Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 52

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 52
52 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólöf Ingimund- ardóttir fæddist í Háagerði í Ólafs- firði hinn 28. sept- ember 1907. Hún Iést hinn 11. nóvem- ber síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ingimundar Guðjóns Jónssonar, f. 21.4. 1876, útvegsbónda og Guðrúnar Stefan- íu Guðmundsdóttur, f. 3.4. 1880, hús- freyju, ábúenda í Háagerði í Ólafs- firði. Fósturforeldr- ar hcnnar voru Halldór Guð- mundsson, bóndi í Burstabrekku og kona hans Ingibjörg Gisladótt- ir húsfreyja. Ólöf átti átta systk- ini; Ingibjörg, f. 8.11. 1901, látin; Ólöf, f. 1902, lést þriggja ára; Ja- kob, f. 21.7. 1905, látinn; Gísli, f. 2.12. 1909, látinn; Sigurður Ringsted, f. 2.5. 1912; Sigríður, f. 16.10. 1913; Halldóra, f. 3.11.1914 Við ætlum að segja nokkur orð um hana ömmu okkar sem nú hefur kvatt þennan heim. Hún amma á Ólafsfirði eða „amma óla“ eins og við alltaf kölluðum hana var yndis- leg kona. Það brást ekki þegar við komum á Ólafsfjörð að tekið væri á móti okkur með kræsingum sem hefðu gert allt kóngafólk heimsins agndofa. Öll urrðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja hjá ömmu og öllu fólkinu okkar á Ólafsfirði um lengri eða skemmri tíma. Hvort sem það var til að vinna í sjóhúsinu, í vegagerð eða bara til að leika sér niðri við tjömina. Það var nú ekki alltaf sem það vannst tími til að gera allt sem átti að gera, eins og til dæmis að mála grindverkið. En aldrei brást það að hún „amma óla“ var með bakkelsið tilbúið þegar komið var inn. Meira að segja hin síðari ár þeg- ar amma var flutt inn á Hom- brekku, þá kom hún heim á Brekkugötuna til að „hugsa um okkur“ þegar við komum í heim- sókn frá Akranesi. Undir það síð- asta var amma orðin þreytt, farin að þrá hvíldina og að komast til afa sem var farinn á undan henni. Elsku amma, við kveðjum þig með yndislegar minningar í hjart- Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. og Þorvaldur, f. 15.1. 1918, látinn. 5. október 1929 gekk Ólöf að eiga Guðmund Ólaf Guð- mundsson, f. 4.7. 1900, d. 2.8. 1988, hann var sonur hjón- anna Guðmundar Ól- afssonar, útgerðar- manns og Freydísar Guðmundsdóttur, húsfreyju í Ólafsfirði. Ólöf og Guðmundur eignuðust tvo syni þá Garðar, f. 21.2. 1930 og Halldór Ingvar, f. 16.5. 1933. Garðar var kvæntur Sigríði Ingibjörgu Hannesdóttur, f. 1.9. 1934, d. 22.4. 1993, þeirra börn eru Ilalldóra, gift Maroni Björnssyni, tvö böm, Guðmundur Ólafur, kvæntur Þuríði Sigmunds- dóttur, þijú börn, Ólöf, gift Barða Jakobssyni, þrfr synir og Hannes, kvæntur Steinunni Aðalbjarnar- dóttur, þijú börn. Sambýliskona anu um allar stundir okkar með þér og þökkum lyrir þær allar. Óskar Örn, Lára Elín, Hanna Þóra og Ólöf Inga. Mig langar til að minnast Ólafar Ingimundardóttur, frænku minnar og vinkonu frá Ólafsfirði, í fáum orðum. Við vomm bræðradætur og þótt einungis hafi skilið eitt ár á milli í aldri hófust kynni okkar ekki fyrir alvöru fyrr en á fullorðinsár- um, þó að alltaf höfum við vitað hvor af annarri. Meðan