Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Reuters
Urúgvæskur
jólasveinn
Af Hornfirð-
ingum
Nýjar bækur
• UT er komin bókin Bænir kurla
með persónulegum bænarorðum 45
íslenskra karlmanna.
Engir tveir menn eru eins og
engir tveir menn biðja alveg eins þó
svipaðir tónar kunni að hljóma á
stundum í fjölbreytilegum bænum
bókarinnar. Bænirnar veita innsýn í
huga karlmannsins í kröfuhörðum
nútímanum og hver þeirra bregður
jafnvel upp dálítilli mynd af mann-
inum sem stendur um stund frammi
fyrir skapara sínum. Þær endur-
spegla þakklæti til lífsins og líf-
gjafarans, umhyggju fyrir ást-
vinum, ósk um betri heim. Menn
biðja um styrk í erfiðleikum um
huggun í sorgum.
Eftirtaldir 45 karlmenn lögðu
bænir til bókarinnar: Amar Jens-
son, Benedikt Gunnarsson, Bjöm
Finnsson, Eggert Kaaber, Einar
Benediktsson, Geir Jón Þórisson,
Gunnar Finnbogason, Gunnar Her-
sveinn, Gunnar Valur Jónsson,
Gunnar Kvaran, Gunnar Ragnars,
Gunnar Sigurðsson, Halldór Jóns-
son, Haraldur Hreinsson, Hregg-
viður Hreggviðsson, Jóhann
Hjálmarsson, Jón Ma. Ásgeirsson,
Jónas Þ. Þórisson, Karl Sigur-
björnsson, Karl Tómasson, Krislján
E. Einarsson, Magnús J. Kristins-
son, Magnús D. Lámsson, Magnús
Pálsson, Matthias Johannessen, Ól-
afur Egilsson, Ólafur M. Jóhannes-
son, Páll Pálsson, Páll Kr. Pálsson,
Sigmundur Emir Rúnarsson, Sig-
urður A. Magnússon, Sigurður Pét-
ursson, Sigurður Ámi Þórðarson,
Sigursteinn Másson, Smári Am-
fjörð Kristjánsson, f. Steinþór Óm-
ar Guðmundsson, Sæmundur Haf-
steinsson, Tryggvi Axelsson,
Þorkell G. Sigurbjömsson, Þorkell
G. Sigurbjörnsson, Þorvaldur Hall-
dórsson, Þórarinn Friðjónsson,
Þórir Guðmundsson, Ævar Aðal-
steinsson og Örvar Aðalsteinsson.
Sr. Hreinn S. Hákonarson rit-
stýrir bókinni og ritar formála. Út-
gefandi er Skálholtsútgáfan og
fræðsludeild Þjóðkirkjunnar. Um-
brot varíhöndum Skerplu ehf.
Bókin er prentuð hjá Gutenberg.
Leiðbeinandi verð er 1.780 krónur.
VERKIÐ á myndinni er „Úrúgv-
æskur jólasveinn“ sem sandlista-
maðurinn Michel Meckert vann á
Pocitos-ströndinni í Montevideo,
en listamaðurinn hefur undan-
farin 23 ár ferðast um heiminn og
unnið að list sinni. í fyrra hlaut
hann til að mynda viðurkenningu
fyrir fímm metra háan sand-
skúlptúr á Kanaríeyjum og á
næstu dögum hyggst hann, ásamt
fjölda barna í Montevideo, heQast
handa við gerð skúlptúrs sem
sýnir fæðingu frelsarans.
BÆKUR
Héraðssaga
SAGA HAFNAR I
HORNAFIRÐI
Eftir Amþór Gunnarsson.
Síðara bindi 1940-1975.
Sveitarfélagið Hornafjörður,
Hornafirði, 2000, 548 bls.
NÚ kemur út síðara bindi Sögu
Hafnar í Homafirði, hálft sjötta
hundrað blaðsíður í stóru broti og
nær þó einungis yfir 35 ár.
Skömmu eftir að þessi saga hefst
varð kauptúnið Höfn sérstakt sveit-
arfélag, Hafnarhreppur (1946). Þá
voru íbúar um 300. Þegar sögunni
lýkur, 1975, eru þeir orðnir um 1200.
Mest var fólksfjölgunin frá 1965-
1975 og nam þá fjölgunin 63,4% og
var langt umfram landsmeðaltal.
