Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þér er óhætt að hoppa niður, þú ert í öruggum höndum, góða. Farþegar borga tugi þúsunda í aðflutningsgjöld TOLLVERÐIR á Keilavíkurflug- velli verða talsvert varir við að Is- lendingar, sem koma til landsins úr innkaupaferðum frá útlöndum, átti sig ekki á þeim reglum sem gilda um kaup á vörum erlendis. Sævin Bjamason, yfirdeildarstjóri hjá tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli, minnir á að takmörk eru fyrir því hve mikið ferðamenn mega kaupa erlendis án þess að þurfa að greiða aðflutningsgjöld af varning- num. Samkvæmt núgildandi reglum þarf að borga aðflutningsgjöld, s.s. toll og virðisaukaskatt, ef verslað er fyrir meira en 36.000 kr. erlendis og af hlutum sem kosta meira en 18.000 kr. Vörur sem keyptar eru í fríhöfn- um eru þar með taldar. Sævin segir dæmi þess að fólk versli fyrir á annað hundrað þúsund í verslunarferðum. Þannig þurfa þeir sem versla í Bandaríkjunum að greiða 10% toll af fatnaði umfram 36.000 kr. og við bætist 24,5% virðis- aukaskattur. Því geti upphæðin sem fólk þurfi að greiða við komuna til landsins numið tugum þúsunda. Hann segir ómögulegt fyrir tollverði að fylgjast með hverjum einasta far- þega og helst séu gerðar athuga- semdir ef greinilegt er að mikið er farið fram úr heimildum. Framleitt ÍUSA Gerir lífið notalegra Jólagjöfin handa þeim sem þér þykir vænt um ii Afepeo Kt, Marqat tequmiir. Verð frá kr. 39.980,-. AkLeði S. leður i miklti órvalr. LA-Z-B0Y stóllinn er vinsaelasti heitsu- og hvildarstóllinn 1 Ameriku. LA-Z-B0Y stóllinn gefur frábæran stuðning við bak og hnakka og uppfyllir kröfur nútímans um aukin þægindi. Innbyggt skammel lyftir fótum sem léttir á blóðrás og hjarta og eykur velliðan. LA-Z-B0Y er skrásett vörumerki og fæst aðeins i Húsgagnahöllinni. Verið vandlát, tryggið gæði og betri endingu. j VISA Bíldshöfða, 110 Reykjavik, simi 50 8000, www.husgagnahollin.is Málstofa hjá Miðstöð nýbúa í Skeljanesi Trúarleg fjölhyggja og búddismi MIÐSTOÐ nýbúa heldur málstofu í húsnæði stoftiun- arinnar á Skeljanesi annað kvöld klukkan 20. Þar verð- ur rætt um trúarlega fjöl- hyggju og búddisma. Frummælendur eru Maki Onjo sem er búddatníar og Toshiki Toma, prestur nýbúa á Biskupsstofu. Hann var spurður hvað hann ætlaði að ræða um í erindi sínu. „Eg ætla að ræða um trúarlega fjölhyggju á ís- landi. Sjálfúr er ég lúters- trúar en fjölskylda mín var búddatrúar." - Er mikil trúarleg fjöl- hyggja á ísiandi að þínu matfí „Nei, það finnst mér ekki. Alltént ekki ennþá. Saga Is- lendinga er eins og saga annarra þjóða í Evrópu, kristnidómurinn hefur verið ríkjandi í landinu. Kristnidómurinn hefur verið ná- tengdur menningu íslendinga en í öðrum löndum Evrópu, sérstak- lega síðan um 1970, eftir að straumur innflytjenda jókst, hefur fjölhyggja aukist að sama skapi. Nauðsyn trúarlegrar fjölhyggju hefur af þessu tilefni orðið mun meiri undanfarin tuttugu ár. A Is- landi hefur þessi þróun gengið hægar en nú er að koma í ljós sam- svarandi nauðsyn trúarlegrar fjöl- hyggju hér á landi.“ - Eru margir innflytjendur lút- erstrúar? „Nei, margir, einkum frá Asíu- löndum eru búddistar og líka margir múhameðstrúar. Margir tilheyra líka rétttrúnaðarkirkj- unni. Loks eru ýmsir trúleysingj- ar.“ -I hverju felst starf þitt sem prestur nýbúa? „Ég er prestur allra nýbúa, hverrar trúar sem þeir eru. Aðal- starf mitt er ekki að halda messur heldur að veita innflytjendum að- stoð og hjálpa þeim að aðlagast ís- lensku samfélagi.