Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Telur aðeins tvo kosti raunhæfa LEIFUR Magnússon, sem til- nefndur var í sérfræðihópinn af samgönguráðherra, leggur til að aðeins verði greidd atkvæði um tvo kosti, annars vegar að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri sem miðstöð innan- landsflugs og í samræmi við gildandi aðalskipulag eða að flugvallarstarfsemin flytjist öll til Keflavíkur. Á fundi sérfræðihópsins laugardaginn 2. desember voru kynntar helstu niðurstöður skýrslna tveggja erlendra ráð- gjafa sem borgaryfirvöld og samvinnunefnd um svæðis- skipulag á höfuðborgarsvæðinu leituðu eftir að forgöngu borg- arverkfræðings. Fjallaði ein um þrjá aðra möguleika varð- andi Reykjavíkurflugvöll og önnur um nýjan innanlands- flugvöll suður af Hafnarfirði. Þrír kostir fyrri skýrslunnar fjölluðu um lokun núverandi flugvallar í Reykjavík og gerð nýs innanlandsflugvallar f Hafnarflrði, að aðeins verði ein flugbraut á Reykjavíkurflug- velli og í þriðja lagi að innan- landsflug flytjist til Keflavíkur nema hvað litlum velli fyrir æf- inga- og kennsluflug verði kom- ið upp sunnan Hafnarfjarðar. Telur þær ekki innlegg í tillögur sérfræðihópsins Leifur Magnússon lagði á þeim fundi fram skriflegar at- hugasemdir sínar við þessum skýrslum. Um þá fyrri segir hann vera byggt í fjölda tilvika á röngum eða vafasömum for- sendum og að láðst hafi að taka raunhæft tillit til stórra kostn- aðarþátta. Geti skýrslan því með engu móti talist raunhæft innlegg í hugsanlegar tillögur sérfræðihópsins. Um síðari skýrsluna, nýjan flugvöll suður af Hafnarfírði, segir Leifur að með hliðsjón af staðsetningu vallarins svo stutt frá Keflavíkurflugvelli verði að tclja afar ólíklegt að stjómvöld telji raunhæft að reyna að rétt- læta þá fjárfestingu sem slíkur viðbótarflugvöllur með tilheyr- andi byggingum og búnaði myndi kalla á. Segir hann þenn- an kost engan veginn fallinn til að greiða um hann atkvæði. Niðurstaða Leifs er því sú að aðeins skuli greidd atkvæði um tvo kosti, að flugvöllurinn verði áfram á sama stað eða starf- semin flutt til Keflavíkur. Meirihluti sérfræðihóps um framtíð Vatnsmýrar og Reykjavíkurflugvallar Kosið verði um fjóra kosti í febrtíar 2001 BORGARRÁÐ frestaði í gær af- greiðslu á tillögum sérfræðihóps um undirbúning almennrar atkvæða- greiðslu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavikurflugvallar sem lagðar voru íyrir fund þess í gær. Meirihluti hópsins, þrír fulltrúar, leggur til að greidd verði atkvæði 3. febrúar á næsta ári í Reykjavík um fjóra kosti í málinu og að samhliða fari fram skoð- anakönnun meðal annarra lands- manna til að fá sjónarmið lands- byggðarfólks. Lagt er til að greidd verði atkvæði um eftirfarandi kosti: A. Núverandi flugvöll með tveimur til þremur flugbrautum. B. Völl í breyttri mynd, þ.e. að norður-suður braut verði færð sunn- ar og nái út í Skeijafjörð. C. Að miðstöð innanlandsflugs flytjist tU Keflavíkur. D. Nýjan flugvöll sem verði byggð- m- sunnan Hafnarfjarðar eða á upp- fyllingum í Skerjafirði. Fulltrúi sem tilnefndur er af sam- gönguráðuneyti leggur til að greidd verði atkvæði um aðeins tvo kosti, þ.e. að völlurinn verði áfram í Vatns- mýri sem miðstöð innanlandsflugs eða að flugvaUarstarfsemin flytjist til Keflavíkur. Fulltrúi, sem tílnefndur var af Samtökum um betri byggð, leggur tU að atkvæðagreiðslan fari ekki fram nú heldur samhUða sveitastjómar- kosningum árið 2002 og að þá verði kosið um hvort innanlandsflug verði flutt tU Keflavíkur eða á nýjan flug- völl annars staðar á höfuðborgar- svæðinu en í Vatnsmýri. ítarleg skýrsla væntanleg Stefán Ólafsson, formaður sér- fræðihópsins, segir í bréfi tU borgar- ráðs að hann muni á næstunni skila borgarráði ítarlegri skýrslu um starf- ið, niðurstöður ráðgjafa og mat á val- kostum út frá þeim sjónarmiðum sem hópnum var ætlað að hafa til hliðsjón- ar. Hann segir strax hafa komið í ljós að tveir kostir væru Ijóslega fyrir hendi, annars vegar að núverandi flugvöllur yrði rekinn áfram með svipuðu sniði og hinn að innanlands- flug verði flutt tU Keflavíkur. ,Athug- anir ráðgjafanna sem leitað var tíl benda til þess, að í það minnsta sjö kostir um skipan innanlandsflugs tU og frá höfúðborgarsvæðinu séu hugs- anlegir. Að mati meirihluta starfs- hópsins eru fimm þessara kosta ágætlega skilgreinanlegir, þ.e. þann- ig að hægt sé að gera sér grein fyrir hvað í þeim felst, hver áhrif þeirra yrðu og hvaða kostnaður kunni að tengjast útfærslu þeirra," segir for- maðurinn m.a. í bréfi sínu. Hann segir það mat meirihluta nefndarinnar að tUlögurnar megi