Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ ERLENT Bandarísk blöð um úrskurði dómara og hæstaréttar í Washington Hæstiréttur Flórída gæti útkljáð málið BANDARÍSK dagblöð fjölluðu í gær í forystugreinum um niður- stöður hæstaréttar á mánudag í málum forsetaframbjóðendanna, AIs Gores og George W. Bush. En ekki var síður bent á mikilvægi úrskurðar N. Sanders Sauls, dóm- ara í Leon-sýslu í Flórída, sem ákvað nokkrum klukkustundum síðar að hafna beiðni Gores um að handtalin yrðu um 14.000 vafaat- kvæði. Athygli vakti að blöð er studdu Gore í forsetakosningunum voru ósammála um úrskurð Sauls. The Washington Post tók þannig undir röksemdir dómarans en gagnrýndi á hinn bóginn hæstarétt Bandaríkjanna fyrir að taka í reynd ekki á deilumálunum heldur vísa þeim aftur til hæstaréttar Flórída. The New York Times taldi að Sauls hefði átt að taka til- lit til gagna, þ.e. vafaatkvæða sem lögmenn demókrata lögðu fram, en ekki vísa því umsvifalaust á bug að „umtalsverðar líkur“ væru á að umrædd vafaatkvæði gætu breytt niðurstöðu kosninganna í Flórída og þá um leið úrslitum forseta- kjörsins í landinu. Fjörutíu mál fyrir dómstdlum Robert Bork, sem er fyrrver- andi dómari við áfrýjunarrétt, segir í grein í The Wall Street Journal í gær að niðurstaða hæstaréttar í Washington hafi minni þýðingu en margir frétta- skýrendur vilji vera láta. Ef til vill séu mikilvægustu afleiðing- arnar af ákvörðun hæstaréttar að með því að visa málinu aftur til Flórída minnki enn tíminn sem Gore og menn hans hafi til að knýja í gegn aðra niðurstöðu en sigur Bush. Baráttuvilji þeirra hljóti enn að dvína. Bork segir að þótt hæstiréttur hafi ekki tekið af skarið séu atriði í áliti hans sem líta megi á sem nið- urstöðu. En ekki megi gleyma að meira en 40 mál séu enn í gangi í dómsölum vegna kosninganna er niðurstaða hæstaréttar hafi engin áhrif á og sum þeirra geti haft úr- slitaþýðingu. En ef til vill hafi þau fyrst og fremst áhrif í þá átt að þessi blanda af lagalegum og stjómmálalegum þrætum sé að kljúfa samfélagið. Tíminn að renna út fyrir Gore Miami Herald, sem studdi Gore, var sammála The Washington Post um úrskurð Sauls dómara og sagði hann hafa fært þjóðina nær endan- legri niðurstöðu. En úrskurður Sauls hefði haft þau áhrif að mögu- leikar Gores væru nú orðnir afar litlir. Og það sem mestu skipti, tíminn væri að renna út. Lögfræð- ingar hans hefðu ávallt sagt að út- AP N. Sanders Sauls, dómari í Leon-sýslu í Flórída, kveður upp úrskurð sinn á mánudag um að ekki skuli handtelja 14.000 vafaatkvæði. kljá yrði deilurnar fyrir 12. desem- ber en þá á að vera búið að kjósa alla kjörmenn í öllum ríkjunum 50. Blaðið hvatti repúblikana til að láta dómstólana um að komast að niðurstöðu í deilunum fremur en að það yrði þing Flórída sem kæmi saman á sérstökum fundi til að kjósa kjörmenn ríkisins eins og rætt hefur verið um. Dómarar lausir úr sjálfheldu en málið flóknara The Washington Post taldi að hæstiréttur í Washington hefði í reynd verið klofinn í afstöðu sinni til lögmætis þeirrar ákvörðunar hæstaréttar Flórída á sínum tíma að framlengja frest til handtaln- ingar. Efast mætti um skynsemina í því að rétturinn í Washington skyldi yfirleitt taka málið fyrir en dómararnir níu hefðu greinilega talið brýnt að niðurstaða þeirra yrði einróma. Þeir hefðu valið þá leið að vísa málinu í reynd aftur til hæstaréttar í Flórída. Dómararnir