Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 46
4j> MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDORA AÐALBJÖRG EGGERTSDÓTTIR + HaIIdóra Aðal- björg Eggerts- dóttir fæddist að Skúfum í Norðurár- dal 7. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar -'fvoru Ingibjörg Jón- inna Jónsdóttir, f. 22. jiilí 1891, d. 6. mars 1981 og Egg- ert Ragnar Sölva- son, f. 18. septem- ber 1876, d. 3. mars 1963. Systkini Halldóru eru Sig- ríður Hildigunnur Eggertsdóttir, f. 3. febrúar 1918 og Gissur Þór Eggertsson, f. 25. september 1921. Kona hans er Sigríður Davíðsdóttir, f. 5. mars 1920. Fóstursonur þeirra er Runólfur Runólfsson. Kona hans er Gerður Hafsteinsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Fóstur- systir Halldóru er Rósa Pálsdótt- ^ir, f. 1. september 1911. Halldóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939, kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1940 og hússtjórnarkennara- prófi frá Hússtjórn- arkennaraskóla ís- lands 1944. Hún starfaði sem kennari við Bamaskóla Siglu- fjarðar 1940-1942. Skólastjóri Hús- mæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni 1944-1946 og 1947- 1948. Stundakennari við Hússtjórnarkenn- araskóla fslands 1968-1969 og 1974- 1975. Námsstjóri húsmæðrafræðslunnar 1948- 1969, er staðan var lögð niður. Fulltrúi í hcimilisfræði á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1969-1986. Halldóra tók virkan þátt í fé- lagsmálum. Hún var formaður Húsmæðrakennarafélags íslands 1947-1953, formaður kennarafé- lagsins Hússtjórnar 1953-1977 og í stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara 1955-1964. í stjórn Neytendasamtakanna 1953-1968. Ritari og varaformað- ur í Bandalagi kvenna í Reykja- Heiðursfélagi Bandalags kvenna í Reykjavík, Halldóra Eggertsdóttir, er látin. Með henni er gengin hin merkasta kona og mikilvirkur félagi í Banda- laginu. Hún sat um margra ára skeið í stjórn og nefndum fyrir Bandalagið lengst sat hún í fræðslunefnd. Hún var afskaplega hugmyndarík og fylgdist vel með því sem var efst á baugi hverju sinni. Hún skipulagði, ásamt öðrum nefndarkonum í fræðslunefndinni, ýmis námskeið og fræðslufundi og ótrúleg fjölbreytni og nýjung í þeim sýndi að hún var ávallt ung í anda. Halldóra fylgdi því einnig fast eftir að fá nógu marga þátttakendur og að þeir fengju það besta úr námskeiðunum sem völ var á. Fræðslustarf innan BKR hefur sjaldan verið með jafn miklum blóma og undir stjórn og hugviti Halldóru. Við konur í Bandalagi kvenna í Reykjavík kveðjum Halldóru með jfeökk og virðingu og munum minnast hennar um ókomna tíð. Guð blessi hana og geymi. F.h. Bandalags kvenna í Reykja- vík Þórey Guðmundsdóttir, fyrrv. formaður, Kristin Guðmundsdóttir, fyrrv. formaður. Það er með miklum söknuði sem við systkinin kveðjum hana Halldóru frænku okkar. Það er sárt til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að hitta hana aftur, að minnsta kosti ekki í þessum heimi. En þó að það sé sárt að kveðja erum við þakklát fyrir all- ar þær minningar sem við eigum og þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Halldóra leit á okkur krakkana sem sín eigin barnabörn og vildi allt fyrir okkur gera. Hún og Hildigunn- ur, systir hennar, hringdu stundum í foreldra okkar og báðu um að fá okk- ur lánuð í svolitla stund. Þá beið okk- ar ævinlega heilmikil dagskrá. Með- al annars var farið í fjöruferðir. Þessar ferðir voru oft ævintýri + Ástkær móðir mín, amma og langamma, JAKOBÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Asparfelli 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 27. