Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 5‘á f
Gaflari
aldarinn-
ar valinn
AÐ UNDANFÖRNU hefir
farið fram val á „Gaflara 20.
aldarinnar" í Hafnarfirði og
hafa meðlimir í Lionsklúbbi
Hafnarfjarðar staðið fyrir
því. Þar var margt þekktra
manna sem kom upp á blað
en afgerandi meirihluta at-
kvæða hlaut tónskáldið
Friðrik Bjarnason og einnig
kona hans, skáldkonan Guð-
laug Pétursdóttir. Guðlaug
orti einmitt þjóðsöng Hafnar-
fjarðar, „Þú hýri Hafnar-
fjörður", en eiginmaður
hennar Friðrik samdi fagið
við hann.
A Gaflaraháf íðinni, sem haldin
er næstkomandi laugardag, 2.
descmber, í Hraunholti, verður
„Gaflari ársins 2000“, Örn Arnar-
son sundkapjn og verðlaunahafi
frá síðustu Olympíuleikum, hyllt-
ur og afhentur farandgaflarinn.
Þá verður einnig val hjónanna til-
kynnt en það hefir áður verið
kynnt Bókasafni Hafnarfjarðar
en það arfleiddu þau hjónin að
flestum eigum sínum. I Bókasafni
Hafnarfjarðar er sérstök Frið-
Sala gaflaramerkisins árið 2000,
fer fram við stórverslanir í bænum
og verður svo fram undir jól.
riksdeild og þar eru geymd söfn
Friðriks af tónbókmenntum
heimsins og verk hans sjálfs ás-
amt ljóðahandritum Guðlaugar
og tónverkahandritum Friðriks
og bókasafni þeirra og ýmsum
eigum sem þau létu eftir sig.
Sala gaflaramerkisins árið
2000 hefir nú farið fram við stór-
verslanir í bænum og verður svo
fram undir jól. Ágóðinn af þeirri
sölu fer til átaksins „Aldamótaát-
ak í vímuvörnum".
Samtök þol-
enda kynferðis-
legs ofbeldis
STOFNFUNDUR Samtaka þol-
enda kynferðisofbeldis verður hald-
inn miðvikudaginn 6. desember í
Framsóknarhúsinu við Digranesveg
í Kópavogi. Fundurinn hefst klukk-
an 20. Samtök þessi eru hugsuð fyrir
þá sem orðið hafa fyrir kynferðis-
legri misnotkun.
„Samtökin koma til með að verða
sjálfshjálparsamtök byggð á sama
grunni og AA-samtökin og munu
ekki standa fyrir neinni baráttu af
nokkru tagi heldur verður hjálpast
að við að vinna bug á þeim afleiðing-
um sem misnotkunin hefur valdið,"
segir í fréttatilkynningu.
Til að gerast félagi í samtökunum
þarf aðili að vera orðin 18 ára og hafa
löngun til að h'ða betur og ná betri
stjórn á lífí sínu. Samtökin verða
sjálfstæð heild og óháð hvers kyns
félagskap öðrum. Unnið verður eftir
12 sporum AA-samtakanna og erfða-
venjunum.
Allir sem orðið hafa fyrir slíkri
reynslu og langar að taka þátt eru
velkomnir.
Jólafundur
Slysavarna-
deildar kvenna
SLYSAVARNADEILD kvenna í
Reykjavík heldur sinn árlega jóla-
fund fimmtudaginn 7. desember í
Grand Hóteh við Sigtún og hefst
fundurinn kl. 20. Að venju verða á
fundinum fjölbreytt skemmtiatriði,
s.s. einsöngur, upplestur, jólahapp-
drætti, kynning og sala á bamabók
og geisladiski Slysavamafélagsins
Landsbjargar um Núma með höfuðin
sjö. Kaffihlaðborð. í fundarlok flytur
séra Ólöf Ólafsdóttir jólahugvekju.
Allar konur velkomnar á fundinn.