ég og fjölskylda mín bjuggum í Ólafsfirði var alla tíð mikill samgangur milli heimilanna og fór ávallt vel á með okkur Ólöfu. Hún var traustur og góður vinur sem gott var að leita til. Ólöf var myndarleg húsmóðir, mikil hann- yrðakona og bjó fjölskyldu sinni fal- legt og gott heimili. Hún og eigin- maður hennar, Guðmundur Guð- mundsson, voru afar samhent hjón og samstiga. Efth- að við fjölskyldan fluttum suður hélst ávallt gott samband með okkur þótt vík væri milli vina. Þegar þau komu suður héldu þau til hjá mér og eiginmanni mínum, Vil- mundi Rögnvaldssyni. Það var allt- af ánægjulegt að fá Ólu og Munda í heimsókn og son þeirra, Halldór, sem iðulega var með þeim í för. Halldór er einstakt prúðmenni og var hann foreldrum sínum mikil stoð og stytta þegar halla fór undan fæti fyrir þeim á efri árum. Þegar við Villi fórum norður gistum við iðulega heima hjá Ólu og Munda. Þau voru einstaklega gestrisin og sannkallaðir höfðingj- ar heim að sækja. Eiginmenn okk- ar Ólu, þeir Villi og Mundi, voru miklir mátar, höfðu mikla ánægju af samskiptunum hvor við annan og höfðu alltaf eitthvað um að skrafa. Þau hjónin reyndust okkur sannir vinir gegnum tíðina. Eftir að eiginmanna okkar naut ekki lengur við hittumst við Óla æ Garðars er Helga Torfadóttir. Fósturbörn Ólafar og Guð- mundar eru Olga Albertsdóttir, f. 16.6. 1936 og Guðbrandur Þor- valdsson, f. 18.12. 1945. Olga er gift Ágústi Kolbeini Sigurlaugs- syni, f. 20.5. 1936, börn þeirra eru: Albert Guðmundur, á tvö börn, Guðný gift Ægi Ólafssyni, eiga fjögur börn, Kolbeinn, kvæntur Jónínu Guðbjartsdóttur, eiga tvö börn, Ólöf gift Marteini Halldórssyni, eiga þijú börn, Sig- urlaugur Valur, kvæntur Nönnu Árnadóttur, eiga þrjú börn, Geir Hörður kvæntur Önnu Rósu Vig- fúsdóttur, eiga eitt barn, Elín- borg, gift Kristni Steingrímssyni, eiga þrjú börn og Sæbjörg gift Jóakim Ólafssyni, eiga þijú börn. Guðbrandur er kvæntur Þuríði Óskarsdóttur, f. 12.5. 1948, þeirra börn eru: Lára Elín, lést á fjórða ári, Óskar Örn, sambýliskona Karólína Ólafsdóttir, Lára Elín, sambýlismaður Gunnar Steing- rimsson, Hanna Þóra, sambýlis- maður Guðmundur Sveinsson og Ólöf Inga, sambýlismaður Guðjón Heiðar Sveinsson. titför Ólafar fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. sjaldnar, en samband okkar var óslitið eftir sem áður. Við höfum ræðst við í síma nokkuð reglulega og áttum okkar síðasta samtal að- eins örfáum dögum áður en hún kvaddi þennan heim. Ég minnist Ólu með þakklæti fyinr góð kynni og sanna vináttu og bið ástvinum hennar blessunar og huggunar. Vertu yfir og allt um kring með eÚífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Lára Guðmundsdóttir. Ólöf Ingimundardóttir hafði nafn sitt eftir ömmu sinni Ólöfu Þuríði Árnadóttur, ættmóður þeirrar ætt- ar sem leiða má líkum að hafi oftast haldið ættarmót á Islandi. Aður hafði systir hennar borið nafnið en hún lést þriggja ára. Ólöf var á þriðja ári þegar hún var tekin í fóstur til Halldórs Guðmundssonar og Ingibjargar Gísladóttur í Burstabrekku í Ólafs- firði. Margar geymdi hún bemsku- minningar frá Burstabrekku. Snemma