Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 Fagmaður eða fúskari? Eyðingarmáttur Framsóknarflokksins * í MÖRG ár hefur eitt af baráttumálum lögreglumanna verið menntunarmál þeim til handa og mikið hefur áunnist í þeim efnum til hins betra. Lög- regluskóli ríkisins er í dag virt og opin menntastofnun, fag- skóli sem hefur tekið miklum breytingum og framförum á síðari ár- um í takt við þær nýj- ungar sem orðið hafa, m.a. á starfs- og laga- umhverfi lögreglunn- ar. Staðið er að menntun og þjálfun lögreglunema af fagmennsku og metnaði þeirra sem þar koma að máli. Lengi má hins vegar gott bæta. Upp á síðkastið hefur borið á því að afleysingafólki innan lög- reglunnar hefur fjölgað, er það sá hópur lögreglumanna sem m.a. sinnir daglegum löggæslustörfum úti á vettvangi. Mikill skortur er á menntuðum lögreglumönnum, menntaðir lögreglumenn hafa í auknum mæli horfið til annarra starfa sem betur eru launuð á hin- um almenna vinnumarkaði og fyllt er í skörðin með afleysingafólki sem ekki hefur hlotið menntun sem lögreglumenn; oft og tíðum fengið litla eða enga uppfræðslu á lög- gæslu almennt og virðist á stundum vera í leit að ímyndaðri ævintýra- mennsku. Menntaðir, reyndir lög- reglumenn hafa að auki horfið til rannsóknarstarfa innan lögreglunn- ar, til friðargæslu erlendis, til emb- ættis ríkislögreglustjóra og lög- reglumenn láta af störfum fyrir aldurssakir. Það er að verða æ al- gengara, í raun verulegt áhyggju- efni fyrir samfélagið, hve afleys- ingamenn innan lögreglunnar eru hátt hlutfall þeirra sem sinna lög- gæslu, það hlýtur að vera réttur fólksins í landinu að fá þjónustu menntaðra lögreglumanna til að vinna og sinna þeim fjölbreytilegu úrlausnarverkefnum sem upp koma í daglegu lífi þjóðar er lýtur að lög- gæslu- og öryggismálum. Þekkt er slagorð sem samtök lögreglumanna hafa notað í gegnum árin til að vekja athygli á mikilvægi menntun- ar, slagorð sem enn þann dag er notað: „Fagmaður eða fúskari.“ Þar er höfðað til menntunar lögreglu- manna og aftur þeirra sem ekki hafa hlotið menntun sem lögreglu- menn. Með slagorðinu „fagmaður eða fúskari“ er ekki á nokkurn hátt verið að vega að eða gera lítið úr einstaklingum í þeim ágæta hópi fólks sem starfar við löggæslu í landinu og hefur ekki hlotið til þess menntun frá Lögregluskóla ríkis- ins, þvert á móti. Markmið og krafa samtaka lögreglumanna nú sem fyrr eru mjög skýr hvað þetta varð- ar, að allir sem starfa við löggæslu verða að hafa lokið prófi frá Lög- regluskóla ríkisins. Ef slagorðið er grannt skoðað þarf ekki að fara mörgum orðum um hvað fagmaður er; „sá sem hefur lært, er lærður til verks“. Hins vegar er það orðið fúskari (tökuorð úr dönsku) en það er haft um þann sem er; „ólærður í starfi“. I könnun Gallups kemur fram að vilji fólksins í landinu er af- dráttarlaus, að starfandi lögreglu- menn séu menntaðir frá Lögreglu- skóla ríkisins og að launakjör lögreglumanna verði að vera um- talsvert betri en þau eru í dag. Eðli lögreglustarfans er einfaldlega orð- ið þannig, að til þess að geta sinnt markvissri löggæslu og leyst úr þeim fjölda mismunandi atvika og mála sem upp koma frá degi til dags þarf til þess menntun, kunn- áttu og segja má að allt annað sé „fúsk“, eitthvað sem almenningur þessa lands vill ekki af hálfu lög- reglunnar, starf lögreglumannsins er ekki aukastarf í þjóðfélagi