Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 48
Jþ MIÐVTKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Óskar Haukur Friðþjófsson, hárskerameistari fæddist á Húsavík 25. maí 1942. Hann lést í Orlando í Bandaríkj- unum sunnudaginn 26. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Friðþjófur Adolf Óskarsson, hárskerameistari, f. 13. apríl 1916, d. 10. •^júní 1967, og Krist- jana Jósepsdóttir, f. 20. júlí 1918. Núver- andi maður Krist- jönu er Jörundur Þorsteinsson, f. 13 mars 1924. Bróðir Óskars er Óli Pétur, f. 24. september 1940, kvæntur Ingiríði Oddsdóttur. Son- ur þeirra er Friðþjófur Adolf, f. 23. febrúar 1964, og er maki hans Mar- ía Thjell, þau eiga tvö böm. Systir Óskars er Hólmfríður, f. 15. desem- ber 1944, gift Michael Hohnberger. Böm þeirra em Michael Óli, f. 20. aprfl 1977, hann á einn son og Kristjana Debbie, f. 26. ágúst 1979, sem á einn son. Áður átti Hólmfríð- ur einn son, Guðmund Óskarsson, f. »20. febrúar 1965, sem kvæntur er Helgu Hrönn Sigurbjömsdóttir, þau eiga tvö böm. Óskar kvæntist 11. febrúar 1967 Bryndfsi Svavarsdóttur, f. 7. aprfl 1946. Faðir hennar var Svavar Gests, f. 17. júní 1926, d. 1. septem- ber 1996, og móðir hennar er María Ólöf Steingrímsdóttir, f. 1. október 1928. Óskar og Bryndís eignuðust tvö böm, Maríu Björk og Hauk. María Björk, f. 30. júlí 1967, er gift Þór Sigurgeirssyni, f. 7. apríl 1967. Böm þeirra em Dagur, f. 17. febrúar 1997, d. 17. febrúar 1997, Sara Bryndís, f. 20. maí 1998, og Arna Björk, f. 24. apríl 2000. Haukur, f. 14. ágúst 1972, er í sambúð með Huldu Bjarnadóttur, f. 6. apríl 1973. Sonur þeirra er Óskar Dagur, f. 3. janúar 2000. Óskar og Bryndís skildu. Náin vinkona Ósk- ars síðustu árin var Kolbrún Una Einarsdóttir, f. 24. janúar 1949. Óskar rakari ólst upp við Kirkju- torg í Reykjavík frá eins árs aldri. Hann stundaði nám í eitt ár í her- skóla í Englandi þá 15 ára gamall. Að þvf loknu hóf hann að nema iðn sfna hjá föður sfnum á rakarastofú hans á Skólavörðustfgnum. Áður en Óskar lauk prófi hér heima stundaði hann einnig nám í eitt ár á hinni þekktu og virtu hárgreiðslu- stofú Carita í París. Síðar á ferlin- um sótti hann ýmis námskeið, hér heima og erlendis, tengd sínu fagi m.a. hjá Vidal Sasson. Óskar lauk hárskeraprófí 1963 og varð þar með fjóröi rakarinn í beinan karl- legg. Ámi Nikulásson langafi Ósk- ars var fyrsti rakarinn í Reykjavík en hann opnaði rakarastofu sína (sem enn er starfirækt) við Kirkju- torg hinn 18. maf 1901. Árið 1965 tók Óskar við rekstri rakarastofu föður síns þá í Efsta- sundi 33 og rak hana til ársins 1987 er hann opnaði Hárstúdfó Ness á Seltjamamesi. Rakarastofuna starfrækti hann fram að andláti sínu og verður hún starfrækt áfram. Óskar var mikill keppnis- maður og átti mörg áhugamál. Hann ólst upp við iaxveiði og var hún honum ætíð hugleikin. Hann var slyngur snókerleikari og varð m.a. Islandsmeistari f þeirri íþrótt. Einnig var Óskar þekktur bridge- spilari og átti hann margar keppnir að baki. Hann spilaði auk þess til íjölda ára bridge reglulega með sama hópnum og allt fram undir það sfðasta. Árið 1973 kynntist Óskar golfíþróttinni sem átti hug hans allan. Hann var virkur félagi í Golfklúbbi Ness f 27 ár og sat m.a. f ýmsum nefndum fyrir klúbbinn. Hann var afreksmaður í golfi og vann til fjölda verðlauna. Þá var Óskar meðlimur í hinum eftirsótta Einherjaklúbbi auk þess sem hann keppti fyrir íslands hönd f landsliði eldri kylfinga. títför Óskars fer fram frá Dóm- kirkjunni f dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÓSKAR HA UKUR a FRIÐÞJÓFSSON Elsku besti pabbi minn! Nú þegar þú ert farinn frá mér svona skyndilega og svona langt fyrir aldur fram langar mig að skrifa nokkrar hugsanir mínar í bréf til þín. