Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 13 Skipulagsstofnun með sex tilkynningar um fískeldi til umfjöllunar N otkun á kví Keikós í Klettsvík til skoðunar Sex tilkynningar um væntanlegar framkvæmdir vegna fiskeldis eru nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun. Þar af eru fímm tilkynningar vegna sjókvía- eldis upp á alls nærri 20 þúsund tonna framleiðslu á laxi og ein tilkynning vegna seiðaeldis upp á um 465 tonn. MEÐAL þeÚTa tilkynninga sem liggja fyrir hjá Skipulagsstofnun eru ein frá Islandslaxi hf. í Grindavík sem áfonnar sjókvíaeldi í Klettsvík í Vest- mannaeyjum, við heimkynni hvalsins Keikós. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa forráðamenn Islandslax velt þeim möguleika fyrir sér að nýta kví Keikós þegar búið er að sleppa honum, sem ráðgert er næsta sumar, ásamt því að setja upp nýjar kvíar í víkinni. Allt er þetta þó háð því að leyfi fáist íyiir íramkvæmdinni. Þess má geta að sjókvíaeldi hefur áður far- ið fram í Klettsvík á vegum Isnó hf. fyrir um áratug, en aftakaveður olli miklu tjóni á kvíum fyrirtækisins. Kvíarnar sem þá voru notaðar stóðu nokkru utar en kví Keikós er nú. Þær framkvæmdir sem eru tO at- hugunar um sjókvíaeldi eru við Brimnes í vestanverðum Eyjafirði. Þar áformar AGVA Norðurland ehf. eldi á kynbættum laxi af norskum uppruna, líkt og aðrar stöðvar í sjó- kvíaeldi, með ársframleiðslu upp á um 4 þúsund tonn. Þessi tilkynning mun væntanlega fá fyrstu afgreiðslu í byrjun desember, að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra, en AGVA EITT af þeim atriðum sem hafði áhrif á þá ákvörðun Skipulags- stofnunar, að fyrirhugað sjókvía- eldi Samherja hf. á laxi í Reyðar- firði sé háð mati á umhverfis- áhrifum, eru áform um álverk- smiðju í Reyðarfirði sem staðsett yrði um 10 kílómetrum frá eldis- kviunum. Einnig skiptu máli aðrar sjókvíaeldisstöðvar á Austfjörðum sem fyrirhugaðar eru í Mjóafirði og Berufirði. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Stefáns Thors skipu- lagsstjóra þegar Morgunblaðið leitaði útskýringa á því af hverju sjókvíaeldi í Reyðarfirði væri háð mati á umhverfisáhrifum en sams hafði áður fengið synjun á leyfi tU eld- is við Brimnes. Hefur fyrirtækið nú endumýjað umsókn með breyttum forsendum. Við Ystuvík í austanverðum Eyja- firði áformar Víkurlax stækkun úr 200 tonna framleiðslu í 800 tonna eld- isstöð og undir Vogastapa á Vatns- leysuströnd hyggur Silungur ehf. á sjókvíaeldi með 6.500 tonna ársfram- leiðslu í huga, en Silungur hefur til- raunaleyfi á þessum stað fyiir 1 þús- und tonna framleiðslu. Eins og áður er getið áformar íslandslax hf. eldi í Klettsvík þar sem miðað er við 4 þús- und tonna framleiðslu á ári. Fyrir- konar eldi í Mjóafirði og Berufirði ekki. Stefán sagði að hver framkvæmd væri einstök út af fyrir sig. Sjó- kvíaeldi á einum stað gæti verið þess eðlis að það væri háð mati á umhverfisáhrifum en á öðrum stað gætu verið aðrar umhverfisaðstæð- ur og forsendur. Þetta ætti alveg eins við um mat á vegum utan þétt- býlis sem væru styttri en 10 km á lengd. Niðurstaða vegna slíkra framkvæmda gæti verið mismun- andi. „Þessi niðurstaða varðandi eldið í Reyðarfirði þýðir ekki að hér eftir verði allar nýjar framkvæmdir við sjókvíaeldi matsskyldar," sagði tækið er einnig með tilkynningu hjá Skipulagsstofnun fyrir samskonar eldi í