nú- tímans. Hjá lögreglunni hefur það tíðkast, sem og í öðr- um starfsgreinum, að afleysingafólk er ráðið til starfa yfir sumar- orlofstímann til að leysa af lögreglumenn í föstu stafi. Hlutfall afleysingamanna er hátt við dagleg störf yfir sumarið, á þeim árstíma þegar álagið er hvað mest á lög- reglumenn. Nú er svo komið að hlutfall af- leysingafóks er einnig orðið hátt á öðrum árstímum. Það er mín skoðun, sem og ann- arra, að afleysinga- vinna innan lögreglunnar með þess- um hætti sé tímaskekkja þar sem miklar kröfur eru gerðar til vinnu lögreglumanna, vinna sem krefst fagmennsku þar sem mikið getur verið í húfi fyrir þann sem nýtur þjónustu eða atbeina lögreglunnar. Löggæsla landsins á að vera sjálfri sér nóg hvað allar afleysingar varð- ar, að ekki þurfi að ráða ómenntað afleysingafólk, en til þess að svo geti orðið verður að mennta alla þá einstaklinga sem að löggæslumálum Lögreglan Það er að verða verulegt áhyggjuefni fyrir samfélagið, að mati Gils Jóhannssonar, hve hlut- fall afleysingamanna innan lögreglunnar, sem sinna löggæslu, er hátt. koma og um leið tryggja þeim þannig launakjör að eftirsóknarvert geti talist að vera lögreglumaður. Það er sorglegt til þess að vita að á niðurskurðartímum á fjármagni til löggæslunnar eru dæmi um að stjómendur lögregluliða, m.a. á landsbyggðinni, telji sig spara um- talsverða fjármuni á að hafa ómenntaða lögreglumenn við störf. Þetta ber vott um metnaðarleysi og uppgjöf, ef satt er. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það er öllum hollt að kynnast starfi lög- reglumannsins um skemmri eða lengri tíma en það má ekki koma niður á menntuninni. Lögreglumað- urinn sér þjóðfélagið og þau mann- legu samsldpti þess í þeirri mynd sem það raunverulega er, ekki bara glansmyndina einu sér sem oftast er dregin upp, heldur einnig raun- veruleikann með allri sinni eymd, sorg og þjáningu sem ekki er fyrir sjónum almennings almennt, en lesa má svo oft um og heyra í fjöl- miðlum. Höfundur er lögregluvardstjóri i Raagárvallasýslu og varaformaður Landssambands lögreglumanna. Gils Jóhannsson Plötuvefur á mbl.is Á mbl.is er að finna kynningu og umfjöllun um nær allar plötur sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Einnig er hægt að hlusta á tóndæmi af plötunum. Smelltu þér á mbl.is og finndu jólaplötuna í ár! TÓNLIST Á mbl.is Albert Jensen Nýjasta afrek Fram- sóknarflokksins, segír Albert Jensen, er að leggja drög að eyðingu íslensku kýrinnar. ; orð Steinólfs Lárussonar, bónda í Fagradal á Skarðsströnd, sem kallar slíkt hryðjuverkastarfsemi. Af gefnu tilefni sagði Sverrir Her- mannsson að landbúnaðarráðherra hafi kysst íslensku kúna Júdasar- kossi. Undarlegt er að bændur skuli ekki hafa séð að Framsóknarflokk- urinn hefur verið þeim óþarfastur flestra flokka. Svo langt er til næstu kosninga að Framsóknarflokkurinn getur athafnað sig til vandræða fyrir þjóðina og erfitt verður, ef ekki ómögulegt, að bæta skaðann seœ, hann hefur valdið og á eftir að gera. HVENÆR ætlar þjóðin að ná áttum gagnvart þeim mann- legu öflum sem hvað mestum skemmdum valda í vistkerfinu og beita sér að auki gegn hagsmunum hennar í mörgum málum? Það er íhugunarefni hvað svo lítill flokkur, sem Framsóknarflokkur- inn er, megnar að gera mikinn usla í gegnum þá mála- flokka sem honum er trúað fyrir og lang- samlega mest í