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir alla ^túðina og væntumþykjuna sem ég nef alla tíð fúndið frá þér. Mér finnst svo sárt að hugsa til þess að ég þurfi framvegis að muna eftir henni. Að ég komi ekki til með að heyra og finna fyrir hlýjunni úr röddinni þinni eins og alltaf var þegar við töluðum sam- an. Eða hvað þú heilsaðir mér eða kvaddir mig alltaf blíðlega með því að klappa eða kyssa mig á kinnina. Þú veist að ég hefði svo gjaman viljað sjá þig lifa lífinu á annan hátt en þú valdir að gera en eins og þú líka veist þá hafði það aldrei áhrif á það hversu mikið ég elskaði þig enda ekki hægt því þú varst bara þannig. Þó ég teljist nú fyrir löngu vera orðin fullorðin og sjálfstæð, enda komin með mína fjöl- skyldu, þá finn ég nú samt fyrir ör- •ggisleysi að geta ekki leitað til þín í framtíðinni ef eitthvað bjátar á eða ef mig mun vanta ráð frá þér. Mér finnst leiðinlegt að geta ekíd komið út á stofu og spjallað við þig eins og við gerðum oft. I staðinn verð ég að spjalla við þig á annan hátt og ég trúi að þú munir heyra það og veita mér styrk til að taka rétt á málum. Þegar ég nú hugsa til baka koma auðvitað upp svo margar minningar, manstu til dæmis hvað við lágum oft í miklu hláturskasti þegar við vorum að horfa saman á gamanmyndir í sjónvarpinu. Þær voru kannski svo vitlausar að mamma bara hristi haus- inn en við ímynduðum okkur alltaf hin fúrðulegustu viðbrögð persónanna og «var það sem okkur fannst svo dið - ekld endilega sjálft atriðið. Manstu líka þegar við kepptum saman í golfi þegar ég var lítil. Yið unnum að minnsta kosti tvisvar sinn- um hjóna- og parakeppnina úti á Nesi og ég hef sko oft stært mig af því. Auðvitað átti ég nú lítinn þátt því að við hlytum verðlaunin enda varst það þú sem varst klár í golfinu en ekki ég. Þér tókst nú ekki að virkja mig til frambúðar f golfið eins og þér tókst með Hauk sem hefur líka staðið sig svo vel í því eins og þú. En hver veit hvað gerist þegar ég eldist og það fer '*SÍ hægjast um hjá mér. Ég lofa a.m.k. að rifja þá upp hvað þú kenndir mér á sínum tíma. Ég man líka hvað þú varst ánægð- ur þegar ég sagði þér frá því að von væri á fyrsta afabaminu þínu. Ég man þú sagðir „Það var tími til kom- inn, það eru allir orðnir afar nema |!“ Því miður fór sú meðganga ekki ns og hún átti að fara því við misst- um elskulega litla Dag okkar. Þú tókst fráfall hans svo nærri þér og fannst svo til með okkur Þór. Þakka þér enn og aftur fyrir stuðninginn á þeim sorgartíma. Sú erfiða reynsla gefur mér nú styrk til að takast á við fráfall þitt. Síðan þetta gerðist ertu búin að eignast þrjú bamaböm, stelp>- umar mínar þær Söru Bryndísi og Ömu Björk og svo Óskar Dag hans Hauks. Ég veit hvað þú varst stoltur af þeim öllum og fannst þau öll svo falleg og skemmtileg. Það sem Söra Bryndísi fannst nú gaman að koma til þín á rakarastofuna. Hvort sem hún kom í klippingu eða bara í heimsókn þá fékk hún alltaf sleikjó sem hún var auðvitað hæstánægð með enda var bara talað um „afasleikjó". Þú ætlað- ir að klippa hana Ömu Björk í fyrsta skipti nú um jólin eins og þú gerðir við Söra Bryndísi fyrstu jólin hennar en þvf miður verða það nú ekki þfnar frá- bæra rakarahendur sem gera það. Mér finnst svo sorglegt að bama- bömin þfn fái ekki að kynnast þér betur elsku pabbi minn og að þú fáir ekki að njóta þeirra. Ég mun halda minningu þinni á lofti um alla framtíð og veit ég að það mun Haukur líka gera sem og aðrir í fjölskyldunni. Elsku pabbi