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Henný Ósk Gunnarsdóttir, Vala Kolbrún Reynisdóttir, Gunnar Þór Berg Traustason, Michael Berg Traustason. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, FRIÐRIK JÓN FRIÐRIKSSON (Bíi) útgerðarmaður og skipstjóri, Garðavegi 25, Hvammstanga, er lést af slysförum sunnudaginn 8. október síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Hvamms- tangakirkju laugardaginn 9. desember kl.14.00. Magnúsína Sæmundsdóttir, dætur, tengdasynir, og barnabörn. vík 1972-1978 og varaformaður 1978-1980. Stofnfélagi í Alfa- deild Delta Kappa Gamma Society International 1975 og hefur unnið þar ýmis trúnaðar- störf. Stofnfélagi í Soroptimista- klúbbi Reykjavíkur 1959 en hann var fyrsti klúbbur sinnar tegund- ar hér á landi. Erlendur bréfrit- ari Soroptimistaklúbbs Reykja- víkur 1959-1966 og síðan formaður klúbbsins 1966-1968. Formaður útbreiðslunefndar Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1970-1974 og síðan Soroptimista- sambands Islands 1976-1982. Sendifulltrúi samtakanna á fjöl- mörgum sendifulltrúaþingum Evrópusambands Soroptimista. Formaður bráðabirgðastjórnar Soroptimistasambands Islands 1973-1974 og síðan forseti sam- bandsins 1974-1976. Annar vara- forseti Evrópusambands Soropt- imista 1977-1979. Stofnandi 12 klúbba Soroptimista 1973-1983 og annaðist útgáfu ýmiss konar fræðsluefnis fyrir samtökin. Heiðursfélagi Soroptimistasam- bands Islands 1983 og Hússtjórn- arkennarafélags íslands 1986. Ritstörf: Nýja matreiðslubókin (ásamt Sólveigu Benediktsdótt- ur) 1954; Þvottur og ræsting (þýð.) 1948; Heimilisáhöld 1954. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1977. Halldóra var ógift og barnlaus. títför Halldóru fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. líkastar. Halldóra var mikill náttúru- unnandi og hafði því gaman af að skoða með okkur og fræða okkur um allt það sem á vegi okkar varð. Halldóra var mjög gestrisin og á heimili þeirra systra voru oft haldn- ar miklar matarveislur. Eru okkur þá helst minnisstæð jólaboðin, sem haldin voru á jóladag ár hvert. Þá buðu þær systur sínum nánustu ætt- ingjum í margréttað veisluborð, eins og þeim var einum lagið. Að sjálf- sögðu fengum við krakkarnir að hjálpa til við jólabaksturinn og hafði Halldóra gaman af því að kenna okk- ur ýmislegt í sambandi við bakstur og matargerð, og var stundum erfitt að sjá hver nyti sín best við bakstur- inn, Halldóra eða við krakkamir. Stundum bauð Halldóra okkur í bíó eða í leikhús. Þegar sýningin var svo byrjuð fór Halldóra að tína ýmiss konar góðgæti upp úr veskinu sínu. Þá hafði hún verið búin að smyrja samlokur áður en hún fór, svo að við yrðum örugglega ekki svöng, einnig var hún búin að poppa poppkom og setja í plastpoka. Þessu tróð hún of- an í veskið sitt ásamt gosdósum, suðusúkkulaði og ýmsu öðru góð- gæti. Hún vildi vera alveg viss um að við hefðum öragglega nóg af öllu, meðan á sýningunni stæði. Halldóra sýndi alltaf mikinn áhuga á námi okkar og áhugamálum. Þær systur styrktu okkur systkinin í tónlistar- og dansnámi, sem við verð- um þeim ævinlega þakklát fyrir. Það var henni einnig kappsmál að okkur gengi vel í skóla, og hún lagði hún sig ævinlega fram um að aðstoða okkur við heimanámið. Við vorum ekki orðin gömul þegar hún var farin að kenna okkur að lesa, og notaði til þess gamla stafi úr pappa sem hægt var að teikna eftir. Að sjálfsögðu þótti okkur þetta vera spennandi og við vorum virkilega montin þegar við voram svo farin að lesa auðveldar bækur. Þessu eigum við eftir að búa að alla okkar ævi. Það var svo fyrir rúmu ári að fyrsta „langömmubamið“ fæddist. Halldóra var auðvitað mjög spennt og vonaði að hún næði aftur það góðri heilsu að hún gæti