Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sjálfsaf-
neitun er
nauðsynleg
Kjartan Ólafsson sendi fyrir skemmstu
frá sér disk með tónsmíðum sínum þar sem
burðarverk hans er Völuspá. Árni
Matthíasson ræddi við tónskáldið sem
segir verkið fallstykki sitt.
KJARTAN Ólafsson er með
afkastamestu tónskáldum, en hann
hefur einnig verið iðinn við að kynna
nýjungar í tónsmíðum og hugsun,
meðal annars með því að skipu-
leggja tónlistarhátíðir og tónleika,
aukinheldur sem hann hefur kennt
tónsmíðar alllengi. Á síðustu tveim-
ur árum komu út þrír diskar með
tónlist Kjartans og á þessu ári kom
enn út diskur, en athygli vekui- hve
hann stingur í stúf við það sem
Kjartan hefur áður sent frá sér. Á
diskinum nýja, sem ber heitið Völu-
spá, er aðalverkið allfrábrugðið öðr-
um tónsmíðum Kjartans og á köfl-
um má greina í því naumhyggjulega
tónhugsun sem Kjartan hefur haft
óbeit á í gegnum árin.
Kjartan Ölafsson segir svo frá til-
urð verksins að sig hafi lengi langað
til að gera verk sem byggðist á
söguarfí þjóðarinnar og að Þórarinn
Eldjárn hafi bent sér á Völuspá.
Hann segist reyndar hafa beðið
Þórarin að skrifa eitthvað fyrir sig
„en Þórarinn sagði að þetta væri ein
alskemmtilegasta og dramatískasta
ljóðsaga sem fyrirfyndist og þegar
við bætist að hún gerist á óræðum
tíma hentaði hún mér mjög vel“.
Kjartan segist hafa kynnt sér þær
tónsmíðar sem aðrir hafa gert upp
úr Völuspá og þá meðal annars
sönglög norrænna tónskálda. „Þau
voru yfirleitt bundin við einhvern
tíðaranda og til að mynda eru söng-
lög samin upp úr 1950 yfirleitt eftir
þeim tíðaranda sem þá var ríkjandi í
tónsmíðum, tólftónakerfi og tilheyr-
andi, og útkoman oft mjög undarleg.
Eg ákvað því að reyna að gleyma
öllu sem ég kann til tónsmíða, nýta
ekkert nema eigin ímyndunarafl og
skapa eigin aðferðir sem hæfðu
samningu verksins; lagði alla kunn-
áttu, lærdóm og handverk til hliðar
TONLIST
H1 j ó m (I i s k a r
YKKAR EINLÆG
ELSA SIGFÚSS
Umsjón útgáfu: Vala Kristjánsson
og Trausti Jónsson. Afritun annað-
ist Þórir Steingrímsson á tækni-
deild Ríkisútvarpsins. Framleiðsla:
Sony DADC Austria AG. Dreifinga-
raðili: Japis. Útgefandi: Smekk-
leysa Sm. hf. SMG 4 CD.
„Flestar upptökumar eru gerðar
fyrir tíma segulbandsins. Allar þess-
ar eldri upptökur varð því að afrita af
plötum. Plötunum fylgir óhjákvæmi-
lega nokkur núningsniður, suð og
jafnvel brestir. Notkun hreinsibún-
aðar (líka stafræns) breytir alltaf
upphaflegum hljómi eitthvað (hann
geldir „sándið"). Því var ákveðið að
halda beitingu sliks búnaðar í algjöru
lágmarki." Uppl. á bæklingi. Auðvit-
að er þetta nokkuð ljóst við hlustun,
samt - og kannski þess vegna - lætur
maður þetta ekki angra sig, en
kannski er það fyrst og fremst Elsu
Sigfuss („Löbbu minni, einsog faðir
hennar, tónskáldið Sigfús Einarsson,
ávarpaði hana gjama) sjálfri að
þakka. Elsa var engin óperasöng-
og kom að verkinu einn og hálfnak-
inn.“
Annar tímaás
Kjartan segist hafa reynt að lifa
sig inn í söguna og nýta sér þær
hugmyndir sem þar er að finna, þar
á meðal hvernig völvan birtist í sög-
unni bæði í fyrstu persónu og þriðju.
