Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 5‘á f Gaflari aldarinn- ar valinn AÐ UNDANFÖRNU hefir farið fram val á „Gaflara 20. aldarinnar" í Hafnarfirði og hafa meðlimir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar staðið fyrir því. Þar var margt þekktra manna sem kom upp á blað en afgerandi meirihluta at- kvæða hlaut tónskáldið Friðrik Bjarnason og einnig kona hans, skáldkonan Guð- laug Pétursdóttir. Guðlaug orti einmitt þjóðsöng Hafnar- fjarðar, „Þú hýri Hafnar- fjörður", en eiginmaður hennar Friðrik samdi fagið við hann. A Gaflaraháf íðinni, sem haldin er næstkomandi laugardag, 2. descmber, í Hraunholti, verður „Gaflari ársins 2000“, Örn Arnar- son sundkapjn og verðlaunahafi frá síðustu Olympíuleikum, hyllt- ur og afhentur farandgaflarinn. Þá verður einnig val hjónanna til- kynnt en það hefir áður verið kynnt Bókasafni Hafnarfjarðar en það arfleiddu þau hjónin að flestum eigum sínum. I Bókasafni Hafnarfjarðar er sérstök Frið- Sala gaflaramerkisins árið 2000, fer fram við stórverslanir í bænum og verður svo fram undir jól. riksdeild og þar eru geymd söfn Friðriks af tónbókmenntum heimsins og verk hans sjálfs ás- amt ljóðahandritum Guðlaugar og tónverkahandritum Friðriks og bókasafni þeirra og ýmsum eigum sem þau létu eftir sig. Sala gaflaramerkisins árið 2000 hefir nú farið fram við stór- verslanir í bænum og verður svo fram undir jól. Ágóðinn af þeirri sölu fer til átaksins „Aldamótaát- ak í vímuvörnum". Samtök þol- enda kynferðis- legs ofbeldis STOFNFUNDUR Samtaka þol- enda kynferðisofbeldis verður hald- inn miðvikudaginn 6. desember í Framsóknarhúsinu við Digranesveg í Kópavogi. Fundurinn hefst klukk- an 20. Samtök þessi eru hugsuð fyrir þá sem orðið hafa fyrir kynferðis- legri misnotkun. „Samtökin koma til með að verða sjálfshjálparsamtök byggð á sama grunni og AA-samtökin og munu ekki standa fyrir neinni baráttu af nokkru tagi heldur verður hjálpast að við að vinna bug á þeim afleiðing- um sem misnotkunin hefur valdið," segir í fréttatilkynningu. Til að gerast félagi í samtökunum þarf aðili að vera orðin 18 ára og hafa löngun til að h'ða betur og ná betri stjórn á lífí sínu. Samtökin verða sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagskap öðrum. Unnið verður eftir 12 sporum AA-samtakanna og erfða- venjunum. Allir sem orðið hafa fyrir slíkri reynslu og langar að taka þátt eru velkomnir. Jólafundur Slysavarna- deildar kvenna SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík heldur sinn árlega jóla- fund fimmtudaginn 7. desember í Grand Hóteh við Sigtún og hefst fundurinn kl. 20. Að venju verða á fundinum fjölbreytt skemmtiatriði, s.s. einsöngur, upplestur, jólahapp- drætti, kynning og sala á bamabók og geisladiski Slysavamafélagsins Landsbjargar um Núma með höfuðin sjö. Kaffihlaðborð. í fundarlok flytur séra Ólöf Ólafsdóttir jólahugvekju. Allar konur velkomnar á fundinn. Gengið á milli hafna Hafnargönguhópurinn stend- ur fyrir gönguferð í kvöld á milli gömlu hafnarinnar og Sundahafnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakka- megin, kl. 20 og gengið með höfninni og eftir Stranda- stígnum, inn í Laugarnes og Sundahöfn. Val um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. Málstofa í Miðstöð nýbúa MÁLSTOFA verður haldin í Mið- stöð nýbúa við Skeljanes fimmtudag- inn 7. desember kl. 20. Yfirskrift málstofunnar er: Mismunandi trúar- brögð og „díalog“ þeÚTa á milli. Á málstofunni er ætlunin að leggja sérstaka áherslu á Mahayana-búdd- isma, sem er ríkjandi búddismi í Kína og Japan en er afar ólíkur þeim búddisma sem iðkaður er í Taílandi eða Víetnam. Mahayana-búddismi hefur verið lítið kynntur hér á landi en menning margra landa í Austur- Asíu er byggð á hugmyndum hans. Toshiki Toma, prestur innflytj- enda, mun stjórna málstofunni og halda erindi um trúarlega fjölhyggju á íslandi og síðan mun Maki Onjó frá Japan kynna Mahayana-búddisma. Að erindum loknum verða opnar umræður. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Myndasýning Ferðafélags Islands FERÐAFÉLAG íslands efnir til myndasýningar í FÍ-salnum mið- vikudaginn 6. desember. Þar sýnir Valgarður Egilsson læknir og varaforseti félagsins myndir frá Héðinsfirði og nærliggjandi eyði- byggðum. Einnig ætlar Valgarður að sýna myndir úr eyðibyggðum austan mynnis Eyjafjarðar. í árbók FÍ 2000 er einmitt kafli eftir Valgarð um þetta svæði, þar sem hann lýs- ir staðháttum, landslagi og gróður- fari en ekki síst fjölbreyttu mann- lífi við erfiðar aðstæður, en þessi byggðarlög fóru í eyði um miðja 20. öld. Myndasýning hefst kl. 20.30, að- gangseyrir er 500 krónur og kaffi- veitingar verða í hléi. Borgardætur með útgáfu- tónleika