Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Thorvaldsenskonur afhenda gjöf til barnadeildar Landspítala í Fossvogi. Fjársöfnun til stuðn- ings kæru til Mann- réttindadómstólsins FJÁRSÖFNUN er hafin til stuðn- ings kæru sem beint hefur verið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna dóms Hæstaréttar í nóvem- ber á síðasta ári þar sem faðir var sýknaður af ákæru um kynferðis- lega misnotkun á dóttur sinni þeg- ar hún vár á aldrinum 9 til 16 ára. í fréttatilkynningu frá samtök- unum Átak til verndar mannrétt- indum, sem standa að söfnuninni, segir að fyrrnefnd kæra hafi verið til meðferðar hjá Mannréttinda- dómstólnum í Evrópu í Strassborg frá því í vor. „Kæruefnið varðar 6. gr. í Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og 8. gr. sáttmálans um friðhelgi einkalífs og persónu- vernd.“ Segir ennfremur að kæran varði grundvallarspurningar um réttaröryggi og persónuvernd all- ra íslendinga. Kostnaður vegna kærunnar er jafnframt talinn umtalsverður og er vonast til að fólk sýni hug sinn í verki svo hægt verði að fylgja mál- inu eftir. Reikningur söfunarinnar er nr. 44444 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis við Skólavörðustíg og er hægt að greiða inn á hann í öllum sparisjóðum og bönkum. Einnig er hægt að greiða inn á reikninginn með greiðsjukorti á Netinu og er vefslóðin: atak.strik.is. ÁRNI V. Þórsson, yfirlæknir barnadeildar Landspítala í Foss- vogi, og Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri barnadeildarinnar, hafa sent frá sér eftirfarandi bréf í þakkarskyni í tilefni af 125 ára af- mæli Thorvaldsensfélagsins: „Sunnudagurinn 19. nóvember 2000 markar 125 ára afmæli Thor- valdsensfélagsins. Ekki þarf að kynna Thorvaldsensfélagið fyrir landsmönnum, en okkur langar fyrir hönd starfsfólks barnadeild- ar Landspitalans í Fossvogi að minnast í fáum orðum þess stuðn- ings sem deildin hefur hlotið frá Thorvaldsensfélaginu um langt árabil. Árið 1961 eða fyrir rúmlega 39 árum var stofnuð barnadeild við Landakotsspítala og var sú deild starfrækt þar í 34 ár en var flutt 19. júlí 1995 í B-álmu Borgar- spítalans. Frá fyrstu tíð hefur barnadeildin átt marga velunnara og velgjörðarmenn, en af öllum styrktaraðilum deildarinnar ber Thorvald- sensfélagið 125 ára þó Thorvaldsensfélagið hæst. Árið 1972 gáfu Thorvaldsenskonur barnadeildinni 35 fullbúin sjúkra- rúm og má segja, að þar með hefj- ist óslitin röð stórgjafa frá þeim. S/ðar gáfu þær deildinni gjör- gæsluútbúnað, innbú í foreldra- herbergi, myndskreytingar auk fjölda annarra gjafa, m.a. peninga- gjöf sem var stofnframlag til styrktarsjóðs barnadeildarinnar. Við flutning deildarinnar í Foss- vog sýndu Thorvaldsenskonur enn hug sinn í verki og gáfu nær alla innanstokksmuni á barnadeildina, sjúkrarúm og borð, hægindastóla fyrir foreldra í hvert herbergi, fullkomið gjörgæslukerfi, tækja- búnað til svefnrannsókna og lungnaspeglunartæki. í tilefni af- mælisins nú hafa Thorvaldsens- konur tilkynnt veglega peninga- gjöf til deildarinnar. Gjöfinni verð- ur varið til uppbyggingar endurhæfingaraðstöðu fyrir slösuð og fötluð börn og til styrktarsjóðs sykursjúkra barna og unglinga. Hér hefur verið stiklað á stóru, en af því sem upp er talið má sjá að framlag Thorvaldsensfélagsins til barnadeildarinnar nemur tugmillj- ónum króna. Fyrir þennan ómet- anlega stuðning viljum við færa okkar innilegustu þakkir. Til styrktar velgerðarmálum hafa Thorvaldsenskonur ár hvert gefið út og selt jólainerki og jóla- kort og viljum við hvetja alla vel- unnara félagsins og deildarinnar til að minnast þess nú fyrir jólin. Við sendum Thorvaldsensfélag- inu hamingjuóskir með afmælið og óskum þeim velfarnaðar og bless- unar í fórnfúsu starfi í framtíð- inni.