„Völvan birtist því í tónverkinu í öll-
um mögulegum myndum, sem
mannsrödd, sem gömul kona, sem
bam, í öllum persónum sem hægt er
að hugsa sér. Tónlist er í eðli sínu
tímaleg, hún byrjar á einum stað og
tíma og endar á öðrum, en út frá því
að völvan getur verið til á mörgum
mismunandi tímum er ég í rauninni
búinn að búa til annan tímaás, y-ás-
inn. Á meðan verkið líður áfram í
einum tíma, eftir x-ásnum, ferðast
völvan samhliða um í öðram tíma og
má glöggt heyra í verkinu því völvan
breytir um aldur og það í kolvitlaus-
um tíma. I verkinu era líka alls kyns
tilvitnanir í tónlistarsöguna, í klass-
ík, rómantík, gregórskan söng og
svo má telja. Ég bjó líka til hljóðfæri
í tölvu úr íslenskum náttúrahljóð-
um, og klingjandi sverðstrengja-
sveit sem flytur brot úr Ár vas alda.
Ég nota líka talsvert af röddum en
allt er þetta ferðalag um tímann,
fram og til baka eftir y-ásnum sam-
hliða tímaferli tónverksins. Þannig
fór verkið í raun að stýra sér sjálft
og ég geri ekkert annað en að tengja
það við mitt eigið hugmyndaflug.“
Eins og getið er segist Kjartan
hafa lagt nánast allan sinn lærdóm
og hefðir sem hann hafi tileinkað sér
á hilluna í tónsmíðinni og segir að
það sé ekki nema eðlilegt; þegar
listamenn hafi starfað lengi á
ákveðnu sviði sé algengt að þeir
stoppi til að taka sveigju, til að
breyta tdl. Aðspurður hvort hann sé
kona, en hún var músíkölsk og gædd
mjúkri altrödd - og „hvaða rödd er
yndislegri en fallegur alt“ (orð föður
hennar). Og svo ég vitni í Pétur Pét-
ursson þul, sem fjallar um Elsu í
bæklingnum: „í söngvum Elsu Sig-
fúss, framkomu hennar og viðmóti
speglaðist fmynd tveggja þjóðlanda,
Danmerkur, með blómgan beykis-
kóg, korngula akra, blíða blævinda,
hringekju ástarinnar og stórborgar-
glaum, en hins vegar hrjóstragt svip-
mót draumalandsins íslands, kaldir
dalir með jöklasóley, hrafnaklukku
og gleymmérei, en einnig bændabýl-
in þekku með heimalning í hlað-
varpa, skógarilm, kaldavermsl og
hnúkaþey á hásumardegi." Og þetta
er líklega mergurinn málsins.
Röddin er hlý og falleg (danska
vorið!) - og meiri en mig minnti, en
aldrei „dramatísk" átök, enda bauð
efnisvalið ekki upp á slíkt. Vissulega
var aðferð hennar eða öllu heldur
ómeðvitað að losa sig undan því sem
hann hefur fengist við hingað til
vegna þess að hann hafi verið kom-
inn eins langt og komist yrði í þá átt
svarar hann því til að samfélagið
móti listamenn mjög mikið og á
þessari öld hafi verið miklar bylting-
ar í tónsmíðum sem margar hverjar
séu rangar. „I kringum 1950 var
mikið breytingaskeið í tónlist og
sumt hefur lifað sem átti ekki að lifa
fyrir tilstilli mjög áhrifamikilla
manna í tónlistarheiminum. Þótt
þeir séu kannski á annarri skoðun í
dag lifa kenningarnar áfram til að
mynda í skólakerfinu sem bindur
hendur manna að mörgu leyti, þótt
víst megi nýta þær til að skapa feg-
urð og fjölbreytileika.“
Viðurkenndar aðferðir eru
meingallaðar
„Þegar ég setti saman Calmus-
tónsmíðaforritið á sínum tíma nýtti
ég viðurkenndar algrímskar aðferð-
ir við að byggja upp tónsmíðaferlið,
enda þær aðferðir sem ég hafði lært.
