Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
*------------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MARGEIR SIGURJÓN
VAGNSSON
+ Margeir Sigur-
jón Vagnsson
fæddist í Ósi í Arn-
arfírði 16. septem-
ber 1929. Hann lést
25. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sólveig
Bjarney Guð-
bjartsdóttir, f. 22.9.
1904, d. 27.1. 1969,
og Vagn Þorleifsson,
f. 23.8. 1898, d. 21.9.
1979. Margeir átti
þrettán alsystkini og
einn hálfbróður.
Fjögur eru látin.
Margeir flutti með foreldrum
sínum að Álftamýri í Arnarfirði
15 ára gamall og til Ólafsvíkur
1955.
Margeir kvæntist Sigríði Elínu
Eggertsdóttur 26.12. 1958. For-
eldrar hennar eru Eggert Jónas
Guðmundsson, f. 6.12. 1906, d.
23.5. 1995, og Vilborg Jónsdótt-
ir, f. 27.2. 1906, bús-
ett á Dvalarheimil-
inu Jaðri, Ólafsvík.
Börn Margeirs og
Sigríðar: 1) Eggert
Hafsteinn, f. 3.7.
1958, kvæntur Sól-
veigu J. Adamsdótt-
ur, f. 23.11. 1961.
Börn þeirra eru
Brypjar, f. 30.5.
1987, og Agnes, f.
11.3. 1990. 2) Sól-
veig, f. 8.2. 1961.
Börn hennar eru
Margeir, f. 29.1.
1982, og Bjarki, f.
3.7. 1993. 3) Vilberg, f. 5.7. 1967,
kvæntur Jóhönnu Scheving, f.
18.10. 1959. Barn þeirra er Sig-
ríður Elín, f. 5.1. 1996. Börn Jó-
hönnu eru Katrín, f. 2.12. 1980,
og Einar, f. 24.12. 1985.
Útför Margeirs fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Margeir Vagnsson, Bæjartúni 11
hér í Olafsvík, lést á sjúkrahúsi í
Reykjavík hinn 25. nóvember sl. en
þar hafði hann dvalið undanfarnar 7
vikur.
Margeir var fæddur á Ósi við
Arnarfjörð, einn af 13 bömum
þeirra hjóna Sólveigar Bjameyjar
Guðbjömsdóttur og Vagns Þorleifs-
sonar er þar bjuggu á þessum tíma.
Fyrir um 11 ámm þurfti hann að
gangast undir höfuðaðgerð sem gaf
honum all góða heilsu um árabil en
sl. tvö ár hefur heilsu hans hrakað
ört. Margeir var rúmlega 71 árs er
hann lést.
t
Ástkær móðir okkar,
SVEINBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
Melavegi 7,
verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 8. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hannes Heiðar Jónsson,
Gunnar Ingi Jóhannesson,
Sigurlaug Elsa Jóhannesdóttir,
Pétur Ingvar Jóhannesson,
Jóhannes Ragnar Jóhannesson.
Útför ástkærs sonar okkar og bróður,
HÓLMSTEINS Á. ÞORSTEINSSONAR,
Kantatgatan 28,
Malmö,
Svíþjóð,
fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn
8. desember kl. 10.30.
Þorsteinn S. Axelsson, Hólmfríður Þórarinsdóttir,
Axel Þ. Þorsteinsson,
Aðalheiður B. Þorsteinsdóttir.
t
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar
MARÍU INDRIÐADÓTTUR,
Borgartúni,
Ljósavatnshreppi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lyfja-
deildar I á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akueryri
og heimahjúkrunar Þingeyinga á Húsavík.
Arnór Benediktsson,
Indriði Arnórsson, Birna Kristjánsdóttir,
Þórhallur Arnórsson, Jóna Jónsdóttir,
Haukur Arnórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Rakarastofa Óskars, Hárstúdíó Ness, veröur lokað eftir hádegi í
dag, vegna jarðarfarar ÓSKARS H. FRIÐÞJÓFSSONAR.
Hárstúdíó Ness,
Austurströnd 12,
Seltjamarnesi, sími 561 2333.
