Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Ddmsmálaráðherra um ályktun Umferðarþings
Ekki tímabært að
ræða fjárhagsáætl-
un á þessu stigi
Heimasíða
Þjóðminja-
safnsins
opnuð
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra opnaði í gær nýja heima-
síðu Þjóðminjasafnsins, www.nat-
nius.is. Á heimasiðunni er að finna
margs konar upplýsingar um safn-
kost og starfsemi safnsins. Þar er
meðal annars fjallað sérstaklega
um myndadeild, munadeild, þjóð-
háttadeild, húsverndardeild, forn-
leifadeild, bókasafn, sýningar
Lækningaminjasafnsins í Nesi við
Seltjörn og Sjóminjasafnsins í
Hafnarfirði.
Heimasíðan var opnuð við hátíð-
lega athöfn í Vesturvör 20 þar sem
stærstur hluti safnkosts Þjóðm-
injasafnsins er nú varðveittur, en
stefnt er að því að opna hús
Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu,
eftir gagngerar endurbætur, í árs-
lok 2002.
Frumrit
sambands-
laganna
frá 1918
ÞEIR sem lögðu leið sína í
Þjóðmenningarhúsið um
helgina fengu þar að sjá frum-
rit sambandslaganna frá 1918,
en skjal þetta, sem varðveitt
er í Þjóðskjalasafni Islands,
var til sýnis í bóksal Þjóð-
menningarhússins í tilefni
fullveldisdagsins, 1. desember.
Auk sambandslaganna voru
tvö önnur skjöl sem tengjast
sjálfstæðisbaráttu Islendinga
til sýnis í Þjóðmenningarhús-
inu um helgina.
Annars vegar frumrit
stjórnarskrárinnar 1874 og
hins vegar gjörðabók þjóð-
fundarins 1851.
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra segir gagnrýni, sem kom
fram á nýafstöðnu Umferðarþingi á
umferðaröryggisáætlun, ekki sann-
gjarna enda hafi hún ekki verið
rædd á þingi enn. Á Umferðarþingi
var samþykkt ályktun þar sem bent
var á að fullnægjandi umferðarör-
yggisáætlun fyrir árin 2001-2012
yrði að innihalda fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun og að tryggja yrði
að nægt fé rynni til áætlunarinnar
úr opinberum sjóðum. I ályktuninni
segir ennfremur: „Umferðarþing
lýsir vonbrigðum sínum yfir því að í
fjárlögum fyrir árið 2001, sem nú er
verið að afgreiða á Alþingi, verður
nánast ekkert vart við aukna fjár-
muni til þessai’ar baráttu. Umferð-
arþing skorar því á ríkisstjórn og
Alþingi að lýsa því nú þegar yfir, að
væntanleg 12 ára áætlun muni upp-
fylla framangreind skilyrði." Um-
ferðarþing fagnaði hinsvegar stefn-
umörkun dómsmálaráðheiTa að
miða við 40% fækkun dauðaslysa og
meiri háttar slysa í umferðinni á
næstu 12 árum á íslandi.
Ósanngjörn gagnrýni
Sólveig sagði í samtali við Morg-
unblaðið að gagnrýnin sem kom
fram í ályktun Umferðarþings væri
ekki sanngjörn. Hún benti á að enn
væri unnið að umferðaröryggisáætl-
un fýrir árin 2001-2012 og það plagg
sem kynnt var á Umferðarþingi
væri aðeins drög. „Þetta er rammi
sem hér er fram settur og síðan þarf
að ræða um áætlunina á Alþingi.
Það er því ekki tímabært að ræða
nákvæma fjárhagsáætlun nú,“ sagði
Sólveig og bætti við að fjárveitingar
til umferðaröryggisáætlunarinnar
kæmu til umræðu við fjárlagagerð
fyrir árið 2002. Eftir væri að ræða
hina nýju áætlun og samþykkja á
Alþingi.
„Það má auðvitað vel taka undir
áskorun til ríkisstjórnarinnar og Al-
þingis að tryggja nægilegt fjármagn
til umferðaröryggisáætlunarinnar á
næstu árum en það er ekki hægt að
taka undir að slíkar áherslur séu
ekki sjáanlegar nú,“ sagði Sólveig.
