Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 ■ ■ ■ i i i — — FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Síðustu dagar deyj- andi stjörnu Nico: the songs they never play on the radio eftir James Young. Bloomsbury gefur út. 1999. 207 síð- ur. Kostar 1000 kr. í Bretlandi. Les- in frá vinstri til hægri og ofan frá og niður. VIÐ getum ekki öll dáið ung. Ekki eru allir svo heppnir að deyja hold- ugir vegna misnotkunar vímuefna í frönsku baðkeri. Sumir hætta öllu rugli, taka upp heilsusamlegt lífemi, finna jafnvel trúna og fara að boða hana á misgóðum sólódiskum. En svo er það fólk eins og Nico sem sam- kvæmt allri heilbrigðri skynsemi ætti að hafa löngu yfirgefið þennan heim en hjakkast áfram á heróíninu pg þrjóskunni einni saman fram yfir fertugsafmælið. Hér er ekki sögð sagan af gullnu árum Nico, þegar kisulóran þýska- stundaði villt lífemi með yfirborð- skenndum sérgæðingum Warhol- listasmiðjunnar og söng um veislur morgundagsins. Þegar hér er komið sögu er gullhúðin flögnuð af og eftir situr fertug útgáfa af dýragarðs- barni með heróínávana og sam- skiptahæfileika á við níræðan kerfis- fræðing. Velvet Underground löngu hætt störfum og eftir situr greyið Nico, búin með alla peningana sem hún fékk fyrir sólóplöturnar og lítið annað að gera en að betla heróín af pönkumm sem vilja geta sagst hafa sprautað sig með goðinu. En þá kem- “njr til skjalanna furðufuglinn Dr. Demetrius sem vill koma saman ein- hvers konar hljómsveit í kringum nafn Nico og senda þau á tónleika- ferð um Evrópu. Það er því púslað saman sundurleitum hópi furðufugla og hefst hér ein ömurlegasta og skrautlegasta tónleikaferð tónlistar- sögunnar. Þessari farsakenndu, grátbros- legu lýsingu stýrir hljómborðsleikari ferðarinnar, James Young, af ótrúlegri hæfni alls frábrugðið því sem maður á að venjast þegar svona „ævisögur" eru annars vegar. En þó efniviðurinn sé vissulega góður eru það frásagnarhæfileikar James Young sem færa söguna yfir meðal- JJfeg. I svölum „beatific" stíl í anda Kerouac og þeirra drengja. Stílfærð ævisaga með hraðri frá- sögn, skemmtilegum persónum og stöðugum ferðalögum um allan heiminn. Orðalagið er frábært og þetta er að mörgu leyti ein skemmti- legasta bók sem ég hef lesið og svo sannarlega fyndnasta bók um ævi tónlistarmanna sem lent hefur undir leslampanum mínum. Bókin er upplýsandi, myrk, hress- andi, sjarmerandi, niðurdrepandi og fyndin. Húmorinn er alveg á mörk- pm smekks og smekkleysu. Ekki að “þ'að myndi breyta miklu þótt farið hefði verið yfir strikið því að á tíma- bilinu sem bókin lýsir var Nico löngu orðin sjálfselsk, útjöskuð og sorgleg skopmynd af sjálfri sér. Höfundi tekst samt að finna það góða í henni og skilur mann eftir með söknuð í hjarta yfir þessum furðulega kar- Jtj?ter. Ragnar Egilsson Ferill Borís N. Jeltsíns einkenndist af blekkingum og millileikjum í flókinni pólitískri stöðu. Asgeir Sverrisson segir frá Midnight Diaries, þriðja bindi endurminninga fyrrverandi forseta Rússlands. Sagan hálf og varla það ÞEGAR Borís N. Jeltsín Rússlands- forseti tók ítrekað að hverfa af