Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, eigin-
konu, móður, tengdamóður og ömmu,
HJÖRDÍSAR AÐALSTEINSDÓTTUR,
Norðurgötu 11,
Siglufirði.
Þóra Jónsdóttir, Aðalsteinn Kr. Sveinbjörnsson,
Hans Þorvaldsson,
Bergþóra Arnarsdóttir,
Aðalsteinn Þór Arnarsson,
Arna Arnarsdóttir,
Bjarni Bjarkan Haraldsson,
Heimir Gunnar Hansson,
Valur Freyr Hansson,
tengdabörn og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SÓLVEIGAR SNÆLAND
GUÐBJARTSDÓTTUR,
Víðilundi 2I,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri.
Jón Ellert Guðjónsson,
Guðjón Axel Jónsson, Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir,
Guðbjartur Ellert Jónsson,
Sigurbjörg Rún Jónsdóttir, Leonard Birgisson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓNS KRISTINS STEINSSONAR,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Sigurður Steinn Jónsson, Yolande Jónsson,
Logi Þórir Jónsson, Helga Lára Hólm,
Smári Jónsson, Vilma Valeriano,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý-
hug og samúð við andlát og útför
ÓSKARSJÓHANNSSONAR
málarameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dagdeildar
Landakotsspítala og í Lönguhlíð 3 ásamt öllum
á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka hjúkrun,
alúð og umhyggju.
Gréta Óskarsdóttir,
Sveinn Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR ARADÓTTUR
húsfreyju,
Brún,
Suður-Þingeyjarsýslu.
Björn Teitsson, Anna G. Thorarensen,
Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir,
Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson,
Erlingur Teitsson, Sigurlaug L. Svavarsdóttir,
Helga Teitsdóttir, Jón Hermannsson,
Ingvar Teitsson, Helen Teitsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
EÐVALD VILBERG
MARELSSON
+ Eðvald Vilberg
Marelsson fædd-
ist í Hafnarfirði 18.
nóvember 1953.
Hann lést af slysför-
um 5. nóvember síð-
astliðinn og fór útfór
hans fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 17.
nóvember.
Ég get ekki skrifað
kveðju eða minningar-
grein um pabba minn.
Orð geta aldrei orðið
annað en fátækleg
þegar mikilmennum
er lýst. Mig langar svo til að segja
heiminum frá pabba mínum.
Grænu augunum hans sem voru
full af ástúð, og blikinu sem kom
með prakkarasvipnum. Og skop-
lega ímyndunaraflinu sem kom öll-
um til að hlæja. Og öllum sögunum
sem hann skáldaði fyrir okkur
systkinin þegar við vorum lítil. Píp-
unni hans, endalausri kaffidrykkj-
unni, og dugnaðinum, já pabbi
minn var duglegastur í heimi.
Röskastur, vinnusamastur og
fyndnastur. Pabbi minn var sannur
sigurvegari.
Mig langar til að hrópa svo allir
heyri: Pabbi minn var besti maður
í heimi: gæddur manngæsku og
hjálpsemi sem útvaldir fengu að
njóta. Og verður heimurinn ekki að
fá að vita að pabbi elskaði mömmu
ofar öllu. Breiddi yfir hana á kvöld-
in, og horfði óteljandi stundir á
hana sofa. Pabbi sagði oft að konur
ætti ekki að skilja heldur segja:
„Já, elskan" við öllu. Og það gætu
auðveldlega verið mest notuðu orð-
in hans.
„Já elskan“.
Svo stórbrotin manneskja sem
pabbi minn var skilur eftir sig tóm-
arúm, sem hann fyllir sjálfur af
persónuleika sínum, og við sem
fengum að þekkja hann erum öll
brot af honum.
Þú munt áfram vera í huga mín-
um og hjarta, elsku, elsku pabbi
minn, og alltaf koma mér til að
hlæja.
Með óendanlegri þökk.
Þín
Sigrún.
Elsku pabbi minn.
Mig langar ekki til þess að
sleppa þér og kveðja þig en ég
neyðist til þess og kveð þig þá bara
í bili þangað til ég hitti þig aftur.
Þú sagðir einu sinni við mig þegar
við sátum og spjölluðum og drukk-
um kaffi, að lífið væri ósanngjarnt,
en ég hefði aldrei getað trúað því
að það væri svona
ótrúlega ósanngjarnt.
Þú ert bara tekinn frá
okkur og spurningum
eins og ef og af hverju
verður aldrei svarað.
Einhvern veginn hélt
ég að þú myndir
aldrei deyja, hvað þá
svona ungur. Minning-
arnar um þig eru ótal-
margar og þær eru
svo óbærilega sárar
núna, en seinna meir
mun ég hugsa um þær
og gleðjast.
Kristófer, einn af
afastrákunum þínum, sagði mér að
þið yrðuð alltaf perluvinir þó að þú
værir ekki hérna með okkur, mér
þykir þetta falleg hugsun.
Sigi-ún var nú alltaf svo mikil
pabbastelpa og stendur nú eins og
klettur við hlið mömmu sem hefur
misst mest okkar allra. Ég veit það
og allir sem þekktu þig vissu það
að þú elskaðir mömmu af öllu þínu
hjarta.
Samstarfsmenn þínir vildu að
það kæmi einhvers staðar fram hve
duglegur þú varst, en ég held að
það hafi nú ekki farið framhjá
neinum. Dugnaðurinn og hjálpsem-
in í fyrirrúmi.
Pabbi minn, þú skilur eftir þig
svo stórt skarð alls staðar.
Ég bið góðan Guð að styrkja
mömmu, afa og ömmu, Sigga og
Sigrúnu í þessari miklu sorg okkar
allra.
