Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sala á raforku frá Nesjavöllum hefst 1. mars á svæði Orkuveitu Reykjavíkur
Raforkuverð lækkar um 10%
STJÓRN veitustofnana hefur
ákveðið að lækka verð á raforku til
almennings á svæði Orkuveitu
Reykjavíkur, þ.e. Reykjavík, Kópa-
vogi, Mosfellsbæ, Seltjarnamesi og
hluta Garðabæjar, um 10% frá og
með 1. mars næstkomandi. Hver
kílóvattstund, kWh, lækkar í verði
úr 6,34 kr. í 5,71 kr. án virðisauka-
skatts og nær lækkunin til rúmlega
helmings heimila í landinu.
Ástæða þess að unnt er að lækka
orkuverð nú er tilkoma raforkuvers-
ins á Nesjavöllum. Raforka sem þar
hefur verið framleidd hefur ein-
göngu verið seld til stóriðju fram til
þessa. Rafmagn frá Nesjavöllum
kemur í fyrsta sinn á markað á
svæði Orkuveitunnar 1. mars nk.
Aætlað er að það nægi til að upp-
fylla um 10% af orkuþörfinni á
svæði Orkuveitunnar.
Rafmagnsreikningur á meðal-
heimili er á bilinu 40-50 þúsund kr.
á ári og leiðir lækkunin því til 4-5
þúsund kr. lægri raforkureiknings á
ári.
Hagkvæm virkjun
á Nesjavöllum
í máli Alfreðs Þorsteinssonar,
formanns stjómar Orkuveitu
Reykjavíkur, á blaðamannafundi
þar sem lækkunin var tilkynnt, kom
fram að Nesjavellir em ein hag-
kvæmasta virkjun landsins. Meðal-
verð raforku, sem Orkuveita
Reykjavíkur hefur keypt af Lands-
virkjun á heildsöluverði, hefur verið
um 3,20 kr. hver kWh en kostnaður
við eigin framleiðslu á Nesjavöllum
er 1,50 kr. hver kWh.
Alfreð segir að gerður hafi verið
samrekstrarsamningur við Lands-
virkjun, sem tryggir Orkuveitunni
varaafl.
Aætlanir Orkuveitunnar benda til
að afkoma fyrirtækisins á næsta ári
verði góð og er það annars vegar
rakið til tilkomu Nesjavallavirkjun-
ar og hins vegar að samlegðaráhrif
sameiningar veitufyrirtækjanna eru
byrjuð að skila árangri. Áætlað er
að tekjur Orkuveitunnar af raforku-
sölu á næsta ári verði 690 milljónir
kr. og um einn milljarður árið 2002.
Þá er áætlað að tekjurnar nemi 1,7
milljörðum kr. árið 2005.
Alfreð sagði að lækkunin, sem
tæki gildi 1. mars nk., væri aðeins
fyrsta skref í frekari orkuverðs-
lækkunum. Stórnotendur, eins og
t.d. stærri iðnfyrirtæki, spítalar og
stórar verslunarmiðstöðvar, mættu
búast við lækkun strax á næsta ári.
Jafnframt hefur stjórn veitustofn-
ana samþykkt nýja gjaldskrá fyrir
heitt vatn til snjóbræðslu þar sem
boðið er upp á útihitastigsstýrðan
taxta með 50% afslætti á framrásar-
vatni.
Alfreð sagði að þriðja vélasam-
stæða Nesjavallavirkjunar væri
komin til landsins og yrði gangsett í
júní. Með henni stækkar raforku-
verið úr 60 MW í 76MW og síðar í
90 MW. Lagaheimild er fyrir 76
MW en eftir á að breyta lögum sem
heimila stækkun upp í 90 MW.
Þá er ætlunin að hefja lagningu
hitaveitu í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi á næsta ári en sumarbú-
staðabyggðin á því svæði er ein sú
stærsta á landinu. Einnig eru fyrir-
hugaðar viðamiklar rannsóknabor-
anir á Hellisheiði á næsta ári til
undirbúnings frekari virkjunum
þar. Loks verður fyrsta skóflu-
stunga fyrir nýjar höfuðstöðvar
Orkuveitu Reykjavíkur tekin í jan-
úar nk. við Réttarháls í Reykjavík.
Listaverk
eftir Erró
afhjúpað í
Kringlunni
NÝTT listaverk eftir Erró var
afhjúpað í Kringlunni í gær-
kvöldi. Verkið er unnið í
keramík og samsett úr fjölda
keramikflísa.
Verkið var sett upp fyrir til-
stilli Listasjóðs atvinnulífsins
og er ráðgert að það verði í
Kringlunni til frambúðar.
