Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 33 Reuters La Traviata í Sevilla ITALSKA sópransöngkonan Stefania Bonfadelli sést hér syngja í ópcru Giuseppes Verdis La Traviata. Óperan er flutt í Maestranza-leikhúsinu í Sevilla á Spáni og er það Placido Domingo sem þar leiðbeinir söngvurunum. Englar og hirðar TOiVLIST H I j ó m d i s k a r JÓL Kvennakór Reykjavíkur. Stjórn- andi: Sigrún Þorgeirsdóttir. Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran. Píanó: Þór- hildur Björnsdóttir. Orgel: Mar- teinn H. Friðriksson. Upp- tökustaðir: Digraneskirkja, Fella- og Hólakirkja og Seltjarnar- neskirkja í desember 1999, febrúar og maí 2000. Upptaka: Stúdíó Stemma. Upptökumaður: Sigurður Rúnar Jónsson. STEF. Kvennakór Reykjavíkur KVKR 02. KVENNAKÓR Reykjavíkur kemur hér með stórfína jólaplötu, mjög fallega sungna og einstaklega vel valda söngskrá. Að vísu er ég alla jafna meira fyrir blandaðar raddir (kvenna og karla) en „óblandaðar“, bæði í jólalögum og annarri alvöru- kórtónlist yfirleitt, en undantekning- ar eiga ekki bara rétt á sér heldur eru nauðsynlegar á stundum. Nægir að skírskota til atriða í óperutónlist án þess að farið sé lengra út í þá sálma eða aðra. Og auðvitað snýst spurningin um það hvort sungið er vel eða illa. Söngskráin hefst á mjög viðeigandi nótum með íslensku þjóð- lagi (Hvað flýgur mér í hjarta blítt) í raddsetningu Þorkels Sigurbjörns- sonar og síðan Immanúel oss í nátt úr Hymnodia sacra (raddsetn. Þor- kels). Síðan koma hefðbundnari jóla- lög innan um önnur minna þekkt, en ekki síður áhugaverð, svo sem Cant- ique de Jean Racine eftir Fauré (Heill þér, himneska orð o.s.frv. í þýðingu Böðvars Guðmundssonar 1939) eða Englar og hirðar, latnesk bæn og ungverskar þjóðvísur (í þýð- ingu Rúnars Einarssonar) við tónlist Z. Kodálys. Einnig má nefna forn- kirkjulegan sálm, Nú kemur heims- ins hjálparráð, í raddsetningu Rób- erts A. Ottóssonar og umritun Ulriks Ólasonar. Svo koma kunn- ingjar héðan og þaðan, svo sem Lof syngið Drottni við lag Hándels, Laudate Dominum (með frábærum einsöng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur) og Ave verum corpus eftir Mozart. Hér koma orgel, Marteinn H. Frið- riksson, og píanó í „Laudate" við sögu, og píanóið víðar. Þórhildur Bjömsdóttir er góður píanóleikari, sem gengur ákveðið til verks. Einnig indæl ensk-frönsk og pólsk jólalög. Þá held ég að ég sé bara (óvart) langt kominn með söngskrána og ekki annað eftir en að minnast á lag Scheichs, Ó, Jesúbam blítt, í radd- setningu Bachs. Söngskráin er eins og fyrr segir mjög vel valin, hvort heldur er með tilliti til kórsins sjálfs eða jólanna (og okkar jólabarna), en umfram allt er hún falleg og hæfi- lega fjölbreytt, og alltaf í réttum anda. Mér finnst kórinn aldrei hafa verið betri en á þessum hljómdiski, radd- irnar virka ungar og ferskar (maður gæti stundum haldið að þetta væra allt ungar stúlkur) og fínt jafnvægi milli radda. Svipað má segja um fremur látlausa túlkun, en ekki svip- lausa, sem er viðeigandi, og gott hraðaval, þó að einstaka sinnum sé í hægari kantinum, að íslenskum sið, þegar við viljum vera hátíðlegir. Það getur komið svolítið niður á gleðinni - ef ekki músíkinni, en Kvennakór- inn, undir mjög góðri leiðsögn og stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, er