Gengið
á milli hafna
Hafnargönguhópurinn stend-
ur fyrir gönguferð í kvöld á
milli gömlu hafnarinnar og
Sundahafnar. Farið verður
frá Hafnarhúsinu, Miðbakka-
megin, kl. 20 og gengið með
höfninni og eftir Stranda-
stígnum, inn í Laugarnes og
Sundahöfn. Val um að ganga
til baka eða fara með SVR.
Allir velkomnir.
Málstofa í
Miðstöð nýbúa
MÁLSTOFA verður haldin í Mið-
stöð nýbúa við Skeljanes fimmtudag-
inn 7. desember kl. 20. Yfirskrift
málstofunnar er: Mismunandi trúar-
brögð og „díalog“ þeÚTa á milli.
Á málstofunni er ætlunin að leggja
sérstaka áherslu á Mahayana-búdd-
isma, sem er ríkjandi búddismi í
Kína og Japan en er afar ólíkur þeim
búddisma sem iðkaður er í Taílandi
eða Víetnam. Mahayana-búddismi
hefur verið lítið kynntur hér á landi
en menning margra landa í Austur-
Asíu er byggð á hugmyndum hans.
Toshiki Toma, prestur innflytj-
enda, mun stjórna málstofunni og
halda erindi um trúarlega fjölhyggju
á íslandi og síðan mun Maki Onjó frá
Japan kynna Mahayana-búddisma.
Að erindum loknum verða opnar
umræður. Allir sem áhuga hafa eru
velkomnir.
Myndasýning
Ferðafélags
Islands
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
myndasýningar í FÍ-salnum mið-
vikudaginn 6. desember. Þar sýnir
Valgarður Egilsson læknir og
varaforseti félagsins myndir frá
Héðinsfirði og nærliggjandi eyði-
byggðum.
Einnig ætlar Valgarður að sýna
myndir úr eyðibyggðum austan
mynnis Eyjafjarðar. í árbók FÍ
2000 er einmitt kafli eftir Valgarð
um þetta svæði, þar sem hann lýs-
ir staðháttum, landslagi og gróður-
fari en ekki síst fjölbreyttu mann-
lífi við erfiðar aðstæður, en þessi
byggðarlög fóru í eyði um miðja
20. öld.
Myndasýning hefst kl. 20.30, að-
gangseyrir er 500 krónur og kaffi-
veitingar verða í hléi.
Borgardætur
með útgáfu-
tónleika
BORGARDÆTUR, þær Andrea
Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og
Berglind Björk Jónasardóttir, halda
útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu
miðvikudaginn 6. desember kl. 20.30.
Með tríóinu kemur fram ellefu manna
hljómsveit undir stjóm Eyþórs
Gunnarssonar. Á tónleikunum verða
flutt lög af nýútkomnum geisladiski
sem ber heitið Jólaplatan.
Miðasala er í Borgarleikhúsinu.
Morgunblaðið/Kristij án
Jóhannes Jónsson 1 Bónus afhenti Magnúsi Stefánssyni yfirlækni bama-
deildar FSA gjöfina við formlega opnun verslunarinnar.
Bónus færði barnadeild
FSA eina milljón króna
Fyrirlestur
um mállega
merkingu
KATRÍN Jónsdóttir, doktorsnemi
við Paul Valéry-háskólann í Frakk-
landi, flytur fyrirlestur í boði Is-
lenska málfræðifélagsins fimmtu-
daginn 7. desember kl. 16 í stofu 205
í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist „Málleg
merking" og er byggður á doktors-
verkefni Katrínar sem hún vinnur að
um þessar mundir. I fyrirlestrinum
verða tekin fyrir tengsl hlutvem-
leika, vitsmunasviðs og mállegrar
merkingar.
Katrín Jónsdóttir lauk BA-prófi í
almennum málvísindum og frönsku
frá Háskóla íslands 1993. Hún
stundaði nám í kennslufræði,
frönsku og málvísindum við Paul
Valéry-háskólann í Frakklandi og
lauk þaðan DEA-prófi í merkingar-
fræði 1997. Hún stundar nú dokt-
orsnám við sama skóla.
