Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 43 UMRÆÐAN Þorskur og álver Á DÖGUNUM áskotnaðist mér hefti með vísindagreinum sem Endre Aas við háskólann í Bergen skrifaði á árunum 1998-2000. Greinarnar fjölluðu um áhrif ál- vera á sjávardýr og greindu frá aðferðum sem nota má til um- hverfisvöktunar, þ.e. aðferðum til þess að fylgjast með áhrifum mengunar á lífríkið. Greinarnar voru m.a. byggðar á tilraunum sem gerðar voru í námunda við 200.000 tonna álver á vesturstönd Noregs (Karmöy). Umrætt álver er í eigu Norsk Hydro og losar árlega um 16 tonn af lífrænu kolefni (total organic carbon, TOC) og um 450 kg af tjöruefnum (poly aromatic hydrocarbon, PAH) í fjörðinn. Full ástæða er til þess að hafa áhyggj- ur af PAH efnunum þar sem þau hafa neikvæð áhrif á lífríki sjávar. Aðferðafræðin sem kynnt var í greinum Endres vakti athygli mína ekki síst í ljósi þess að m.a. var notast við rannsóknir á sjávar- gulli okkar, þorskinum. I þessari grein ætla ég að fjalla um helstu áhrif PAH á fisk og gera grein fyrir þeirri umhverfis- vöktun sem kynnt var í greinum Endres. Álframleiðslan í álframleiðslu er áloxíð raf- greint. I rafgreiningunni eru notuð kolaskaut sem brenna og mynda C02. Við bruna kolaskautanna myndast einnig áður umrædd PAH-efni. PAH-efnin eru talin krabbameinsvaldandi og óæskilegt að losa þau í andrúmsloftið. Til þess að fyrirbyggja losun PAH- efna út í andrúmsloftið er útblást- ur álvera hreinsaður, t.d. með vatni. Hreinsivatninu er veitt til sjávar eftir að PAH-efnin hafa að hluta til verið fjarlægð úr því. Rétt er að taka fram að annarrci tækni er beitt við hreinsun útblásturs í nýjum álverum, þ.m.t. álverinu á Grundartanga. Ný tækni í áliðnað- inum hefur leitt til minnkunar á losun PAH-efna. Sam- kvæmt Naes, K o.fl. 1995 (Science of the total environment, Vol. 163, 93-106) los- aði hvert álver í Nor- egi árlega um 1-10 tonn af PAH í firði Noregs á árum áður. Naes o.fl. töldu að ný tækni hefði leitt til þess að heildarlosun álvera í Noregi sé yfir 10 tonn PAH á ári. PAH í lífríkinu PAH-efnin komast í fisk ýmist með fæðu úr setlögum sjávar eða um tálknin. Margt bendir til þess að leiðin um tálknin sé mikilvæg- ari. PAH er vatnsfælið og safnast fyrir í lifrinni þar sem ensím brjóta það niður. PAH-niðurbrots- efnin eru vatnssækin og skolast út með þvagi. Vatnssæknu PAH-nið- urbrotsefnin eru virk og geta skemmt erfðaefni (DNA) fisksins. Skemmt DNA er lykillinn að myndun krabbameins. Þegar fiskur sem veiddur var í nágrenni við álverið var borinn saman við fisk sem veiddur var fjær kom eftirfarandi í ljós: • Skaddað DNA var til staðar í fiski sem veiddur var í námunda við álverið en ekki í hinum. • Fiskur sem veiddur var í námunda við álverið var horaðri en fiskur sem veiddur var fjær. • Fiskur sem veiddur var í námunda við álverið hafði sár á skinni og slit á uggum. U mhverfisvöktun í umhverfisvöktun er notast við ýmsar aðferðir, t.d. er fylgst með mengun í setlögum og/eða í lífrík- inu, s.s. í kræklingi. Rekstur álvers er háður starf- sleyfi sem gefið er út af Hollustu- vernd ríkisins. Starfsleyfi kveður á um losunarmörk og ákveður þynn- ingarsvæði. Þynningarsvæði er skilgreint þannig: „sá hluti viðtaka Umhverfi Mikilvægt er, segír Bergur Sigurðsson, að stöðug umhverfísvöktun fari fram í námunda við stóriðjur. þar sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis kveða á um að mengun megi vera yfir um- hverfismörkum eða gæðamarkmið- um“. M.