væru því sjálfir lausir úr sjáifheld- unni en málið allt væri ef til vill orðið enn flóknara en ella. The New York Times sagði að nú fyrst, mánuði eftir kosningarn- ar, væri þokunni að létta, niður- staða í forsetakosningunum væri í nánd. Möguleikar Gores hefðu minnkað en enn væri þörf á frek- ari handtalningu atkvæða til að eyða vafa. „Nú er kominn tími til að deiluaðilar láti skýrt í Ijós að þeir vilji skjóta lausn á málinu og að lagalegum tilraunum til að vefengja kosningarnar muni Ijúka með endanlegum dómi hæstaréttar Flórída." The Washington Post sagði að Gore ætti rétt á að gera enn eina tilraun með því að áfrýja úrskurði Sauls til hæstaréttar Flórída þar sem Gore teldi enn að hann hefði í reynd unnið í Flórída. „En tækifærin sem hann hefur til að sanna mál sitt eru að renna honum úr greipum. Leiðin sem hann leggur til að þjóðin fari er að verða æ mjórra einstigi. Hann hefur rétt til að áfrýja en honum ber einnig skylda til að íhuga hvernig hann gæti bundið enda á herferð sína. Við efumst ekki um að hann er þegar byrjaður að gera það.“ Blaðið sagði að tíminn væri orð- inn naumur og því myndi reynast erfitt fyrir lögmenn Gores að skapa sér á ný vígstöðu með því að áfrýja úrskurði Sauls. Vandi dóm- stólanna væri mikill, þeir yrðu að j leggja sig fram um að sannfæra eins marga landsmenn og unnt væri um að niðurstöðurnar væru sanngjarnar. Því lengur sem ferlið stæði yfir og því oftar sem Gore biði ósigur þeim mun erfiðara yrði að ná fram slíkri niðurstöðu. Sem væri einnig slæmt fyrir Gore. Blaðið sagðist vera sammála nið- urstöðu Sauls dómara. Vafaat- kvæðin með ógreinilega merkinu í reitnum við nafn þess sem kjósa i átti væru of hæpinn grundvöllur fyrir því að láta þau ráða kjöri for- seta. Vonbrigði með hæstarótt Á hinn bóginn segist blaðið ekki geta hrósað hæstarétti í Washington fyrir að hafa komist að skýrri niðurstöðu. „Ef til vill er hægt að segja sem svo að rétt- urinn hafi gert eins mikið og i hægt var að búast við, aðstæðurn- | ar voru snúnar. En þeir sem ætl- ast til að rétturinn sé forystuafl þegar jafn erfið mál og þessi koma inn á borð hans hafa orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði The Washington Post. Palestínumenn hvattir til að herða uppreisnina Hamas hótar Israelum fleiri sprengjuárásum Jcnísalcm. AP, Reuters, AFP. PALESTÍNSKAR stjómmála- hreyfingar skoruðu í gær á Palest- ínumenn að herða uppreisnina gegn hemámi ísraela á morgun og föstudag þegar þrettán ár verða liðin frá því íyrri uppreisn þeirra hófst. íslömsku samtökin Hamas báru einn af helstu skæruliðafor- ingjum sínum, sem lést í spreng- ingu í fyrradag, til grafar í gær og hótuðu að hefna dauða hans með fleiri sprengjutilræðum í ísrael. Palestínsku hreyfingamar, þeirra á meðal Hamas og Fatah, hreyfing Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, gáfu út yfirlýs- ingu þar sem stuðningsmenn þeirra em hvattir til að safnast saman í öllum bæjum og þorpum Vesturbakkans og Gaza-svæðisins til að bjóða hersveitum ísraela birginn. Hamas hótar hefndum Palestínumenn segjast vera staðráðnir í að halda uppreisninni áfram þar til 33 ára hemámi ísr- aela lýkur. Tæplega 300 manns, langflestir þeirra Palestínumenn, hafa beðið bana í uppreisninni síð- ustu tíu vikur. Fyrri uppreisnin hófst árið 1987 og henni lauk 1993 eftir að Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO) náðu friðarsam- komulagi