Deyrfé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldregi
þeim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Margrét og Árni.
17. nóvember sl. var ég bæði að
kveðja góðan vin og fyrrverandi
vinnufélaga. Það er ekki enn þá
búið að síast inn í hugann minn að
hann Valdi sé farinn frá okkur og á
ég enn von á því að sjá hann niður
frá, á Lækjargötu, þar sem hann
hleypur á milli bíla eins og rauð
elding. Ég kynntist honum fyrir
mörgum árum síðan, þegar hann
hóf störf á bensínafgreiðslustöðinni
við Lækjargötu. Þegar ég fór að
spyrjast fyrir um hver þessi maður
væri, var mér sagt að þetta væri
hörkuduglegur miðaldra maður af
olíustöðinni sem vildi fá smá breyt-
ingu. Hörkuduglegur reyndist vera
of vægt til orða tekið um manninn
og kunni ég strax mjög vel við
RAGNA KRISTIN
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Ragna Kristín
Þórðardóttir
fæddist í Bolungar-
vík 11. maí 1938.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 12. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 20. október.
Nú er hún Ragna
uppáhaldskennarmn
minn dáin. Hún kenndi
mér í nokkur ár og urð-
um við miklar vinkonur.
Mér þótti ákaflega vænt um Rögnu
og gat leitað til hennar með öll mín
vandamál. Mér fannst alltaf gott að
tala um hlutina við hana og hún skildi
allt svo vel.
Oft var gaman með Rögnu. Við fór-
um t.d. saman öll á Pizza 67 og áttum
góða stund þar.
Þótt ég hafi klárað skólagöngu gat
ég alltaf komið til Rögnu, bæði upp í
skóla og heim til hennar. Hún tók allt-
af jafnvel á móti mér.
Mér fannst Ragna
alltaf svo fín og falleg.
Hún hafði fallegt hár,
falleg augu og var alltaf
í svo fínum fötum.
Þegar ég vissi að
Ragna var svona veik
vonaði ég að henni
myndi batna. En svo fór
ekki og nú þarf ég að
kveðja hana.
Elsku Ragna mín. Ég
hefði viljað óska að þú
lifðir lengur og gætir
verið með okkur. En
samt er ég þakklát iyrir
að hafa fengið að kynnast þér og eiga
þig að á meðan þú lifðir. Þú kenndir
mér margt sem á eftir að auðvelda
mér í mínu lífi. Mig langar bara að
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig og hvað þú varst alltaf góð við
mig. Ég bið Guð að geyma þig og
blessa minningu þína. Farðu í friði,
elsku Ragna mín.
Þinn gamli bekkjamemandi,
Margrét Eiríksdóttir.
hann. Alltaf hress og kátur og stutt
í spaugið og pípuna. Ég minnist
þess að í eitt skipti var okkur send
brauðterta. Allir komu inn, hver á
fætur öðrum og fengu sér bita en
alltaf var Valdi að dunda sér úti.
Ég kallaði til hans og spurði hann
hvort hann ætlaði ekki að fá sér
sneið. „Ég held það nú“ var svarið
en ekki fann hann sér tíma til þess
að koma inn og áfram sá ég rauðu
eldinguna á ferð úti. Ég hóaði á
hann í tvö skipti í viðbót og alltaf
var það sama svarið en áfram hélt
hann að vinna engu að síður. Að
lokum tók ég kökufatið og kaffi-
könnuna og rölti af stað út og
spurði hann hvort ég ætti að koma
með þetta til hans. Og reyndist
þetta vera aðferðin til þess að fá
hann inn. Eftirminnilegasta hrós
sem ég hef fengið um ævina var frá
honum Valda mínum. Það hafði
komið maður inn á stöðina og beðið
um viftureim og kerti í bílinn sinn.
Ég afgreiddi manninn sem síðan
fór beint út á plan til Valda. Stuttu
seinna kom hann inn aftur með
vandræðalegt bros á vörunum. Ég
spurði hann hvort allt væri í lagi.
Þá hafði maðurinn farið og spurt
Valda hvort ég væri að selja hon-
um rétta hluti og hafði fengið það
svar, að ef að stelpan inni hefði
sagt að þetta væri rétt, þá væri
það raunin því að hún gæti búið til
Bens úr Trabant. Ef að þessi setn-
ing var ekki til þess að ýta Valda
lengra inn í hjartað mitt var það
bara vegna þess að hann var kom-
inn þangað þá þegar. Þetta átti
samt meira við um hann því að ég
hafði stundum á tilfinningunni að
hann væri að gera upp bílana fyrir
viðskiptavinina.
Ég mun sakna þess að geta ekki
talað við hann um lífið og tilveruna.
Umræðuefnið núna væri líklega
hvort hann væri ekki búinn að
bóka ferð til Kanarí í einn mánuð
en það var Joannig sem Valdi hlóð
batteríin. A hverju ári pantaði
hann ferð til Kanarí í einn mánuð,
hjá sömu sölukonunni hjá Heims-
ferðum, gisti á sama hótelinu og
helst í sömu íbúðinni. Ég spurði
hann eitt sinn hvort hann ætlaði
sér ekki að vera meira og minna
allt árið á Kanarí þegar hann
myndi hætta að vinna. Hann glotti
og sagði að það væri ekki ólíklegt
en að það þyrfti að fara undir
nefnd. Hann sagði að ég yrði þá að
koma í heimsókn og hann myndi
gerast fararstjóri fyrir mig. Því
miður verður ekki úr þessu hjá
okkur.
Með miklum söknuði kveð ég
þennan vin minn í dag og votta
fjölskyldu hans mikla samúð.
Margrét Hrefna Pétursdóttir.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakl-
ing birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir1
greinunum.