Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 60
>0 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Barnshafandi konur * og bakflæði í vélinda UNDANFARNA daga hefur ým- islegt verið rætt og ritað um bak- flæði í vélinda. Þetta hefur tengst vitundarvakningu um vélindabak- flæði, en það er átaksverkefni sem var ráðist í vegna þess að nýlegar rannsóknir sýna að fáir íslendingar vita hvað vélindabakflæði er, hvaða einkennum það veldur og hvaða , meðferð er í boði. Þó er þetta einn algengasti sjúkdómurinn í melting- arvegi. Aðaleinkenni bakflæðis er brjóstsviði, sem hægt er að lýsa sem hita- eða sviðaóþægindum undir bringubeini og annað aðaleinkenni er svokallaður nábítur, sem lýsir sér í að magasýrur eða hálfmelt fæða leitar upp í kok. Raunar er það svo að hringvöðvi neðst í vélindanu er af ýmsum ástæðum orðinn of slappur og veldur því að sýrur og önnur ert- andi efni frá maganum flæða til baka upp í vélindað og erta slímhúð þar. Meðferð er yfirleitt afar árang- ursrík, en vegna þess að hér er oft um langtímavandamál að ræða, get- ur meðferðin að sama skapi orðið langdregin. Bakflæði tengt meðgöngu Margar barnshafandi konur verða fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá bakflæðisein- kenni, þótt þær hafi aldrei orðið varar við slíkt áður en meðganga hófst. A sama hátt eru þær yfirleitt lausar við þessi einkenni skömmu eftir barnsfæðingu. Ástæður þessara skammtíma bakflæðis- einkenna eru þær, að þegar kona verður bamshafandi, verður veruleg breyting á hormóna- starfsemi líkamans. Styrkur horm- ónsins prógesterón hækkar veru- lega í blóðinu, en þetta hormón veldur beinni slökun á hringvöðvan- um sem er neðst í vélinda. Auk þess hefur prógesterón almenn slappandi áhrif á hreyfingar allra meltingar- færa og það leiðir m.a. til þess að tæmingu magans seinkar eftir mál- tíðir og þrýstingurinn í maganum eykst nokkuð. Allt þetta veldur því að fyrrnefnd ertandi efni magans eiga greiðari leið upp í vélinda þar sem þau valda áðumefndum ein- Eigum við samleið? ER með öllu óhugs- andi að við í náinni framtíð verðum hluti af ESB? Eigum við sam- leið, ísland og ESB? Þessu verður vart svar- að strax enda kannski -■, engin ástæða til þess, en þó er vert að minna á þá umræðu sem á sér stað I þjóðfélaginu í dag. Ungir framsóknar- menn em þar engin undantekning. Næst- komandi laugardag, 18. nóvember, ætlum við að gera betur en hing- að til og höfum blásið til ráðstefnu um það hvort við eigum samleið, þ.e. ísland og ESB. Höfum við efni á því að loka á um- ræðuna og segja „það er á engan hátt tímabært að skoða þessi mál“, eða „málið hefur verið skoðað og við ,_>erum ekki á leiðinni að sækja um að- ild hvað þá að ganga í Evrópusam- bandið"? Höfum við efni á því þegar litið er til framtíðar að skoða ekki þessi mál? Stórar og smáar Margar stórar sem smáar spurningar koma jafnan upp í hug- ann þegar minnst er á aðild íslands að ESB. En verður þeim nokk- um tímann svarað svo öllum líki vel? Menn eru alltaf að minnast á sjávarút- vegsstefnuna eins og það sé það eina sem þurfi að hræðast, en ég hef ekki enn séð hvað skuli hræðast í þeim mál- um. Meginreglan er sú að þeir sem fá veiðirétt þurfa að vera með veiði- hefð, og er einhver önnur þjóð en ís- land með veiðihefð á Islandsmiðum? Nei, svo er ekki, þannig að við fengj- um allan okkar kvóta. Og er þá nokk- ESB Margar stórar sem smáar spurningar koma upp í hugann, segir Ragna Ivarsdóttir, þegar minnst er á aðild Islands að ESB. ur önnur þjóð sem gæti veitt hann? Og sú klisja að sjávarútvegsráð- herra okkar þurfi á hveiju ári að fara í biðilsbuxur og storma til Brussel til þess eins að krjúpa á kné og sækja okkar kvóta er í sjálfu sér brandari út af fyrir sig. Og það að tala því máli að hefja þurfi landhelgisstríð ef til inngöngu kæmi er lítilsvirðing við þá sem háðu þá baráttu á sínum tíms og unnu sig- ur. Hverjir aðrir en ráðgjafar sjávar- útvegsráðherra í dag munu segja til um hvað megi veiða og hve mikið?. Áróðurinn í þessum málum er órök- studdur að mínu mati eins og svo margt annað. Gætum við séð fyrir okkur í náinni framtíð að við Islendingar yrðum leiðandi afl innan ESB hvað ráðgjöf í sjávarútvegi varðar? I dag eru þjóðir Áfdrn-cA/r/ ú Slci Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Collection Ragna Ivarsdóttir Blakflæði Einkenni, segja Ásgeir Böðvarsson og Karl Ólafsson, hverfa fljót- lega eftir barnsfæðingu. kennum. Efth' fæðingu bamsins kemst hormónastarfsemi konunnar í sitt fyrra horf og með því hverfa bakflæðiseinkennin í flestum tilfell- um. Lífsstílsbreytingar Oft eru einkenni þessi það léttvæg að ástæðulaust er að grípa til ann- arra ráða en að breyta lífsháttum lít- illega. Benda má á eftirfarandi sem almennar ráðleggingar: 1) Forðast fæðu eða fæðutegundir sem konur telja að hafi hrundið ein- kennum af stað. Feitur og kryddað- ur matur veldur stundum einkenn- um, en auk þess geta kaffi, áfengi, súkkulaði, piparmynta og appelsínu- drykkir veikt vélindahringvöðvann enn meira og aukið þannig líkurnar á bakflæði. Reykingar hafa einnig bein slakandi áhrif á hringvöðvann. 