“ Thorvaldsensfélagið Sýnajóla- merki í Ráð- húsinu I TILEFNI 125 ára afmælis Thor- valdsensfélagsins verður sýningin Jólamerki í 88 ár haldin í Ráðhús- inu 18.-27. nóvember. Þar verða sýnd jólamerki félagsins frá 1913, frummyndir sem eru í eigu Thor- valdsensfélagsins og nokkuð af litaprufum. Þar verður einnig kynnt ritið Jólamerki Thorvald- sensfélagsins sem er nýkomið út og saga félagsins rakin í máli og myndum. Sýningin verður opin frá kl. 10- 18 virka daga og 12-18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. -------------- Þjóðbún- ingakaffí HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís- lands heldur kaffisamsæti í Odd- fellowhúsinu, Vonarstræti 10, sunnudaginn 19. nóvember kl. 15- 17.30. Ólína Þorvarðardóttir flytur er- indi um jóla- og áramótasiði álfa. Margrét Ásgeirsdóttir og Ása Fanney Gestsdóttir söngkonur syngja tvísöng. Kór kennara á eft- irlaunum syngur og Ólafur B. Ól; afsson leikur á harmonikku. í fréttatilkynningu eru gestir hvattir til að skarta þjóðbúningum. Miðapantanir og miðasala hjá Heimilisiðnaðarfélaginu, Laufás- vegi 2. Opið hús í Hússtjórnar- skólanum HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í Reykjavík verður með opið hús laug- ardaginn 18. nóvember. Sýning verður á handavinnu nem- enda og verður sýndur útsaumur, fatasaumur, bútasaumur, prjón, vefnaður o.fl. Seldar verða heimalag- aðar kökur, sulta, marmelaði og kaffi. ----H-I----- Basar í Wald- orfskólanum WALDORFSKÓLINN í Lækjar- botnum v. Suðurlandsveg heldur jólabasar í dag, laugardag, frá kl. 14 til 17. Þar verða til sölu handunnir munir foreldra og barna í skólanum, kaffis- ala og óvænt skemmtiatriði. Allir eru velkomnir. LANDSSAMBAND íslenskra vél- sleðamanna í Reykjavík (LÍV- Reykjavík) heldur sína árlegu útilífs- sýningu, „Vetrarlíf', helgina 18.-19. nóvember, í B&L-húsinu, Gijóthálsi 1. Sérstakur gestur sýningarinnar verður Haraldur Ólafsson pólfari. Sýningin er öllum opin og aðgangur frír frá kl. 10-18 á laugardag og frá kl. 12-18 á sunnudag. Auk þess að kynna vélfáka af ár- gerð 2001 munu vélsleðaumboðin kynna og selja hjálma, hlífðarfatnað og aðra fylgihluti. Einnig mun fjöldi annarra fyrirtækja og þjónustuaðila kynna ýmsar vörur, þjónustu og ör- Jólapokar til styrktar Foreldrahúsinu Kringlan styrkir vímuvarnir SALA hefst þessa helgi í Kringlunni á jólainnkaupapokum til styrktar vímuvarna. Pokamir eru skreyttir jóla- myndum, og eru stórir og því hentugir fyrir jóla- innkaupin. Jólapokarnir verða seldar allar helgar til jóla. Þeir sem selja pokana í Kringlunni eru foreldrar í foreldrahópi Vímu- lausrar æsku, en Vímulaus æska og Foreldrahópurinn reka Foreldra- húsið. Verð hvers poka er 300 kr. yggisbúnað er tengist almennri úti- vist og vetraríþróttum. Útilíf er aðalstyrktaraðili sýning- arinnar og jafnframt einn af fjöl- mörgum sýningaraðilum. Fyrirtæk- ið mun m.a. kynna það nýjasta í vetrar- og útivistarfatnaði og leggja áherslu á ýmsan öryggisbúnað til fjalla eins og t.a.m. snjóflóðaýlur, en þær eru ómissandi öryggisbúnaður fyrir vélsleðamenn. Haraldur pólfari verður gestur Útilífs báða dagana og kynnir bók sína um gönguna á Norð- urpólinn ásamt því að kynna Cintam- ani-fatnaðinn er hann klæddist í ferðinni, segir í fréttatilkynningu. o t) FUJIFILM SAMEINAR ÞRJÁR AF HEITUSTU TÆKNI- NÝJUNGUNUM í DAG. ALLT í EINUM LITLUM PAKKA. Hágæða stafræn myndavél« MP-3 spilari ■ stafræn myndbandsvél Kostar aðeins kr. 65.900 PröWÁij-yA'flgihi REYKJAVÍK & AKUREYRI Skipholtí 31, Reykjavik, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Útilífssýning haldin í B&L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.