Staðurinn hefur þá fengið kaupstað-
arréttindi. Þar sitja sýslumaður og
læknir. Samgöngur eru orðnar allt
aðrar en áður var. Hringvegurinn
opnaði leið um Öræfi og til Reykja-
víkur og stytti leiðina úr 977 km. í
480 km. Verulegar hafnarbætur
höfðu verið gerðar og kominn var
góður flugvöllur. Á rúmum þremum
áratugum hafði því þessi staður
gjörbreyst og var orðinn blómlegur
nútíma-athafnabær. Vitaskuld var
vöxturinn ekki alltaf jafn. Það voru
skin og skúrir. Engu að síður hlýtur
maður að velta því fyrir sér hvers
vegna Höfn hafi vegnað svo vel.
Svörin við því hygg ég að megi finna
í þessu ritverki, svo gagngert er
það. En síðan kemur samanburður-
inn við önnur kauptún og kaupstaði,
þar sem þróunin hefur orðið önnur.
Nú hefur það orðið hlutskipti mitt á
liðnum árum að lesa mörg
héraðssögurit. Fer ekki hjá því að
margt flýgur um hugann, þó að ekki
ætli ég að tíunda það hér. En benda
má á að þeir sem landsmálum sinna
geta sótt þangað margan lærdóm.
Þetta mikla rit skiptist í tíu aðal-
kafla auk formála, aðfararorða, eft-
irmála og skráa. Kaflaheiti eru:
Hornafjörður og seinni heimstyrj-
öldin; Höfn og Hafnarhreppur; Bak-
land Hafnar; Atvinnulíf og ýmis
þjónusta; Samgöngur; Menntamál;
Heilbrigðismál; Félags- og menn-
ingarlíf; Trjárækt, gróðui' í húsa-
görðum; Kirkjuhald. Hver kafli
greinist í undirkafla, stundum
marga. Langlengstur er kaflinn um
atvinnulíf (um 200 bls.), enda þarf
þar um margt að fjalla, s.s. landbún-
að, sjávarútveg, iðnað og verslun.
Þar fær Kaupfélag Austur-Skaft-
fellinga ítarlega umfjöllun, enda
stærsti atvinnurekandinn og drif-
fjöður framfara undir farsælli
stjórn.
Gríðarmiklar skrár eru í bókar-
lok. Tilvísanaskrá eftir köflum og
undirköflum, heimildaskrá sundur-
liðuð, töfluskrá, kortaskrá, Ijós-
myndaskrá og mannanafnaskrá.
Saga Hafnar í Hornafirði er ein-
hver besta héraðssaga sem ég hef
lesið. Hún er vel skrifuð, ágætlega
skipuleg og umfjöllunin er ítarleg.
Hygg ég að fátt sé undan skilið sem
byggðarlagið varðar. Þó að texti sé
mikill varð ég hvergi var við óþarft
málskrúð. Athygli vekur af hversu
mikilli nákvæmi og vandvirkni verk-
ið er unnið.
Auðfundið er að höfundurinn er
heimamaður. Honum er síður en svo
sama um þennan stað og lætur þvi
stundum skoðun sína í ljós. Alltaf
finnst mér hann þó gæta hófs og
undirtónninn er umhyggja fyrir vel-
ferð kaupstaðarins.
Þetta mikla ritverk er höfundi og
öllum sem að því standa til mikils
sóma.
Sigurjón Björnsson
BÆKUR
Smásögur
FOKDREIFAR
ÚRFERÐUM
12 smásögur eftir Jón R. Hjálmarsson. 154
bls. Suðurlandsútgáfan. Prentun: Prent-
smiðja Suðurlands ehf. Selfossi, 2000.
FOKDREIFAR úr ferðum mun vera tutt-
ugasta og níunda bók Jóns R. Hjálmarssonar.
