Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 66
6,6 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Gamli Todmobile-trukkurinn - Tonltst HI j ó m 1 c i k a r I'SLENSKA ÓPERAN Utgáfutónleikar Todmobile í ís- lensku Óperunni föstudagskvöldið 1. desember. Hljómsveitina skipa Andrea Gylfadóttir söngur, Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson gítar og söngur, Eiður Arnarsson bassi, Ól- afur Hólm trommur, Kjartan Valdi- marsson hljómborð, Regína Ósk Óskarsdóttir bakraddir og Margrét ]Eir bakraddir. Ekkert tónlistaratr- iði var á undan sveitinni. ÞEGAR ég tók viðtal við Þorvald Bjama Þorvaldsson fyrr í vetur, þá reyndar varðandi nýju breiðskífu Selmu, líkti hann hljómsveitinni Tod- mobile við gamlan trukk sem færi þó alltaf í gang á endanum. Ég er nokk- uð viss um að þar átti Þorvaldur ekki við spilamennsku sveitarinnar á tón- leikum en samlíkingin á engu að síð- ur vel við leik hennar á fostudag- skvöldið síðastliðið. Eftir óvenjulega „Pink Floyd“- legt forspil fór sveitin beint inn í „Draumalagið". Þá var strax nokkuð augljóst að Andrea var fremur taugaóstyrk. Það varð mun meira áberandi þar sem aðrir meðlimir sveitarinnar litu út eins og þeir væru bara í kaffi og kökum hjá ömmu eða í heita pottinum uppi í sumarbústað með elskunni. Þó söng hún vel, enda ekki við öðru að búast, en stressið og óöryggið bitnaði mjög mikið á sviðs- framkomunni og um leið útgeislun sveitarinnar. Það var ekki fyrr en á fímmta lagi, þegar hún fékk að syngja um „Stúlkuna" sem Andrea var búin að finna sig almennilega á sviðinu og var þá orðin óhrædd við að dilla mjöðmunum almennilega í takt við tónlistina. Andrúmsloftið var frekar stirt í fyrstu, eflaust var það meira frá áheyrendum komið en hljómsveit- inni. Kvöldið eflaust of ung til þess að fólk gæti notið sín almennilega á popptónleikum. En Þorvaldur Bjarni braut þá örfáu ísmola sem eftir voru áður hljómsveitin renndi í lagið „Sofðu vært“. Hann tilkynnti gestum að lagið hefði upphaflega verið samið sem vögguvísa en tískustraumar í lagaútsetningum hefðu séð til þess að upphaflega útsetning lagsins myndi seint senda ungbörn í fastan svefn. Því ætlaði sveitin að gera aðra tilraun nú við mildari útsetningu. Þessa sögu sagði hann á einlægan og gamansaman hátt og með henni vann sveitin þá fáu gesti sem áttu enn eftir að upplifa töfra Todmobile þetta kvöldið yfir á sitt band. Það var líka alveg rétt hjá Þorvaldi, þessi nýja út- gáfa lagsins var mun smekklegri og fallegri en sú fyrri. Hljóðfæraleik Todmobile er ekki hægt að setja mikið út á. Ég ætla samt að reyna. Eins og ég sagði áðan voru hljóð- færaleikarar sveitarinnar afslappað- ir með eindæmum. Að mínu mati var þar á meðal þó einn sem hefði alveg mátt hella í sig einum kaffibolla eða tveimur áður en hann steig á svið. Ól- afur Hólm er vissulega taktviss og öruggur trommuleikari en mikið lif- andis skelfingar ósköp getur spila- mennskan hans verið tilfinningalítil. Hann trommar frekar laust á settið, eitthvað sem hann gerir líklegast til þess að tryggja það að hljóðmaður- inn eigi auðveldara með