sjón- arsviðinu vikum saman töldu flestir að endalokin væru skammt undan. Sú skoðun virtist síðan fá staðfest- ingu þegar sjónvarpsmyndir sýndu forsetann í múmíulíki, heilsulaust og örvasa gamalmenni. Allt fór þetta þó á betri veg og nú nýtur eftirlaunaþeginn Borís N. Jeltsín lífsins skammt fyrir utan Moskvu, nokkuð sæll með æviverk- ið. Þessi er að minnsta kosti raunin ef marka má þriðja bindi endur- minninga Jeltsíns, sem nú er komið út í enskri þýðingu. Jeltsín var því ákaflega feginn að fá tækifæri til að láta af völdum um síðustu áramót. Hann var örþreyttur og taldi sig hafa skilað þessu mikla ríki, sem hann hafði farið fyrir, í hendur manni, er væri traustsins verður. Þar ræðir um Vladímír V. Pútín, nú- verandi forseta Rússlands. Fyrri tvö bindi æviminninga Jeltsíns (,Against the Grain“ og „The Struggle for Russia" í enskum þýðingum) einkenndust af sjálfshóli höfundar og takmörkuðum skilningi á þeirri ábyrgð, sem hann hlýtur að bera á ástandi mála í Rússlandi nú um stundir. Þriðja bindið er augljós- lega verk sama höftmdar en það fjallar einkum um árin 1996-2000. Jeltsín líkir sjálfum sér við „ákvarðana-vél“ og víst er að erfitt er að heimfæra þá lýsingu upp á „múmíu-myndirnar“, sem við þekkj- um svo vel. Hann hafnar þeirri við- teknu skoðun að síðustu ár hans í embætti hafi einkennst af upplausn, sem m.a. lýsti sér í tíðum skiptum á forsætisráðherrum og kveðst alla tíð hafa haft stjóm á atburðarásinni. Þrotlaus barátta Jeltsín telur ævi sína hafa verið endalausa baráttu við óvini, óvini hans, rússnesku þjóðarinnar, lýð- ræðisins og frelsisins. Og vissulega hefur hann ýmislegt til síns máls. Það var Jeltsín, sem veitti öflugustu andspyrnuna er harðlínukommún- istar reyndu að ræna völdum í So- vétríkjunum í ágústmánuði 1991. Sú andstaða var hins vegar misskilin á Vesturlöndum þar sem viðbrögð Jeltsíns mótuðust mun frekar af rússneskri þjóðemishyggju og valdadraumum hans sjálfs en djúpri ást á lýðræðinu. Það var og Jeltsín, sem barði niður uppreisn hluta þingsins árið 1993, er kostaði blóð- bað og eyðileggingu. Jeltsín lítur svo á að vera hans á valdastólum og pólitísk snilli hafi bjargað rússnesku þjóðinni frá því að lenda á ný undir stjóm kommún- ista. í bókum hans kemur aftur og aftur fram að hann taldi það helga skyldu sína að berjast gegn komm- únistum. Og þegar líða tók að lokum valdaferlisins hófst leitin að eftir- manni, sem fær væri um að tryggja þann stöðugleika, er Rússar þráðu svo mjög. Til þess að forsetanum mætti auðnast þetta þurfti hann á banda- mönnum að halda. Margir þeirra vom vafasamir og þá ekki síst auð- jöframir, sem tryggðu endurkjör forsetans árið 1996 þegar engin von virtist um sigur. Jeltsín fullyrðir að menn þessir hafi haft fmmkvæðið og leitað til hans. Víst er að án fjár- stuðnings þeirra hefði forsetinn trú- lega aldrei náð endurkjöri. Jeltsín gerir aðeins stuttlega grein fyrir samskiptum sínum við auðjöfrana og kannast ekki við að nokkuð misjafnt hafi verið þar á ferðinni. í þessu liggur stærsti galli MIDNIGHT diabies BORIS YELTSIN Associated Press Borís N. Jeltsín