Þættir hans um menn og mannlíf á Suðurlandi
eru orðnir fleiri en tölu verður á komið. En
þetta er fyrsta smásagnasafn hans. Sögumar
tólf, að minnsta kosti sumar hverjar, mætti þó
allt eins flokka með þáttunum og kalla frásög-
ur eða sagnaþætti. En frásögu má réttilega
nefna það sem liggur einhvers staðar á milli
skáldskapar og veruleika, og þó nær veruleik-
anum. Fyrirmyndir Jóns kunna meðal annarra
að vera Maupassant og Þórir Bergsson. Að
hætti þeirra og annarra meistara smásögunn-
ar lætur honum einkar vel að búa sögum sín-
um ramma. Söguþulur - einfaldara væri að
segja höfundur - hittir á fömum vegi mann
sem síðan segir honum söguna. Þetta fer
einkar vel ef líkt er eftir munnlegri frásagnar-
list og efnið er gripið beint upp úr daglega líf-
inu. En hvort tveggja er rækilega í heiðri haft
í þessum sögum Jóns R. Hjálmarssonar. Hann
hefur löngum verið leiðsögumaður erlendra
ferðamanna um hálendi íslands. í öræfakyrrð-
inni fellir margur þá grímu sem hann ber í
lífsbaráttunni á heimaslóð, hvort heldur er
hérlendis eða erlendis. Það sem inni fyrir býr
og bælt hefur verið í sálardjúpinu kemur þá
gjaman upp á yfirborðið. Vel má gera sér í
hugarlund að sögur þessar kunni sumar að
vera sannar þótt höfundur haldi sig annars að
kröfu smásöguformsins. Eða gætu þær annars
verið svo trúverðugar sem raun ber vitni?
Reyndar þarf ekki vitnanna við því höfundur
upplýsir í inngangi að flestar eigi sögurnar
rætur að rekja »til samferðafólks míns, þegar
tóm gafst á langleiðum til að hlusta á það.«
Langbestar em einmitt þær sögumar sem
nálgast að vera hreinar ferðasögur.
En nokkuð verður að bera til sögu hverrar
og svo er um þætti þessa að þeir greina allir
frá einhverju sérstæðu, minnis-
stæðu, einhverju sem víkur frá
hinu algenga og hversdagslega.
Fyrsta sagan, Hugsjón á peysu-
fotum, segir t.d. frá ungum manni
sem gerir sér nokkurs konar
áætlun fyrir lífið, áætlun sem
engan veginn fær staðist í fram-
kvæmdinni. Hann skrifast á við
stúlku og sér ekki betur af bréf-
um hennar en hún muni vera ná-
kvæmlega konuefnið sem hann
mundi helst kjósa sér. En jafn-
skjótt og þau hittast, augliti til
auglitis, skilst honum óðara að
hún muni vera öðravísi en hann
bjóst við. Sem sagt - enginn einn
getur ætlast til að nokkur annar
sé í einu og öllu eins og hann sjálfur.
Stríðið heldur áfram segir líka af manni sem
fellur ekki að hinni venjulegu, stöðluðu mann-
gerð samtímans. Sá er sérvitur, innhverfur og
veitist erfitt að lynda við aðra svo ekki sé
meira sagt. Hann er á hringferð um landið í
hópi landa sinna sem forðast hvers konar
samneyti við sérvitringinn. Sjálfur kvelst hann
af þeirri innbyrlsku að hann sé hafður útundan
hvar sem hann fer. Leiðsögumaðurinn verður
að fara að honum með ýtrastu gætni svo að
maðurinn stofni ekki til vandræða. Það er ekki
fyrr en ferðinni er lokið og fararstjórinn hittir
manninn á fömum vegi í Reykjavík að sá opn-
ar hug sinn og trúir honum fyrir því sem innst
í sefa býr.
Ekki er allt sem sýnist heitir ein sagan og
tekur á dularfullum íyrirbæram sem sérhver
ferðamaður kannast við af frásögnum, sumir
trúa hálft í hvoru og fáeinir segjast hafa reynt.
Ofskynjanir, segja sumir. Atvik, sem sannan-
lega hafa gerst, segja aðrir.
Hvort heldur sem er, fer ekki á
milli mála að sjón og heyrn nem-
ur aðra bylgjulengd í óravídd ör-
æfanna. Dæmi úr sögunni:
Ferðalangur sér hvar tveir
menn koma gangandi. Nokkra
stund fylgir hann þeim eftir með
augunum. Þegar þeir nálgast og
hann fer að greina svipmótið
þykist hann sjá að annar sé eldri
en hinn yngri. Smástund verður
honum litið í aðra átt og hættir á
meðan að horfa til mannanna.