Ég rakst aftur á móti snemma á það
að þær voru flestar meingallaðar,
íhaldssamar og takmarkandi og á
endanum henti ég þeim og ákvað að
ganga beint að því sem ég vildi ná
fram í tónsmíðum og skrifaði reikni-
aðgerðir fyrir forritið samkvæmt
því. Þótt aðferðimar séu viður-
kenndar og flestir telji þær eflaust
gefa færi á frjálsri sköpun er maður
frjálsari við að sniðganga þær.“
- Má þá ekki segja að þessar við-
urkenndu tónsmíðaaðferðir nýtist
best þeim sem hafa úr litlu að moða?
„í verkum margra ungra tón-
skálda í dag má oft heyra hvaða að-
ferðafræði var notuð og hvernig hún
hefur takmarkað tónskáldið. Segja
má að til sé ákveðin mið-evrópsk
tónlistarstefna sem tónskáld víða í
stíll mjög danskur: indæll og aðlað-
andi. Samt vora flest lögin sem
hljóðrituð vora með Elsu Sigfúss ís-
lensk. Ami Thorsteinsson og faðir
hennar virðast hafa verið hennar eft-
irlætis söngvahöfundar, enda góðir
báðir tveir.
Á diskinum era hvorki meira né
minna en 26 lög, og heildartími era
72 mínútur og rúmlega það. Fyrstu
fimm lögin era eftir dönsk skáld/tón-
skáld (þ.ám. Nielsen og Ingeman).
Svo koma Árni og Sigfús með Rósina
og Ein sit ég úti á steini; og þá ís-
lenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón
Þórarinsson. Fallegt upphaf á indæl-
um hljómdiski. Söngur Elsu er ákaf-
lega jafn að gæðum, ekkert sker sig
úr. Kannski finnst sumum það galli.
Þeim sem meðtekur hann beint í æð
finnst það e.t.v. kostur.
Þegar líður á diskinn koma lög eft-
ir Schumann (Wer machte dich so
krank? - ekki mjög þekkt), Schubert
Evrópu fylgja, meðal annars hér á
landi. Þegar maður heyrir verk eftir
þessi tónskáld er erfitt að gera sér
grein fyrir hvaðan þau era og hvaða
persóna er á bak við þau; þau era
vel unnin og uppfylla alla evrópska
gæðastaðla, en gersneydd samfé-
lagslegri skírskotun og persónu-
leika, stöðluð Evrópusambandstón-
list.“
Ákveðið uppgjör í gangi
Kjartan segir að honum sýnist
breytingar í vændum, það sé ákveð-
ið uppgjör í gangi og ungt fólk að
hafna gömlu forskriftinni. „Það
mátti til að mynda sjá það á raf- og
tölvutónlistarhátíðinni sem haldin
var í Kópavogi um daginn þar sem
gestir vora að stærstum hluta ungt
fólk, enda er þetta eðlilegur hljóð-
heimur fyrir því, hljóðheimur sem
þótti framandi og óaðgengilegur
fyrir fáum áratugum. Á sama tíma
er líka ákveðin sjálfsvitundarleit í
gangi í flestum tegundum tónlistar.
Vonandi er að myndast andspymu-
hreyfing sem hafnar gömlu gildun-
um og tilskipunarstefnunni sem hef-
ur ríkt í Evrópu frá því um miðja
öldina,“ segir Kjartan og fer ekki á
milli mála að hann hefur stofnað
sína eigin andspyrnuhreyfingu.
„Ég held að þessi diskur sé
ákveðin afneitun á ríkjandi stefnu
og einnig á mörgu af því sem ég hef
áður gert, sjálfsafneitun, en hún er
nauðsynleg til að maður geti sæst
aftur við það sem maður er að gera.
Það er ekkert víst að ég eigi eftir að
fara sömu leið aftur, en diskurinn og
verkin gera mér kleift að losna und-
an þeim áhrifum sem þekking,
kunnátta og venjur hafa. Ég hefði
sennilega fengið falleinkunn á allri
minni skólagöngu fyrir annað eins.
Völuspá er mitt fallstykki."
(Ave Maria og Litanei); He was
Despised eftir Handel, fallegt og
áhrifaríkt, og hið látlausa lag S.