ásamt arftaka sinum Vladímir V. Pútín. Jeltsm kveðst hafa hrifist af yfirvegun og gáfum Pútíns og ákveðið að gera hann að eftirmanni sínum. endurminninga hans, sögurnar era hálfsagðar og alltof víða virðist for- setinn fyrrverandi telja frekari út- skýringar óþarfar eða þá að hann kýs einfaldlega ekki að segja alla söguna. Eftirmaðurinn valinn Þannig er því t.a.m. farið um Vladímír V. Pútín. Jeltsín hafði kom- ið auga á „hæfileika" hans löngu áð- ur en hann skipaði hann for- sætisráðherra. Hann ákvað því að leika millileik í fyrra með því að skipa Sergei V. Stepasjín for- sætisráðherra þar eð hann taldi hvorki þjóðina né valdakerfið búið undir Pútín. Svipuðum brellum, millileikjum og blekkingum hafði hann iðulega beitt áður og allsherjar leikhúsi var komið á fót til að leyna rússnesku þjóðina því hversu al- varlega veikur forsetinn væri. Stór hluti síðara kjörtímabilsins fór í þetta með ærinni fyrirhöfn og stór- brotnum blekkingum. En Jeltsín fór með sigur af hólmi líkt og oftast áður. Með því að nýta sér stórkostlega gallaða stjómar- skrá Rússlands gat hann valið eftir- mann sinn og tryggt þeim hinum sama yfirburðastöðu í forsetakosn- ingunum, sem fram fóra í maímán- uði í ár. Lesendur eru hins vegar litlu nær um Pútín, vita það eitt að forveri hans taldi hann yfirvegaðan og hæf- an ungan mann, sem fært gæti lang- þreyttri þjóð stöðugleika. Það hefur Pútín raunar tekist ef miðað er við það tíðindaleysi, sem einkennt hefur rússnesk stjómmál síðustu mánuð- ina. Vafalaust vegur þar þó þyngst mikO og almenn þreyta á stjómmál- um og stjómmálamönnum. Viðspyrna og stórveldisstaða í þessu bindi minninga sinna legg- ur Jeltsín ríka áherslu á þá viðleitni sína að treysta stöðu Rússa í samfé- lagi þjóðanna. Hann telur sig með réttu hafa unnið stóran sigur er hann tryggði Rússum aðgang að fundum sjö helstu iðnríkja heims og hann er ánægður með að hafa veitt viðspymu gegn hneigðum Banda- ríkjamanna til að taka að sér hlut- verk heimslögreglunnar. Athyglisverð er sú fullyrðing Jeltsíns að andstaða Rússa við hern- aðaraðgerðir NATO í Júgóslavíu hafi á engan hátt tengst slavneskum bræðraböndum við Serba. Jeltsín kveðst hafa haft af því áhyggjur að þjóðin myndi snúast gegn vestrænu gildismati og þar með lýðræðinu ef NATO kæmist upp með að ráðast gegn serbneska hernum. Jeltsín fjallar stuttlega um flesta þá, sem komið hafa við sögu í rúss- neskum stjórnmálum á síðustu ár- Forvitnilegar bækur THE MAN IN THE ICE The amazing inside story of the 5000-YEAR-OL.D BODY FOUND TRAPPED IN A GLACIER IN THE ALPS KONRAD SPINDLER Á köldum klaka THE MAN IN THEICE, eftir Kon- rad Spindler. Phoenix gefur út 1997.305 síðna kilja og fæst í Penn- anum-Eymundsson. um. Hann staðfestir efasemdir margra á Vesturlöndum um Jevgen- íj M. Prímakov, sem var um skeið forsætisráðherra, og kveður Al- exander I. Lebed hershöfðingja og forsetaframbjóðanda hafa verið mann í leit að öryggi á ólgutímum. Jeltsín kveður Pútín hafa verið treg- an til að taka við forsetaembættinu. Lýsingar hans á samskiptum við leiðtoga á Vesturlöndum era vin- samlegar en rista