Með Margeiri Vagnssyni er fall-
inn í valinn virtur og vel metinn
maður hér í byggð með samfelldan
starfsvettvang hjá sveitarfélaginu
hátt á 4. áratug, fyrst hjá Ólafs-
víkurhreppi, síðar Ólafsvíkur-
kaupstað og loks hjá hinu nýja,
sameinaða sveitarfélagi, Snæfells-
bæ. Starfsvettvangur Margeirs hjá
sveitarfélaginu spannar mestan at-
hafna- og uppgangstíma byggðar-
innar.
Vegna mikilla og góðra afla-
bragða og uppbyggingu í atvinnu-
lífinu hér á 6. áratugnum var hér að
störfum mikill fjöldi aðkomusjó-
manna- og verkafólks víðs vegar að.
Meðal þeirra er hingað komu af
þessum ástæðum voru margir
dugnaðarforkar af Vestfjörðum.
Einn þeirra, eins og áður sagði, var
Margeir Vagnsson úr Amarfirðin-
um sem síðar stofnaði hér fjöl-
skyldu með sinni hressu og glað-
lyndu eiginkonu, Sigríði Egg-
ertsdóttur, en þau hófu fljótlega
undirbúning að byggingu tvíbýlis-
húss við Bæjartúnið í félagi við Sig-
urdór, bróður Sigríðar. Þar stóðu
heimili þeirra systkina og fjöl-
skyldna um fjölda ára og stendur
enn hjá Margeiri og Sigríði.
Sá sem þessar línur ritar kynnt-
ist Margeiri Vagnssyni fyrst sem
skipsfélaga á m.s. Snæfelli sem gert
var út héðan úr Ólafsvík, - haustið
1962 og á vetrarvertíð 1963. Kynni
okkar hafa staðið síðan.
Á 20 ára tímabili áttum við Mar-
geir Vagnsson traust og gott sam-
starf á sviði sveitarstjómarmála,
nánar tiltekið á tímabilinu 1962-
1982. Stór hluti þess var á vettvangi
hafnarmála, þau sömu ár sem Mar-
geir starfaði við Ólafsvíkurhöfn.
Hafnarmálið var hér á þessum ár-
um stóra málið sem yfir annað
gnæfði og hafði því forgang umfram
annað. Upp úr 1960 var ljóst að Ól-
afsvíkurhöfn fullnægði á engan hátt
þjónustuhlutverki sínu við stóran og
sífellt stækkandi fiskiskipaflota og
afskipunarþörfinni vegna mikils út-
flutnings framleiðslunnar. Nýja
höfn varð því að byggja hér og
leggja þá gömlu af ella töpuðum við
hinum ört vaxandi flota frá okkur.
Það var svo á árinu 1963 að stjórn-
völd samþykktu byggingu nýrrar
hafnar hér í Ólafsvík og var þá
strax á sama árinu hafist handa. Við
þær aðstæður verður það að teljast
hafa verið mikið happ íyrir sveitar-
félagið að mannkostamaður eins og
Margeir Vagnsson skyldi þar koma
til starfa. Hans beið þama samfellt
37 ára starf; fyrst hjá Ólafsvíkur-
höfn, síðar sem verkstjóri og for-
stöðumaður Áhaldahússins og að
lokum sem fyrsti forstöðumaður
hins nýja félagsheimilis á Klifi í Ól-
afsvík eða frá því það var tekið í
notkun í ágústmánuði 1987 og þar
til hann lét þar af störfum sökum
heilsubrests.
Á starfstímabili Margeirs, í
hartnær fjóra áratugi, voru í fyrstu
í forgangi hafnarmálin en eins og
áður sagði, aðrar stórar fram-
kvæmdir vora þá þegar í augsýn;
ný og glæsileg kirkja var tekin í
notkun árið 1967, íþróttahús og
sundlaug vora á byggingastigi, í
undirbúningi bygging 14 verbúða,
nýtt félagsheimili á biðlista, mikil
vinna við skipulagsmál og gatna-
gerð o.fl. mætti telja. Allt snerti
þetta með einum eða öðram hætti
starf Margeirs Vagnssonar og hans
starfsmanna hjá sveitarfélaginu.