BORGARDÆTUR, þær Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasardóttir, halda útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 6. desember kl. 20.30. Með tríóinu kemur fram ellefu manna hljómsveit undir stjóm Eyþórs Gunnarssonar. Á tónleikunum verða flutt lög af nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Jólaplatan. Miðasala er í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Kristij án Jóhannes Jónsson 1 Bónus afhenti Magnúsi Stefánssyni yfirlækni bama- deildar FSA gjöfina við formlega opnun verslunarinnar. Bónus færði barnadeild FSA eina milljón króna Fyrirlestur um mállega merkingu KATRÍN Jónsdóttir, doktorsnemi við Paul Valéry-háskólann í Frakk- landi, flytur fyrirlestur í boði Is- lenska málfræðifélagsins fimmtu- daginn 7. desember kl. 16 í stofu 205 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Málleg merking" og er byggður á doktors- verkefni Katrínar sem hún vinnur að um þessar mundir. I fyrirlestrinum verða tekin fyrir tengsl hlutvem- leika, vitsmunasviðs og mállegrar merkingar. Katrín Jónsdóttir lauk BA-prófi í almennum málvísindum og frönsku frá Háskóla íslands 1993. Hún stundaði nám í kennslufræði, frönsku og málvísindum við Paul Valéry-háskólann í Frakklandi og lauk þaðan DEA-prófi í merkingar- fræði 1997. Hún stundar nú dokt- orsnám við sama skóla. Jólafundur Kvennadeild- ar RKI JÓLAFUNDUR Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- lands verður haldinn fimmtudaginn 7. desember kl. 18.30 í Sunnusal Hótels Sögu. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson flytur jólahugvekju og bræðumir Karl Jóhann og Bjami Frímann Bjamasynir leika á fiðlu og selló. Vilborg Dagbjartsdóttir rithöf- undur verður með upplestur og einnig verður happdrætti. Boðið er upp á jólahlaðborð og verða möndlu- gjafir, 5 ára nælur, afhentar. Sigurð- ur Jónsson leikur á píanó undir borðhaldi. í TILEFNI af opnun nýrrar versl- unar Bónuss á Akureyri sl. laugar- dag ákváðu forsvarsmenn fyrirtæk- isins að gefa bamadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri eina milljón króna til tækjakaupa. Bónus hefur nú verið starfandi í á tólfta ár og með pokakaupum á þess- um áram hafa viðskiptavinir fyrir- tækisins gert Bónus kleift að styrkja Bamaspítala Hringsins um 25 millj- ónir króna. Viðtökurnar góðar Óðinn Svan Geirsson, verslunar- stjóri Bónuss á Akureyri, sagði að viðtökurnar hefðu verið mjög góðar og að þar hefði verið stöðugur straumur fólks alla helgina. „Við er- um bæði þakklátir og ánægðir með viðtökumar og eram ákveðnir í að standa okkur. Ég tel að tilkoma okk- ar sé almennt mjög jákvæð fyrir verslun í bænum. Hér var mikið af utanbæjarfólki um helgina, Bónus er enn einn segullinn í bæinn og það er jákvætt fyrir alla. Það er búið að gjörbylta verslunarháttum í bænum - undanfama mánuði og ég vil meina að nú sé Akureyri loksins orðin höf- uðstaður verslunar á Norðurlandi.“ Óðinn Svan sagði að þótt þeir hafi verið vel undirbúnir fyrir helgina hafi ýmsir vöraflokkar selst upp, þrátt fyrir aukasendingu á sunnu- dag. „Við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir þvi hversu Norðlendingar eru duglegir við baksturinn, því ýmsar bökunarvörar seldust alveg upp.“ bokarmnar vegna Skoðið Bókatíðindin Félag íslenskra bókaútgefenda Ræðir öryggis- og varnarmál HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík- isráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, heldur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í A-sal (2. hæð), Hótel Sögu, á morgun, fimmtudag. Fundurinn hefst kl. 17. Mikið hefur verið rætt um þróun sameiginlegrar öryggis- og vamar- stefnu Evrópusambandsins (ESB) að undanfömu. í erindi sínu mun ráðherra leitast við að greina firá þóun mála innan NATO og ESB og ræða sérstaklega samskipti sam- takanna upp á síðkastið vegna þeirra áforma ESB að axla aukna ábyrgð í öryggis- og vamarmálum. Áhersla verður lögð á að kynna afstöðu Islands, en það er eitt sex evrópskra aðildarríkja NATO sem ekki era jafnframt aðilar að ESB. ROdn sex vilja samt sem áður taka þátt í mótun sameiginlegrar ör- yggis- og vamarstefnu ESB. Sér í lagi vilja þau vera höfð með í ráð- um þegar um það era teknar ákvarðanir hvort ESB leiði hugs- anlegar aðgerðir sem áður voru al- farið á herðum NATO. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um málefni Évrópu, Norður- Atlantshafsbandalagsins og þróun öryggis- og stjórnmála í Evrópu. fjörtíuþúsund króna afsláttur af ýmsum vörum í verslun okkar í tilefni afmælisins nusqogn Ármúla 8 - 108 Reykjavfk Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 ALLT ER FERTUGUM FÆRT VALHÚSGÖGN 40 ÁRA Stofnað l.des 1960
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.