Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 74
74 LAUGAKDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska © 2000 PIB Copenhagen Smáfólk Allir kenna lög- fræðingum um allt. Lögfræðingamir kenna svo læknunum um ailt. En á hveijum nfðast læknarair BREF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík S Sími 569 1100 S Símbréf 569 1329 Reykjavíkur- flugvöllur (hVer selur gömul Morgunblöð?). Bretarnir fóru svo að aðlaga þetta sínum þörfum, sem urðu þær að koma á loft hlöðnum Liberator- sprengjuflugvélum. Við þetta óx upprunalega hugmyndin út og suð- ur, stærsti hluti flugvallarins var gerður í Skildinganes- og Naut- hólslandi, í mesta lagi er hægt að segja enda á einni flugbraut í þess- ari sk. Vatnsmýri. Opinber sagnaritari brezka hers- ins hefir líkt tilfæringum þessum öllum við góða Peter Sellers mynd. Samkvæmt því sem hér hefir verið rakið er réttarstaða flugvallarins nákvæmlega sama og Camp Knox sáluga. Framfarir í flugvélasmíði hafa verið töluverðar síðan Gústaf sat við teikniborðið, þarna á stúd- entagarðinum og horfði út um gluggann. Er nú svo komið, að flugvöllur af þessari Gústafs-gerð er orðinn nægjanlega stór fyrir ís- lenskt innanlandsflug. I minni skúffu á ég ágæta teikningu af svona flugvelli, sem ég hygg að margir gætu sætt sig við, þetta er bara spurning um verð. Hvað vill borgarstjórinn borga, mikið eða lít- ið? GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Frá Gesti Gunnarssyni: TILEFNI þessa bréfs er aðallega að reyna að leiðrétta leiðinlegan misskilning. Málavextir eru í stuttu máli þeir, að á kreppuárunum (1930-1940) starfaði hjá vegamálastjóra ungur verkfræðingur, Gústaf Elí Pálsson. Var hann til heimilis á gamla Stúd- entagarðinum. Pessi ungi maður fékk það verkefni að setja fram hugmyndir um flugvöll fyrir Reykjavík. Ein af fjórum hug- myndum sem hann setti fram var lítill flugvöllur fyrir sportflugvélar í sk. Vatnsmýri sem er mýrin aust- an við Háskóla íslands. Gústaf gerði uppdrátt af flugvelli þarna sem samþykktur var af skipulags- nefnd. Kostnaðaráætlun nam sem svaraði verðmæti u.þ.b. 20 íbúða í gömlu Verkamannabústöðunum við Hringbraut. Næsta hreyfing í málinu er að Bretar hernema Island. Yfirverk- fræðingur þeirra spyrst fyrir um möguleg flugvallarstæði. Var hon- um sagt frá því að flugvélar hefðu lent í Vatnsmýrinni og teikning af flugvelli þarna hefði birst í Morg- unblaðinu. Þegar Bretinn heyrði þetta fékk hann stríðsglampa í augun og sagði: „Where can I have back issues of this newspaper“ I tröllafans Frá Jóni Bergsteinssyni: HVERJIR myndu ekki setja allt sitt traust á þá hundvísu þursa, sem gægjast um gættir úr tröllafansi Gríms Thomssens í Búarímum, ættu menn þess kost, fengju þeir að óska sér? Hvað um afdalabömin í ríkis- stjórn Islands, sem setið hefur leng- ur undir forsæti sama ráðherrans en dæmi eru um áður? Líkast er engin furða, að forsætisráðherra sá skuli vera farinn að velta fyrir sér dómi sagnfræðinga í framtíðinni. En blessaðir sagnfræðingarnir eru upp til hópa, líkt og forsætisráðherra veit, vel ánetjaðir kennismiðum marxismans, sem luma á hinni einu sönnu lausn stríðandi mannkyns undan oki séreignarréttarins og allra preláta hans, og geyma í skauti sínu frelsið, frelsi hinna eignalausu til fjölbreytilegra leikjabragða líkt og sú lostafulla og kvalda Tosca í samnefndri óperu eftir Puccini; að ógleymdum ólánsbúrhnífnum, sem á glámbekk liggur en kemur óvænt í leitirnar. Hvað eiga breytingar á eignar- réttarákvæðum á landi og miðum uppi á íslandi skylt við stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna? í Sovét var allur eignarréttur bundinn við sam- yrkjubú og verksmiðjur ríkisins, í orði kveðnu verkamenn og bændur. Hér á Islandi er búið að tryggja lítt sjáanlegum klíkum, hafm'taski Landsvirkjunar og kvótagreifum nytjarétt á hálendinu og fiskimiðun- um í krafti auðnuleysis Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Athafnafrelsi íbúa byggðanna svipt burt. Og hvernig fær það staðist; ríkisbáknið Landsvirkjun skal hafa óskoraðan rétt til að svína út allt hálendi lands- ins í nafni mannauðs og þjóðarauðs því það hljómar svo dæmalaust framsækið og nútímalegt. Urræði þessarar ríkisstjórnar eru líkt og hjá börnum þeirra hundvísu þursa, sem skima um dali og gættir í tröllafansi skáldsins á Bessastöðum. Gerræðislegar ákvarðanir eru tekn- ar varðandi lífríkið og afkomu þjóðar af valdagírugum ráðherrakrílum valdamesta flokks þingsins og jafn- framt minnsta flokks þjóðarinnar, Framsóknai’flokksins. Ætlar Sjálf- stæðisflokkurinn að láta upprenn- andi endurlausnara, grillufangara á vinstravængnum syngja yfír sér svanasönginn á leiði, eða... ætlar flokkurinn að sjá um pípið sjálfur og stefna öllu í voða? Kemur til greina að afsala okkur sjálfstæðinu til að hressa upp á þjóðarkarakterinn, fá afgerandi fólk og sæmilega siðaðar manneskjur til að annast stjórnsýsl- una? T.d. frændur okkar Skota. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.