlum." Spurt verður hvort líf sé í listum í þeim skilningi að þær hafi eða eigi að hafa áhrif á daglegt líf fólks: siðferði, uppeldi, menntun og dagfar almennt: Er listin að- eins skrauthali mannlífsins eða, ásamt öðru, mergur þess og bein? Á ráðstefnunni flytja eft- irfarandi frummælendur stutt erindi: Sigurður Kristinsson, lektor Háskólanum á Akureyri: „Fagskyldur í listum?“ Kristján Kristjánsson, prófessor Háskól- anum á Akureyri: „Þjóðsögurn- ar og manneðlið". Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildar- forseti kennaradeildar Háskól- ans á Akureyri: „Siðræn fegurð. Hugleiðingar um kenningar Mörthu Nussbaum um siðferði- legt hlutverk skáldsagna“. Mikael M. Karlsson, prófessor Háskóla íslands: „List og lífs- gldi“. Ama G. Valsdóttir, lektor Háskólanum á Akureyri: „List- in sem samskiptaleið11. Á eftir erindunum stjórnar Helg Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, pallborðsumræðum þar sem framsögumenn munu m.a. svara fyrirspumum úr sal. Þeir félagar, Villi og Kalli, (Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal) brugðu sér á Dalbæ á Dalvík og fylgdust þar með heimilisfélk að spila. Fj ölskyldusýning á Gleðigjöfunum LEIKFÉLAG Akui-eyrar sýnir um þessar mundir gamanleikinn „Gleði- gjafa“ eftir Neil Simon og hefur sýn- ingin fengið góða gagnrýni og viðtök- ur áhorfenda verið góðar. Leikritið fjallar um tvo aldna heið- ursmenn, skemmtikrafta sem verið er að reyna að fá saman á ný eftir áralangt hlé. Leikfélagið hefur nú ákveðið að bjóða upp á fjölskyldu- sýningu á verkin næsta sunnudag, 12. nóvember kl. 15. Boðið verður upp á tvo miða á verði eins, en aðeins á þessa einu sýningu. Það em Þráinn Karlsson og Aðal- steinn Bergdal sem leika skemmti- kraftana, Skúli Gautason leikur um- boðsmanninn sem er að reyna að koma þeim saman, en meðal annarra leikenda má nefna Sunnu Borg, Jón- stein Aðalsteinsson og Tinnu Smára- dóttur. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Eining-Iðja ályktar um hækkandi olíuverð Stjórnvöld grípi til aðgerða aukinnar verðbólgu og rýra þannig kaupmátt launþega. Það sé skylda stjómvalda að grípa í taumana þegar svona stendur á. Þá lýsir stjómin fullum stuðningi við aðgerðir vinnu- vélaeigenda og hvetur forystu ASÍ og BSRB til að efna til aðgerða ef stjórnvöld eða olíufélögin gera ekk- ert í málinu til lækkunar á olíuverði. STJÓRN Einingar-Iðju Eyjafirði samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni, þar sem skorað er á stjórn- völd að grípa til aðgerða gegn þeirri miklu verðhækkun sem orðið hefur á olíuvöram nú á síðustu mánuðum. Stjórn félagsins álítur að verð- hækkanimar, sem dunið hafa yfir að undanfornu, muni einungis leiða til MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri KÁ, og Erlingur Loftsson, stjórnarformaður. Kaupfélag Árnesinga varð 70 ára 1. nóvember Virk þátttaka í atviimulífinu á nýrri öld Selfossi - „Kaupfélag Árnesinga verður virkur þátttakandi, eitt sér eða í samstarfi við aðra aðila á öll- um rekstrarsviðum sínum, í ferða- þjónustu, þjónustu við búrekstur og á eignaumsýslusviði. Á nýrri öld hyggst félagið vera áfram þátttak- andi í mótun atvinnulífs og upp- byggingu á Suðurlandi," sagði Óli Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Andrés Pálmason smiður skrúf- ar undirstokkinn fastan í nýu viðbyggingunni Hótel Höfða- brekka stækkar Fagradal - Um þessar mundir er verið að stækka Hótel Höfðabrekku í Mýrdal, það eru þau Jóhannes Ki'istjánsson og Sólveig Sigurðar- dóttir sem eru eigendur að hótelinu. Að sögn Jóhannesar er þetta 72 fermetra viðbygging úr límtré og ætla þau að færa þangað móttökuna, skrifstofú og stækka eldhúsið, þá verður í nýju byggingunni snyrting og hreinlætisaðstaða. Hótel Höfða- brekka hefur vaxið mjög hratt á undanfornum árum og getur í dag tekið við stórum hópum bæði í mat og gistingu. ...vesturenda Kringlunnar Rúnar Ástþórsson framkvæmda- stjóri KÁ í ávarpi í kaffisamsæti sem Kaupfélagið bauð til á 70 ára afmælisdegi sínum 1. nóvember. Þessar áherslur sagði Óli Rúnar að væru meginþættirnir í nýrri stefnu- mótun sem unnið er að fyrir félagið. í kaffisamsætinu leiddi Erlingur Loftsson stjórnarformaður KA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.