ekki djúpt. Afrek og mistök Nafn Borís N. Jeltsíns mun vitan- lega verða ritað á spjöld sögunnar. Mestu afrek sín vann hann þó á fyrstu áram valdaferilsins þegar hann átti einna stærstan hlut í því að leggja Sovétríkin niður og leggja drög að nýju Rússlandi. Miðað við hversu gríðarleg umskiptin vora verður að teljast mikið afrek að þau skyldu að mestu fara friðsamlega fram og að lýðræðið hafi haldið velli þar eystra þótt gallað sé. Nú þegar svonefnd „leiðtogafræði“ era mjögí tísku mun athyglin vafalaust beinast að pólitísku tímaskyni Jeltsíns, sem sýnist hafa verið óbrigðult. For- setinn gerði hins vegar fjölmörg stór mistök og stærsti stuldur mann- kynssögunnar, einkavæðingin í Rússlandi, gerðist á hans vakt. Endurminningar Borís N. Jeltsíns eru aðeins gárur, sem era allrar at- hygli verðar en fara fjarri því að veita trúverðuga lýsingu á þeirri stórbrotnu rás atburða, sem hófst með valdatöku Míkhaíls S. Gorb- atsjovs í Sovétríkjunum árið 1985. „I JÖKLINUM hljóða dauða- djúpar sprungur," kvað skáldið. Víst er, að það sem tapast í jökulinn verður sjaldan heimt aftur og þegar jökullinn sjálfur skilar því af sér seint og um síðir, er það oftast nær illa farið eftir hin köldu faðmlög. En það er ekki alltaf svo. Fyrir um 5300 árum, eða á seinni hluta stein- aldar, var mað- ur á ferð í suður- hluta Alpanna. Hann lagðist til hvíldar i gili hátt uppi í fjöllunum og þar sofnaði hann svefninum langa. Hann gerði sér öragglega ekki grein fyrir, hversu miklu máli það skipti fyrir okkur, afkomend- ur hans, að hann valdi sér þennan hvílustað. Stór björg fylltu nánast upp í gilkjaftinn og hindruðu framskrið jökulsins, þannig að gilið var í rauninni hin fullkomna frysti- kista. Þarna svaf ái okkar í mörg þúsund ár og jökullinn geymdi hann vel. Það var svo haustið 1991, eftir langvarandi hlýindi og sól- bráð, að jökullinn sleppti honum úr faðmlagi sínu. Tilviljun réð því að hjón, sem voru við fjallaklifur á þessum slóðum, gengu fram hjá gil- inu og fundu líkið. Þau létu yfirvöld vita. I fyrstu var talið að um væri að ræða lík einhvers hinna mörgu fjallgöngumanna sem dáið hafa við fjallaklifur, en þegar ljóst var að þarna var í raun og vera um forn- leifar að ræða, hófust háværar deil- ur milli ítala og Austurríkismanna um tilkall til fornleifanna. Þegar í Ijós kom að þetta var „Austurríkis- rnaður", var Konrad Spindler, forn- leifafræðingi við háskólann í Inns- bruck, falið að stjórna rannsókn á fornleifafundinum. Spindler hefur skrifað bók; The man in the ice, þar sem hann fjallar ítarlega um Ötzi (eins og hann hefur verið kallaður) og allt það sem hjá honum og á hon- um fannst. I bókinni er fjöldi ljós- mynda og skýringarmynda, sem auðveldar mjög lesturinn. í bókar- lok fer Konrad Spindler úr hlut- verki vísindamannsins og ímyndar sér síðustu dagana í lífi hans og tekst mætavel að „endurlífga“ hann, svo hann verður ljóslifandi í huga lesandans. Þannig þakkar hann Ötzi, fyrir hönd okkar allra, kærlega fyrir ómetanlegar upplýs- ingar um samtíð hans. Ingveldur Róbertsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.