Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 3 innilegar samúðarkveðjur til Þor- geirs og fjölskyldunnar. Blessuð veri minning þín. Elín S. Sigurðardóttir. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Alltaf erum við jafnóviðbúin þegar vinir hverfa, og alltaf er sorgin jafn- sár. Frammi fyrir þeirri staðreynd lífsins stöndum við nú, er við með söknuði kveðjum kæra skólasystur ogvinkonu, Unu Halldórsdóttur. Það var haustið 1952 sem við kynntumst Unu en þá komum við 36 stúlkur til náms í húsmæðraskólan- um Ósk á ísafirði. Við komum víðs- vegar að af landinu. Þær voru nokkrar frá ísafirði og Una var ein þeirra. I níu mánuði var þetta heim- ili okkark svo það má með sanni segja að við höfum kynnst vel og bundist góðum vináttuböndum sem halda enn. Strax haustið eftir var stofnaður saumaklúbbur í Reykja- vík sem er enn starfandi. Skólasystur sem eru búsettar ut- an Reykjavíkur koma í heimsókn í saumaklúbbinn ef þær hafa tæki- færi til og er okkur alltaf mikið ánægjuefni. Una og Geiri fluttu ekki til Reykjavíkur fyrr en 1978 svo við nutum gestrisni þeirra hjóna oft þegar við áttum leið um ísafjörð og reyndar var það nú svo að við litum alltaf á Geira sem skólabróður okk- ar svo tengdur var hann okkur sem kærastinn hennar Unu. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka, ferðir okkar vestur á tíu og tuttugu ára útskriftarafmæli nú og svo á stóru hátíðina þegar Hús- mæðraskólinn Ósk varð 75 ára. Það hefur verið farið í styttri ferðir og er þá skemmst að minnast ferðar okk- ar í Þórsmörk árið 1998 sem aldrei gleymist. Una var alveg sérstaklega jákvæð kona, vildu öllum gott gera, alltaf til staðar ef á þurfti að halda, að ekki sé nú minnst á hennar góða skap og glettni sem gat verið alveg ómetan- leg. Astvinum Unu vottum við inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja þau. Unu kveðjum við og biðjum henn- ar Guðs blessunar. Þú lifir enn þitt dæmið dyggðarríka, það dvlnar ei, þó hélið byrgi láð, þú bjá oss áttir harla fáa líka af hjartans auði og fólskvalausri dáð. (Matt Joc.) Saumaklúbbur skólasystra. Laugardagurinn 5. ágúst síðast- liðinn, líður mér seint úr minni. El- ísabet frænka mín, Þorgeirsdóttir, hafði boðið okkur í litla bústaðinn sinn við Þingvallavatn og þarna voru saman komnir nánustu ætt- ingjar mínir úr föðurfjölskyldunni, sem búa í Reykjavík, bræðumir Þorgeir, Steindór og Þórarinn ásamt konum sínum þeim Unu, Grétu og Gullu (þvi miður vantaði Elsu litlu systur og Kristmann og Jenna og Nönnu, sem voru fjarri góðu gamni) og svo næsti ættliður, Elsa, Dúddi og ég, með mökum og þeim börnum okkar, sem voru í bænum. Þingvallavatn var ægifagurt og töfrar þess fylltu sálina fögnuði og ró, þó svalur blærinn roðaði nef og vanga. Litla húsið var hlýtt og nota- legt, maturinn góður og okkur leið öllum svo vel. Hápunktur heimsókn- arinnar var svo varðeldurinn, sem Geiri hafði hlaðið eftir kúnstarinnar reglum, af þeirri list, sem gömlum skáta er lagið og við sátum þarna í kringum eldinn, þrjár kynslóðir og sungum saman. Eg horfði á fegurð himinsins, leit svo á þessi glöðu and- lit, hvert af öðru og hugsaði hvað við værum heppin, að eiga hvert annað. Þessa stund rann það upp fyrir mér, sem aldrei fyrr, hvað það hefur ver- ið mér dýrmætt að Hjörleifsstrák- arnir skyldu flytja suður. Móðurfjöl- skylda mín var í Vestmannaeyjum