hljóðblönd- unina en gerir um of, og áherslu- breytingar í kaflaskiptum verða nánast engar. Lög eins og „Stopp“, „Ég heyri raddir“ og „Ég vil brenna", sem öskra öll á kraftmikil viðlög, liðu mjög fyrir letilegan trommuleik Ólafs. Það var svolítill „bara í vinnunni" blær á trommuleik- num þetta kvöldið. í seinni hlutanum Morgunblaðið/Ami Sæberg Andrea Gylfadóttir gaf sig alla 1 sönginn, á endanum. náði þó adrenalínið greinilega að sparka rokkarann fram í honum og þá stóð hann sig betur. Einnig fannst mér leiðinlegt að heyra að hljóm- borðsleikarinn gerði engar tilraunir til þess að lífga upp á lögin og reyndi frekar allt sem hann gat til þess að vera með eins svipaðan hljóm frá hljómborði sínu og var í lögunum á plötununum. Stundum var nefnilega hljómborðshljómurinn það eina sem hélt lögunum gamaldags, það hefði verið auðvelt og gaman að klæða sum þessara laga úr „Henson galla“ níunda áratugarins í aðeins nútíma- legri búning. Mér fannst ég greina það að sveit- in skemmti sér best við flutning lag- anna; „Pöddulagið", „Tryllt", „Fæ aldrei nóg af þér“, „Voodoo man“, „Stelpurokk" og „Spiladósalagið". I þessum lögum var trukkurinn settur í „rall“-gírinn og var greinilega vel smurður áður en lagt var í förina. Það mátti nánast sjá streng á milli þeiri-a Eiðs, Þorvaldar Bjarna og Ól- afs Hólm í þessum lögum, svo sam- stilltir voru þeir. Mig grunar reynd- ar að bassinn sé orðinn Eið samvaxinn og bassahálsinn sé í raun- inni hans þriðji handleggur. Ég sá hann a.m.k. ekki horfa niður á hljóð- færið einu sinni alla tónleikana! „Spiladósalagið" var hreint og beint stórkostlegt. Þar gekk allt upp. Leikáhrif Andreu áttu vel við og söngur hennar jaðraði við það að vera ómannlegur. Eftir tónleikana var hljómsveitin verðlaunuð með hressilegu lófa- klappi og fótastappi frá ánægðum tónleikagestum. Þrátt fyrir að hafa verið nokkuð lengi í gang þetta kvöld átti Todmobile-trukkurinn það skil- ið. Birgir Orn Steinarsson Ektajólaplata Tónlist Geislaplata ILMUR AF JÓLUM Fyrsta sólóskifa Heru Bjarkar Þór- hallsdóttur Dmur af jólum. Aðrir flyljendur Óskar Einarsson flygill, Hammond, hljómborð og kór, Jó- hann Ásmundsson bassi, Einar Val- ur Scheving trommur, slagverk og indverskar munkabjöllur, Jón EIv- ar Hafsteinsson gítar, Óskar Guð- jónsson tenór-sax, Gunnar Gunn- arsson orgel, Margrét Eir Hjartardóttir söngur og kór, Gísli Magnason söngur, kór, Szymon Kuran fiðla, Anna Hugadóttir fiðla, Christian Diethard fiðla, Margrét Árnadóttir selló, Hrönn Svansdótt- ir, Selma Bjömsdóttir, Stefán H. Birkisson, Regína Ósk Óskarsdóttir og Þóra Gréta Þórisdóttir kór. tít- setningar og stjórn upptöku Óskar Einarsson. Upptökumenn: Ari Dan og Gunnar Smári Helgason. Hljóð- blöndun: Gunnar Smári Helgason og Óskar Einarsson. títgefandi Hera Björk. Dreifing Japis. NÚ ÞEGAR styttist í jólin verður jólatónlistin allsráðandi í þjóðfélag- inu. A hveiju ári koma út nokkrar nýjar jólaplötur en þó eru fáar sem manni þykja standa undir nafni. Oft innihalda þær popplög með jólatext- um, sem minna um fátt á þá hátíð sem þær eiga að tengjast (undantekningar á þessu eru auðvitað margar, hver getur t.d. hugsað sér jólaundirbún- inginn án þess að heyra „Jólahjól" eða „Last Christmas") eða þá misgóðar útgáfur af eldri lögum. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að fá í hendumar nýja jólaplötu Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, Ilmur af jól- um. Hera ætti að vera landsmönnum af góðu kunn fyrir þátttöku sína í ýms- um söngleikjum, sem annar stjóm- andi sjónvarpsþáttarins Með stutt í spunann og sem bakraddarsöngkona á ýmsum plötum. Ilmur af jólum er fyrsta plata Hera og í raun er þetta í fyrsta skipti sem hún syngur einsöng á plötu. Diskurinn inniheldur 11 lög, bæði íslensk og erlend, þekkt og óþekkt en yfirbragðið á öllu diskinum er mjög hátíðlegt og er varla veikan punkt að finna, hvort sem er í lagavali eða flutningi. Þekktasta lagið er tví- mælalaust „Ó helga nótt“, uppáhalds jólalag margra og svo hummar Hera „Adeste Fideles". Tvö þekkt erlend lög era með nýjum íslenskum textum eftir Sigurð Rúnar Þórsson, en hann semur flesta texta disksins og gerir vel, „Do YouSeeWhat I See“ („Sérðu Heka Björk ♦ Il.MUR AI' JÓl.UM það sem sé“) og „When You Wish Upon a Star“ („Þegar stjama hrapar skær“). Svo má ekki gleyma gamalli þjóðvísu, „Hátíð fer að höndum ein“ sem er alveg sérlega vel flutt af Hera. Eitt fallegasta lag plötunnar er „Það koma jól“ sem Hera sjálf hefur samið tregablandinn texta við í minningu tveggja vina sinna. Hún og Margrét Eir, önnur frábær söngkona, taka al- deilis ótrúlegan samsöng í seinni hluta lagsins, spilið þetta lag hátt! Eitt færeyskt lag er á diskinum (sungið á færeysku), lagið „Aldumar í tær“ sem verður eftir aðra hlustun eitt af uppáhaldslögunum, svona þeg- ar maður er búinn að kíma yfir fær- eyskunni (sem undirrituð sér alltaf eitthvað fyndið við). „Jólatími" er létt og skemmtilegt og svo er falleg bænin sem sungin í lok plötunnar. Hera er með sérstaklega fallega og kraftmikla rödd sem virðist valda ólíkri tónlist og kom því nokkuð á óvart hversu látlaus söngurinn er. Slaufur, sem hún þó fer svo léttilega með, era fáar og ftnnst manni í fyrstu sem eitthvað vanti en uppgötvar eftir aðra hlustun að látleysið er einmitt einn helsti kostur plötunnar. Hera sparar röddina og bíður oft með háu tónana þar til í lok lags og byggir þannig upp ákveðna spennu og há- punkt. Þetta látleysi sýnir sjálfsör- yggi listamannsins og þroska hans - það þarf ekki endilega að setja allt skrautið á jólatréð þó maður eigi skrautið tiL Allur hljóðfæraleikur á plötunni er til fyrirmyndar, þama má t.d. heyra í orgeli Hallgrímskirkju og indverskum munkabjöllum og kórinn og meðsöngvarar undirstrika söng Hera án þess að yfirgnæfa hana. Ekki má gleyma að minnast á umslag plötunnar. Það er mjög vel heppnað, vetrarlegt og stílhreint, þríbrotið í pappír, sem ég vildi sjá utan um miklu fleiri diska. Ilmur af jólum er jóla- plata í besta skilningi þess orðs, ein- staklega hátíðleg og fær mann til að hugsa um tilgang jólanna og er ég viss um að hún á eftir að lifa um ókominjóL Iris Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.