Jólafundur
Kvennadeild-
ar RKI
JÓLAFUNDUR Kvennadeildar
Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís-
lands verður haldinn fimmtudaginn
7. desember kl. 18.30 í Sunnusal
Hótels Sögu. Sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson flytur jólahugvekju og
bræðumir Karl Jóhann og Bjami
Frímann Bjamasynir leika á fiðlu og
selló. Vilborg Dagbjartsdóttir rithöf-
undur verður með upplestur og
einnig verður happdrætti. Boðið er
upp á jólahlaðborð og verða möndlu-
gjafir, 5 ára nælur, afhentar. Sigurð-
ur Jónsson leikur á píanó undir
borðhaldi.
í TILEFNI af opnun nýrrar versl-
unar Bónuss á Akureyri sl. laugar-
dag ákváðu forsvarsmenn fyrirtæk-
isins að gefa bamadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri eina
milljón króna til tækjakaupa.
Bónus hefur nú verið starfandi í á
tólfta ár og með pokakaupum á þess-
um áram hafa viðskiptavinir fyrir-
tækisins gert Bónus kleift að styrkja
Bamaspítala Hringsins um 25 millj-
ónir króna.
Viðtökurnar góðar
Óðinn Svan Geirsson, verslunar-
stjóri Bónuss á Akureyri, sagði að
viðtökurnar hefðu verið mjög góðar
og að þar hefði verið stöðugur
straumur fólks alla helgina. „Við er-
um bæði þakklátir og ánægðir með
viðtökumar og eram ákveðnir í að
standa okkur. Ég tel að tilkoma okk-
ar sé almennt mjög jákvæð fyrir
verslun í bænum. Hér var mikið af
utanbæjarfólki um helgina, Bónus er
enn einn segullinn í bæinn og það er
jákvætt fyrir alla. Það er búið að
gjörbylta verslunarháttum í bænum -
undanfama mánuði og ég vil meina
að nú sé Akureyri loksins orðin höf-
uðstaður verslunar á Norðurlandi.“
Óðinn Svan sagði að þótt þeir hafi
verið vel undirbúnir fyrir helgina
hafi ýmsir vöraflokkar selst upp,
þrátt fyrir aukasendingu á sunnu-
dag. „Við gerðum okkur ekki alveg
grein fyrir þvi hversu Norðlendingar
eru duglegir við baksturinn, því
ýmsar bökunarvörar seldust alveg
upp.“
bokarmnar vegna
Skoðið
Bókatíðindin
Félag íslenskra
bókaútgefenda
Ræðir öryggis- og varnarmál
HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, heldur erindi á
sameiginlegum fundi Samtaka um
vestræna samvinnu (SVS) og
Varðbergs í A-sal (2. hæð), Hótel
Sögu, á morgun, fimmtudag.
Fundurinn hefst kl. 17.
Mikið hefur verið rætt um þróun
sameiginlegrar öryggis- og vamar-
stefnu Evrópusambandsins (ESB)
að undanfömu. í erindi sínu mun
ráðherra leitast við að greina firá
þóun mála innan NATO og ESB og
ræða sérstaklega samskipti sam-
takanna upp á síðkastið vegna
þeirra áforma ESB að axla aukna
ábyrgð í öryggis- og vamarmálum.
Áhersla verður lögð á að kynna
afstöðu Islands, en það er eitt sex
evrópskra aðildarríkja NATO sem
ekki era jafnframt aðilar að ESB.
ROdn sex vilja samt sem áður taka
þátt í mótun sameiginlegrar ör-
yggis- og vamarstefnu ESB. Sér í
lagi vilja þau vera höfð með í ráð-
um þegar um það era teknar
ákvarðanir hvort ESB leiði hugs-
anlegar aðgerðir sem áður voru al-
farið á herðum NATO.
Fundurinn er opinn öllu áhuga-
fólki um málefni Évrópu, Norður-
Atlantshafsbandalagsins og þróun
öryggis- og stjórnmála í Evrópu.
fjörtíuþúsund króna afsláttur af ýmsum vörum
í verslun okkar í
tilefni afmælisins
nusqogn
Ármúla 8 - 108 Reykjavfk
Sími 581-2275
568-5375
Fax 568-5275
ALLT ER FERTUGUM FÆRT VALHÚSGÖGN 40 ÁRA
Stofnað l.des 1960