Þetta er því sett hér fram að það
lýsi með nokkram hætti starfsum-
hverfi hans og manna þeirra er lutu
verkstjórn hans. Vart hefur það
alltaf verið dans á rósum því marg-
ar óskir bárast að sjálfsögðu dag-
lega um þjónustu við borgarana til
viðbótar við þungavigtarfram-
kvæmdir sem jafnan vora í gangi og
því mikilvægt að skilningur væri
fyrir því megingildi að góð fram-
koma af hálíú starfsmanna sveitar-
félagsins hverju sinni.
Persónueinkenni þau er ávallt
fylgdu Margeiri Vagnssyni vora
sterkt jafnvægi í umgengni við fólk;
ávallt orðvar og athugull, eins við
alla. Margeir hafði jafnan yfir sér
hversdagslegan þokka sem jók
traust fólks á honum og auðveldaði
það samskipti við alla sem við hann
átti erindi sem starfsmann bæjar-
ins, en þeir vora margir.
Þegar við nú að leiðarlokum hug-
leiðum lífshlaup og starfsævi Mar-
geirs Vagnssonar hér meðal okkar
fer það heldur ekki fram hjá okkur
hver er og var þáttur eiginkonunn-
ar og ekki síst umönnun hennar nú
síðustu árin þegar heilsa hans þvarr
og við tók hreyfihömlun og einnig
minnkandi geta til tjáskipta. Dugn-
aður hennar, hressileiki og eðlislæg
glaðværð lögðust á eitt að gera hon-
um lífið eins bærilegt og mögulegt
var við aðstæður í heimahúsi þar
sem hann gat dvalist sem lengst
með sínum nánustu. Þar gat hann
einnig fylgst með miklu áhugamáli
sínu, byggingu nýja íþróttahússins,
sem hann sá úr íbúð þeirra. Allt
gerði þetta sitt til að stytta að lok-
um þann tíma er hann þurfti að
dvelja á sjúkrahúsi.
Allt er þetta Sigríði eiginkonu
hans mikill sæmdarauki.
Farsælli starfsævi Margeirs
Vagnssonar er nú lokið. Við Olafs-
víkingar kveðjum hér góðan sam-
borgara með virðingu og þökk.
Eftirlifandi eiginkonu og fjöl-
skyldunni allri óskum við gæfu og
farsældar um ókomin ár.
Elinbergur Sveinsson.
Elsku Margeir minn.
Það vora forréttindi að eiga þig
sem tengdapabba.
Kærar þakkir fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Sólveig.
Tímabilið 1950 til 1965 var mikill
uppgangur í Ólafsvík, vaxandi út-
gerð, fjölgun fiskibáta, fiskvinnslu-
húsa og mikil atvinna. Á þessu
tímabili flutti margt fólk frá Vest-
fjörðum til Ólafsvíkur og Rifs. Þetta
var kraftmikið fólk, sjómenn og
landverkafólk, sem strax hleypti
nýju lífi í atvinnulífið til sjós og
lands.
Margeir Vagnsson var meðal
þessara innflytjenda, kraftmikill í
sjón og reynd. Hann hóf sjó-
mennsku með Leifi Jónssyni á Rifi,
sem var einn af þessum harðdug-
legu sjómönnum frá Vestfjörðum.
Á þessu tímabili kom það í minn
hlut að útvega fólk til ýmissa þjón-
ustustarfa í bæjarfélaginu. Eg var
svo lánsamur að kynnast Margeiri,
eftir að hann flutti til Ólafsvíkur og
fann strax að þarna var maður sem
hægt var að treysta og fela honum
margvísleg verkefni. Á þessum ár-
um vora í gangi stórkostlegar hafn-
arframkvæmdir í Ólafsvík, sem
kölluðu á menn sem hægt væri að
trúa fyrir margvíslegum störfum. -
Frágíingur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur unnt
að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fyigi-
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar greinar
um sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
Ijóð takmarkast við eitt til þijú er-
indi. Greinarhöfundar era beðnir
að hafa sldmarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Yfirverkstjóri við hafnarfram-
kvæmdirnar, Sigurður J. Magnús-
son, benti mér á Margeir Vagnsson:
Þama er maðurinn sem þig vantar,
bæði þrælsterkur og verkhygginn.