Stakksfirði við Keflavík, eða eldi upp á 4 þúsund tonn. Þá hefur AGVA Norðurland óskað eftir umfjöllun stofnunarinnar um seiðaeldi fyrir íslenskan eldislax af norskum uppruna á Hauganesi við Eyjafjörð. Þar eru uppi áform um eldi tveggja milljóna seiða að meðal- tali 225 grömm að þyngd, sem gerir 450 tonna framleiðslu, og allt að 3,5 milljónir smáseiða, um 5 grömm að stærð, sem gerir 15 tonna fram- leiðslu. Tilkynna verðim um nýjar fram- Stefán. Samherji hf. áformar eldi á 6 þúsund tonnum af laxi á ári en í Mjóafirði og Berufirði er reiknað með 8 þúsund tonna framleiðslu á hvorum stað fyrir sig. Þess má geta að Samherji er meðal hluthafa í Sæsilfri ehf. sem áformar eldið í Mjóafirði ásamt fleiri útgerðarfyr- irtækjum og einstaklingum. Margir óvissuþættir Stefán Thors sagði að stærð eld- isstöðva skipti ekki máli ein og sér þegar verið væri að meta mats- skyldu framkvæmda. Fleira kæmi þar til, einkum áhrif af öðru eldi á Austfjörðum og stóriðjuáform í Reyðarfirði. Aukin hætta væri á kvæmdir vegna fiskeldis ef framleiða á yfii’ 200 tonn á ári hverju þar sem frárennsli er til sjávar. Ef stöðin er á landi með fráveitu í ferskvatn eni mörk. tilkynningaskyldu 20 tonn. Skipulagsstofnun metur öll slík áform og ákveður hvort framkvæmd- ir eru matsskyldar að fengnu áliti leyfisveitenda og ýmissa umsagnar- aðila. Hvurslax í Hraunsfírði Auk þeirra staða sem hér hafa ver- ið nefndir hefur Skipulagsstofnun fengið tilkynningar um fleiri sjókvía- eldisstöðvar, en óskað til baka frekari upplýsinga um. Meðal þeirra eru áform Hvurslax hf. um eldi í Hrauns- firði á Snæfellsnesi og þá hafa aðilar á Patreksfirði og Tálknafirði velt sjókvíaeldi fyrir sér, án þess að hafa sent inn formlegar tilkynningar. Stefán Thor skipulagsstjóri minnti á, í samtali við Morgunblaðið, að þótt allar framkvæmdir yrðu ekki mats- skyldar þá væni þær háðar leyfi yfir- valda eins og umhverfisráðuneytis- ins, viðkomandi sveitarfélaga og Veiðimálastofnunar, svo einhverjir aðilar væru nefndir. „óæskilegum og neikvæðum áhrif- um.“ Stefán sagði að vegna álvers lægi fyrir matsáætlun en þar með væri ekki sagt að sjókvíaeldið hefði áhrif á álverið. Frekar væri því öf- ugt farið. Þetta væru allt hlutir sem þyrftu að skoða með mati á umhverfisáhrifum. Óvissuþættirnir væru það margir. Fyrirhugað sjókvíaeldi Samherja er í norðanverðum Reyðarfirði, undan strönd frá Stóru-Breiðuvík að Hvammi, um 10 kílómetrum austan við Hraun í sama firði, þar sem Reyðarál áformar allt að 420 þúsund tonna álver með 240 þús- und framleiðslu í fyrsta áfanga. Pólverji dæmdur fyrir smygl LÖGREGLAN á Akranesi og toll- gæslan í Reykjavík fundu tæplega 100 1 af sterku áfengi og um 130 1 af bjór um borð í flutningaskipinu Ms. Dellach á laugardag. Að auki fundust 3000 vindlingar. Pólskur skipverji gekkst við að eiga varn- inginn og var hann í gær dæmdur til greiðslu 400.000 króna sektar í Héraðsdómi Vesturlands. Ms. Dellach var að koma frá Garuccha á Spáni með hráefni í Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Tollverðir og lögreglumenn gerðu leit í skipinu og fundu smyglvarn- inginn í rými á milli lestar og vél- arrúms. Skömmu síðar gaf skipverjinn sig fram og kvaðst eiga allan varn- inginn. Akæra á hendur manninum var gefin út á mánudag og málið þing- fest og dómtekið í héraðsdómi í gær. Skipverjinn játaði brot sitt fyrir