um- hverfismálum. Eyð- ingarmáttur flokksins er skelfi- legur og nýtir hann sér að máttug hönd Sjálfstæðisflokksins ver hann áföllum og fær í staðinn aðstoð til að viðhalda misréttinu. Mér kemur ekki til hugar að gagnrýna samtök eins og ég geri nú Framsóknar- flokknum án þess að færa fyrir því rök enda af nógu að taka og fá um leið fólkið til að hugsa ógagnið sem hann vinnur þjóðinni. Skemmdarstarfsemi Framsókn- arflokksins nær ekki bara til vist- kerfis okkar íslendinga og vítt og breitt um samfélagið, hún nær langt út fyrir það því flokkurinn hefur fengið mengunarkvóta okkur til handa og ekki stoppar það í ósongatið. Norðan Vatnajökuls eru mestu ósnortnu víðerni Evrópu og eru verðmæti þeirra í margvísleg- um skilningi ómetanleg, ekki bara okkur heldur öllum heiminum en að frumkvæði Framsóknarflokksis skal þeim fórnað á altari grunn- hyggni og óforsjálni. Þarna er á ferðinni mesta fjárglæfraspil sem þjóðinni hefur verið att út í og eru lífeyrissjóðirnir lagðir undir sem uppbót á eyðingu óafturkræfra há- lendisperlna. Eina ferðina enn fá Norðmenn að leika sér að íslenskri þjóð eins og köttur að mús, þeir ætla að eiga lítið, nánast ekkert, í stóriðjunni og láta íslendingum eftir áhættuna og stórskemmt land en hirða sjálfir arðinn. Haft var eftir núverandi um- hverfisráðherra að náttúran yrði alltaf látin njóta vafans og hafa það reynst herfileg öfugmæli eins og öllum er nú ljóst. Umhverfis- ráðherrar í Norður-Evrópu hafa verið atyrtir fyrir að vera starfi sínu vaxnir og verja það sem þeim var trúað fyrir, öfugt við þann ís- lenska sem aldrei veitir náttúru- legu umhverfi lið. Framsóknar- flokkurinn skal komast aftur að fyrir austan, hvað sem það kostar þjóðina. Hin ranglátu kosningalög hefðu átt að fyrirbyggja að eini flokkurinn sem hagnast á þeim legði grunninn að auðn lands- byggðarinnar. En Framsóknar- flokkurinn er þeirri ónáttúru gæddur að framkvæma fyrst og hugsa svo og er eyðingarmáttur hans að því leytinu ólíkur öðrum máttarvöldum að hann eyðir þeim er síst skyldi.Framsóknarflokkur- inn gerði lög úr garði sem féfletta þjóðina og stuðla að borgríki á íslandi. Kvótalögin í núverandi mynd og framsal kvóta eru gjörningar hans gagn- vart þjóðinni og ættu allir að kynna sér af- leiðingarnar. Smá- bátaútgerð, arðsam- asta og náttúru- vænsta starfsemin og sem teygði anga sína víðast um samfélagið er að leggjast af. Að sinni ræði ég ekki stjórn heilbrigðismála og kemur ekki til hug- ar að kenna heilbrigðisráðherra allan vandræðaganginn á þeim bæ. Félagsmálaráðherra langaði að gera vel en þegar þess varð vart, var reynt að setja hann af en flokkurinn réði ekki við hann. Að ekki skuli leyft að kanna afleiðing- ar þess að hefja eldi með norskum laxi sýnir lánleysi Framsóknar- flokksins og hve hættulegt er að svo hugsjónasnauður skammsýnis- flokkur hafi völd. Nýasta afrek hins valdamikla Framsóknarflokks er að leggja drög að eyðingu ís- lensku kýrinnar og tek ég undir Höfundur er fv. byggingameistari. jlJ A l H I I O A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR 1 Fjárhagsbókhald 1 Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi I Ttlboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi l Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Sími 568-2680 Betra starf www.radning.is Þjóðfélagsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.