og þar var ég á sumrin, en þetta varð mín tilfinningalega „ballest“ hér í Reykjavík, þrenn hjón, sem stóðu saman, gegnum þykkt og þunnt, tókust á við gleði og sorgir og miðluðu af reynslu sinni og þekk- ingu til okkar, sem yngri vorum, án þess að sýna stjórnsemi eða yfir- gang. Þarna við Þingvallavatn, með hit- ann af eldinum á andlitinu og tilfinn- ingahitann í brjóstinu, horfði ég yfir bálið, á hana Unu, sem sat og söng, brosti til Geira síns og barnanna og ég fann hvað hún var sátt við það, sem lífið hafði gefið henni, bæði hamingjustundimar og erfiðleik- ana. Hún var kona, sem gaf enda- laust af sér, var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, sauma fyrir mig, gefa uppskriftir, eða bara spjalla og deila hugsunum sínum með okkur, sem vorum að sigla lífsins ólgusjó, af rósemi og með æðruleysi þess, sem sér til hafnar. Og mikið var alltaf gott að safnast saman heima hjá þeim Unu og Geira, á þrettándanum, afmælum og öðrum tilefnum til mannfagnaðar, því hún var myndarleg húsmóðir, hún Una, allt lék í höndunum á henni, matreiðsla, saumaskapur, jólaföndur og svo hafði hún ákveðnar og skemmtilegar skoðanir á mönnum og málefnum og gat hleg- ið svo dátt og smitandi, að unun var að. Hún hafði þurft að berjast síð- ustu árin, bæði við erfiðan asma og svo vágestinn sjálfan, krabbamein- ið, en aldrei fann maður bilbug á henni. Hárið hvítnaði, hvarf og óx aftur, en brosið og blikið í augunum var alltaf á sínum stað. Bein í baki studdist hún við ástina, sem þau sýndu henni, Geiri, bömin og barna- bömin myndarlegu og þegar hún kvaddi okkur, 5. nóvember, var það á þann hátt sem henni var lagið, án þess að draga kveðjustundina á langinn. Hún var svo ánægð og al- sæl, þegar hún talaði við fólkið sitt í síðasta sinn, Geiri var kominn til Ástralíu með Ninna litlabróður, þeir stóðu á þröskuldi mikils ævintýris og hún gladdist svo innilega fyrir þeirra hönd. Ég vil kveðja Unu á sama hátt, full gleði og þakklætis fyrir það sem hún gaf okkur öllum en um leið bið ég Guð að styrkja Geira minn, börn- in og barnabörnin og okkur öll, sem munum sakna þessarar góðu og skemmtilegu konu um ókomin ár. Ég og mitt fólk munum Unu eins og hún var við Þingvallavatn, ágúst- kvöldið góða, brosandi, glöð og sterk, syngjandi skátasöngva við varðeldinn hans Geira síns. Ragnheiður Kristfn Steindórsdóttir. Á ísafirði hefur lengst af verið blómlegt félagslíf og víða komið við. Þar var árið 1953 stofnaður sauma- klúbbur sem hlaut nafni ,Aggada- Gaggada“ Hvað það þýðir veit nú enginn enda ekki nauðsynlegt. Þetta var klúbburinn okkar. I u.þ.b. 25 ár hittist þessi hópur einu sinni í viku. Þá vora málin skoðuð og skil- greind, félagarnir mislítið eða mis- mikið sammála, litríkar persónur með ákveðnar og fastmótaðar skoð- anir. Una og Geiri vora félagar í Klúbbnum eins og hann var nefndur í daglegu tali. Þau kunnu svo sann- arlega að lifa lífinu og á þeirra hlýja og fallega heimili áttum við margar gleði- og ánægjustundir. Við að sjá þau saman, Unu og Geira, var það einkum tvennt sem kom strax upp í hugann: Ást og virðing. Una var jafnréttissinnuð félags- málamanneskja. Hún var víða valin til trúnaðarstarfa, m.a. sat hún um árabil í stjórn og samninganefnd Iðju, félags iðnverkafólks. Hún var þeim hæfileika búin að geta auð- veldlega greint aðalatriðin frá auka- atriðunum í orrahríð við samninga- borðið. Fyrir nokkrum áram áttum við tal saman sem oftar. M.a. ræddum við ástvinamissi. Þá var hún hvetj- andi, róleg og sterk eins og alltaf, enda voru þetta ríkjandi eiginleikar í fari hennar. Þá voru „Mundu góðu stundirnar" hennar ráð til mín og þau vil ég gera nú að mínum orðum til ykkar, kæra fjölskylda. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. GYÐA HELGADÓTTIR + Gyða Helgadótt- ir fæddist í Tjarn- arkoti, Ytri-Torfu- staðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu 22. janúar 1910. Hún andaðist á hjúkrun- ardeild Víðihlíðar í Grindavík að morgni 26. nóvember síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Þóra Jensína Sæmunds- dóttir, f. 21. júní 1880, d. 30. mars 1924, og Helgi Guð- mundsson, f. 9. nóv- ember 1881, d. 21. apríl 1944. Systkini Gyðu: Svava, f. 31. mars 1907; Sæmundur, f. 23. apríl 1908; Álfúr, f. 14. ágúst 1911; Karl, f. 3. janúar 1914; Benedikt Sæmundur, f. 17. febrúar 1918, og Eiður Berg- mann, f. 22. nóvember 1918. Gyða ólst upp f Tjarnarkoti til ársins 1920 en sfðar á Stóra-Ósi við Mið- fjörð í Vestur-Húnavatnssýslu. Eiginmaður Gyðu var Helgi Stefán Jósepsson, f. 13. nóvember 1913, d. 21. júlí 1985. Gyða og Helgi eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Þóra Guðlaug, húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1937, gift Njáli Skarphéð- inssyni, fyrrverandi aðstoðarslökkviliðs- sljóra á Keflavíkur- flugvelli, f. 13. júlí 1937, þau eiga þrjú börn, Hrafnhildi, Skarphéðin og Krist- ínu Gyðu, öll búsett í Keflavík. 2) Björn Ósberg, rannsóknar- Iögreglumaður f Reylqavík, f. 25. nóv- ember 1939, kvænt- ur Þóru Margréti Guðleifsdóttur, ritara hjá Kennaraháskóla ís- lands, þau eiga eina dóttur Krist- ínu Önnu, búsetta f Reykjavfk. Þau Gyða og Helgi hófu búskap í Keflavík og bjuggu þar sfðan meðan bæði lifðu. Gyða tók virkan þátt í Sálarrannsóknarfélagi í Keflavík, Systrafélagi Keflavíkur- kirkju og Kór aldraðra í Keflavík, meðan heilsa leyfði. Útför Gyðu fer fram frá Kefla- vfkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Móðir mín, Gyða Helgadóttir, fæddist í Tjarnarkoti, Ytri-Torfu- staðahreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu 22. janúar 1910, hún var því á 91. aldursári er hún andaðist á hjúkranardeild Víðihlíðar í Grinda- vík að morgni 26. nóvember sl. Foreldrar hennar vora hjónin Helgi Guðmundsson og Þóra Jens- ína Sæmundsdóttir. í Tjamarkoti ólst móðir mín upp til tíu ára aldurs í hópi sjö systkina, mér er sagt oft við þröngan kost, vegna langvarandi veikinda heimil- isfoðurins og síðar veikindi móður hennar. Þetta varð til þess að þau bragðu búi á árinu 1920 og var böm- unum komið fyrir hjá vandalausum. Aldrei heyrði ég móður mína kvarta vegna þessara bágu kjara í fram- bemsku. Hún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi, að vera komið fyrir að Stóra- Ósi við Miðfjörð hjá þeim systkinum Friðriki, Hólmfríði, Jóni, Sigurlaugu og Eggerti Árnbjömsbörnum, ásamt konu Friðriks, Ingibjörgu. Þama ólst hún upp í leik og starfi í glaðværum hópi bama þeirra Frið- riks og Ingibjargar. Sjálfur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá að kynnast þessu fólki og dvelja þar á sumram sem bam og unglingur. Hún minntist uppvaxtaráranna að Stóra-Ósi og fóstursystkina sinna þar oft og þá með miklum hlýhug. Kvennaskólans á Blönduósi, það- an