Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 35 Nauðsyn laga um ábyrgðar- menn EITT af viðfangs- efnum löggjafans er að takast á við spurn- inguna, um hvað lög eigi að fjalla um; m.ö.o. að ákveða hvaða sviðum mann- lífsins skuli stjórnað eða skipað með lög- um. Stjórnarskráin veitir ekki svör við þessari spurningu og við henni er því ekk- ert einhlítt svar. Stjórnarskráin heimil- ar löggjafanum að setja lög um nánast hvað sem er, og því er mikilvægt að hann hugleiði vandlega hvort þörf sé löggjafar eður ei áður en ákvörðun er tekin. Því miður er það stað- reynd að oft á tíðum má gagnrýna löggjafann fyrir þær ákvarðanir sem hann hefur tekið. T.d. hafa verið settar reglur sem aldrei verður framfylgt. Setning slíkra reglna getur jafnvel verið hættu- leg því þær geta leitt til þverrandi virðingar fólks fyrir lögum og löggjafanum og grafið undan trú almennings á stjórnskipaninni sjálfri. Afstaða mín Ég er þeirrar skoðunar að eitt meginviðfangsefni löggjafans sé að tryggja öllum jöfn tækifæri. Það markmið er miklu stærra en svo að líklegt sé að það náist nokkru sinni. Það breytir ekki því grund- vallarviðhorfi mínu og mótar af- stöðu mína til löggjafar og laga- setningar. Menn eru misjafnir eins og þeir eru margir og vinna misvel úr þeim tækifærum sem þeir fá, en eitt meginhlutverk þess sem hinar almennu leikreglur setur er að búa þær þannig úr garði að allir fá jöfn, eða sem jöfnust tækifæri. Ástand og þróun Nýverið lagði ég, ásamt sjö öðr- um þingmönnum fram á Alþingi frumvarp til laga um ábyrgðar- menn. Hugmyndin að baki frum- varpinu er að koma samskiptum ábyrðarmanna og lánastofnana í fastar skorður. Frumvarpið kveð- ur á um aukinn rétt einstaklinga sem ætla að gangast í ábyrgð á að hafa allar upplýsingar um áhættu fyrir framan sig þegar ákvörðun er tekin. A þessu hefur verið mikill misbrestur. Með frumvarpinu er ekkert bannað sem nú er leyft; það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í opinberri umræðu um umvarpið átti sig á þeirri staðreynd. Á hinn bóginn er efni ábyrgðarloforðs þrengt þannig að heimili einstakl- inga eru undanþegin aðför, hafl viðkomandi ábyrgðarmaður ekki haft persónulegan hag af lánveit- ingunni. Hér á landi hefur sú hugsun verið fest í sessi að eðlilegt sé að þriðji aðili ábyrgist viðskiptasamn- ing lánastofnana og viðsemjenda þeirra, öfugt við það sem annars staðar þekkist. Reyndar hefur hugmyndaauðgi lánastofnana átt sér fá takmörk þegar þær hafa verið að festa einstaklinga í ábyrgðum. Má um það nefna mörg dæmi. Því má fullyrða að þær hafi misnotað það frelsi sem þær hafa haft við að þróa ábyrgðarmanna- fyrirkomulagið til þeirra stöðu sem það er í í dag. M.ö.o. þær hafa sýnt það að þeim er ekki treyst- andi til að fara vel með þá yfir- burðaaðstöðu sem þær jafnan eru í þegar kemur að viðskiptum við einstaklinga. Núverandi ástand er til vitnis um það og því getur löggjafinn ekki lengur setið hjá og horft á. Löggjöf er því nauðsyn. Efni frumvarpsins Frumvarpið byggist á því að samskiptum þeirra sem vilja gang- ast í ábyrgð og lána- stofnana verði komið í ákveðið form. Þar eru neytendasjónarmið höfð að leiðarljósi. Hugsunin með frum- varpinu er að gera að- ila eins jafna og hægt Lúðvík er þegar kemur að því Bergvinsson að meta áhættuna af því að gangast í ábyrgð. Róttækasta reglan sem lagt er til að verði lögfest er sú að ekki verði gert fjárnám í heimilum manna, nema viðkomandi hafi haft Róttækasta reglan sem lagt er til að verði lög- fest er sú segir Lúðvík Bergvinsson, að ekki verði gert fjárnám í heimilum manna, nema viðkomandi hafí haft hag af lánveitingunni. hag af lánveitingunni. Þetta bygg- ist á þeirri hugsun að hagsmunir samfélagsins eru meiri af því að fjölskyldur og einstaklingar missi ekki heimili sín en að kröfuhafi fái greitt, því kostnaðurinn vegna brotinna heimila og uppleystra fjölskyldna fellur jafnan á samfé- lagið að lokum. Niðurlag