ö.o. starfsleyfishafa er veitt heimild til þess að menga þynningarsvæðið. En hvernig á að fylgjast með því hvort mengun nái út fyrir þynningarsvæðið? Svarið er, með vöktun lífríkis. Hér að neðan mun ég gera grein fyrir þremur efnafræðilegum að- ferðum sem nota má til vöktunar lífríkis. Aðferðirnar eru; mæling á auknum styrk ensíma, mæling á PAH-niðurbrotsefnum í þvagi og mæling á skemmdu DNA. Ensím í lifrinni sjá um að brjóta PAH niður í vatnssækin PAH-nið- urbrotsefni. Fiskur bregst við PAH-mengun með því að auka framleiðslu á ensímum til þess að lifrin anni niðurbrotsþörfinni. Hár styrkur ensíma gefur til kynna að fiskurinn hafi orðið fyrir PAH- mengun. Ensímamæling ein og sér er ekki fullnægjandi til umhverfis- vöktunar því ýmsir aðrir þættir í umhverfinu geta haft áhrif á styrk þeirra. PAH-niðurbrotsefni era vatns- sækin og skolast út með þvagi. Mæling á PAH-niðurbrotsefnum í þvagi gefur góða hugmynd um hvort fiskurinn hafi nýlega komist í snertingu við PAH. PAH-niðurbrotsefni í þvagi eru mæld með flúrljómunarmælingum. Kosturinn við þá mælingu er að hún er einföld, fljótleg og ódýr. Eins og áður hefur komið fram era PAH-niðurbrotsefni virk og geta skemmt DNA. Skemmdir á DNA er dæmi um neikvæð áhrif á lífríkið. Þetta gerir mælingar á Bergur Sigurðsson skemmdu DNA viðeigandi og áhugaverðar í umhverfisvöktun. Skemmt DNA safnast fyrir í fisk- inum og gefur styrkur þess hug- mynd um uppsafnaða upptöku PÁH efna á löngum tíma. Til þess að hafa betri stjórn á rannsókn sinni komu Endre og fé- lagar þorski fyrir í kvíum, í nám- unda við álverið og utan þynning- arsvæðis (sjá mynd). Að mánuði liðnum var þorskinum slátrað og hann rannsakaður. Niðurstöðumar staðfestu það sem tilraunir á villt- um fiski höfðu gefið til kynna. Endre og félagar komust að þeirri niðurstöðu að einfaldar efnagrein- ingar á þorski úr kvíum henti vel sem hluti af umhverfisvöktun. Umhverfismat Norðuráls Stækkun álvers í Hvalfirði úr 90.000 tonnum í 300.000 tonn er matsskyld framkvæmd. Ástand líf- ríkis í Hvalfirði var rannsakað áð- ur en rekstur stóriðju þar hófst. Samskonar rannsókn núna hefði leitt í ljós hvort stóriðjan hafi nú þegar haft áhrif á lífríki fjarðarin^, Slíka rannsókn er ekki að finna í drögum að matsáætlun. Gert ráð fyrir PAH-mælingum á kræklingi sem var í búrum á áhrifasvæði ál- versins sumarið 2000. Álver án mengunar er ekki til og verður líklega aldrei til þó að mikl- ar framfari hafi átt sér stað. Mikil- vægt er að stöðug umhverfisvökt- un fari fram í námunda við stóriðjur til þess að tímanlega megi grípa til viðeigandi aðgerða ef útlit er fyrir meiri mengun en ætlað var í umhverfismati. í upphafi skal endinn skoða. Höfundur er umhverfisefnafræðing- ur og starfar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðumesja. Þín frístund - okkar fag VINTERSPORT Bíldshöfða • 110 Reykjavík • síml 510 8020 • www.intersport.is Súrefnisvörur BARMAFATNAÐUR Karin Herzog í úrvali, skoðaðu verðið. Vita-A-Kombi Þumalína, s. 551 2136. Mat á þekkingarverðmætum Grunnur að þekkingarstjórnun Rannsóknarráð íslands, PricewaterhouseCoopers, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Verslunarráð íslands boða til ráðstefnu um mat á þekkingarverðmætum. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel fimmtudaginn 7. desember kl. 13:00 til 17:00. Þekking á æ stærri þátt í verðmætasköpun fyrirtækja og vexti hagkerfa og mikilvægt að fyrirtæki nái tökum á að meta þessi verðmæti og stjóma þeim. DAGSKRÁ Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri RANNÍS 13:00 Skráning og afhending gagna. 13:30 Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13:40 NORDIKA samnorrænt verkefni um mat á þekkingarverðmætum, Henrik Jenssen, verkefnisstjóri frá Norræna iðnaðarsjóðnum. 14:10 Measuring Intellectual Capital, dr. Niels Jorgen Aagaard, Chief Knowledge Officer COWI Consuiting Engineers and Planners AS. 15:00 Kaffihlé. 15:20 Reynsla íslenskra fyrirtækja af mati á þekkingarverðmætum Sjóvá Almennar, Íslandsbanki-FBA, Miðheimar og EJS. 16:50 Samantekt, Reynir Kristinsson, forstjóri PricewatherhouseCoopers. 17:00 Ráðstefnuslit. Kostnaður við ráðstefhu kr. 6.000 Vinsamlega tilkynnið þátttöku til RANNÍS í síma 515 5800 eða með tölvupósti rannis@rannis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.