fór að bera á áhuga hjá henni til saumaskapar og hannyrða og var hún send á saumanámskeið niður í Hom, þá innan við fermingu, þar gerði hún ljósadúk úr rifsefni og saumaði hún blómarósir í homin og hnýtti fræhnúta utan með dúkn- um. Fyrir hver jól til nokkurra ára bryddaði hún skinnskó og prjónaði illeppa í þá tilhanda heimilisfólkinu. Hjá þeim sæmdarhjónum, Halldóri og Ingibjörgu var hún til átján ára aldurs, síðast niðri í Homi eftir að þau fluttu búferlum frá Bursta- brekku vorið 1925. Það sumar vann hún í salthúsi hjá Jóni Bjömssyni. Tvær vertíðar var hún í vist í Vest- mannaeyjum. Fyrri veturinn var hún hjá Hannesi og Magnúsínu í Hvoli en þau ráku sjómannaheimili. Fékk hún 40 kr. á mánuði en seinni veturinn fékk hún 50 kr. á mánuði og fríar ferðir að auki. Þá var hún fengin í vist hjá Benedikt Friðriks- syni skósmiði á Þingvöllum, sinnti hún búi og bömum. A sumrin vann hún í síld á Siglufirði. Harðangur og fatasaum lærði Ólöf á tveggja mánaða námskeiði hjá Guðrúnu Scheving á Akureyri og reyndist það nám henni vel í hennar búskap. Kostuðu þau Ingi- mundur og Guðrún, mamma hennar og pabbi námskeiðið. Þar saumaði hún m.a. peysufatajakka á mömmu sína og kjóla á Siggu og Dóra syst- ur sínar. Segja má að gestamóttaka Ólafs- fjarðar hafi verið í Félagahúsinu á þessum áram. Veturinn 1928-29 réðst Ólöf í vist hjá Kristínu Þor- steinsdóttur, hafði sú mannkosta- kona mikil og góð áhrif á Ólöfu og vistin hjá Kristínu í Félagahúsinu var henni dýrmæt endurminning til síðasta dags og jafnaði hún henni við vist í kvennaskóla og kynni þeirra slitnuðu aldrei meðan báðar lifðu. Guðmundur Ólafur Guðmundsson hóf ungur sjósókn og átján ára varð hann formaður á Garðari, 6 tonna bát. Haustið 1929 hugðust þau Ólöf og Guðmundur giftast og vildi Ólöf að daginn bæri upp á afmælisdag hennar, 28. september en Guð- mundur vildi fyrst koma bátnum fyrir inn á Akureyri fyrir veturinn. Ekki varð Ólöfu svefnsamt þá nótt því vonskuveður gerði og var hann einn á sjó á Garðari. Morguninn eft- ir voru fjörar gengnar en mikill var léttir konunnar sem beið mannsefn- is síns þegar báturinn skreið inn fjörðinn, hafði hann komist í var við Hrísey og stóð veðrið af sér. Brúðkaup þeirra var haldið viku síðar hinn 5. október. Engan skildi undra að sex árum síðar er Ólöf ein af stofnendum slysavarnadeildar kvenna í Ólafs- firði og var hún heiðursfélagi þess félags. Slysavarnakonur hafa alla tíð borið umhyggju fyrir öryggis- málum sjómanna sem og annarra og má með sanni segja að Ólöf hafi verið dyggur liðsmaður í þeirra hópi. Heimili sitt bjuggu þau Ólöf og Guðmundur sér í Guðmundar- húsinu við Strandgötu og þar eign- uðust þau syni sína tvo Garðar og Halldór Ingvar, annar skírður eftir bátnum sem bar Munda heilann heim og hinn eftir fósturforeldram Ólu. Þegar Albert bróðir Guðmund- ar dó varð það úr að þau tóku Olgu dóttur hans í fóstur, þá þriggja ára og þegar Þorvaldur bróðir Ólafar missti Láru konu sína tóku þau Guðbrand sex ára einnig í fóstur. Fyrstu búskaparárin einkenndust af lífsbaráttunni, bæði í formi þess að afla lífsviðurværis og einnig bar- áttu við veikindi. En fjölskyldan stóð alla þá stórsjói af sér. Gullfoss, 12 tonna bátur var keyptur 1930 og var Guðmundur formaður á honum. Síðar taka þau þátt í nokkram útgerðum og rekstri netaverkstæðis. Þrjá vetur vora Ólöf og Guðmundur á suðvestur- hominu, fyrst tvo við útgerð Græðis og þá einn við frystihús í Kópavogi. 