samt oftast á réttu róli hvað þetta varðar. Og ef skeikar herslumun er það trúlega meira spurning um smekk (sbr. í dag er glatt í döprum hjörtum, reyndar mjög vel sungið). Annars sé ég ekki ástæðu til þess að fjalla sérstaklega um einstök lög því að þetta er allt í sama gæðaflokki ef út í það er farið. Sigrún Hjálmtýs- dóttir toppar þó herlegheitin, en hún syngur einsöng í mörgum laganna, má þar (auk ,,Laudate“) nefna t.d. Ave María (Kaldalóns) og síðasta lagið, Ó, helga nótt (enskur jólasálm- ur við lag A.C. Adams), sem endar fallega söngskrá á hrífandi nótum. Ekki er auðvelt að taka upp og hljóðrita söng stórra kóra (í Kvenna- kór Reykjavíkur eru 74 dömur, þar af 24 í fyrsta sópran og 18 í öðrum, sem segir kannski eitthvað um „birtu“ heildarinnar), en upptaka og hljóðritun Sigurðar Rúnars Jónsson- ar (Stúdíó Stemma) er einstaklega hrein og vönduð í alla staði án þess að vera „steríl". Og samkvæmt góð- um sið era textar í snotram og jóla- legum bæklingi. Oddur Björnsson V arfærnin í fyrirrúmi TOIVLIST Gcislaplötur EIRÍKUR HREINN HELGASON Ingi T. Lárusson: Það er svo margt. Karl Ottó Runólfsson: I fjarlægð. Árni Thorsteinsson: Kirkjuhvoll, Vorgyðjan kemur. Sigvaldi Kalda- lóns: Ur Islendingadagsræðu, Ég Iít í anda liðna tíð, Mamma ætlar að sofna. Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Sprettur. Eyþór Stefánsson: Á vegamótum. Bjarni Þorsteinsson: Sólsetursljóð. Þórarinn Guðmun- dsson: Kveðja, Þú ert, Sumargleði. Björgvin Guðmundsson: Islands lag. Pétur Sigurðsson: Ætti ég hörpu. Sigfús Halldórsson: Þetta er kvæði til konunnar minnar. Emil Thoroddsen: Vöggukvæði. H.J. Höjgaard (úts. Bjarni Jónatansson): Sumarkvöld í Færeyjum. Flytjend- ur: Eiríkur Hreinn Helgason (bar- yton). Aðrir flytjendur: Garðar Þór Cortes (tenór) syngur dúett með Eiríki Hreini í Sólsetursljóðum og Á vegamótum og Karlakór íslands og Nágrennis syngur með í íslands lagi, Ætti ég hörpu og Sumarkvöldi í Færeyjum. Kórstjóri: Jón Stef- ánsson. Meðleikari: Bjami Þór Jónatansson (píanó). Heildartími: 50’07. Verð: kr. 2.199 SUMARKVÖLD er fyrsta ein- söngsplata Eiríks Hreins Helga- sonar. Hann hefur samt sem áður verið virkur í íslensku tónlistarlífi, sungið einsöngshlutverk í íslensku óperanni, tekið þátt í flutningi veigamikilla kórverka með ýmsum kórum og sungið einsöng við góðan orðstír með fjölda kóra hér heima og erlendis. Eiríkur nam söng við Söngskól- ann í Reykjavík og síðan við Hochschule fúr Musik und darstell- ende Kunst í Vín. Eiríkur Hreinn hefur ómþýða og hljómmikla rödd og býr yfir tals- verðum túlkunarhæfileikum eins og glöggt heyrist í lögunum Mamma ætlar að sofna og Vöggukvæði. En verkefnavalið á þessari nýju plötu er nokkuð einslitt og gefur ekki til- efni til mikilla átaka. Samt finnst mér flutningurinn vera helst til var- færnislegur. Menn halda sér á afar lygnum sjó, taka enga áhættu og fara sjaldnast fram úr meðalgöngu- hraða. Mér fmnst að minnsta kosti vanta ögn meiri ferskleika og kraft, meira líf. Of djúpt er t.d. á gleðinni og tilhlökkuninni í Vorgyðjan kem- ur. Og hvar era fjöllin, golan og allt súrefnið í Spretti? Kannski má leita skýringarinnar í lagavalinu sem getur varla veitt flytjendum mikinn innblástur en lögin sem Eiríkur Hreinn hefur valið hér til flutnings era svo ofnotuð að það eitt