Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hótel Ingólfur Arnarson KYNNT hafa verið þau áform að byggja hótel á hornlóðinni við Aðalstræti og Túngötu. Hótelið verður byggt á grunni fjögurra elstu og virtustu húsa borg- arinnar, Aðalstrætis 16, 18 og 8, eða lóð Fjalakattarins, og Grjótagötu 4. Eitthvað þekkja þeir lítið til á þessum stað sem standa að þessari kynningu. Aðalstræti 8 þar sem Fjalakötturinn stóð er víðsfjam þessu horni og verður ekki byggt meira á þeirri lóð, en þar stendur nú hús Trygg- ingamiðstöðvarinnar næst Morgun- blaðshúsinu. Það má þó segja að hót- elið verði byggt á fjórum grunnum því þarna er er talið að bær land- námsmannsins Ingólfs Arnarsonar, bærinn Reykjavík, hafi staðið. Það er hvereki minnst á það í þessari kynningu, enda best að þegja yfir því sem gæti komið sér illa. Eg vil leyfa mér að minna á hvað Árni Óla skrif- aði í bókinni Svipur Reykjavíkur sem út kom 1968: „Sögulegar heim- ildir staðhæfa að fyrsti landnáms- maðurinn hafi búið í Reykjavík, og hafi sú jörð verið höfuðból hans. Af vitnisburði um landamerki jarðar- innar frá um 1500 má glögglega sjá, að býlið Arnarhóll hefir verið byggt í Reykjavíkurlandi, því að þá á það enn óskipt beitiland um höfuðbólin. Engar líkur eru til þess að Reykja- víkurbær hafi nokkru sinni verið fluttur, en býsna margt bendir til þess, að hann hafi staðið á sama stað frá upphafi og þar til verksmiðjurnar eignuðust hann. Og þegar öll þau kurl koma til grafar, þá má fullyrða að bær fyrsta landnámsmannsins á Islandi hafi staðið undir Grjóta- brekkunni, eða nánar til tekið á svæðinu milli Grjótagötu og Tún- götu. Þarna er því óumdeilanlega merkasti sögustaður á Islandi inni í hjarta höfuðborgarinnar. Menn geta látið svo, sem þeir viti þetta ekki, eða að sér komi það ekki við. En ég segi ykkur satt, að Borgnesingar eru öf- undsverðir af því að eiga haug land- námsmanns síns í miðju þorpinu, og það er lofs vert hvernig þeir hafa haldið honum við, friðað svæðið um- hverfis hann og gert þar fagran skrúðgarð. Tvisvar, eða oftar, hafði haugurinn verið rofinn, en nú mun aldrei framar hætta á að hann verði rifinn eða jafnaður við jörðu. Borg- firðingar eru ríkir að eiga þennan minjastað. Þó eiga Reykvíkingar enn merkari stað í miðri höfuðborginni, en hafa enn eigi sýnt honum neina ræktar- semi. Ef til vill er það of mælt, að Reykvíkingar eigi þennan stað einir. Vegna þess, að þama reisti fyrsti landnáms- maðurinn fyrsta land- námsbæ á Islandi, mætti líta svo á, að staðurinn væri alþjóðar arfleið. Og þar við liggur sómi bæði höfuðborgar og alþjóðar, að þessi staður komist til vegs og virðingar, eins og hann á skilið - þar ligg- ur ekkert minna við en sómi höfuðborgar, lands og þjóðar.“ Það ætti ekki að þurfa að hafa fleiri orð um þetta, en nú á að byggja hótel á þessum stað. Af svari sem borgarstjóri gaf í sjón- varpi má ráða að samþykki hafi feng- ist fyrir þessum framkvæmdum, það þurfi bara rannsóknir þarna fyrst og svo megi byrja að byggja. Kynnt er að Aðalstræti 16 myndi verða gert upp. Hægt er að sjá bygg- ingarsögu þessa húss í bókinni Kvos- in, bls. 82, og að byggt hefur verið við það að minnsta kosti fimm sinnum. Húsið er timburhús með timburgólf- um. Að láta sér detta það í hug að húsið verði gert upp og gert að fjög- urra stjömu hóteli er fásinna. Húsið þarf að rífa og byggja nýtt og hvað stendur þá eftir? A húsin á að setja gervigafla svo að hótelið lík- ist götumyndinni eins og hún hafði verið áður. Þegar hótelið hefur verið byggt er sögu þessa staðar lokið, en hægt verður að minnast þess hverju fjármagnið fær áorkað. Það verður þó hægt að benda ferðamönnum á hótelið og segja að hér hafi Ingólfur Arnarson búið. I gegnum glergat í kjallaragólfi hótelsins eiga menn að fá að horfa á minjar