Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjögur fyrirtæki fá sjúkra- og áætlunarflug Vaxandi tekjur af raforkusölu Orkuveitunnar Flugfélag Islands með stærstan hlut Tekjurnar ráð- gerðarmillj- arður árið 2002 HEILBRIGÐIS- og tiyggingamála- ráðherra, samgönguráðhen-a og for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins ákváðu í gær að taka tilboði fjögurra fyrirtækja um sjúkra- og áætlunar- flug í landinu. Þau eru Flugfélag ís- lands, Flugfélag Vestmannaeyja, ís- landsflug og Leiguflug ísleifs Ottesen. Tilboð bárust frá sex flugrekend- um og voru ýmis afbrigði í tilboðun- um. Starfshópur skipaður fulltrúum Tryggingastofnunar ríkisins, áður- greindum ráðuneytum, Flugmála- stjórn og Ríkiskaupum, sem sá um útboðið, mat tilboðin og gaf þeim ein- kunnir. Var ákveðið að taka tilboðum á grundvelli tillögu starfshópsins. Lögð verður áhersla á að hraða samningum sem kostur er. A Vestmannaeyjasvæði er lagt til að taka tilboði Flugfélags Vest- mannaeyja en heildarkostnaður er 15,4 milljónir króna og miðað við að flugvél sé í Vestmannaeyjum allt árið. A Suður- og Vestfjarðasvæði er lagt til að tekið verði tilboði Leigu- flugs Isleifs Ottesen. Heildarkostn- aður er 19,1 milljón króna og miðað við að flugvél sé á ísafirði yfir vetrar- tímann. A norðursvæði var ekki unnt að greina milli tilboða frá Flugfélagi ís- lands og Islandsflugi, sem fengu sömu einkunn. Var aðeins sjónar- munur á tveimur hagstæðustu lausn- unum en mælt með að tekið yrði til- boði Flugfélags íslands. Felst í því að áætlunarflugi á Isafjörð verði þjónað frá Akureyri og sjúkraflugi á Höfn frá Akureyri með flugvél búinni hverfihreyflum. Áætlaður kostnaður við þetta tilboð er 120,3 milljónir á ári. Heildarkostnaður sjúkraflugs á ári miðað við forsendur starfshópsins er 154,8 milljónir króna. Boðið var út áætlunarflug til Siglufjarðar og kom hagstæðasta tilboðið frá íslandsflugi, upp á 8 milljónir króna miðað við flug frá Sauðárkróki. TEKJUR Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu Nesjavallavirkjunar eru áætlaðar 690 milljónir króna á næsta ári. Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans og fonnaður stjórnar veitustofnana, upplýsti þetta á borgarstjómarfundi í fýrradag og sagði tekjumar væm áætlaður einn milljarður árið 2002. Alfreð sagði telqur Orkuveitunnar áætlaðar 1.150 milljónir króna árið 2003,1.260 milljónir 2004,1.313 millj- ónir árið 2005 og 1.370 milljónir 2006. Sagði borgarfulltrúinn þessar tekjur áætlaðar á bilinu 1.700 til 1.800 millj- ónir árlega upp frá því. Sagði hann þetta sýna ljóslega að Orkuveita Reykjavíkur hefði burði til að standa undir lántöku næsta árs vegna fjár- festinga sinna og að reksturinn væri arðbær þvert á það sem borgarfúll- trúar Sjálfstæðisflokksins hefðu hald- ið fram. Áætlað er að OR fjárfesti fyr- ir 5,4 milljarða á næsta ári, þar af 1.660 milljónir vegna Nesjavallavirkj- unar og 440 milljónir eiga að fara í rannsóknarboranir. Raforkuframleiðslan á Nesjavöll- um stendur nú undir 10-15% af orku- sölu á markaðssvæði Orkuveitunnar. Morgunblaðið/RAX Flutningi 7. bekkjar úr Laugarnes- skóla verður ekki breytt Tillaga sjálfstæðis- manna var felld BORGARFULLTRUAR Sjálfstæð- isflokksins lögðu til á fundi borgar- stjómar sl. fimmtudag að uppbygg- ing Laugarnesskóla skyldi miðuð við að 7. bekkur grannskóla yrði áfram í skólanum og hætt yrði við að flytja 7. bekk úr skólanum í Laugarlækja- skóla árið 2002. Samþykkt hefur ver- ið í fræðsluráði Reykjavíkur að flytja skuli umræddan bekk. Samþykkt var að taka tillöguna á dagskrá en eftir nokkrar umræður var hún felld með 8 atkvæðum Reykjavíkurlistans gegn 7. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna, kynnti til- löguna og sagði hann foreldra barna í Laugamesskóla hafa lýst áhyggj- um vegna flutnings 12 ára barna úr barnaskóla í unglingaskóla og deilt á þá ákvörðun fræðsluráðs. Hann sagði engar útgjaldahækkanir fylgja þessari tillögu, undirbúningur vegna viðbygginga Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla væri á byrjunar- stigi og því svigrúm til að endur- skoða fyrri ákvörðun fræðsluráðs. Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, sagði tillöguna of seint fram komna. í bókun Reykjavíkurlistans um málið segir að fræðsluráð hafi látið vinna sérstaka skýrslu um fyrir- komulag skólahalds í Laugarnes- hverfi sem birt hafi verið í maí 1999. Ákvörðun hafi verið tekin í fræðslu- ráði á grundvelli hennar sem stað- fest hefði verið í borgarstjórn 20. janúar að skólahald yrði með þeim hætti að vista 1. til 6. bekk í Laugar- nesskóla og 7. til 10. bekk í Laugar- lækjaskóla. Sjálfstæðismenn harma í bókun sinni að borgarfulltrúar Reykjavík- urlistans skuli ekki treysta sér til að verða við óskum foreldra. Vænn þorskur hjá Sævari SÆVAR Benediktsson, trillusjó- maður á Særoðanum ST 41 frá Hólmavík í Strandasýslu, segir að aflabrögð hafi verið góð í haust og vetur. Hann var nýkominn í land eftir að hafa vitjað um tíu bjóð, 50 lóð- ir, síðdegis í gær og sagðist sáttur við aflann, um það bil eitt tonn af þorski og ýsu. Einnig var hann með talsvert af tindabikkju sem hann sagðist ætla að kæsa. Þorsk- urinn var vænn hjá Sævari og hér heldur hann á einum af bolta- þorskunum, sem þeir kalla svo á Ströndum norður. Bókaveisla í Perlunni! Edda - miðlun og útgáfa býður til mikíllar bókaveislu í Perlunni nú um helgina. Kynntar verða útgáfubækur Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Forlagsins og lceland Review með glæsilegri sýningu. Kynntu þér dagskrána aftan á bókablaðinu sem fyigir Morgunblaðinu f dag. ÖU böm fá frábærar gjafir: skemmtilega bók, Andrésblað og góðgæti! (S- t td d c3 mlOlun 0 útgáfa Bubbi krefst skaðabóta vegna upphringitóna Hann segir að hafni STEF skaðabótakröfum sín- um fari málið fyrir dóm- stóla. „Ég tel túlkun STEF vera ranga og ég hafí verið vélaður til þess að skrifa undir eitthvað sem ég hafði ekki lögfræðilegaþekkingu á,“ segir Bubbi. Ekki brot á sæmdarrétti að mati STEF ÁGREININGUR er risinn milli tónlistarmannsins Bubba Morthens og STEF, Sambands tónskálda og eig- enda flutningsréttar, vegna ráðstöfunar STEF á lögum eftir Bubba til Landssíma íslands og Tals. Súnafyrir- tækin hafa notað lög hans sem upphringitóna í GSM- síma. Bubbi krefst 1.376.340 kr. í skaðabætur frá Landssimanum og STEF vegna brota á höfundarrétti og 300.000 kr. vegna notkunar á nafni hans. Kraf- ist er 1.342.700 kr. frá STEF og Tali vegna brota á höfundarrétti. „Ég hef aldrei samið nn’n lög með það í huga að þau enduðu sem hring- ingartónar í GSM-síma. Ég ætla að sækja rétt minn gagnvart félagi mínu fullum fetum en mér sýnist STEF ekki vera viljugt til sátta. 1984 gaf ég umboð sem STEF túlkar þannig að sambandið geti gefið hveijum sem er heimild til þess að gera það sem þeir vilja við lögin mín. Eg er ekki samþykkur því og tel mér stórlega misboðið ef STEF telur sig geta selt Landssímauum og Tali lög eftir mig sem fyrirtækin breyta í upphringitóna. Þetta er misþyrming á því sem ég hef verið að gera,“ seg- ir Bubbi. Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Sambands tónskálda og eig- enda flutningsréttar, segir að STEF veiti leyfi til flutnings á tónlist í alls konar myndum. Hringitónar er ein þeirra mynda. Gerðir hafi verið samningar við Landssfmann og Tal þar sem ýmsir skilmálar séu settir, þ.á m. að gætt skuli sæmdarréttar. LögBubbaséu ekki lengur í boði sem upphringitónar hjá þeim. „Að okkar dómi er hér ekki um að ræða brot á sæmdarrétti. Það er ekki fyrr en farið er að afskræma lagið með einhveijum hætti að það verður það. Þá grípum við að sjálf- sögðu inn í,“ segir Eiríkur. Hann segir að það sé túlkunarat- riði hvenær lag sé afskræmt en það sé ekki túlkun hvers og eins höfund- ar heldur almenn skilgreining sem lögð sé til grundvallar. „Mér finnst kröfugerð hans á nús- skilningi byggð. Við erum hins veg- ar að skoða málið og hvort farið hef- ur verið eftir laglínunni þegar hringitónamir voru gerðir og eigum eftir að fá niðurstöður okkar mats- manna um það atriði.“ Eiríkur segir að bótakrafa Bubba Morthens sé í engu samræmi við efni málsins. Málið sé sömuleiðis mjög úr lagi fært af hálfu Bubba og byggt á misskilningi. Eiríkur vonast þó til þess að málið leysist og hefúr óskað eftir viðræðum við hann og lögmann hans. Hann segir að engir aðrir tón- listarmenn hafi gert athugasemdir vegna notkunar á tónlist þeirra við gerð upphringitóna. Margir tónlist- annenn hafi á hinn bóginn óskað eft- ir því við súnafyrirtækin að þau taki UPP þeirra lög í formi upp- hringitóna. Eiríkur segir að þessi viðskipti muni skila þeim, sem hlut eigi að máli, talsverðum tekjum. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður Bubba Morthens, segir að farið sé fram á bætur úr hendi STEF og Tals sameiginlega og STEF og Landssún- ans hins vegar. Hún segir að verði ekki samið verði farið með ntálið fyrir démstóla. Hjördís segir skaða- bóta krafist vegna brota á sæmdar- rétti Bubba Morthens en hann hefur framselt réttindi sín til Skífunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.