Scheidts, O, Jesulein suss, o, Jesu-
lein mild, í útsetn. Bachs. Diskurinn
endar á tveimur lögum eftir Elsu
sjálfa, Að biðja sem mér bæri (texti
Björn Halldórsson) og Kenndu mér
(við texta Ólafar frá Hlöðum). Undir-
leikur er oftast píanó (Vilborg Ein-
arsson o.fl.), einnig strengjasveitir
(m.a. Slotskirkens Kammerork. í He
was Despised og Aage Juhl Thomsen
í Ave Maria og Litanei Schuberts) og
orgelleikur Páls ísólfssonar í 5 síð-
ustu lögunum. Á þessum tímum vora
sólóistar hafðir í forgranni, hitt var
undirleikur - og oft lélega upp tekinn
í þokkabót. Og ekkert við því að gera.
En þetta er vel unnin og vönduð
útgáfa (Vala Kristjánsson og Trausti
Jónsson eiga sérstakt hrós skilið), og
smekkleg eins og allt sem Smekk-
leysa Sm. hf. kemur nálægt.
(Til gamans: úrklippa úr Berlings-
ke Tidende, „En Blomst opkaldes
efter Elsa Sigfuss“, er segir frá
blómaframleiðandanum Niels
Tybjerg frá Reykjum sem skírði
rauðu nellikumai’ sem hann ræktaði
Elsu Sigfúss.)
Oddur Björnsson
Syndsamlega
góður leikur
ÞEIR leika næstum syndsamlega
vel, þessir fimm íslensku tónlistar-
menn. Þeir mæta kröfum hvers
verks; sigrast á tæknilegum vanda-
málum; og hljóta að öllu leyti góða
einkunn," sagði í nýlegri umfjöllun
norska dagblaðsins Bergens Tid-
ende um tónleika Blásarakvintetts
Reykjavíkur þar í borg.
Áð mati gagnrýnanda blaðsins er
leikur blásarasveitarinnar hljóm-
mikill og að öllu leyti gallalaus.
„Hver hending er fáguð og allt, jafn-
vel minnstu smáatriði era yfirfarin
og rétt staðsett. Það er einfaldlega
sjaldgæft að heyra blásarasveit í
þessum gæðaflokki,“ sagði í Bergens
Tidende og var það einna helst
verkaskrá tónleikanna sem gagn-
rýnandinn fetti fingur út í, en að
hans mati hefði val verka mátt vera
ævintýralegra.
Þetta nær þó að hans sögn ekki að
eyðileggja tónleika sveitarinnar þar
sem gamansemi, tæknileg hæfni og
kraftmikill leikur stóðu fyrir sínu og
segir í dómnum að flutningur blás-
arasveitarinnar á „Dix piéces pour
quintette á vent“ eftir György Liget-
is hafi að öllu leyti verið frábær.
„Flutningur sem er tæknilega og
tónlistarlega séð yfirgripsmeiri en
túlkun Blásarakvintetts Reykjavík-
ur . . . finnst varla í nokkram tón-
leikasal í dag,“ voru þá lokaorð
Bergens Tidende í þessum lofdómi
um sveitina.
------»-H-------
Tónleikar í
Bessastaða-
kirkju
DÆGRADVÖL, Félag áhugamanna
um menningu á Álftanesi, býður til
tónleika í Bessastaðakirkju annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.
Þar munu Sigurður Flosason
saxófónleikari og Gunnar Gunnars-
son orgelleikari flytja dagskrá sína:
Sálma lífsins. Elstu sálmalögin eru
frá 15. öld en þau yngstu era samin á
síðustu áratugum. Mörg laganna eru
í hópi hinna þekktustu en önnur
heyrast sjaldnar.
----------------
Aðventu-
tónleikar í Víði-
staðakirkju
ADVENTUTÓNLEIKAR verða
haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði annað kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20.
Fram koma Kvennakór Hafnar-
fjarðar undir stjórn Hrafnhildar
Blomsterbergs, Karlakórinn Þrest-
ir, stjórnandi Jón Kristinn Cortez,
og Kór eldri Þrasta undir stjórn
Guðjóns Halldórs Óskarssonar.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Rauðar
nellikur