rétti og var sem fyrr segir dæmdur til greiðslu 400.000 króna sektar. Greiðist sektin ekki innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu og birtingu dóms kemur 60 daga fangelsi í hennar stað. Manninum var einnig gert að greiða málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns. Ólafur Þórs Hauksson, sýslu- maður á Akranesi segir nauðsyn- legt að halda uppi öflugi’i tollgæslu við skipakomur. Sú smyglleið sem nú var notuð hafi í þetta skiptið verið fyrir áfengi og tóbak. Fíkni- efnum gæti verið smyglað næst. -----*-4-*-- - Viðurkenna íkveikjur í Breiðholti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað mann í gæslu- varðhald til 15. desember en mað- urinn hefur ásamt öðrum manni viðurkennt að hafa kveikt eld í stigagangi í fjölbýlishúsi við Flúða- sel 40 í Reykjavík þann 2. nóvem- ber sl. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík hafa mennirn- ir einnig viðurkennt fleiri íkveikjur í Breiðholtinu, þar á meðal í sorp- geymslu fjölbýlishúss við Völvufell, sorpgeymslu fjölbýlishúss við Unu- fell og í tengikassa Landssímans við Vesturberg. Verulegt eignatjón varð á öllum þessum stöðum. í fjölbýlishúsinu við Flúðasel var bensíni hellt á teppi á ganginum og eldur borinn að. Eldurinn náði ekki í 25 1 bensínbrúsa, sem komið hafði verið þar fyrir. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni voru mennirnir handteknir í upphafi rannsóknar málsins en þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni. Eftir rannsóknarvinnu í kjölfarið var annar mannanna handtekinn sl. föstudag og gerð krafa um gæslu- varðhald yfir honum til 15. desem- ber. Varð héraðsdómur við kröf- unni. Lögreglan segir að málið sé nú talið upplýst að mestu. Nýsending af /Tieiriháttar jólaKjólum fráParí5 ENGtABÖRNÍN LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 Smyglið um borð í Skógafossi Skipverjar hafa gengist við stærst- um hluta góssins SKIPVERJAR á Skógafossi, skipi Eimskips hf., hafa gengist við að eiga meirihluta af þeim smyglvarningi, sem fannst við leit um borð í skipinu 29. nóvember sl. Alls fundu tollverðir og lög- reglumenn um 360 1 af sterku áfengi, tæplega sex lítra af létt- víni og um 23.400 vindlinga. Níu aðilar, hásetar og yfirmenn, hafa viðurkennt að eiga meirihluta góssins. Við yfirheyrslur gengust þeir við að hafa reynt að smygla um 280 1 af sterku áfengi, aðallega vodka og viskíi, rúmlega 100 kart- onum af vindlingum og tæplega sex lítrum af léttvíni. Góssið var falið bak við gáma í lest skipsins. Að auki fannst lítilræði af áfengi til viðbótar í skipinu. Málið enn í rannsókn hjá Tollgæslu Sveinbjörn Guðmundsson, að- aldeildarstjóri hjá embætti Toll- stjórans í Reykjavík, segir málið enn í rannsókn. Enn hafi enginn gengist við að eiga um 90 1 af sterku áfengi og um 12 karton af vindlingum. Búist er við ákæru í málinu innan skamms. Sæsilfur ehf. Sjókvíaeldi undan Brekku í Mjóafirði. Aform um sjókvíaeldi og álver á Austfjörðum Samherji hf. Sjókvíaeldi undan Stóru- Breiðuvík í Reyðarfirði. Salar Islandica ehf. Sjókvíaeldi á tveim stöðum í Berufirði Fyrirhugað álver og aðrar eldisstöðvar höfðu áhrif á niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar vegna mats á umhverfísáhrifum laxeldis í Reyðarfírði Aukin hætta á óæskilegum og neikvæðum áhrifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.