farið með litla sólargeislann sinn út að leika og gert með honum allt það sem hún gerði með okkur krökkun- um þegar við vorum lítil. En því miður varð minna úr því en hún vonaðist eftir. En við krakkarnir eigum eftir að sjá til þess, að okkar börn fái að heyra allt um Halldóru frænku og allt það sem hún kenndi okkur og gerði fyrir okkur. Elsku Halldóra, við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Við vitum að nú ertu á góðum stað, þar sem þér líður vel. Minning þín á ætíð eftir að lifa í hjarta okkar. Guð blessi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Sigríður Hafdis, Davíð Amar og Atli Freyr Runólfsbörn. Við systur í Soroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar viljum minnast og þakka Halldóra Eggerts- dóttur fyrir hennar miklu leiðsögn og þann stuðning, sem hún hefur alltaf sýnt okkur í störfum okkar fyr- ir Soroptimistahreyfinguna. Við erum annar klúbburinn, sem stofnaður var hér á Islandi, og stóð Halldóra fyrir stofnun hans. Alls var hún framkvöðull að stofnun 12 Sor- optimistaklúbba á íslandi og má rétt geta sér þess til, hversu mikil vinna það hefur verið. Halldóra taldi aldrei eftir sér að vinna fyrir Soroptim- istahreyfinguna, ef hún gat látið gott af sér leiða. Hún vann ötullega að því að leið- beina okkur og miðla okkur af þekk- ingu sinni og reynslu, og var það ómetanlegt fyrir okkur, sem þess nutum. Jafnframt var hún persónu- legur vinur okkar allra. Við minnumst Halldóra með virð- ingu og hlýhug. Systur í Soroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. í dag kveðjum við mikilsmetna konu sem starfað hefur vel og lengi fyrir hússtjórnar- og heimilis- fræðslu, við skipulagningu námsins og framkvæmd þess. Halldóra A. Eggertsdóttir var hússtjórnarkenn- ari. Hún útskrifaðist í hópi fyrstu nemenda frá Húsmæðrakennara- skóla íslands vorið 1944. Á þeim ár- um var skólinn til húsa í Háskóla Is- lands. Halldóra aflaði sér framhaldsmenntunar í hússtjómar- greinum og fylgdist mjög vel með nýjungum og framgangi greinarinn- ar hér heima og erlendis. Halldóra var létt í lund, bar sig vel, var virðu- leg í fasi og tekið var eftir henni hvar sem hún fór. Henni lá hátt rómur og ekki fór á milli mála hver var kominn í hús. Halldóra samdi og þýddi fjöl- breytt kennsluefni sem var mikið notað í húsmæðraskólunum. Hún var námstjóri húsmæðrafræðslunn- ar í 20 ár og ferðaðist á milli hús- mæðraskóla landsins. Kom tvisvar á vetri í hvem skóla og veitti kennur- um og skólastjórum faglega ráðgjöf, ásamt því að útvega ýmislegt sem þurfti til kennslunnar, en það var ekki auðvelt í þá daga. Einnig hélt hún námskeið og íyrirlestra fyrir námsmeyjar skólanna. Hún hafði brennandi áhuga, vann mjög óeig- ingjarnt starf og var í forastusveit þeirra sem að þessum málum stóðu. Á þessum áram var hússtjórnar- fræðslan í hávegum höfð og aðalund- irstöðumenntun kvenna til sjávar og sveita um land allt áður en þær stofnuðu heimili sem ávallt er hom- steinn þjóðfélagsins. Hún starfaði eftir það sem námstjóri í heimilis- fræði á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur og reyndist heimilisfræðikenn- uram sem til hennar leituðu traustur leiðbeinandi. Ávallt var sami áhuginn og eljan um framgang greinarinnai’ þótt aldurinn færðist yfir. Halldóra tók virkan þátt í félags- störfum á vegum hússtjórnarkenn- ara og var lengi formaður Hús- stjórnarkennarafélags íslands. Einnig var hún fulltrúi félagsins í norrænu samstarfi og sat ráðstefnur fyrir hönd þess víða erlendis. Hún starfaði að ýmsum velferðarmálum og tók virkan þátt í starfsemi Banda- lags kvenna í Reykjavík. Hússtjórn- arkennarafélag Islands sendir aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur og geymir góðar minningar um eljusama og ósér- hlífna konu. F.h. Hússtjórnarkennarafélags Islands, Guðný Jóhannsdóttir, formaður. í dag er borin til grafar Halldóra Eggertsdóttir, heiðursfélagi Soropt- imistasambands íslands og fyrsti forseti þess. Halldóra varð að líða þungar þrautii- undir ævilokin en neytti síðustu kraftanna til þess að sanna þann hetju- og skörungsskap sem var aðalsmerki hennar á löngum og merkum lífsferli. Við systur í samtökum Soroptim- ista eigum henni meira að þakka en nokkram öðram félaga enda fór hróður hennar víða. Halldóra Egg- ertsdóttir var formaður Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur, fyrsti forseti Soroptimistasambands Islands, varaforseti Evrópusam- bands Soroptimista og margoft sendifulltrúi. Hún var um árabil for- maður útbreiðslunefndar og stofnaði tólf Soroptimistaklúbba víðs vegar um landið og mun það vera einstakt í hreyfingunni. Þá starfaði hún lengi í laganefnd. Öll ofangreind störf og fjölda annarra vann Halldóra af sér- stakri umhyggju og skörangsskap og lagði fram krafta sína án hiks eða efa. Hún kenndi okkur hinum að vera Soroptimistar og að segja aldrei nei við neinni bón. Halldóra var fönguleg á velli og sópaði að henni. Það gljáði á hrafn- svart hárið og augun gneistuðu. Þeg- ar hún tók til máls styrkri röddu hlustuðu allir og væntu sér mikils boðskapar. Hún var hispurslausari en gerist og gengur og röddin gat orðið hvöss ef henni þótti við ekki uppfylla þær væntingar sem okkur bar. Hins vegar var hin göfuglynda kona sem ekki mátti aumt sjá án þess að reyna að bæta úr og gekk þá á forða sinn ótæpilega og orðalaust. Sú góðsemi og hjálpfýsi er okkur of- arlega í huga þegar við ræðum sam- an um hin mikilvægu störf Halldóra Eggertsdóttur, bæði á þeim vett- vangi sem að ofan er nefndur og á mörgum öðram sviðum þar sem hún lét að sér kveða. Hún gat sér góðan orðstír í samtökum Soroptimista í Evrópu og þar var nafn hennar og sérstakur persónuleiki vel kunnur og átti hún þar margvíslegt samstarf við samherja sína. Hún hafði aflað sér ágætrar menntunar á ýmsum sviðum sem efldi hana á marga lund. Halldóra unni ferðalögum og var þaulkunnug landi og lýð, enda ók hún ótrauð að vetri sem sumri hvert á land sem var þegar hún um árabil gegndi embætti fræðslustjóra hús- mæðrakennslunnar og leit til með skólunum. Þegar löggilt elli hélt inn- reið sína lagði hún stund á skoðunar- ferðir um landið og fór þá víða með vinkonum og leitaði eftir fáförnum slóðum og erfiðum leiðum og gekk yfir holt og hæðir eins og ung væri. Nú er Halldóra vinkona okkar og systir farin, hún er stigin yfir þrösk- uldinn, hið dimma fet, sem Jónas tal- ar um. Við þökkum henni órjúfan- lega vináttu og forsjón í málum okkar og þá fyrirmynd sem hún var okkur, hún var drengur góður í raun. Við óskum henni góðrar ferðar á nýj- um stigum og hafi hún ekki verið tekin sem barn inn í nýjan heim má vera að baráttukonan kunni vel við sig á bröttum leiðum. Guð fylgi Hall- dóra Eggertsdóttur. Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur, Guðrún B. Sigurðardóttir. Ef ég gæti annars þjónað þðrf, ef gæti ég stutt minn vin við störf, ef gæti ég minnkað manna kvöl, með þeim deilt sem á ég völ. Þá myndi ég sanna gleði finna, I slíkri framkvæmd verka minna. (Dorothy Vale Kissinger.) Þannig hljóðar upphaf Soroptim- istaóðsins í þýðingu Kristínar Snæhólm Hansen. Soroptimistar eru alheimssamtök kvenna í stjórnunar- og stai’fsgreinastéttum sem hafa að leiðarljósi hjálpar- og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Halldóra Eggertsdóttir var stofn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.