Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ lílKU LIK LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 2000 39 Bandarísk könnun á tengslum íþróttaiðkunar ungmenna og neyslu tóbaks og áfengis Iþróttamenn reykja og drekka rétt eins og hinir New York. Keutcrs. Associated Press I Kaliforníu 1 Bandaríkjunum sýnist íþróttaiðkun miðskólanema ekki verða þess valdandi að þeir reyki síður eða neyti áfengis. EKKI eru meiri líkur á að táningar sem leggja stund á íþróttir láti áfengi og tóbak frekar í friði en aðrir jafnaldrar þeirra. Þessi niðurstaða brýtur í bága við þá skoðun sem við- tekin hefur verið að þeir unglingar sem iðka íþróttir séu í minni hættu en aðrir hvað varðar neyslu tóbaks og áfengis. Raunar kemur hið gagn- stæða fram í nýrri rannsókn á tengslum þessa tveggja. Þessar upplýsingar koma fram í rannsókn sem unnin var undir stjórn dr. Shashank V. Joshi er starfar við Stanford-háskóla í Kalifomíu í Bandaríkjunum. Niðurstöðumar kynnti hann nýlega á 47. ráðstefnu Bandarísku akademíunnar um geð- sjúkdómafræði bama og unglinga (American Academy of Child and Adolescent Psychiatry). Rannsóknin fór þannig fram að safnað var upplýsingum um 1.769 miðskólanema Kalifomíu og kom fram „verulegur munur á íþróttaiðk- endum og þeim sem ekki stunda íþróttir“ hvað notkun tóbaks og áfengis varðar, að sögn dr. Joshi og samstarfsmanna hans. Margir íþróttamenn reyndust nota meira tóbak en þeir sem ekki iðkuðu íþróttir en þeir vom einnig líklegri til að ráðgera að hætta reyk- ingum. Kann þetta að sögn vísinda- mannanna að þýða að þeir geri sér Ijóst að þeim beri að hætta reyking- um hyggist þeir ná hámarksárangri í íþrótt sinni. í ljós kom einnig að íþróttamenn fóm mun frekar „á fyll- erí“ en þeir sem ekki stunduðu íþróttir. Telja þeir sem að rannsókn- inni stóðu að þetta atferli megi ef til vill rekja til venja sem þróast hafi fram í þá vem að við hæfi þyki „að detta rækilega í það“ eftir mót eða kappleiki. Vísindamennimir tóku og fram að verið gæti að áfengisauglýs- ingar á íþróttaleikvöngum ýttu enn frekar undir þessa hegðun. „Um þetta gildir almennt að þeir sem stunda íþróttir nota áfengi og tóbak rétt eins og þeir sem ekki iðka íþróttir," segir dr. Joshi. Hvatti hann til þess að foreldrar ræddu við böm sín til að gera þeim grein fyrir þeim hættum sem slíku kynni að fylgja. „Við horfum enn jákvæðum augum til íþrótta en þetta er nokkuð sem menn þurfa að vera meðvitaðir um.“ TENGLAR American Academy of Child and Adolescent Psychiatry: www.aacap.org. Atvinnudansarar em undir miklu álagi. Reuters Könnun á meiðslum balletdansara Líkt við knattspyrnu New York. Reuter. BALLET er í huga margra samheiti yfir fegurð og þokka. En þegar hug- að er að líkunum á því að ballet- dansarar meiðist þegar þeir iðka list sína tekur þessi grein frekar að líkj- ast heldur mddalegum íþróttum. Og áhættan virðist til komin sökum bæði líkamlegs og andlegs álags. Nýverið var gerð grein fyrir nið- urstöðum átta mánaða langrar rann- sóknar sem gerð var með þátttöku balletdansara er starfa við Pacific Northwest Ballet Company í Seattle í Bandaríkjunum. í ljós kom að á þessum tíma varð 61% dansaranna fyrir meiðslum, minnst einu sinni, sem komu í veg fyrir að viðkomandi gæti tekið þátt í sýningum. Þessi meiðslatíðni er sambærileg við þá sem þekkist í íþróttagreinum á borð við knattspyrnu og fjölbragðaglímu, segja höfundar rannsóknarinnar. Fyrir rannsóknarhópnum fór Ronald E. Smith sem starfar við Washington-háskóla í Seattle. Nið- urstöðumar voru birtar í tímaritinu Arvdety, Stress and Coping. Auk þess að fylgjast með meiðsl- um dansaranna lögðu Smith og að- stoðarmenn hans spurningar fyrir þá sem vörðuðu streitu og kviða vegna sýninga. Komust vísinda- mennirnir að því að álagið sem fylgdi þátttöku í balletheiminum virtist í senn skapa líkamlegan kvíða á borð við ofspennu í vöðvum og andlegt álag sem allt tengdist hættunni á því að verða fyrir meiðslum. Telja Smith og félagar hans að draga megi úr meiðslum ballet- dansara með því að kenna þeim skipulega að takast á við streitu. LATTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.