nú er komið að leiðar- lokum hjá okkur í bili. Ég veit að litli drengurinn minn hann Dagur kom hlaupandi á móti þér þegar þú komst upp til himna og hann er vafalaust búinn að sýna þér allt sem hann er búinn að læra þarna uppi. Ég bið þig nú um að gæta hans vel fyrir mig þar til við hittumst aftur og ég veit þú ger- ir það. Það er gott að vita af þér við hans hlið þó ég hefði auðvitað vfljað hafa þig miklu lengur hjá mér. Þú mátt segja honum hvað við Þór elsk- inn hann mikið og að hann sé alltaf í hjartaokkar. Elsku pabbi ég sakna þín svo mfldð og við öll. Megi góður guð vemda þig og styrkja okkur öll í sorginni. Hvíldu í friði. Þín dóttir að eilífu, María Björk. Ekki átti ég von á því sitja hér um- vafinn blómum á heimili mínu og rita minningarorð um elskulegan tengda- foður minn nærri því strax. Stórt skarð er höggvið í okkar litlu fjöl- skyldu. Óskar var hér hjá okkur í kvöldmat kvöldið áður en hann fór til útlanda í stutt frí sér til heilsubótar. Ekki átti ég von á því að það væri okkar síðasta samverastund í þessu lífi. Ég er virkilega þakklátur fyrir þá stund með okkur Maríu og litlu afa- stelpunum, Söra Bryndísi og Ömu Björk, sem sakna afa síns. Óskar kenndi sér meins síðastliðið sumar og náði sér ágætlega og missti þó ekki nema rúma viku úr vinnu þrátt fyrir að hann hefði átt að taka sér algera hvíld. Dauðinn er kaldur og napur og hefur hrifsað tfl sín mann á besta aldri. Óskari kynntist ég veturinn 1987 þegar við María Björk, dóttir hans og Bryndísar, fórum að slá okk- ur upp. Þar kynntist ég manni sem var í senn hlýr og skemmtilegur og ástríkur fjölskyldufaðir á sinn hátt. Golf og brids vora aðaláhugamál Ósk- ars og áður fyrr átti snóker hug hans allan. Óskar var rnikill keppnismaður og náði góðum árangri í öllum þeim greinum sem fyrr era taldar. Margar ljúfar minningar rifjast upp á svona stundum og flestar geymi ég í hjarta mínu en nokkrum vfl ég deila með öðram. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar mér var fyrst boð- ið að eyða aðfangadagskvöldi í Efsta- sundinu og þótti mér það fróðlegt í meira lagi. Á borðum var annars veg- ar hamborgarhryggur og hins vegar ijúpur sem ég hafði aldrei bragðað. Bryndís sá alfarið um hamborgar- hrygginn en Óskar sá um allt er laut að ijúpunum. Það var frábært að sjá hversu mjög hann naut þess að elda og borða rjúpur og sósuna sem var sérstakt stolt hans á jólunum. Það er í raun enn aðdáunarverðara fyrir þær sakir að hann hafði þá unnið fram á kvöld alla vikuna þar á undan og yfir- leitt til ca. 16 á aðfangadag. Eftir ijúpnaveisluna á aðfangadagskvöld lagðist hann á sinn stað í sófann og hreyfði sig varla það sem eftir lifði kvölds. Ég mun aldrei gleyma því er Óskar lét mig fylla diskinn minn af rauðkáli, grænum baunum, waldorf- salati og nóg af kartöflum ásamt ýmsu sem kom í raun ijúpunum ekk- ert við. Ég borðaði þetta kurteislega og skiljanlega lítið af rjúpu eftir allt meðlætið enda fannst þeim feðgum Óskari og Hauki ekkert betra en að borða ijúpu í hádeginu á jóladag og þá var nú betra að nóg væri afgangs frá kvöldinu áður. Óskar kunni vel að meta kunnáttuleysi mitt í ijúpnamál- unum og er fyrrgreind lýsing gott dæmi um strákseðli hans og húmor. Það var mikið gert grín að þessu og hlógum við alltaf að þessu er jól og rjúpur bar á góma. Óskar stofnaði rakarastofu á Aust- urströnd hér á Nesinu um það leyti sem við María byijuðum að vera sam- an og hef ég verið þar húsgangur á rakarastofunni síðan. Fátt fannst mér notalegra en að koma til tengdapabba í klippingu enda kom ég öragglega mun oftar en aðrir. Hann bauð mér alltaf kaffibolla