Lánastofnanir á íslandi hafa sýnt að þeim er ekki treystandi til að fara með þann aðstöðumun sem er á stöðu þeirra annars vegar og einstaklinga hins vegar. Þessu er öðruvísi farið í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég tel það því vera skyldu Al- þingis að bregðast við, og hefði reyndar átt að gera það fyrir löngu. Verði frumvarpið að lögum mun það leiða af sér ríkari kröfur til faglegri vinnubragða við lán- veitingar en nú tíðkast. Það tel ég að muni koma öllu efnahagslífinu til góða. Enn fremur er ljóst að verði ákvæðið um að heimili manna verði undanþegin fjárnámi að lögum, munu innheimtumenn fjárskuldbindinga hafa meira fyrir sinni innheimtu en nú er. Höfundur er alþingismaður. •V,ií iV iC’íg s£ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 SKÁLD LESAljóðá Austm’velli einn napran og næðingssaman haustdag tíl að mót- mæla rafmagnsvirkj- unum á hálendinu. Þau taka tækni rafmagnsins í þjónustu sína til að breyta veikum rómi sín- um í þrumuraust sem megnar að yfirgnæfa bæði umferðina og norðangarrann. Á eftir flýta þau sér inn í upp- hitaða veröld tækninnar þangað sem rafmagnið dælir tO þeirra heitu vatni úr iðrum jarðar sem yljar þeim og tekur úr þeim hrollinn. Rafmagn er gott. Virkjanir eru vondar. Þegar hrollur- inn er horfinn taka þau til við að skipuleggja næstu mótmæli gegn framleiðslu á því rafmagni sem snýr öllum staðbundnum hjólum hins tæknivædda atvinnulífs nútímans. Þess atvinnulífs sem skáldin eiga það að þakka að þau búa við önnur og betri lífskjör en Bólu-Hjálmar. Þess atvinnulífs sem stendur undir hinni íjölþættu og blómlegu menningu á Islandi nútímans. Þess atvinnulífs sem væri með öllu óhugsandi án raf- magnsins. I borg einni úti í heimi stendur kona með spjald sem á er letrað með stórum stöfum: „Kill No Animals“. „Drepið engin dýr“. Konan er að hverfa af „vaktinni" og önnur tekur við spjaldinu. Hún gengur röskum skrefum inn í næsta stórmarkað þar sem hún kaupir vænt stykki af nauta- kjöti. Henni, og fjölskyldu hennar, þykir nautakjöt gott. Það hefur alltaf fengist í stórmörkuðum síðan hún var lítil telpa sem trítlaði þangað, hald- andi í hönd mömmu. En henni finnst það ljótt að drepa dýr. Hún hefur aldrei komið í sláturhús. Hve mörg okkar hafa gert það? Islenskur háskólaprófessor skrifar grein til að andmæla byggingu álvers á Islandi. Áverið er slæmt að hans mati. Það spillir útsýninu, fordjarfar náttúruna og eyðileggur lífríkið í Sel- firði. Að auki þarf það rafmagn. Það kallar á stóra virkjun í hinum óvið- jafnanlegu Ljósugljúfrum sem setur hluta þeirra á kaf og kaffærtr að auki meginhluta Fögruvera, þar sem rauð eyrarrósin blómstrar. Sú virkjun er ófyrirgefanleg náttúruspjöll að hans mati. Daginn eftir á prófessorinn er- indi til útlanda á ráðstefnu. Hann ferðast með flugvél. Bolur hennar og vængir eru að níu tíundu hlutum gerðir úr áli og álblöndum. Á1 er gott og nauðsynlegt. En álver eru af hinu illa. Viðhorf af því tagi sem hér hafa verið tekin tilbúin dæmi um eru tvennskonar. Hið fyrra getum við kallað NIMBY. Skammstöfunin stendur fyiár Not In My Back Yard. Ekki í mínum garði. Viðhorfið er þetta: Ég vil gjaman njóta góðs af tækniframförum og öllu því sem þær gefa af sér. En ég vil ekki taka á mig neitt af óþægindun- um sem þeim fylgja. Það geta aðrir gert. Eg ferðast gjaman með flugvélum. Ég nota líka álpotta og álpönnm- í eldhúsinu. Það er mikið af áli í bílnum mínum sem fyrir bragðið er léttur og sparneytinn á bensín. En ég vil alls ekki að ál sé framleitt á Islandi. Álver má reisa í þróunarlöndunum. Þar verður fólk öllu fegið. Að sjálfsögðu vil ég líka hafa ódýrt og öruggt rafmagn. En ég vil alls ekki láta virkja mína uppá- Umhverfi Skortur á sýn á sam- hengi hlutanna, segir Jakob Björnsson, virð- ist fara vaxandi í ölium iðnríkjum. haldsá. Það er hægt að virkja ein- hvers staðar annars staðar. Og ekki leggja raflínur framhjá fossinum þar sem ég