Þegar hann rennir augum til
þeirra á ný - hvað sér hann þá?
Aðeins einn mann! Hvað hafði
orðið af hinum?
Leikhúsferð með Pétri er gamansaga með
alvarlegum undirtóni. Sagan minnir á að hæfi-
leikum getur verið misskipt á milli manna. Og
meir en svo. Því sami maðurinn getur verið
hinn hæfasti á einu sviði en gersamlega van-
hæfur á öðra. Pétur er hæfileikamaður á ýms-
um sviðum. En hann er svo hirðulaus um útlit
sitt að til ódæma má telja. Orsökin er þó ekki
sú að hann ætli með því að ögra umhverfinu né
heldur vill hann vera öðruvísi en aðrir. Enda
kemur á daginn, áður en lýkur, að manninum
er þetta hreint og beint áskapað. Hann getur
ekkert að þessu gert.
Einstætt björgunarafrek er líka í hópi minn-
isstæðustu sagnanna og sannar með öðram
slíkum hve vel höfundi Iætur að lýsa landslagi
svo ljóslega að maður bókstaflega sér það fyrir
sér. En landið býr ekki aðeins yfir fegurð og
áhrifamætti heldur líka hættum sem leynst
geta við fótmál hvert. Sá sem ábyrgðina ber,
hvort sem hann heitir fjallkóngur í haustleit-
um eða leiðsögumaður erlendra ferðamanna,
verður að ganga fremstur til aðstoðar ef ein-
hver er í nauðum staddur. Og þá þarf hann
ekki aðeins að vera fimur og fótviss heldur
einnig næmur fyrir mannlegum viðbrögðum
og minnugur þess að einstaklingamir era jafn-
misjafnir og þeir era margir. En úrslitin í sögu
þessari ráðast einmitt af þeim eiginleika.
Innstæða á himnum lýsir sjálfs-
bjargarviðleitni smákaupmanns sem grípur
stundum til afar óhefðbundinna ráða til að
vekja athygli á rekstri sinum og lokka til sín
viðskiptavini. Ekki veit ég hvort höfundur hef-
ur haft ákveðna fyrirmynd í huga. Þó mætti
vel segja mér að svo hafi verið.
Þessar tólf sögur Jóns R. Hjálmarssonar
era mismikið unnar, enda samdar á löngu ára-
bili. Sumar eru sem fyrr segir í ætt við frá-
söguþætti hans sem birst hafa í fyrri bókum
hans gegnum tíðina. Aðrar stefna inn á við - til
þess sem smám saman lærist af lífinu en tekur
svo á sig skýrari mynd í hugskotinu þar til úr
verður fullmótuð saga. Eigi að síður er Ijóst að
höfundur hefur vandað til þeirra allra. Það er
yfir þeim heiðríkja og hæfileg fjarlægð. Höf-
undur hefur löngum unnið með fólki, fólki af
öllum stigum og á öllum aldri og horft á mann-
lífið í öllu sínu litrófi við hinar margbreytileg-
ustu aðstæður. Það leynir sér hvergi. Síðasta
sagan, Móðir og sonur bíða, er ekki í tölu
hinna bestu. Ef til vill vegna þess að þau
örlagaríku vandamál, sem frá er greint, vega í
því dæminu þyngra en sléttleiki formsins. En
þetta er sagan af Davíð gamla sem er einstæð-
ingur á elliheimili. Það er þó annað og meira
en einstæðingsskapurinn sem hrjáir gamla
manninn. Hann hafði fyrrum alið aldur sinn í
þorpi úti á landi. En þar lifði hann á sjó og
landi eins og sagt var og drýgði líka tekjur sín-
ar með innheimtu. Forstjóri fyrirtækisins,
sem hann innheimti fyrir, dró sér fé og kom
sökinni á Davíð sem hafði hvorki kunnáttu né
bein í nefinu til að verja sig. Þar með missti
hann hvort tveggja, mannorð sitt og fjöl-
skyldu.
Þannig eru aðrar sögur þessarar bókar.
Þær taka á veraleikanum eins og hann er. Og
mannlífið - það getur verið bæði áhugavert og
spennandi. En það er engin góðgerðarstofnun!
Erlendur Jónsson
Skáldskapur o g
veruleiki
Jún R. Hjálmarsson