Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM *sr' islensku leikkonunni Anítu Briem gengur vel að fóta sig í leikhúsheimi Lundúna „Það er engin önnur leið“ Aníta Briem er ung leikkona sem veit upp á hár hvaða stefnu hún ætlar að taka í lífínu. Þótt hún sé einungis átján ára hefur hún töluverða reynslu af leiksviðinu. Hún er að klára menntaskóla í London og stefnir á leiklistarskólana þar í borg. Dagur Gunnarsson talaði við Anítu um ferilinn og leiklistaráhugann. giirtlfi Wá m .......* ' Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Aníta hefur undanfarið leikið í verkinu Lenin in Love raeðfram námi. LONDON er stór borg og er ekki áreynslulaust að feta sig um hana en Aníta er hvergi bangin, keyrii’ vinstra megin og með farsímann undir kinn skipuleggur hún daginn. Leiklist er hennar líf og yndi, Shakespeare, Tsjekhof og Tor- bjöm Egner eru allir kunningjar og vinir sem hún hefur gaman af að spjalla um. Fyrir rúmu ári flutti An- íta til London. Hún hafði áður leikið í fjöldamörgum uppfærslum Þjóðleik- hússins eins og Emil í Kattholti, Kai-dimommubæmun, Fiðlaranum á þakinu og Óskastjömunni eftir Birgi Sigurðsson og líka lesið inn á teikni- myndirnar Anastasíu og Prinsinn af Egyptalandi. Síðasta hlutverk hennar var í nýju verki, Lenin in Love eftir David Pinn- er, um hið leynda ástarlíf rússneska byltingarsinnans sem byggt er á nýuppgötvuðum gögnum sem leynd- ust í sovéskum skjalasöfnum í Kreml. Algjört slys Byrjum á byrjuninni. Aníta var ekki há í loftinu þegar hún og Álfrún Omólfsdóttir deildu með sér hlut- verki ídu í Emil í Kattholti fyrir níu árum. Þær urðu perluvinkonur og það var einnig upphafið að leiklistar- áhuganum. Hvernig vildi það til? „Það var algjört slys,“ segir Aníta, sem hefur greinilega svarað þessari spumingu oft áður. „Algjört slys, því ég kem írá tónlistarfjölskyldu, Gunn- laugui- Briem trommuleikari og Ema Þórarinsdóttir söngkona em foreldrar mínir og því áttu það að vera mín örlög [að halda uppi tónlistarhefðinni], en amma mín sá auglýsingu í blaðinu og ég fór í opna prufu ásamt mörg hundr- uð litlum ljóshærðum stelpum og ég veit ekld, ætli ég hafi ekki bara haft rétta útlitið. Svo þegar maður hefur einu sinni verið í stóru hlutverki tekur fólk eftir manni og þá er maður kallað- ur aftur í prufur. Það var ótrúlega góð- ur gmnnur og góð reynsla, ég sé það núna þegar ég kem hingað. Það er mjög sjaldgæft að fólk á mínum aldri sé yfir höfuð með nokkra reynslu." Núna er Aníta á lokaári í Brook- lands College sem er skóli á mennta- skólastigi sem er með miklai’ áhersl- ur á leiklist og söng (þið munið eftir Eame-sjónvarpsþáttunum). Með- fram námi leikur hún í Lenin in Love og hefur verið að sækja um inngöngu í helstu leiklistarskólana sem London býður upp á. Aníta er alveg gallhörð á því fylgja eftir góðri byijun á leiklistarbraut- inni. „Það er engin önnur leið,“ segir hún. „Þetta er mitt fag, ég spila á þverflautu og syng og það hjálpar mér líka mildð í leiklistinni en ég ætla ekki að leggja tónlistina fyrir mig. Þó að leiklistin sé hrikalega erfiður bransi, þetta er eiginlega það versta sem maður getur valið, kemur ekkert annað til greina fyrir mig. Ég var í af- neitun í mörg ár, ég ætlaði að verða sálfræðingur, ég hef áhuga á fólki og stefndi á háskólann, en nú er ég hætt að streitast á móti leiklistinni." Lék á móti Bondpíu Leikstjóri Lenin in Love, David Beaton, hafði séð til Anítu þegar hann stýrði leiklistamámskeiði í skól- anum hennar og bauð henni að koma og taka þátt í prufum fyrir sýning- una. Hún hreppti þar hlutverk dóttur ástkonu Lenins. Astkonan, Armand, er leikin af Maryam d’Abo sem Bond- áhugamenn kannast kannski við úr myndinni The Living Daylights. An- íta segir að ein ástæðan fyrir því að hún fékk hlutverkið hafi verið að hún þurfti að líkjast „móður“ sinni. Það getur nú tæplega hafa verið eina ástæðan, en það getur heldur ekki verið slæmt að vera líkt við Bond-píu: „Ég lærði mjög mikið af þessari sýn- ingu, það var svo mikið af góðu fólki í henni. Þarna voru líka stór egó og fólk sem leit á sig sem „stórar stjöm- ur“, en það er bara eins og það er, við fengum einungis fjórar vikur til að æfa sem mér fannst vera mjög stutt- ur tími og svo lærði ég að hér þarf maður að redda sér sjálfur. í Þjóð- leikhúsinu var okkur sagt nákvæm- lega hvar við áttum að mæta, hvenær o.s.frv. Hér í London þurfti ég sjálf að finna út úr svo mörgu á mjög skömm- um tíma.“ Þetta hefur verið mikil eldskírn fyrir Anítu. Það vom sjö sýningar í viku, frí á mánudögum og tvær sýn- ingar á laugardögum. En þetta var ekki einungis góð reynsla fyrir Anítu, heldur mjög gott upphaf á leikkonu- ferlinum, því aðalleikararnir d’Abo og Faulkner em þekktir leikarar sem Síðustu forvöð að panta fyrir jólin. Erum við símann öll kvöld til kl. 22. v-efcscu.KOfctt(áti Pöntunarsíminn 565 3900 er opinn alla daga frá kl. 9-22, www. freemans.is iöðuðu að lykilfólk í bransanum, um- boðsmenn og leikstjóra á sýninguna. Þegar viðtalinu er að ljúka kemur „Lenin“ vappandi inn, það er James Faulkner, sem hafði mælt sér mót við Anítu til að hjálpa henni með eintölin sín fyrir inntökuprófið í RADA sem er eftir nokkra daga. James er án efa góður lærifaðir, gamalreyndur leik- ari sem oft sést í sjónvarpi og kvik- myndum, þ.á.m. Taggart-þáttunum og Highlander. Hann kann líka marg- ar sögur úr leikhúsheiminum og segir okkur kjaftasögur af fi’ægum leikur- um og þannig endar viðtalið. JACK & JOIUES Kringlunni Sími 581 1944 Laugavegi 97 Sími 552 1844 Ath: Nýtt kortatímabil hefst lau. 9. desember JOL 1 'Jóiagjafabæklingurinn fylgir blaðinu á morgun Ekki missa af þessum jóiavörum - Frábært verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.