2) Stórar máltíðir eru einnig óheppilegar, sér í lagi að kvöldi. Ein- kenna getur orðið vart, t.d. við það að leggja sig eftir mat og er fólki að leita til okkar hvað varðar okkar sérstöðu og þekkingu á þessu sviði. Við erum framarlega og stöndum jafnvel fremst á mörgum sviðum og ættum að geta nýtt okkur það sem skyldi. Hvað varðar landbúnað á Islandi hefur verið tíundað að eitt og annað muni hrynja við inngöngu í ESB. En er það nú víst að svo muni verða? Ekki er ég sannfærð, og langt í land í þeim efnum. Er það staðreynd að menn geti sagt eitt og annað án þess að málin séu skoðuð til hlítar? Ég hef enn ekki séð þau rök sem sannfæra mig um að svo verði. Ég er enginn sérfræðingur en hef trú á að hér á landi finnist menn sem gætu skoðað þessi mál vel. Byggðamál eru mér hugleikin og sú frétt að við gætum fengið mikið í þann málaflokk innan ESB varð til þess að ég fór að sjá bjartari tíma framundan í þeim efnum. Við sem búum á landsbyggðinni vitum vel að þessi málaflokkur er þurfandi eins og staðan er í dag og hver króna til uppbyggingar á lands- byggðinni er vel þegin. Aukaaðild En þá er það kannski það stærsta sem ég hef heyrt fólk tala um og það er fullveldi og sjálfstæði okkar. Þegar við vorum að ganga í EES voru margir þess fullvissir að við værum að stofna fullveldi og sjálf- stæði okkar í voða. Hvað þá umræð- an um sjávarútvegsmálin á þeim tíma og að allt myndi fyllast hér af erlendu fólki sem mundi kaupa upp heilu firðina. með vélindabakflæði yfirleitt ráðlagt að neyta ekki matar 2-3 klst. fyrir svefn. Æskilegt er að hækka höfða- lag rúms um 10-12 cm, en ekki bara bæta við kodda, vegna þess að það hækkar einungis höfuðið. 3) Rétt er að forðast efni sem auka á munnvatnsframleiðslu, svo sem ýmiss konar sælgæti eða tyggi- gúmmí. 4) Ýmis sýrubindandi lyf fást án lyfseðils í apótekum og gagnast oft vel. Þótt meginregla sé að ráða barnshafandi konum frá því að taka lyf, þá er talið óhætt að nota þessi lyf í hóflegum skömmtum. Eitt þessara lyfja inniheldur magnesium og hefur oft reynst þunguðum konum vel, því að það hefur hægðalosandi áhrif, en hægðatregða er oft annar eðlilegur fylgikvilli þungunar. Rétt er þó að ítreka það að öll lyfjanotkun á með- göngu skuli vera í samráði við ljós- móður og lækni. Þótt bakflæði sé algengur sjúk- dómur barnshafandi kvenna, þá má segja að hér sé um eðlilegan lífeðlis- fræðilegan fylgikvilla þungunar að ræða. Einkenni valda hins vegar oft verulegri vanlíðan og áhyggjum. Meðferð er í flestum tilfellum árang- ursrík og hverfa einkennin fljótlega eftir bamsfæðingu. Ásgeir er sérfræðingur i meltingarsjúkdómum og Karl í kvenlækningum. Nei, það er langt í frá að eitthvað af þessu hafi gerst. En hver er staða okkar í dag? Með því að vera í EES er einungis um aukaaðild að ræða að ganga í ESB. Við þurfum í mörgu að hlíta þeim skipunum sem koma frá Evrópusambandinu og höfum ekk- ert um það að segja í dag. Hvað er fullveldi og sjálfstæði? Hvað felst í þessum hugtökum? Á að halda því fram að full aðild að ESB hefði það í för með sér að sjálf- stæði okkar væri í húfi? Umræða sem þessi verður vart rekin sem hræðsluáróður, og getur ekki gengið til lengdar. Málið þarf að ræða og skoða af skynsemi og á málefnalegan hátt. Leitað að svörum Þessu og mörgu öðru ætlum við ungir framsóknarmenn að leita að svörum við. í mínum huga er það af hinu góða að opna umræðuna sem mest, leita svara og vera meðvitaður um umræðuna og málefnið. Eins og fyrr sagði verður haldin opin ráðstefna í húsakynnum Fram- sóknar á Hverfisgötu 33, Reykjavík, laugardaginn 18. nóvember kl. 13:00-16:00 þar sem leitast verður við að svara sem flestum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Það er von mín að þú sjáir þér fært að mæta og í leiðinni að verða þér út um þekkingu á þessum veiga- miklu málum. Höfundur situr í framkvæmdastjóm Sambands ungra framsóknarmanna. Pu kaupir...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.