Ég fór að ráðum Sigurðar og tal-
aði við Margeir. Á milli okkar
myndaðist strax trúnaður sem
aldrei brást. Samstarf okkar var ör-
uggt og gott þá áratugi sem við
unnum saman að þjónustustörfum
fyrir okkar byggðarlag. Margeir
var hafnarvörður frá 1962. Því
fylgdi hafnarradíó og samband við
fiskibátana. Þessu fylgdi einnig
vörumóttaka. Margeir varð síðan
verkstjóri bæjarins. Byggt var
áhaldahús, ýmis vinnutæki og vélar
keyptar, vinnuflokkur ráðinn. - Öllu
þessu stjómaði Margeir af festu og
ráðdeild.
Það era ekki allir sem gera sér
ljóst hversu yfirgripsmikið starf það
er að hafa á hendi verkstjórn með
öllu þjónustukerfi í stóra bæjarfé-
lagi og sjá um að allt sé i góðu lagi.
Það má nefna vatns- og holræsa-
kerfi, gatnakerfi, snjómokstur og
fleira og fleira. Margeir réð við
þetta allt. Vinnuflokkur hans var
samstilltur og mat yfirstjóm hans
að verðleikum.
Að leiðarlokum vil ég þakka Mar-
geiri Vagnssyni traust og gott sam-
starf í áratugi og hlýja vináttu sem
var mér mikils virði.
Við Björg vottum Sigríði, börnum
þeirra og öðram ástvinum okkar
dýpstu samúð og kveðjur og biðjum
góðan Guð að blessa þeim minning-
una um kæran ástvin.
Minning hans lifir.
Alexander Stefánsson.
Svona er lífið, eins og lækur, sem
á upptök sín í hlíðum hinna háu
fjalla, það er greið leið niður bratt-
ann, en þegar á jafnsléttu er komið
er erfiðara fyrir hann að brjótast
áfram, því margar ójöfnur verða
óhjákvæmilega á vegi hans, áður en
hann samlagast hinu óendanlegu
hafi, hafi eilífðarinnar, móðunnar
miklu, enginn fær það stöðvað, það
gerist hjá hverjum og einum. Það
er samt ekki sama hvernig það ber
að höndum. Það er kærkomið þeim
sem hafa barist við illskeyttan sjúk-
dóm í mörg ár, að fá hvíld og frið.
Þannig er hugsun mín þegar ég
sendi þessi síðustu kveðjuorð til
bróður míns Magga, eins og við
kölluðum hann alltaf hér heima.
Ég ætla ekki að fara að rekja
neina lofgjörð um Magga bróður
minn, eitt er víst að tryggur og
traustur var hann vinum sínum og
vildi úr hvers manns vanda leysa.
Það væri ekki í anda Margeirs
Vagnssonar að draga fram neina
lofgerðarþulu fyrir hans hönd og
ætla ég því að sleppa því. Minning-
amar lifa í huga okkar allra sem
þekktu Margeir Sigurjón Vagnsson,
þar fór drengur góður, megi hann
hvfla í friði. Eiginkonu, börnum og
bamabörnum votta ég samúð mína.
Megi sá sem öllu stjórnar styrkja
þau í sorg sinni. Vertu sæll að sinni,
Maggi bróðir.
Ó besti vinur bróðir,
þín bíður heilög nótt.
Kn gæta englar góðir
þú getur sofið rótt.
I faðmi ljóss er ffiður
þú fmnur loksins skjól.
Þar kátt í lofti er kliður
um hvfld og eilíf jól.
Loft í fjarska ljómar
launin hlýtur þú.
Frá öllum dyrum ómar
þín ósk var von og trú.
Þú lærðir snemma að líta
á líf sem æðra vald.
Eg sá þig aldrei sýta
þér sæmir endurgjald.
Stjama fógur starir
stöðugt á þitt rúm.
Á meðan vilji varir
verður aldrei húm.
í hjarta sál og sinni
sorgin aldrei býr.
Ef geymist mér í minni
mynd þín hrein og skír.
(KSVÓ.)
Kveðja.
Kristjana Sigríður Vagns-
dóttir og niðjar hennar.