1951 flytja þau svo í húsið á Brekkugötu 25 sem þau byggðu. Heimili þeirra bar merki mikillar húsmóður hvað andblæ snerti og matreiðsla lék í höndum hennar. Handavinna var rauði þráðurinn í lífi Ólafar og hennar sterka hlið. Eftir hana liggja fjölmörg verk, má til gamans nefna að tvo púða gerði hún í sauðalitunum sem seldir voru til Noregs og einn að auki fór alla leið til Japans. Hún gimbaði dúka og fyrir þá keypti hún glerskáp sem kostaði 1.800 kr. Heimilið á Brekku- götunni er prýtt nokkram verkum hennar eins og Gunnhildi kónga- móður, Smaladrengnum og Norskri baðstofu svo fátt eitt sé nefnt. Eins er um vert að nefna að altarisdúkur sem var til fjölda ára í Ólafsfjarðar- kirkju er verk og gjöf hennar, hann mun nú vera í safnaðarheimilinu. Trúin átti ætíð mikil ítök í henni og mikils er vert starf hennar og ann- arra kvenna í Hallgrímsnefnd Ól- afsfjarðarkirkju. Líf Ólafar Ingimundardóttur var samtvinnað sögu Ólafsfjarðar. Guð- mundur, maður hennar, var fram- herji í hópi útgerðarmanna og studdi Ólöf ætíð þétt við bakið á honum. 1960 stofnuðu þau ásamt sonum sínum og tengdadóttur fyrir- tækið Guðmund Ólafsson hf. og keyptu þau samnefndan bát, jafn- hliða var reist salthús. Þau færðu björgin í grann undri framtíðarhöll, í dag er fyrirtækið þeirra öflugt fjölskyldufyrirtæki og gerir út loðnuskipið Guðmund Ölaf ÓF sem er nefnt fyrst og fremst eftir þeim hjónum. Hún hefur jafnan haft hug- an við mennina á sjónum enda var það hennar hlutskipti í lífinu að bíða heima og biðja og ábyggilega fylgir blessun Biblíunni sem hún gaf um borð og höfð er í öndvegi í matsal skipsins. Kæra amma, löng var orðin þín lífsleið og margt dreif á daga þína. Ég var þeirra gæfu aðnjótandi að eiga þig að og kærar era mér þær stundir sem við áttum saman. Ljós- lifandi er myndin af þér í salthúsinu þegar verið var að meta saltfisk og + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BENEDIKTS BJARNASONAR frá Tjöm, Vikurbraut 28, Höfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjólgarðs. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Aradóttir, Bjarney Pálína Benediktsdóttir, Sævar Kristinn Jónsson, Sigurgeir Benediktsson, Arnborg Sigríður Benediktsdóttir, Þorgeir Sigurðarson, Kari Benediktsson, Gerður Sif Hauksdóttir, Eydís Sigurborg Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÓLÖFINGI- MUNDARDÓTTIR þú komst til að sauma utan um pakkana og ég var að salta í þá. Fyrir kom að saltkorn skaust upp í augað á snáðanum en þú kunnir ráð við því, þú sleiktir það úr, þegar ekki var fiskimat sá Sigurjón Jónas- ar um slíkt, blessuð sé minning hans. Ég geymi frásagnir þínar frá liðnum tíma og ég dáist að því ótrú- lega stálminni sem þú hafðir. Eins yljar mér hugsunin um ástarpunga, klatta og beinlausa fugla. Bama- bamabömin kunnu vel að meta langömmu sína og ætíð þáðu þau molana þína með þökkum og áður en þú fórst á Hornbrekku var ísinn hjá ísömmu vel þeginn. Hvíl í friði. Hannes Garðarsson. „Fagur, fagur fiskur í sjó...