„Eg upplýsti m.a. í setningarræðu
minni á Umferðarþingi að fjárlaga-
nefnd væri að vinna að hugmyndum
að fjölgun lögreglumanna m.a. með
tilliti til aukins umferðareftirlits,"
sagði Sólveig og bætti við að lög-
reglumönnum hefði fjölgað verulega
á undanfömum árum. Þá hefðu fjár-
framlög til málaflokksins aukist um-
talsvert. Þar að auki væri gert ráð
fyrir auknu fjármagni til vegagerð-
ar á næsta ári. A Umferðarþingi
hefði að auki verið skrifað undir
viljayfirlýsingu um æfingasvæði fyr-
u' ökunema og tilkynnt um stofnun
rannsóknarsjóðs fyrir umferðarör-
yggismál.
Bréf ritað
vegna tsjetsjensks
flóttamanns
Mannrétt-
indi að fá
að stofna
hjónaband
ASLAN Gilaev, sem segist
vera tsjetsjneskur flóttamað-
ur, sendi dómsmálaráðuneyt-
inu bréf í gær, sama dag og
formlegur andmælaréttur í
máli hans rann út, en Útlend-
ingaeftirlitið hafnaði honum
um dvalarleyfi í síðasta mán-
uði og var sá úrskurður kærð-
ur til ráðuneytisins.
Ingvi Hrafn Óskarsson, að-
stoðarmaður dómsmálaráð-
herra, sagði í samtali við
Morgunblaðið að engin niður-
staða lægi fyrir í máli Gilaevs
og vildi hann ekki gefa það
upp hvort búið væri að færa
sönnur á hver hann væri eða
frá hvaða ríki.
I bréfi Gilaevs færði hann
rök fyrir því hvers vegna hann
ætti að fá dvalarleyfi og voru
meginrökin þau að hann væri
giftur íslenskri konu og þyrfti
að sjá um fjölskyldu.
Fjölskyldan fái að
lifa eðlilegu lífi
Jakob Rolland, prestur kaþ-
ólskra, sendi dóms- og kirkju-
málaráðherra bréf fyrir
skömmu þar sem hann talar
máli Gilaevs og segir hann það
gi-undvallarmannréttindi að fá
að stofna til hjónabands.
„Þessi réttindi eru óhaggan-
leg og eru þar með ofar lög-
sögu einstaklinga eða kirkna
eða ríkja, segir í bréfi Roll-
ands. „Ríkinu og kirkjunni og
þjóðfélaginu ber að virða og
vernda þessi réttindi.
Eg fer því fram á það að þér
sjáið til þess að þessi fjöl-
skylda fái nú og strax að lifa
eðlilegu lífi í friði og njóti frið-
helgi sem hún á skilið eins og
allar aðrar fjölskyldur hér á
landi.
Gilaev er þegar búinn að
sanna að hann sé frá Tsjet-
sjeníu, og það fimm sinnum.
Hann gekk í gegnum próf
tvisvar í Noregi, tvisvar í Sví-
þjóð og einu sinni í Reykja-
vík.“
Búast má við niðurstöðu í
máli Gilaevs á næstu vikum að
sögn Ingva Hrafns.
Þjdðhagsstofnun spáir auknnm viðskiptahalla og V2% aukningu kaupmáttar 2001
Spáð 5,8% verð-
bólgu á næsta ári
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir 5,8%
verðbólgu á næsta ári í endurskoð-
aðri spá um þróun efnahagsmála
sem birt var í gær. Er þetta mun
hærri verðbólguspá en í þjóðhags-
áætlun sem lögð var fyrir Alþingi í
byrjun október þar sem reiknað
var með 4% hækkun verðlags á
milli áranna 2000 og 2001.
Horfur eru á að viðskiptahalli
nemi 68 milljörðum á næsta ári
samanborið við áætlanir um 61!4
milljarðs viðskiptahalla á þessu ári.
Þá gerir Þjóðhagsstofnun nú ráð
fyrir að kaupmáttur muni aukast
minna á næsta ári en gert var ráð
fyrir í þjóðhagsáætlun eða um 0,5%
samanborið við 1,5% í fyrri spá.