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðherra hefur ekki heimild til að fyrirskipa opinbera rannsókn á máli Magnúsar Leopoldssonar
Lagt til að kæruheim-
ild verði bætt í lögin
DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti
ríkisstjóminni í gær áform sín um
breytingar á lögum sem gera ráð-
herra kleift að endurskoða ákvörðun
ríkissaksóknara um opinbera rann-
sókn í málum þar sem sök er talin
fymd. Beiðni Magnúsar Leopolds-
sonar um opinbera rannsókn á til-
drögum þess að hann var um tíma
grunaður um aðild að hvarfi Geir-
finns Einarssonar er kveikjan að
væntanlegri lagabreytingu en ráð-
herra telur sig að óbreyttum lögum
ekki hafa heimild til að hnekkja
ákvörðun ríkissaksóknara sem hafn-
aði beiðni Magnúsar.
„Þetta er flókið og erfitt mál þar
sem mörg sjónarmið hljóta að koma
til skoðunar. Niðurstaða mín eftir
vandlega skoðun laga og lagafram-
kvæmdar er sú að í þessu tilviki geri
lög ekki ráð fyrir möguleika á að
ákvörðun ríkissaksóknara sé endur-
skoðuð af dómsmálaráðherra. Þess
vegna tel ég þörf á lagabreytingu
nú,“ sagði Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra eftir ríkisstjóm-
arfundinn í gær.
Ekki möguleikar
á endurskoðun
Hún vekur athygli á því að þegar
lögum um meðferð opinberra mála
var breytt vorið 1999 og sett í lögin
ákvæði sem mælir fyrh' um rýmri
heimild ríkissaksóknara til að taka
mál upp hafi ekki verið gert ráð fyrir
möguleikum til að áfrýja niðurstöðu
hans. Ráðherra hefði því ekki heim-
ild til að hnekkja ákvörðun ríkissak-
sóknara nema ákvörðun hans væri
beinlínis fjarstæðukennd eða and-
stæð lögum.
„Ég tel eðlilegt að slík kæmheim-
ild sé íyrir hendi í svo sérstöku máli,
enda meginregla í okkar stjómarfari,
hvort sem er í dómskerfinu eða hjá
stjómsýslunni, að sérhver ákvörðun
lúti endurskoðun æðra stjórnvalds
eða æðri dómstóls, sem tryggir auð-
vitað réttaröryggi fyrir borgarana.
Venjulega tekur ríkissaksóknari mál
til meðferðar sem æðra stjórnvald;
eftir að rannsókn lögreglu er lokið. I
málum af þessum toga er hins vegar
ákvörðun tekin af ríkissaksóknara á
fyrsta stigi og er sú ákvörðun loka-
ákvörðun samkvæmt gildandi lögum.
Ég mun því leggja fram framvarp í
ríkisstjóm á næstu dögum sem felur
í sér nýtt ákvæði um að kæraheimild
í þessum sérstöku málum verði bætt
við lög um meðferð opinberra mála,“
sagði dómsmálaráðherra og lagði um
leið áherslu á að mál af þessum toga
væra afai' sérstæð og heyrðu til al-
gerra undantekninga.
Sérstakur ríkissaksóknari
Varðandi mál Magnúsar
Leopoldssonar sagði Sólveig ekki
hægt að horfa fram hjá því að tölu-
verð óvissa væri í loftinu vegna þess
gamla máls sem nú væri óskað rann-
sóknar á og spurningar sem vaknað
hefðu kölluðu á frekari skoðun þess.
í umræddu lagaframvarpi, sem nú er
verið að semja í dómsmálaráðuneyt-
inu, er gert ráð fyrir því fyrirkomu-
lagi að sérstakur ríkissaksóknari
skuli skipaður til að fara með málið ef
ákvörðun ríkissaksóknara um að
synja um rannsókn verði felld úr
gildi.
Magnús Leopoldsson sagði í
gærkvöldi að sér litist nokkuð vel á
áform dómsmálaráðherra, miðað við
stöðu málsins og fyrst ráðuneytið
treysti sér ekld til að taka á því eftir
lögunum frá 1999. Hann segir að
málið hafi tekið langan tíma og hann
hefði kosið að dómsmálaráðherra
hefði tekið á því fyrir löngu. „En þótt
biðin hafi verið löng hef ég alltaf ver-
ið viss um að þetta myndi hafast að
lokum, það hefur aldrei verið neinn
efi um það í mínum huga,“ sagði
Magnús.
í dag
Morgunblaðinu í
dag fylgir bækling-
ur frá verslunar-
miðstöðinni Glæsi-
bæ, Álfheimum 74.
Bæklingnum verð-
ur dreift á Suð-
vesturlandi.
► í VERINU í dag er fjallað um sjávarútvegssýninguna
Marine 2000 sem haldin var á Nýfundnalandi í nóvem-
ber sl., góða síldveiði að undanförnu og stöðu þorsks-
ins á heimsmarkaði.
Stórt skref í tryggingum
íþróttafólks/Dl
Skemmtilegt vidfangsefni,segir
formaður mótanefndar KSÍ/D4
rm
■/? fj Vtf i/j r„ 'í/ri/y^
► Teiknimyndasögur
► Myndir
► Þrautir
► Brandarar
► Sögur
► Pennavinir