“ Elsku amma mín, þessi litli orða- leikur kom upp í huga minn þegar ég hélt í hönd þína síðustu daga þína í þessu jarðlífi. Oft voram við búnar að leika þennan leik þegar ég var lítil stelpa og við áttum heima á Brekkugötu 25, þú uppi en ég niðri. Þú kenndir mér að lesa og mikið varstu búin að hafa gaman af þegar ég prjónaði fyrstu vettlingana mína, þessa fjólubláu, þeir pössuðu á afa þegar ég var búin með þá. Og svo sátum við og saumuðum saman, voram í klúbbi því ekki mátti ég vera með í Slysavarnaklúbbnum. Ég minnist einnig Hönnu Dóra, dúkkunnar sem þið afi gáfuð mér þegar ég var þriggja ára. Þú að- stoðaðir mig við uppeldi hennar, heklaðir á hana kjói og svo sungum við „Dansi, dansi, dúkkan mín...“ Þú passaðir hana þegar ég var ekki við og huggaðir mig þegar hún höf- uðkúpubrotnaði og þurfti aðstoð dúkkulæknis. Já amma mín við vor- um bara góðar saman í þá daga. Ég á ljúfar minningar frá þessum áram og þær ætla ég að varðveita. En ekki má gleyma afa, hann setti nú aldeilis svip á tilverana okkar. Þið vorað alltaf jafn ástfangin og bárað virðingu hvort fyrir öðra alla tíð. Afi var fæddur 4. júlí 1907 en dó 1988, þá 88 ára að aldri, en alltaf kom sami glampinn í augu þín þeg- ar þú talaðir um Munda þinn. Eg trúi því að nú hafið þið hist á ný, bæði komin með fuila sjón, og mun- ið vaka yfir okkur öllum. Síðustu árin dvaldi amma á sjúkradeild Hornbrekku, réð þar mestu að sjóninni hafði hrakað og fór svo að lokum að hún varð svo til alveg blind. Þetta átti amma mín erfitt með að sætta sig við, en það varð reyndar hlutskipti afa líka. En þótt sjónin væri döpur var lífsvilj- inn fyrir hendi og það vora ekki margar veislur innan fjölskyldunnar sem hún lét fram hjá sér fara. Alltaf var amma sótt og var í sínu fínasta pússi og vel til höfð og vil ég þakka starfsfólkinu á Hombrekku fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk þar. Oftast var hún amma gleðigjafi í veislunum og voram við systkinin ákaflega hreykin af ömmu okkar og barnabarnabömunum fannst lang- amma alveg frábær. Hún var minn- ug á atburði og hafði skemmtilega frásagnargáfu. Ef einhver þurfti að vita eitthvað úr fortíðinni var alltaf hægt að spyrja ömmu. Síðustu vikuna lá hún á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og þótt hún væri afar veik og máttfarin tókst henni að heilla starfsfólk og lækna sem önn- uðust hana. Vil ég þakka því fólki fyrir góða umönnun þessa daga. Ég var afar stolt af ömmu minni, hvemig hún horfðist í augu við að lífi hennar var að ljúka. Að fá að halda í hönd hennar uns yfir lauk og finna að hún var sátt og róleg þegar hún tók á móti ljósinu sem lýsti henni leiðina heim var ólýsan- leg tilfinning. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín, minning þín verð- ur ætíð Ijós í lífi mínu. Kveðja frá nöfnu þinni. Ólöf Garðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.