Gert ráð fyrir 4% hagvexti á
yfirstandandi ári
I endurskoðaðri spá Þjóðhags-
stofnunar er búist við að hagvöxtur
á yfirstandandi ári nemi 4% sam-
anborið við áætlun um 3,6% aukn-
ingu landsframleiðslunnar í fyrri
spá Þjóðhagsstofnunar. Reiknað er
með að töluvert dragi úr hagvexti á
árinu 2001 og hann nemi 1,6% en
það er óbreytt spá frá þjóðhags-
áætlun í haust.
Flestar breytinganna sem Þjóð-
hagsstofnun hefur gert á spánni
fyrir næsta ár má rekja til áhrifa af
breytingum á gengi krónunnar að
undanförnu en stofnunin gerir þó
ráð fyrir að gengi krónunnar verði
óbreytt frá því sem nú er út árið
2001.
Stofnunin spáir nú 5,8% hækkun
verðlags á milli áranna 2000 og
2001. „Þessa breytingu má rekja til
gengisbreytinga á undanförnum
vikum og mánuðum. Frá septem-
ber, þegar síðasta spá var gerð, til
nóvember hefur gengi krónunnar
lækkað um 3M;-4%. Hér er vissu-
lega um verulega hækkun á verð-
lagsspá að ræða. Venju fremur er
hún óvissu háð og er sú óvissa til
beggja handa. Veikist gengi krón-
unnar frekar má búast við áhrifa
þess gæti í hærra verðlagi. For-
sendur um launahækkanir spárinn-
ar taka mið af þeim samningum
sem gerðir voru á almennum mark-
aði fyrr á þessu ári, að viðbættu
nokkru launaskriði. Hækki laun
umfram þessar forsendur má gera
ráð fyrir að þessi verðlagsspá sé of
lág.
Á hinn bóginn er hugsanlegt að
þróun olíuverðs verði hagstæðari á
komandi ári, en hér er lögð til
grundvallar forsenda OECD um að
ekki komi til umtalsverðar lækkun-
ar á verði olíu fyrr en seint á næsta
ári. Þá eru merki þess að verð á
húsnæði hafi náð hámarki, en í for-
sendum þessarar spár er ekki gert
ráð fyrir að það lækki á komandi
ári,“ segir í endurskoðaðri spá
Þjóðhagsstofnunar.
Hægir á vexti
einkaneyslunnar
Þar sem útlit er fyrir meiri verð-
bólgu hefur Þjóðhagsstofnun einn-
ig endurskoðað áætlanir sínar um
kaupmátt ráðstöfunartekna og
reiknar nú með að kaupmáttur
aukist um Ms% á komandi ári sam-
anborið við 1 M>% í þjóðhagsáætlun.
Jafnframt er reiknað með að
draga muni úr vexti einkaneyslu
sem talin er aukast um 1,7% á
næsta ári í stað 2,6% í þjóðhags-
áætlun. Spá um samneyslu er
óbreytt frá fyrri áætlun þar sem
gert er ráð fyrir 3% vexti. Á hinn
bóginn er gert ráð fyrir að lægra
gengi krónunnar, hærri vextir og
meiri verðbólga hafi nokkur áhrif á
fjárfestingu á komandi ári. í stað
l‘/2% samdráttar er nú áætlað að
fjárfesting dragist saman um 2/2%
á árinu 2001.
Þessar breytingar fela í sér að
þjóðarútgjöld munu vaxa hægar á
árinu 2001 en ætlað var í þjóðhags-
áætlun, eða 0,9% í stað 1,7%. Einn-
ig er gert ráð fyrir að atvinnuleysi
aukist lítils háttar en verði áfram
undir 2%.
Þjóðhagsstofnun bendir á að
samkeppnisstaða útflutnings batn-
ar vegna gengisbreytinga og út-
flutningsframleiðsla muni því
dragst minna saman en áður var
gert ráð fyrir eða um 1,3% saman-
borið við 1,6% í fyrri spá.
Á móti er gert ráð fyrir að al-
mennur innflutningur dragist sam-
an og innflutningur í heild verði 3%
minni á næsta ári en á árinu 2000.