sem hún útskrifaðist, minntist hún með gleðiglampa í augum, ef til tals barst. Móðir mín hleypti heimdraganum frá Stóra-Ósi, fór til vinnu á Skaga- strönd, þaðan sem talsverður útveg- ur var og næga vinnu að hafa á þeim áram. Þar kynntist hún föður mín- um, Helga Stefáni Jósepssyni, þau giftust og fluttu full bjartsýni til Keflavíkur. Þá var Keflavík ekki eins og hún nú er orðin, heldur lítið sjávarþorp. Mér er sagt að nokkuð hart hafi verið í ári þar, varðandi at- vinnu og h'f fólks, heimilishald og það sem fólk hafði handa milli hafr markast mikið af þeim aðstæðum, sem síðar breyttust. Það var glöð og þakklát Gyða, er þau festu kaup á sinni fyrri íbúð á Faxabraut 28 í Keflavík. Síðar festu þau kaup á einbýlishúsi í Smáratúni 15, því fylgdi stór garður og þar undi móðir mín sér vel við ræktun mat- jurta og nostur við annan gróður. Móðir mín var þeirrar manngerð- ar, að henni þótti sælla að gefa en að þiggja og er mér ekki örgrannt um að margir hafi fengið að njóta þess, þótt ekki hefði hún orð á slíku. Hún tók um árabil virkan þátt í starfi Sál- arrannsóknarfélagsins í Keflavík, systrafélags Keflavíkurkirkju og á meðan heilsa leyfði söng hún með kór aldraðra, af þessu öllu hafði hún mikið yndi. Nokkrum áram eftir lát föður míns árið 1985 var henni orðið um megn að búa ein í húsinu og hugsa um stóran garð. Henni var þá þvert um geð að selja húsið og flytjast í þjónustuíbúð aldraðra við Suður- götu í Keflavík og síðar á hjúkranar- deild Víðihhðar í Grindavík. Hún skipti þó fljótt um skoðun og undi hag sínum vel á báðum þessum stöðum, þá ekki síst í Víðihlíð, þeirri fyrirmyndarstofnun, sem hefir á að skipa einvalastarfsliði, og vil ég færa því þakldr mínar fyrir allt sem fyrir móður mína var gert þar. Móðir mín var trúuð kona og var þess fullviss að eitthvað annað og gott biði eftir vera á þessari storð. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Bjöm Helgason. Minningarkort Hjartaverndar 535 1835 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 5691116, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamteg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil oghœfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki Stuttnefni undir greinunum. í blómaskreytingum við öll tækifæri Bblómaverkstæði INNAst. Sltólavörðuslíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, st'nti 551 9090. 1__________________ OSWALDS sí.mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARH RINGINN Ddvid Inger Olnfnr l hfnnnstj. I hftv/irstj. Utftntrstj. I 1KK1STU\ INNUSTO! A EVVINDAR ARNAsSONAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GISSUR GUÐMUNDSSON, Háaleitisbraut 155, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 8. desember kl. 15.00. Erla Sigurðardóttir, Sigriður Gissurardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Sigrún Gissurardóttir, Steinar S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARfU ELÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1a. Garðar Sigurðsson, Helgi Eyjólfsson, Sveindís Sveinsdóttir, Dagur Garðars, Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún Garðars, Guðmundur Einarsson, Margrét Garðars Molk, Rúnar Molk, Guðbrandur Garðars, Helga Kristinsdóttir, Sigurður Garðars, Sigrún Pétursdóttir, barnabörn og bamabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.