“ - Hvemiggengur það? „Það er mjög misjafnt. Sumir eru mjög fljótir að aðlagast en aðr- ir þurfa aðstoð mjög lengi, ná því jafnvel ekki að bjarga sér sjálfir. Flestir þurfa aðstoð í sambandi við að fá vinnu. Einnig þarf fólk aðstoð við fjölskyldumál. Við þessar að- stæður koma upp erfiðleikar í hjónaböndum, böm vantar aðstoð í sambandi við skólagöngu. Stund- um vilja innflytjendur fá hingað ættingja sína og þannig mætti telja.“ - Taka Islendingar innflytjend- um vel? „Það eru á því máli bæði jákvæð- ar og neikvæðar hliðar. íslending- ar eru í grundvallaratriðum oft hjálpsamir en þeir eru líka haldnir talsverðum fordómum, líklega óm- eðvitað. Þetta kemur fram þannig að þátttaka innflytj- ___________ enda í íslensku samfé- lagi er tiltölulega lítfl, þar á ég við að lítið ber á þeim í almennri um- ræðu, t.d. í fjölmiðlurn." - Hvað meðstörf? „Margh- innflytjend- ur vinna við fiskvinnslu eða við ræstingar en þeir fá síður vinnu í bönkum eða á fínum skrifstofum." - Hvernig gengur fólki að læra málið? „Það er líka misjafnt. Sumir læra íslensku fljótt, aðrir seint eða aldrei. Islenska er kennd í Náms- Toshiki Toma ► Toshiki Toma fæddist í Tókýó í Japan árið 1958. Hann lauk há- skólanámi í stjórnmálafræði í Tókýó og tók eftir það guðfræði- próf. Hann kom til Islands árið 1992 og starfaði við ýmis störf í fyrstu en er nú prestur innflytj- enda á Biskupsstofu. Toma á tvö börn. Umræða um trúarlega fjöl- hyggju mætti vera meiri og á jafnréttis- grundvelli flokkum Reykjavíkur og hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla fs- lands. Það er ekki dýrt að læra íslensku hjá Námsflokkunum en námið hjá HÍ er dýrt, eigi að síður sækja það margir." - Hver er tilgangur ykkar með þessari málstofu á morgun ? „Hann er að kynna mahayana- búddisma, sem er ríkjandi trúar- brögð í Kína og Japan. Þetta er ólíkur búddismi þeim sem er ríkj- andi í Taílandi og Víetnam og raun- ar á fleiri stöðum. Þessi munur er svipaður og sá sem er á kaþólskri trú og lúterstrú. Einnig ætlum við að tala um hvað trúarleg fjölhyggja þýðir í rauninni og hvemig við get- um haft áhrif á þróun hennar.“ -Reyriir fólk að viðhalda trú sinni þegar það skiptir um heima- land? „Yfirleitt reynir fólk það en böm innflytjenda snúast oftast til lúterstrúar, sem er algengust með- al íslenskra bama. Þetta veldur oft vandræðum í fjölskyldum innflytj- enda.“ - Hvaða möguleika eiga t.d. ma- hayana-búddistar á að rækja trú sína hér? „Hér er starfandi félag mah- ayana-búddista og það stendur fyrir trúarathöfnum fyrir sína fé- lagsmenn. Þannig er þetta með aðra trúflokka líka sem hér eru til.“ - Vilja menn af öðrum trúflokk- um þiggja aðstoð þína, þar sem þú ert lúterstrúar? „Oftast skiptir þetta engu máli. Aðeins einu sinni vildi fólk ekki þiggja aðstoð mína af trúarástæð- um.“ ________ -Hvenær var emb- ætti þitt stofnað? „í árslok 1996. Ég var prestur hjá Há- teigssókn frá 1994 til sumars 1996. Síðan tók Biskupsstofa við að reka þetta starf “ Er nægilega mikið talað um þessi mál hér? „Það mætti vera meira. f sam- bandi við kristnihátíð finnst mér að umræða mætti vera líflegri um önnur trúarbrögð og meira á jafn- ræðisgrundvelli. Einkum það finnst mér mikilvægt. Það ríkir jú trúfrelsi á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.