og við spjölluðum um alla heima og geima og hann nostraði við hárið á mér af snilld, gott ef ég ég dottaði ekki stundum, þetta var svo notalegt, enda í öraggum höndum hjá virtum fagmanni. Oskar var gæddur góðum húmor sem var mér að skapi. Hann átti það tfl í miðri klippingu að fara að hlæja og spyija mig í fram- haldi af því hvort ég væri að fara á meðal fólks og svo þóttist hann hafa gert einhver hrikaleg mistök við hárið á hnakkanum. Eftir hveija klippingu sagði hann mér síðan að setja puttana í þetta sjalfur. Þegar ég var í klipp- ingu hjá Óskari fannst mér við eiga okkar bestu stundir. Það verður tóm- legt að fara á stofuna í klippingu þeg- ar Óskars nýtur þar ekki lengur við. Það verður aldrei eins. Við sem eftir stöndum verðum að læra að lifa lífinu án góðs ættingja og vinar. Ég trúi því að tengdapabbi hitti nú litla afastrákinn sinn, hann Dag, sem ekki fékk líf árið 1997 og veit ég að þar verða fagnaðarfundir. Ég bið þess að algóður Guð styrki okkur öll á þessum erfiðu tímum og bið sérstaklega fyrir Kristjönu, Mar- íu minni og afastelpunum, Hauki og fjölskyldu og Bryndísi tengdamóður minni. Einnig bið ég þess að systkini Ósk- ars og ijölskyldur og hún Kolla fái styrk á sorgarstundu. Guð blessi minningu góðs manns. Þinn tengdasonur, Þór Sigurgeirsson. Elsku tengdapabbi. Örlögum fær maður víst ekki ráðið. Öll eigum við sjálfsagt okkar kerti á himni og þitt var að lokum komið, eins sárt og það er. Það sitja eftir margar góðar minn- ingar og ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst eins hjartgóðum og yndislegum manni eins og þér. Þú varst mér góður tengdafaðir og það er sárt að hugsa til þess að litli nafni þinn, sonur okkar Hauks, fái ekki að kynnast af eigin raun ljúfinennsku þinni og visku í framtíðinni. Það var svo einlægt að setjast niður með þér og spjalla um heima og geima og þess á ég eftir að sakna mikið. Ég gleðst þegar ég hugsa til þess að undanfama mánuði fór Haukur í kvöldmat tfl þín með litla prinsinn okkar þegar ég var í skólanum. Þær stundir era og verða gersemi í okkar huga. Það er gott að vita að þú ferð með dýrmætar minn- ingar á vit hins óþekkta og það er er yndislegt að vita til þess að þú náðir að kynnast öllum bamabömunum þínum, sem komu í heiminn sum hver fyrir ekki alls löngu. Þú varst svo sannarlega vinur vina þinna sem og bama og veit ég að söknuður þeirra er mikill. Þú hefur í þinni lífandi tíð kennt okkur margt sem við getum kennt bamabömunum þínum og lært sjálf af. Þegar ég hugsa til þín þá hugsa ég um hógvær- an og hjartagóðan mann sem vænti aldrei of mikfls af neinum en fagnaðir þó og hrósaðir þegar vel gekk. Þín persónugerð var yndisleg, þú álasaðir til dæmis aldrei neinum sem hafði mistekist í lífinu eða stigið hliðarspor og þú varst fyrstur manna að taka upp hanskann fyrir litla manninn eða þann sem átti bágt hveiju sinni. Hauki syni þínum skal ég vera sú stoð sem ég megna en ég veit líka að það skarð sem nú hefur myndast verður aldrei fyllt að nýju. Þið feðgar þurftuð oft ekki að segja orð til að skflja hvor annan og þú varst honum ómetanlegur vinur og faðir. Ég talaði oft um ykkur sem sálufélaga en það tel ég að þið hafið verið. Þú varst sá aðili sem hann treysti tfl að hafa með í öllum ákvarðanatökum, sama hvort þær voru mikilvægar eða ekki. Það var oftar en ekki sem hann skrapp í bfltúr til að hafa uppi á þér þar sem að hann vantaði stuðning þinn og ráð- gjöf. Nú gengur í garð erfiður tími og þín verður mikið saknað um jólin við að matreiða ijúpumar meðal annars. Minning um yndislegan mann lifir í hjarta mínu og ég vona að englamir á himnum hlúi vel að þér og bamabami þínu heitnu. Nú ert þú loksins hjá honum, ásamt föður þínum og að lok- um sjáumst við öll í himnaríki. Hulda Bjamadóttir. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Faðir bamanna minna, Óskar Hauk- ur Friðþjófsson, er látinn, allt of snemma, aðeins 58 ára, en faðir hans og afar hafa allir látíst í blóma lífsins. Hann var af þekktri hárskerafjöl- skyldu í Reykjavík, var sjálfur fjórði rakarinn í beinan karllegg. Langafi hans lést 70 ára, afi 60 ára og faðir 51 árs. Þegar við kynntumst sagði hann mér að hann yrði trúlega fertugur, með hliðsjón af skammlífi forfeðra sinna, hann lifði þó 18 árum lengur, sem ég og bömin getum verið þakklát fyrir ásamt öðrum vinum og vanda- mönnum. Mig langar tfl að þakka fyr- ir allar góðu stundimar og að gefa mér það sem er mér dýrmætast í dag, bömin okkar tvö, Maríu Björk og Hauk. Ég held að vandfundnir séu slíkir gullmolar og litlu bamabömin okkar yndisleg. Við áttum saman 35 ár og þegar fjölskyldualbúminu er flett blasa við myndir af ungri, bros- andi fjölskyldu og það era þær stund- ir sem ég vil muna og þakka fyrir. Þegar ég kyssti hann kveðjukossinn var honum kalt, en það var honum oft eftir 18 holur hvað þá 27! Guð blessi minningu þína, kæri vinur. Ég sendi bömum mínum, Kristjönu tengda- móður minni og öðram ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Bryndís Svavarsdóttir. Kveðja til Óskars Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umveíji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hittí þig ekki um hríð, þín minning er (jós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Þín Kolbrún. Mjög var óvænt og ótímabært að heyra um andlát Óskars vinar míns Friðþjófssonar rakarameistara, þess ljúfa manns og afbragðs góða fag- manns. Fyrir rétt tæpum hundrað áram setti rangæskur maður úr Hvol- hreppi, Ami Nikulásson, á fót rakara- stofii í Reykjavík fyrstur Islendinga og raddi þar með braut nýrri iðngrein hérlendis. Þessi brauðryðjandi var langafi Óskars Friðþjófssonar og hef- ur ekki síðan orðið lát á arfgengri hollustu við þetta starfssvið. Sonur Áma var Óskar, sem tók við rakarastofunni í Kirkjutorgi 4 af föð- ur sínum og starfrækti um áratuga skeið. Synir hans tveir, Haukur og Friðþjófur, héldu merkinu uppi. Haukur vann á stofunni í Kirkjutorgi með föður sínum og svo einn að hon- um látnum, en Friðþjófur stofnsetti rakarastofu á Skólavörðustíg og síðar í Efstasundi, en starfaði þó fyrst um fáein ár á Húsavík, og einmitt þar var Óskar yngri í heiminn borinn árið 1942. Hafa því sprottið upp fjórir iðn- meistarar frá Áma Nikulássyni. Handbragði þessara fjórmenninga hef ég kynnst náið í meira en hálfa öld og get með sannindum staðhæft að allir vora þeir fyrsta flokks fagmenn og þar að auki mannkostamenn. Oskar Friðþjófsson leitaði sér ungur viðbótarþekkingar í dömuklippingum og greiðslu með námsdvöl í París og sinnti lengi vel jöfnum höndum báðum kynjum. Var hann alla tíð afar vinsæll og munu margir viðskiptavina hans í Efstasundi hafa fylgt honum eftir alla leið vestur á Seltjamames, þar sem hann rak stofu sína síðustu 13 árin, en þá var faðir hans látinn. Þangað sótti ég tfl hans næstum jafn lengi, eftir að Haukur föðurbróðir hans féll frá. Ég kom þar síðast við um miðjan nóvember og bjóst við að njóta þjónustu hans, en mér var þá tjáð að hann hefði skroppið á golfmót í Costa Rica en kæmi eftir fáa daga. Hann var svo á heimleið þaðan þegar hann fékk hjartaáfall í Orlando, Flórída, sem leiddi til dauða, en hjartaveila mun hafa gert vart við sig áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.