leggja fyrir í almennri atkvæða- greiðslu sem verði leiðbeinandi fyrir borgaryfirvöld við endurskoðun á svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðis- ins og á aðalskipulagi Reykjavíkur. Boðar hann nánari rökstuðning fyrir þessum kostum í skýrslunni og að þar verði einnig að finna sérálitin tvö. Rafræn atkvæðagreiðsla? Varðandi atkvæðagreiðsluna sjálfa er lagt tU að hún fari fram sunnudag- inn 3. febrúar 2001 og að hún verði að einhverju leyti rafræn. Jafnframt fari fram skoðanakönnun í síma hjá 5 tU 10 þúsund manna úrtaki meðal íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og út um land. ítarleg kynn- ing valkosta fari fram með útgefnu efni, á Netinu, með auglýsingum og málþingi og fái helstu hagsmunaað- Uar að kynna sjónarmið sín þar. Fulltrúi Samtaka um betri byggð skilaði séráliti Greidd verði atkvæði á lands- vísu árið 2002 SAMTÖK um betri byggð gagn- rýna vinnubrögð formanns sér- fræðihóps um atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvall- ar fyrir að sinna ekki skilgreindum markmiðum erindisbréfs nefndar- innar. Jóhann J. Ólafsson, formað- ur samtakanna, sem situr í sér- fræðihópnum, skilaði séráliti og hafnar hugmyndum um atkvæða- greiðslu. Jóhann segir í bréfi sínu til for- manns sérfræðihópsins að upplýs- ingar og forsendur til skoðana- myndunar séu á þessu stigi málsins ekki nægilega traustar til að verjandi sé að ganga til al- mennrar atkvæðagreiðslu um .jafnmikilvægt og vandmeðfarið mál, þar sem framtíð höfuðborgar- innar er í húfi“, segir hann m.a. Leggur hann til að samhliða sveit- arstjórnarkosningum árið 2002 verði greidd um það atkvæði á landsvísu hvort innanlandsflug verði til framtíðar á Keflavíkur- flugvelli eða á nýjum flugvelli á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu en í Vatnsmýri. Þá segir hann að fengið verði mat óháðra aðila á kostum og göll- um mismunandi flugvallarstæða í víðu samhengi og að gerð verði út- tekt á hagræði þess fyrir miðborg- ina, höfuðborgarsvæðið og landið allt að nýta Vatnsmýri fyrir mið- borgarbyggð. Ný ensk orðabók með hra&virku uppflettikerfi Ný og endurbætt ensk-islensk/ íslensk-ensk orðobók nteb hrobvirku uppflettikerfi er komin út. Bókin hefur o5 geyma 72.000 uppflettiorð og vor sérstaklega hugað a5 fjölgun or5a í tengslum vi5 tækni, vísindi, tölvur, vi5skipti og ferðalög. Hún spannar því fjöldamörg svi5 og nýtist vel hvort sem er ó heimili, vinnustað, í skóla eða bara hvar sem er. r> Or&abókin er 932 bls. í stóru broti og inn- bundin í sterkt band. Kynningarverb: 6.800 kr. ORÐABÓKAÚTGÁFAN Borgaryfírvöld koma sér hjá ábyrgð Á fundi hjá Samtökum um betri byggð sagði formaðurinn er hann kynnti niðurstöðu sérfræðihópsins að með atkvæðagreiðslunni væru borgaryfirvöld að koma sér hjá því að bera sjálf ábyrgð á þessu máli. Jóhann sagði eitt atriðanna sem sérfræðihópurinn hefði ekki rætt þrátt fyrir ákvæði um það í erind- isbréfi hópsins væri mat á annarri landnotkun Vatnsmýrar en fyrir flugvöll. I álitsgerð Jóhanns segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar ósk- ir sínar hafi sérfræðihópnum verið neitað um upplýsingar um aðra staðsetningu flugvallar borgarsvæðinu en í Reykjavíkur. Þá segir álitsgerð Jóhanns: „Sérfræðihópnum var neitað um skipulagstillögur að byggð í Vatns- mýri þrátt fyrir þá staðreynd að samkvæmt erindisbréfi eigi hann að undirbúa almenna atkvæða- greiðslu um landnotkun þar. Sér- fræðihópnum var neitað um endur- skoðun á röngum og villandi niðurstöðum úr skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands, sem pöntuð var í tilefni af ákvörðun um flugvöll í Vatnsmýri 1997. Opinberir aðilar og aðrir, sem vilja aðeins eina handstýrða niður- stöðu í fyrirhugaðri atkvæða- greiðslu, vitna þó stöðugt í þá skýrslu." á höfuð- miðborg einnig í SS áformar rekstur kjötvinnslu í Danmörku SLÁTURFÉLAG Suðurlands, SS, hefur verið að kanna þann möguleika að reka eigin kjötvinnslu í Danmörku. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði við Morgunblaðið að málið væri ekki frágengið, enn væri til dæmis leitað að hentugu húsnæði. SS hefur flutt töluvert út af lambakjöti til Dan- merkur og samið við kjötvinnslu þar í landi að vinna kjöt til grillunar. Vöru- merki á grillkjöti SS hefur verið markaðssett í Danmörku og sagði Steinþór næsta skref í málinu að taka kjötvinnsluna yfir. Hann sagði háa tolla hafa komið í veg fyrir að SS flytti út unnar kjötvör- ur. Einnig hefði geymsluþol haft sitt að segja. Af þessum sökum yrði það hagkvæmara að vinna úr kjötinu er- lendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.