veiði. Þær geta verið annars staðar. NIMBY er dæmigerður fyrii- hinn eigingjarna. Þann sem gjaman vill fá góðan hádegisverð, en ætlar öðmm að borga hann. Hitt viðhorfið er dæmigert fyrir mann sem er orðinn svo vanur að fá ókeypis hádegisverð að hann hefur al- veg gleymt að það þarf að borga hann. Fyrir honum er það svo sjálfsagt að rafmagnið sé til taks í innstungunni í veggnum þegar hann þarf á því að halda, nautakjötið í stórmarkaðnum þegar hann langar í kjöt og flugvél við landganginn þegar hann vill ferðast, að það hvarflar ekki að honum að setja svo sjálfsögð mál í samband við jafnógeðfellda hluti og virkjanir, dýradráp eða álver. Þessi skortur á sýn á samhengi hlutanna virðist fara vaxandi í öllum iðnríkjum. Ég held að hann eigi rót sína í verkaskiptingunni í nútímaþjóð- félagi. Sífellt þrengri verkaskiptingu; sífellt meiri sérhæfingu. Sjónarsvið manna verður þröngt. Þeir eiga erfitt með að sjá út yfir sérsvið sitt og finna jafnframt hjá sér minni og minni þörf fyrir að gera það. Samhengi hlutanna verður æ óljósara. Tækniframfarir færa stöðugt til mörk hins mögulega og ómögulega svo að þau verða smám saman þokukennd í augum hins sér- hæfða, en þröngsýna, nútímamanns. Fjarstæðukenndar spurningar verða ekki lengur svo fjarstæðukenndar. Fjarstæðukenndar kröfur ekki held- ur. „Skorað er á stjómvöld að leita leiða til að virkja án þess að setja þurfi land undir miðlunarlón." Til að gera vatnsaflsvirkjanir á íslandi án þess að miðla vatni frá sumri til vetrar. Að stunda ,4’aforkubúskap“ án þess að safna „heyforða" til vetrarins. Slíkur búskapur hefði bónda fyrr á öldinni aldrei komið til hugar. En skrifstofu- manni í Reykjavík í dag getur hann vel komið til hugai’. Búskapur er utan hans daglega sjónarsviðs. Vh’kjanir sömuleiðis. Og er ekki tækninni alltaf að fara fram? Verður þess langt að bíða að heims- samtökin „Save the Bulls!“ (Bjargið nautunum!) skori á yfírvöld að leita leiða til að framleiða nautakjöt án þess að það þurfi að slátra nautum? Eru ekki ævintýralegar framfarir að verða í líftækninni? Fyrir þann sem varð að vera allt í senn, læknir sinn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennari, kerra, plógur, hestur, var yfirsýn spuming um líf eða dauða. Hann varð að treysta á sjálfan sig. Sérhæfingin var engin; sjónarsviðið vítt, samhengi hlutanna lá í augum uppi: Langaði hann í kjöt varð hann fyrst að slátra. Líklega er þessi þröngsýni og einsýni bakhliðin á því að fá nær allt upp í hendurnar án þess að þurfa nokkuð að velta því fyrir sér hvernig það komst þangað. Bakhliðin á því að rafmagnið er ávallt í innstungunni. Og kjötið í stórmarkaðnum. Og flug- vélin við landganginn. Við þröngsýninni held ég að sé að- eins eitt ráð: Almenningsfræðsla. Að upplýsa almenning. I virkjunarmál- um sem öðra. Því að hér er miklu meira í húfi en virkjanir og vatns- miðlanir. Þröngsýni og einsýni era hættulegar lýðræði. NIMBY verður sennilega erfiðari viðfangs. Hann á rót sína í eigingirni og snobbi; löstum sem fylgt hafa mannkyninu frá upphafi. Hann stafar ekki af breyttum þjóðfélagsháttum, verkaskiptingu og sérhæfingu. Ráð gegn honum er líklega erfiðara að finna en gagnvart þröngsýninni. Ekki er víst ;ið fræðsla komi þar að sama haldi. Ahrifamest væri sennilega að taka hádegisverðinn af. En það þættu líklega mannréttindabrot. Höfundur er fv. orkumálastjóri. Þar sem gæði og gott verð fara saman.. °P'lð,. föstud. 10-18. manud; 11-18 Laugard.1l ■ ogsunnud.1^ »ö- markaðstorgið í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 'OHýja V andinn að sjá samhengí hlutanna Jakob Björnsson Grand Cherokee Limited, árg. Hlaðinn aukabúnaði. Gullmoli. Verð 4.350,000 M-Benz WIL 320, árg. 11/’99 Ekinn 15 þ. Svartur og grár. Leður. Verð 4.700,000 bílar Hlíðarsmára 9, sími 544 4880, fax 544 4881 list email: trausti@bilaroglist.is, vefsíða www.bilaroglist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.