um fyrsta landnámsbæ á ís- landi. Hvílík reisn yfir minningu Ing- ólfs Arnarsonar. Hægt er að sjá hvernig þetta tæki sig út, en í gang- stéttinni þarna á móti er gler yfir Ingólfsbrunni. A þessu ári hefur landafunda Leifs Eiríkssonar verið minnst með miklum myndarskap, endurbyggð Þjóðhildarkirkja á Grænlandi og margt fleira. A milli þess sem Ingólfur nemur land og Leifur finnur Ameríku eru aðeins 126 ár. Ingólfur bjó í Reykja- vík, þar eru enn öndvegissúlur hans í eldhúsi, segir í Landnámu. Öndveg- issúlur Ingólfs eru enn í Reykjavík á 13. öld. Það er um 400 árum eftir að Ingólfur nemur hér land. Einhvers virði hafa þær þótt fyrst þær voru geymdar svona lengi. Sjálfsagt hefur þeim verið brennt í einhverju hall- Kjartan Á. Kjartansson Miðbær * Eg hélt, segir Kjartan A. Kjartansson, að bæj- arstæði Ingólfs Arnar- sonar væri ekki falt undir hótel. ærinu, en hver vildi ekki eiga þær nú? Það er ekkert hallæri nú og ætti því ríki og borg að hafa efni á að varðveita bæjarstæði fyrsta íslend- ingsins. Á bæjarstæði Ingólfs mætti t.d. gera landnámsreit Ingólfs Arn- arsonar og gera þar útlínur forns bæjar með vegghleðslu í sætishæð, reisa þar öndvegissúlur og víkinga- skipið Islendingur (sem enginn vill eiga lengur) gæti staðið þarna. Lík- lega hefur Ingólfur komið á víkinga- skipi til landsins. Þess er víða getið að fornmenn drógu skip sín á land áður er vetur lagðist að, og gerðu þar hróf að þeim. Ég er viss um að þetta yrði ekki minna sótt af ferðamönnum en hótelið. Reykjavíkurborg hefur minnst Ingólfs með öndvegissúlum í merki sínu, Ingólfstorgi, Ingólfs- stræti og Ingólfsbrunni. Líkneskið af Ingólfi Arnarsyni gaf Iðnaðar- mannafélag Reykjavíkur íslending- um. Ríkið hefur ekkert gert til að minnast Ingólfs. Er nú ekki kominn tími til að minnast hans að minnsta kosti til jafns við Leif Eiríksson? Það stendur kannski ekki eins vel á ártali eins og hjá Leifi. Ingólfur Arnarson virðist hafa gleymst. Ég hélt að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar væri ekki falt undir hót- el. Höfundur er húsgagnaarkitekt. Kampavírjí glis kr.1.53 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki ogprýðaþau nú mörg hundruð íslensk heimili ► lOáraábyrgð ► Eldtraust * ► 12 stærðir, 90 - 500 cm ► Þatfekki að vðkva ► Stálfoturjfylgir ► íslenskar leiðbeiningar ► Ekkert barr að ryksuga ► Tfaustur söluaðili ► TTuflar ekki stqfublómin ► Skynsamlegjjátfesting Q Bandalag fslsnskra skáta FJARSTÝRÐUR PORSCHE 911 TURBO Magnað leikfang sem nær allt að 25 km hámarkshraða. r .. Verðkr. 10.900 TAKMARKAÐ MAGN! I gjafavöruverslun bllaáhugafólks SKA TA MIÐS TOÐINFÁRNÁRBÁKKÁ Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 4^ ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun FYRIR FJÁRFESTA ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Höfum ýmsar stærðir atvinnu- húsnæðis til sölu með eða án leigusamninga. Björgvin Bjúrgvinsson, lögg. fasteignasaii. r** Jólagjafir fyrír börning Bænapúðar og sængurver. Nytjalist Textflkjallarans er i mjúkum en slitsterkum bómullarefnum. Litimir eru þvottþolnir og þola margra ára notkun. ** ára notkun. Látum bænir vera hluta aíM , uppeldi bamanna. .j Veljum íslenskt. í-tin/i ■’Ssig1 • • I'lfll textíl Islensk hönnun Hrönn Vilhelmsdóttir héÉ ^kjalíarínnj ílarónm t S!( | I Al IDIK' ÍI.YI & HI.ILSU AUSTURSTRÆTI ESTEE LAUDER Nýr Pure varalitur sem endist Sterkur litur Sindrandi gljói Einstök ending Uppgötvaðu lit í þrívídd! Hreinan, sterkan, djúpan. Áferð sem er engri lík og 24 ótrúleg litbrigði. Komdu og lóttu okkur hjálpa þér að finna hvaða litir fara þér best. ■v 4 Estée Lauder ráðgjafar verða í versluninni í dag og á morgun frá kl. 12-17. Lyf&heilsa |||0 T E K Austurstræti 12, sími 5629020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.