að horfa á verkefnalistann aftan á plötunni vekur ekki hjá manni mikla löngun til að kynna sér efni hennar frekar. Er ekki löngu búið að segja allt sem segja þarf í lögum eins og Ætti ég hörpu, Það er svo margt, Þótt þú langförall legðir, Ég lít í anda liðna tíð, Islands lag, Sólsetursljóðum o.fl.? Meira að segja ágæt lög eins og Vöggukvæðið hans Emils Thor- oddsens, I fjarlægð eftir Karl Ottó Runólfsson og lögin þrjú eftir Þór- arin Guðmundsson, Þú ert, Kveðja og Sumargleði, era nú komin í flokk mestu stríðsfáka íslenskra ein- söngslaga og eru á góðri leið með að verða illþolanleg. Og það er sorglegt. Er ekki kominn tími til að hvíla sumar af þessum meintu „ís- lensku söngperlum"? Ég held að söngvarar vanmeti stundum smekk hins almenna hlustanda. Er það al- veg víst að söngáhugafólk vilji bara heyra þessi sömu 20-30 lög aftur og aftur? Ég held ekki. Þau tvö lög sem ég hafði aldrei heyrt áður og vöktu smávon um nýja upplifun, Sumarkvöld í Færeyjum eftir H.J. Höjgaard og Þetta er kvæðið til konunnar minnar eftir Sigfús Hall- dórsson, risu ekki undir vænting- um. Garðar Thór Cortes og Karlakór Islands og nágrennis koma við sögu í nokkrum laganna án þess þó að framlag þeirra geti talist afgerandi. En píanóleikur Bjarna Þórs Jón- atanssonar finnst mér prýðilegur og jafnvægi milli flytjenda ágætt. Énginn vafi leikur á því að Eirík- ur Hreinn er hæfileikaríkur söngv- ari og myndi ábyggilega njóta sín mun betur í áhugaverðara verk- efnavali. Rödd hans er kraftmikil en hljómar þó vel á hljóðlátu nótun- um eins og í Mamma ætlar að sofna og Vöggukvæði en þessi tvö lög era hiklaust bestu lögin á diskinum. Eflaust á Eirikur Hreinn Helga- son eftir að sýna betur hvað í hon- um býr og býður þá upp á áhuga- verðari efnisskrá. Valdemar Pálsson Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Er þitt fyrirtæki að bregðast við harðnandi samkeppni um athygli viðskiptavina þinna? Stjórnun viðskiptatengsla (Customer Relationship Management) Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi fimmtudaginn, 7. desember nk. kl. 12 - 13:30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð. Á fundinum verður farið hnitmiðað yfir þau atriði, sem stjórnendur og starfsmenn þurfa að hafa í huga þegar verið er að innleiða CRM í fyrirtækið. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunn- þekkingu um CRM og verður því lítil áhersla á almennar skilgreiningar. Fjaliað verður m.a. um nokkrar ástæður af hverju sumum fyrirtækjum tekst ekki að viðhalda tengslum við viðskiptavini og leiðir til úrlausnar. Sérstök áhersla er lögð á flokkun mikilvægra atriða um viðskiptavini (CRM trough segmentation) og tekið verður raunhæft dæmi um íslenskt fyrirtæki sem er að innleiða CRM. Fyrirlesarar: Björn Erik Westergren, markaðsráðgjafi hjá Hugtök ehf., og Art Schalk, ráðgjafi hjá IMG. Hilmar S. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sjónvarps Norðurljósa, verður fundarstjóri og mun segja frá reynslu fyrirtækisins af M12 tryggðarkerfinu og hvernig slikt kerfi er rekið. Fyrirlesturinn fer fram bæði á íslensku og ensku. Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð með hádegisverði fyrir skuldlausa félagsmenn FVH 2.000 kr og 3.000 kr fyrir aðra. Opinn fundur - allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.