við ísraela í Ósló. Rúmlega 10.000 Palestínumenn fylgdu skæruliðaforingjanum Áwad Silmi til grafar í gær, daginn eftir að hann beið bana í spreng- ingu nálægt varðstöð milli Israels og Gaza-svæðisins. Silmi fór fyrir hópi Hamas-manna, sem komu fyr- ir sprengjum á vegum í ísrael, og stjórnaði sautján sprengjutilræð- um. ísraelskur ofursti beið bana 1 einu tilræðanna árið 1993. Hamas hefur gert nokkrar sprengjuárásir á síðustu árum, meðal annars í ísraelska bænum Hadera í síðasta mánuði, þegar tveir ísraelar létu lífið. Hamas sagði að Silmi hefði beðið bana af völdum sprengju sem hefði sprungið þegar hann hefði verið að undirbúa árás. Einn af leiðtogum samtakanna, Mahmoud Zahar, sagði að ísraelar ættu sök á dauða Silmis þar sem þeir bæru ábyrgð á öllu ofbeldinu. „Hefnd Hamas verður mjög kröftug, ekki aðeins vegna Awads Silmis, heldur einnig vegna allra píslarvotta uppreisnar- innar,“ sagði hann. ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn í átökum í Bet- lehem og Ramallah á Vesturbakk- anum í gær. Kouchner vill láta af störfum Hækkerup til Kosovo? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANIR binda nú miklar vonir við að varnarmálaráðherra landsins, Hans Hækkerup, verði næsti yfir- maður Sameinuðu þjúðanna f Kosovo. Astæðan er tvíþætt, þeir hafa ítrekað ver- ið nefndir til þegar leitað hefur verið nýrra yfirmanna al- þjúðastofnana án þess að hrepppa hnossið og búist er við að for- sætisráðherra muni nota tækifæri til að hrúkera í ríkisstjúrn- inni, að því er segir í Jyllands Posten. Kofi Annan er nú sagður leita logandi Ijúsi að eftirmanni Bernards Kouchners, yfirmanns SÞ í Kosovo, sem hef- ur lýst því yfir að hann vilji losna úr þessu vandasama og erfiða starfi. Paddy Ashdown, fyrrver- andi leiðtogi frjálsra demúkrata í Bretiandi var lengi vel talinn lík- legastur til að taka við en hann lýsti því yfir í síðustu viku að hann sæktist ekki eftir því. Sögu- sagnir eru uppi um að honum hafi verið gert ljúst að hann fengi starfið ekki. Hefur lýst áhuga á starfinu Því hefur Annan orðið að líta betur í kringum sig og hefur nafn Hækkerups komið upp, eins og raunar nafn Uffe Ellemans Jensens, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sem virðist orðin regla þegar rætt er um alþjúðastöður, t.d. hjá SÞ og NATO. Hækkerup hefur lýst áhuga sínum en staða hans hefur veikst mjög undanfarnar vikur og mánuði vegna stöðu Dana innan varnarsamstarfs Evrúpusambandsins, sem þeir eru ekki þátttakendur í. Þetta og æ lakari útkoma jafnaðar- manna í skoðana- könnunum hefur orðið til þess að ýta undir orðrúm um að Poul Nyrup Rasmus- sen vilji Hækkerup og raunar nokkra ráðherra til viðbút- ar úr stjúrninni. Einkum hafa verið nefnd Sonja Mikkelsen, heilbrigðismálaráðherra, Jytte Andersen, húsnæðismálar- áðherra, og Ove Hygum, at- vinnumálaráðherra. Ekki hefur verið haft samband við Hækkerup af hálfu SÞ vegna nýja starfsins en nafn hans er að sögn oft nefnt. Það er ekki í fyrsta sinn sem Hækkerup er tal- inn eiga möguleika á slíkri stöðu, hann var nefndur til sögunnar í fyrra er leitað var eftirmanns Javier Solana í stúl framkvæmda- stjúra NATO. Eru Danir að von- um orðnir úþolinmúðir en Dani hefur ekki gegnt hárri al- þjúðastöðu frá því að Poul Hartl- ing var yfirmaður flúttamanna- mála hjá SÞ á níunda áratugnum. Hans Hækkcrup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.