Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 81
morgunblaðið
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 81*~
FÓLK í FRÉTTUM
Drum’n’bass á Gauki á Stöng í kvöld
Þreföld afmælisveisla
MYNDBÖND
Þetta er
ótrúlegt líf
Strákar fella ekki tár
(Boy’s Don’t Cry)
D r a in a
Leiks^jóri: Kimberley Pierce.
Handrit: Kimberly Pierce og Andy
Bienen. Aðalhlutverk: Hilary
Swank, Chloe Sevigni, Brendan
Sexton, Peter Sarsgaard . (120 mrn)
Bandaríkin. Skífan, 1999. Myndin
er bönnuð börnum innan 16 ára
í KVÖLD halda Vndirtónar, Skýj-
um ofar og breska plötufyrirtæk-
ið Moving Shadow Records sér-
staka afmælistónleika á Gauki á
Stöng í tilefni af tíu ára afmæli
Moving Shadow Records. Þeir
sem fram koma eru drum’n’bass-
listamennirnir Dom & Roland
annars vegar og Aquasky hins-
vegar.
Moving Shadow Records hefur
haldið afmæli sitt hátíðlegt í
nokkrum af helstu borgum heims
og nú er vitanlega komið að
Reykjavik. Ofannefndir listamenn
sem fram koma eru á mála hjá
útgáfunni og hafa getið sér gott
orð undanfarið á sviði
drum’n’bass-danstónlistarinnar.
Tímaritinu Undirtónum og út-
varpsþættinum Skýjum ofar er
sönn ánægja að samgleðjast með
Moving Shadow en báðir aðilar
ætla að nota tækifærið til þess að
fagna sínu fjórða aldursári.
Á aðalhæð Gauksins munu
Moving Shadow-listamennirnir
kynna fyrir íslenskum það sem
þeir hafa fram að færa en þar
munu einnig koma fram dj Addi
og dj Eldar. f kjallaranum munu
síðan dj Frímann og dj Bjössi
„brunahani“ sprauta á eldheita
dansunnendur en í hæstu hæðum
verða þau új Kári og dj Arna.
Moving Shadow Records hefur
í áratug farið mikinnn í fram-
leiðslu á drum’n’bass, jungle og
breakbeat-danstónlistar í Bret-
landi og mörg af stærstu nöfnum^-
þess geira eins og Goldie, Roni **
Size og EZ Rollers hafa komið
við sögu þess. Dom & Roland er
einn maður, Dom Angas, sem
leikur harða og framtíðarkennda
drum’n’bass-tónlist en Aquasky,
sem einnig hefur verið að krukka
í drum’n’bass, er öllu fönkaðri og
jafnvel svolítið djassaður á köfl-
um.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. og
veislan stendur til kl. 6 um morg-
uninn. Áður en formleg spila-
mennska hefst verður haldin sér-
stök afmælisteiti á sama stað frá —
kl. 20.30. Þar verður 16 ára
aldurstakmark og aðgangseyrir
500 krónur.
í’eii- sem hafa séð hina stórkostlegu
heimildarmynd um Brandon Teena
ættu að vita hvað þessi mynd íjallar
um. Teena er strák-
ur að öllu leyti
nema líkamlega séð
og hét réttu nafni
Teena Brandon.
Teena býr á stað í
Bandaríkjunum þar
sem orðið umburð-
arlyndi þekkist
varla og fólk sem er
öðruvísi nær aldrei
fótfestu. En það er ástin sem heldur í
Teena og verður hún til þess að
óhugnanleg og harmræn atburðarás
hefst. Swank í hlutverki Teena er
ótrúleg og átti óskarsverðlaunin fylli-
lega skilið. Teena verður ljóslifandi í
túlkun Swank, full af orku og pers-
ónutöfrum og skilur maður hvemig
fólk frá svona óaðlaðandi stað laðaðist
að þessari merkilegu persónu. Mynd-
in slær fáar sem engar feilnótur og er
fyndin, sorgleg og andstyggileg þegar
hún þarf að vera það. Leikstýrunni og
handritshöfundinum Pierce er greini-
lega mjög annt um viðfangsefni sitt
og þessi metnaðarfulla og áhrifaríka
mynd er afrakstur ástríðu hennar.
Ottó Geir Borg
Unglings-
stúlkur í
vanda
Þar sem draumarnir enda
(Brokedown Palace)
D r a m a
★★%
Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Hand-
rit: David Arata. Aðalhlutverk:
Claire Danes, Bill Pullman, Kate
Beckinsale, Lou Diamond Phillips.
(101 mín) Bandarfldn. Skífan, 1999.
Myndin er bönnuð innan 16 ára.
STÖLLURNAR Alice og Darlene
eru að útskrifast og langar til þess
að skemmta sér ærlega áður en al-
vara háskóla-
námsins tekur við.
Til að láta foreldra
sína ekki fá
áhyggjur segjast
þær ætla til Hawa-
ii en áætlunarstað-
urinn er Thailand
og hið framandlega
umhverfi þar.
Hlutimir gerast
svo mjög hratt þar. Þær hitta mann,
falla báðar smá fyrir honum, ætla
með honum til Hong Kong, eru
teknar á flugvellinum í Thaiiandi
með 4 kíló af heróíni. Það virðist
enginn geta hjálpað þeim, ekki um-
boðsmenn bandarísku rfldsstjómar-
innar, ekki lögfræðingamir, ekki
foreldrarnir og ekki þær sjálfar.
Það eru margar myndir sem fjalla
um svipað viðfangsefni og gera t.d.
„Midnight Express" og „Return to
Paradise" þetta á mun áhrifaríkari
máta. Þó má segja þessari mynd til
hróss að hún kemur ekki með neinar
ódýrar lausnir. Einu leikararnir sem
reynir eitthvað á eru þær Beckisale
°g Danes og standa þær sig báðar
nokkuð vel.
Ottó Geir Borg
>u, \rrít vrt
'C ,
u*
~~t i/rt vrt
vrt vrt vrt
vft vrt vrt vrt
Jr vft vft vft vft vrt
rft vrt vft vft
vft vft vft vft vft vft
Vft Vft Vft Vft Vft Vft
Wf. vft vft vft vft vft vft
t vft vft vft vft vft vft vft
'St vft vft vft vft vft vft vft vft
t»ad.er
Vlt
1 ’þessul
Vitræn tílboð í GSM
símanum þínum
Nú þarft þú ekki lengur að eltast við
tilboðin! Þau eltast við þig!
Ef þú notar VIT-þjónustu Símans GSM bíða
þín frábærtilboð frá mörgum af mest
spennandi verslunum og veitinga-stöðum
landsins í næsta nágrenni við þig.
Þú sýnir síðan símann við kassann og færð
tilboð sem aðrirfá ekki.
Ath. Til að byrja með mun þjónustan takmarkast við stór-
Reykjavíkursvæði en aðrir landshlutar munu bætast við á
næstunni.
Til að fá sértilboðavalmynd í símann þarf að fara á vit.is
eða senda SMS í númerið 1848 og skrifa ínn: vit sertilbod 1
(eða númer valmyndar sem þú vilt)
vft vft vft vft vft vft vft vft
SÍMINN